Af hverju ætti ég þá að mæta á Austurvöll?

Mér þykir fremur óljóst af hverju ég ætti að mæta til einhverra mótmæla sem ég skil ekki alveg hverju nákvæmlega er verið að mótmæla. PDF skjalið sem var tengt við fréttina var fremur ... furðulega framsett og mjög óljóst hver tilgangurinn er bak við þessa yfirlýsingu.

Ég sé heldur ekki betur en þetta skjal þeirra sé komið beint frá bloggi Sturlu yfirtrukkara.  Og mætti hann koma því betur á framfæri hverju er verið ná fram með þessu. Eða er þetta jafn vel skipulagt og þegar krakkarnir stífluðu miklubrautina um daginn og voru að mótmæla bara til að mótmæla!   ;)

Hvaða breytingar hefur þetta í för með sér ef árangur ber?

  • Er verið að mótmæla ríkisstjórninni almennt?
  • Eða háu bensínverði?
  • Kjörum atvinnubílstjóra? 
  • Hverju ???

Í mómælayfirlýsingunni stendur:

En núna rúmum þremur árum seinna fórum við á fund Árna Mathiesen,
núverandi fjármálaráðherra og hans manna. Okkur til skemmtunar sáum við
Geir aftur en á mynd uppá vegg og hvað? Tóm blöð í nýjum stílabókum, er þetta
heilbrigð stjórnsýsla? Ekki einn punktur um fyrri fundi okkar þarna. Og hvað?
Það á að skoða málið.

Sorrý, en ég skil varla þessa málsgrein. Hvað er verið að reyna að segja þarna? Myndir af Geir og stílabækur ... ég bara skil þetta ekki. Það er ekki nóg að segja "afþví bara" og "Geir er stílabókarlaus vondur karl"! Af hverju á ég þá að koma? Og hverju er nákvæmlega verið að ná fram?

Þetta heldur áfram:

Svona framkoma er óásættanleg og ekki lítilli þjóð sæmandi. Á sama tíma og
við reynum að ná eyrum forsætis og utanríkisráðherra sem eru jú yfirmenn
þessarar stjórnar, eru þeir á þvílíkum ferðalögum að Sigmund í mogganum sér
sig knúinn til að bjóða þeim í opinbera heimsókn til föðurlandsins.

Já ... en hvaða framkoma? Það kemur mjög óljóst fram. Ég get tekið undir óþarfa ferðalög þessara ráðamanna, en þetta þarf að skýra betur.

Og meira stendur þarna:

Hvað eru þau að gera? Geir út um allan heim að segja þeim sem nenna að hlusta
að allt sé í góðu á Íslandi, reynandi að skrapa saman peninga til að bjarga
bönkunum. Ingibjörg á fullu í kosningaslag til öryggisráðs Sameinuðu Þjóðanna.
Hvað er að? Við erum með heimilislaust, pissublautt fólk á tröppum
fjármálaráðuneytisins. Er fólk haldið raunveruleikaflótta?

Jú þetta get ég samþykkt, þ.e.a.s. að ríkisstjórnin séu hræsnarar sem eyða og eyða í óþarfa, og um leið predika að þjóðin þurfi að herða sultarólina. Ég sakna samt stefnu atvinnubílstjóra, og hvernig kröfur atvinnubílstjóra koma þjóðinni í heild til góða( ? ) Það er ekki nóg að væla útí horni og segja allt til foráttu og segja svo ekki nákvæmlega af hverju.

Hver er stefnan? Og vantar allt kjöt á þessa óljósu yfirlýsingu!

Ég skal glaður mæta og sýna stuðning ef ég fæ þessi atriði á hreint, því ég skil bara ekki meininguna ... en það er bara ég. Smile

Góðar stundir. 


mbl.is Boða fólk á Austurvöll til að mótmæla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég held að hann sé að mótmæla vel gefnu fólki sem getur komið máli sínu fram á skiljanlegan máta.

sbs (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 14:07

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt sbs!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.5.2008 kl. 15:01

3 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það sem er fyndnast í þessu er að þessi menn hafa gerst sekir um

  1. Offjárfestingu
  2. Ranga áhættustýringu
  3. Tóku lán í rangri mynt
  4. Gerðu ekki fyrirvara í Tilboð um verðhækkanir á olíu og vísitölum
  5. og fl og fl og fl

Það er galið að bjóða okkur uppá þessi skemtiatriði

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 14.5.2008 kl. 16:19

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Guðsteinn: Ég er sammála þér þarna.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.5.2008 kl. 16:19

5 identicon

Held að Eiríkur I. hafi hitt hausinn á naglan þarna. Þetta er nefnilega málið.

Hef talað við nokkra atvinnubílstjóra um þetta mál og flestir segja það sama og Eiríkur. Sumir hafa gengið svo langt og sagt að bílstjórar séu bílstjórum verstir, þeir hafi undirboðið hver annan í öllum uppganginum á síðustu árum einmitt þegar það var sem mest vöntun á bílstjórum og stórum bílum.

Það er helst að maður fari niður á Austurvöll á morgun til að taka myndir ef veðrið verður svona gott.

Af öðru þá er það reyndar rétt að maður fær soldið á tilfinninguna að stjórnarherrarnir og frýrnar séu ekki alveg í tengslum við það sem er að gerast. Aldrei gott þegar þeir sem eru við völd virka fjarlæg þegar vandi steðjar að.

Kv. Hannes Þórisson. 

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 17:28

6 identicon

Munið ekki sjá mig á staðnum enda málstaðurinn fáranlegur og framgengni mótmæla hingað til hafa átt heima í dýragarði.

Jakob (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 19:01

7 identicon

kveðja

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 19:26

8 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir hlý orð annarsstaðar

Guðni Már Henningsson, 14.5.2008 kl. 19:44

9 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég verð fjarverandi vegna vinnu,og hvers vegna jú til að komast sjálfur betur frá efnahagsvandanum mínum,enginn nema ég get gert mínar ráðstafanir vegna neyslu minnar.

Kannski ættu atvinnubílstjórar að fara hugsa sér til hreifings og finna sér betur launuð störf?

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 14.5.2008 kl. 20:45

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Meðan eftirspurnin eykst eftir olíu þá hækkar verðið. Eina leiðin er að endurskoða lífsmáta okkar og gera breytingar.

  • Þurfum við að fara á bílnum til að kaupa eina kók?
  • Þurfum við að fara um hverja helgi upp á jökul, eða í bústaðinn?
  • Þurfum við að fara á bílnum 2-3 kílómetra í vinnuna, þegar hægt er að hjóla eða ganga?
  • Getum við dregið úr óþarfa neyslu og þar með minnkað flutningsþörfina á ýmsum vörum?
  • Þurfum við að fara langar vegalengdir einbíla meðan hægt er að sameinast með öðrum í bíla?

Theódór Norðkvist, 14.5.2008 kl. 22:49

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Eiki - hárrétt hjá þér.

Gunnar - rock on! 

Hannes - þú ert flottur, og hvet ég þig til þess að stofna blogg, því þú hefur greinilega eitthvað á milli eyrnanna margur enn annar. Mér finnst gaman að fá vel hugsandi menn eins og þig í heimsókn. 

Pax - ég veit það nú ekki! 

Birna - ... hæ! 

Guðni Már - ég meinti það sem ég sagði.  :) 

Úlli - já, kannski bara. 

Teddi - MJÖG góðir punktar! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.5.2008 kl. 08:23

12 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Eins og einn félagi minn, vörubílstjóri, sagði mér - þeir hafa undirboðið hvern annan grimmilega lengi vel og þegar það kemur í bakið á þeim fara þeir að grenja og kenna ríkisstjórninni um eins og hver annar aumingi. Svo kaupa þeir rándýra bíla - miklu stærri og dýrari, sem og eyðslufrekari en þeir þurfa - og kvarta yfir olíuverði. Það er hátt, en það er ekki ríkinu að kenna.

Hvað eyðir Volvó Sturlu miklu á hundraðið og hvað kæmist hann upp með að vera á mikið minni bíl?

Ingvar Valgeirsson, 15.5.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband