Til hamingju Siðmennt ...

Ég veit að þetta kemur úr hörðustu átt, en ég vil óska Siðmenntarfólki til hamingju með þetta. Þau eins og við búa við trúfrelsi, og hafa þau sama rétt og aðrir trúarhópar að stunda sínar athafnir.

Eina sem mér fannst skondið við þetta var að þetta var haldið í bænahúsi ... tíhí.. sem er afar gott kristilegt húsnæði undir þennan gjörning. 


mbl.is Fyrsta útförin á vegum Siðmenntar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli þetta lið sem kallar sig Siðmennt sé ekki bæði siðblint og athyglissjúkt ?

Stefán (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:09

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég fer oft í kirkju þótt ég trúi ekki á Jesús.
En ég skil hvað þú átt við.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.5.2008 kl. 16:13

3 identicon

Mikið hefði ég gaman af því að ,, jarða " þetta lið í Siðmennt.

Stefán (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:16

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn. Skondið en blessuð sé minnig þess sem var verið að kveðja. Megi almáttugur Guð styrkja þá sem syrgja.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.5.2008 kl. 16:17

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Gunnar og Rósa!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 16:20

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Andrés. En þetta er samt kaldhæðnislegt. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 16:29

7 identicon

Ég er að spá í að stofna jarðafarabusiness... Grafkaup þar sem íslendingum finnst best að drepast ;)

Auðvitað mega menn nota kirkjur í svona, annað eins hefur gerst

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 16:32

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Andrés ... Dokksi taktu eftir því!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 16:48

9 Smámynd: Birna M

Þeir hafa fermt í háskólabíói, gátu þeir ekki fengið að jarða þar líka?

Birna M, 13.5.2008 kl. 16:50

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nú bara veit ég ekki Birna ....

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 16:56

11 Smámynd: Adda bloggar

þakka þér fyrir haukur minn

Adda bloggar, 13.5.2008 kl. 17:20

12 identicon

Gaman að sjá hákristinn mann sýna þessu svona mikinn skilning. :) En já, þetta með bænahúsið er svona... broslegt, í það minnsta. ;)

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:51

13 identicon

Þetta er endastöðin, að ljúga einhverju eða vonast eftir einhverju sem er ekki til... well dont get your hopes up.
Spáið bara að eftir dauðann eru engar áhyggjur... ekki einu sinni draumar, gerist ekki betra

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 17:59

14 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Guðsteinn Haukur.  Bænahús er Guðhús.  Guð tilheyrir öllum, hvort hann er Jahve, Guð, Allah, Óðinn, Þór, Týr o.s.frv, í eingyðistrú, fjölgyðistrú eða öðru, hvort sem menn tilheyra trúflokk eða ekki, þá er alltaf æðri máttur og ef ekki, þá er þetta alltént hús.......

Hvers vegna....tíhi.....?

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 13.5.2008 kl. 18:06

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Helgi Hrafn - takk fyrir að sjá kaldhæðnina og jú innlitið!

Dokksi - ég læt mig þá dreyma.    ;)

Sigurbjörn Bóndi með sinn fagra tanngarð - Nei, þetta er vígt hús Drottins og tilheyrir það honum einum.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 18:20

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Adda - ekki málið! Og láttu nú sjá þig hér oftar. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 18:21

17 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég trúi á guð og Jesú Krist og ég fer oft í kirkju.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.5.2008 kl. 18:27

18 Smámynd: Ásta Kristín Norrman

Ef væri raunverulegt trúfrelsi í landinu og öllum lífsskoðunarfélögum væri gert jafn hátt undir höfði, þyrftu trúlausir ekki að notast við bænahúsið. Eg hef heyrt að bænahúsið sé rekið af kirkjugörðunum en ekki þjóðkirkjunni. Ef svo er, sýnir það bara enn betur hversu mikið óréttlætið er.

Ásta Kristín Norrman, 13.5.2008 kl. 18:56

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásta - Ef væri raunverulegt trúfrelsi í landinu og öllum lífsskoðunarfélögum væri gert jafn hátt undir höfði,

Kaupið þá hús eða kofa, hvort sem hentar betur, þá kannski minnkar vælutóninn í ykkur og við hættum að sjá setningar eins þú berð fram. 

Katla - Guð blessi þig. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 19:17

20 identicon

Það sem ég held að Ásta eigi við er að það er ríkið sem ber kostnaðinn af þessu "guðshúsi" sem bænahúsið er kallað og ætti því ef um trúfrelsi er að ræða að splæsa svona húsi á alla trúarhópa og trúlausa

Arnór (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 19:31

21 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Mér líkaði svarið sem Sigurbjörn gaf.

"Vitið þér eigi, að þér eruð musteri Guðs og að andi Guðs býr í yður?“ stendur skrifað í 1. Korintubréfi 3.16 -

Kirkjan er bara hús - ef það er einhver sannleikur í biblíunni, þá er ég að gera það rétta með að virða guð minn í "kirkjunni" minni. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.5.2008 kl. 19:56

22 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það flýr eignin Guð...Jarðaður í sköpunarverkinu...

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 13.5.2008 kl. 20:01

23 identicon

Gunnar tekur þetta rétt, allir aðrir eru í trúarvændi í trúarvændishúsum út um allan bæ, vilja varla hleypa öðrum að í trúarvændishúsið, slíkur er kærleikurinn.
Svona er það nú, allir að eltast við falsspámenn og vita ekki betur.
Hallelúja

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 21:48

24 identicon

Ég legg til að fólk lesi pistil eftir Hjört Magna Jóhannsson forstöðumann Fríkirkjunnar um málið:

http://www.frikirkjan.is/undirsidur/hjortur_magni/eru_mannud_og_humanismi.htm

Svona til að taka á þessu frá kærleikshliðinni.

Ég vona að enginn erfi það við mig að ég bendi á þetta sí svona.

Trúleysiskveðjur,

Kristinn 

Kristinn (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 23:01

25 identicon

"Eina sem mér fannst skondið við þetta var að þetta var haldið í bænahúsi ... tíhí.. sem er afar gott kristilegt húsnæði undir þennan gjörning."

 Já mér finnst gott að þér skuli bara hafa fundist einn hlutur skondin við þessa jarðaför. Og hvað er þetta með tíhí? Er þetta ekki soldið smekklaust? Kannski hluti að þessu fræga Kristilega Siðfræði?

Kv. Hannes Þórisson.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 00:26

26 identicon

Bænahús er bara hús, kirkja er bara hús, prestur er bara maður, biblían er bara bók....

DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 08:56

27 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arnór - hver er það þá sem þú ætlast til að "splæsi" hús á línuna? Ég verð nú að segja að mér finnst það vera doldil frekja hjá ykkur.

Gunnar - húsið er helgað einum Guði og engum örðum. 

Kristinn - skal kíkja á þennan "kærleiks" pistil. 

Hannes - já, það er góðu lagi að þið gerið grín að okkur endalaust, en ef við svörum tilbaka .... það er skömm af ykkur! 

Dokksi - ... og þú ert bara nafnleysingi sem hefur ekki hugreki til þess að koma sjálfur fram.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.5.2008 kl. 09:27

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Eiríkur - nákvæmlega!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.5.2008 kl. 09:44

29 identicon

Guðsteinn you are doing it wrong::: JVJ style

Þú efast ekki um biblíu, þú hefur ekki hugmynd um hverjir skrifuðu hana, ekki hugmynd gói minn :)

DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 09:59

30 Smámynd: Theódór Norðkvist

Með fullri virðingu fyrir þeim látna og aðstandendum, sem ég votta samúð mína, þá á Guðshús að vera Guðshús. Það á ekki að nota það undir aðrar samkomur en þær sem eru á trúarlegum nótum.

Ef hinsvegar þjóðkirkjan er farin að líta á sig sem fasteignafélag fyrst og fremst þá hafa þeir sem vilja rækja sína kristnu trú lítið þangað að sækja.

Theódór Norðkvist, 14.5.2008 kl. 10:19

31 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég tæki nú meira mark á þér Dokksi ef þú kæmir hreint fram. Þú gagnrýnir daginn út og inn bakvið skjöld sem er nafnleyndin. Í mínum bókum heitir það hreinn heigulsháttur. Og hvað með það þótt ég hjómi eins og Jón Valur? Kannski hefur hann rétt fyrir sér í þessu. 

En nei, ég get ekki fullyrt um hver skrifaði biblíuna, enda er það aukaatriði, það er boðskapurinn sem skiptir máli. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.5.2008 kl. 10:21

32 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Teddi - ekki var það ætlan mín að vanvirða þann sem lést í þessu tilfelli. En húsið er helgað Guði og engum öðrum, ég hef ítrekað bent á þetta og ert þú sá fyrsti sem ert mér sammála, takk fyrir það Teddi minn.

Þjóðarbáknið skaut sig í fótinn með þessu, eins og þú segir, ef þeir eru komnir útá leigumarkað þá ætti að leggja kirkjuformið niður og stofna húsnæðisfélag þess í stað. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.5.2008 kl. 10:24

33 Smámynd: Jón Ragnarsson

Við skattborgarar búin að borga fyrir þessar byggingar með sköttunum okkar, af hverju ekki að nýta þær? Af hverju ekki að bjóða múslium að halda bænastundir í kirkjum?

Jón Ragnarsson, 14.5.2008 kl. 11:26

34 identicon

En nei, ég get ekki fullyrt um hver skrifaði biblíuna, enda er það aukaatriði, það er boðskapurinn sem skiptir máli. 

Boðskapur minn er: Trúarbrögð eru hjátrú og óvinur okkar allra... Boðskapur minn gengur út á að allir verði bræður og systur, sem er klárlega betri boðskapur en sá sem biblían boðar og því hlýt ég að vera marktækari.

Þú skaust þig sjálfan í fótinn Guðsteinn... face it

DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 11:37

35 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Ragnars - því þær hafa trúarlega merkingu fyrir okkar Lútersku þjóðkirkju ... eða það hélt ég ... þar til nú.

Í hvorn fótinn skaut ég mig  Dokksi? Og ef þú segist vera boða það sem þú skrifar hér ofar, þá myndi alvarlega endurskoða framsetninguna.

Hvernig í ósköpunum færðu það út að boðskapurinn þinn er æðri sjálfrar biblíunnar. Það er ekki bara hámark hrokans heldur er það hámark heimskunnar, sérstaklega frá manni sem hefur ekki haft fyrir því að lesa hana. Eins og skrif þín bera berlega vitni um.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.5.2008 kl. 12:32

36 identicon

Munurinn á mér og kristnum er að ég les ekki bara væmnu kaflana Guðsteinn minn.
Það er kristaltært að á meðan fólk flykkir sér í kringum ímyndaða geimgaldrakarla þá verðum við aldrei bræður og systur.
Ef guð væri virkilega til þá væri hann sammála mér, klárt mál nema ef fólk vil gera guð sinn að litlum fornum mannlegum keisara.

DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 12:36

37 Smámynd: Flower

Mér finnst þetta skjóta skökku við og glotti í kampinn yfir þessu. En málið er það að það gilda reglur hvar má halda útfarir og kirkjur eru taldar í lögum eðlilegur staður til þess. Enda erum við kristin þjóð.

En ég tek undir með Hauki að Siðmennt hefur sitt trúfrelsi og það mætti taka til skoðunar að bæta við einhverjum stað sem er ekkert tengdur trú fyrir þá sem það kjósa. Það er sjálfsögð tilitsemi að virða skoðanir þeirra sem vilja láta jarðsetja sig án tilkomu kirkju.

Flower, 14.5.2008 kl. 13:04

38 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Það er rétt að benda á að þetta er nú ekki í fyrsta skiptið sem eitthvað er gert í kirkju sem ekki telst trúarlegt. Þær eru t.d. oft notaðar undir tónleika, jafnvel rokktónleika (t.d. Sigur Rós).

Ari Björn Sigurðsson, 14.5.2008 kl. 13:31

39 Smámynd: Svanur Sigurbjörnsson

Sæl og takk fyrir hamingjuóskir til Siðmenntar

Ástæða þess að fjölskyldan fékk Bænhúsið í Fossvogi fyrir athöfnina er sú sama og aðrir söfnuðir en kristnir hafa, þ.e. það er ekki í önnur hús að venda.  Kapellan og Bænhúsið eru byggð fyrir kirkjugarðsgjöld allra landsmanna og eru því opin öllum.  Enginn á sérstakt tilkall til þessara húsa en samt eru kristin trúartákn þar.   Í þjóðfélaginu ríkir trú- og lífsskoðanafrelsi og einhvern veginn þarf ríkið að sjá til að allir hafi einhverja aðstöðu.  Það er bundið í lög.  Vinsamlegast takið tillit til þessa.  Takk.

Svanur Sigurbjörnsson, 14.5.2008 kl. 13:45

40 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - þú ert hrokinn uppmálaður fyrst þú heldur svona fram um sjálfan þig. Þú ert enginn boðberi nýrra tíðinda þótt þú haldir það, langt í frá. Enda ertu illa upplýstur um það sem þú hvað mest gagnrýnir: biblíuna. Þótt ég sé ekki hrifinn af samtökum eins og Vantrú, þá eiga þeir samt hrós skilið fyrir að vinna heimvinnunna sína og hafa þekkingu á efninu sem þeir gagnrýna. Þeir blása ekki bara útí loftið eins og þú.

Flower -takk fyrir það ! 

Ari - já, rétt er það. En tónleikar hafa ekki 'trúarlegt' gildi eins og jarðarför, skírn eða gifting. Stór er munurinn þar á og um það snýst deilan. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.5.2008 kl. 13:46

41 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Svanur - takk fyrir innlitið og gangi ykkur vel í húsnæðisleitinni.  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.5.2008 kl. 13:49

42 identicon

Hvaða heimavinnu... ég er bara að segja það augljósa, ég veit meira um kristni heldur en 99.99% þeirra sem játast kristni, ég veit meira en nóg til þess að segja að trúarbrögð sundra en sameina ekki.

Þetta eru ekki ný tíðindi en það er nýr tíðarandi sem gerir fólki gerlegt að gagnrýna trúarbrögð án þess að verða drepið og eða sett í steininn.

Hvað með þig, trúir þú á guð ef hann gefur þér ekki verðlaun?

DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 14:13

43 identicon

Guðstein.

Hvænar hef ég gert grín að "ykkur"? Hvænar hef ég hæðst að jarðaförum og sorgum "ykkar"? Mér er bara spurn. Finnst þér ekkert að því að leggjast svo lágt að snúa útúr svona persónulegri athöfn einsog jarðaför er og breytt því í eitthvað Við gegn Þeim?

Já ég er trúlaus, nei ég er ekki meðlimur í neinum samtökum einsog Siðmennt eða Vantrú svo mér er aftur spurn... hvænar gerði ég grín að þér?

Snerti ég kannski einhvern þráð þarna? Þú hafir fattað að þetta var ekki sæmandi umæli og í stað þess að viðurkenna það fórstu í vörn?

Kv. Hannes Þórisson.

Hannes Þórisson (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 17:00

44 identicon

Hrokatal segir Andrés; Flest ef ekki öll stríð í sögu mannkyns hafa verið vegna súpergaura... guðinn ykkar er fjöldamorðingi, hvernig afsakar þú það að hann drepi eða skipi mönnum að drepa börn... hvernig afsakar þú allan viðbjóðin og hefndarþorsta hans, hvernig afsakar þú mannfórn á syni hans(Sem var hann sjálfur(?))... gerðu svo vel og afsakaðu það að fólk fæðist syndugt vegna gjörða fornmanna, afsakaðu líka heimsmorð hans, afsakaðu það hvað hann segir um konur, afsakaðu það að hann hafi stutt þrælahald, afsakaðu það að hann tali um konum í sömu hendingu og þræla...
Be my guest, ef þú ert ekki blindaður af ást af sjálfum þér og flugmiðanum þínum til einræðisherrans sem getur ekki fyrirgefið það eitt að menn afneiti honum.. hann segist fyrirgefa allt annað en samt er hann að hefna sín yfir kynslóðir... sweet

DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 17:26

45 identicon

Hrokatal segir Andrés; Flest ef ekki öll stríð í sögu mannkyns hafa verið vegna súpergaura... guðinn ykkar er fjöldamorðingi, hvernig afsakar þú það að hann drepi eða skipi mönnum að drepa börn... hvernig afsakar þú allan viðbjóðin og hefndarþorsta hans, hvernig afsakar þú mannfórn á syni hans(Sem var hann sjálfur(?))... gerðu svo vel og afsakaðu það að fólk fæðist syndugt vegna gjörða fornmanna, afsakaðu líka heimsmorð hans, afsakaðu það hvað hann segir um konur, afsakaðu það að hann hafi stutt þrælahald, afsakaðu það að hann tali um konum í sömu hendingu og þræla...
Be my guest, ef þú ert ekki blindaður af ást af sjálfum þér og flugmiðanum þínum til einræðisherrans sem getur ekki fyrirgefið það eitt að menn afneiti honum.. hann segist fyrirgefa allt annað en samt er hann að hefna sín yfir kynslóðir, skoðaðu hversu líkur hann er kóraninum, enda sami guð á ferð... sweet sem betur fer er hann ekki til

DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 17:26

46 Smámynd: Zaraþústra

Eins og bent hefur verið á eru þessi hús byggð fyrir almannafé í flestum tilfellum.  Auk þess eru mörg fallegustu byggingarnar á Íslandi kirkjur, í þeim berst hljóð vel (ástæðan fyrir því að þar eru gjarnan haldnir tónleikar) sem hentar vel þessu tilefni þar sem menn vilja gjarnan spila fallega tónlist.  En ég skil að þetta komi mönnum furðulega fyrir sjónir, en það má samt tjá það með ýmsum hætti.

Zaraþústra, 14.5.2008 kl. 19:34

47 Smámynd: Zaraþústra

margar*

Zaraþústra, 14.5.2008 kl. 19:34

48 Smámynd: Ari Björn Sigurðsson

Guðsteinn, Fyrir mér hafa jarðarfarir, skírnir og giftingar ekkert trúarlegt gildi, sennilega vegna þess að ég er trúlaus. Ég veit að þú ert mér ósammála, vegna þess að þú ert trúaður.

Þessi tiltekna jarðarför var ekki framkvæmd á trúarlegum forsendum, og hefur því ekkert trúarlegt gildi. Ég skil ekki alveg afhverju þetta pirrar þig meira en tónleikahald í kirkjum.

Ari Björn Sigurðsson, 14.5.2008 kl. 23:56

49 identicon

Eru nú heiðnir farnir að stunda sín "trúarbrögð" í Guðshúsi.  Detta mér allr dauðar lýs úr höfði.  Kannski þeir fari að bera hina dauðu á kletta fyrir hrægammana...?   Las  það í Lifandi Vísindum að það gerðu trúlausir menn og konur einhverstaðar úti í heimi og fjarr  allri siðmenningu.  Þetta heiti "Siðmennt" finnst mér út í hött.  Það hljómar eins og allt annað sé siðlaus.  En megi æðri máttur hver svo sem hann er, vera ævinlega með þeim.

En er þetta fólk ekki bara að reyna að vera öðruvísi ?  Eg heldad það. 

Simbi Sæfari (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 12:14

50 Smámynd: Jón Ragnarsson

Kaupið þá hús eða kofa, hvort sem hentar betur, þá kannski minnkar vælutóninn í ykkur og við hættum að sjá setningar eins þú berð fram.

Kaupið sjálf ykkar kirkjur! Ég veit ekki betur en við öll skattborgarar hafi borgað þessi musteri ykkar. Lítið fer fyrir kristilegum kærleik þarna!

Jón Ragnarsson, 15.5.2008 kl. 12:57

51 identicon

Ef menn hugsa aðeins, þá ætti fólk að sjá að auðvitað er ekki til neinn guð, frekar en jólasveinninn eða álfar og huldufólk.

Hvaða part af því að allir landsmenn borga kostnað af þess bænahúsi er það sem þú skylur ekki Guðsteinn. Þessi Ýmindaði guð þinn á ekki krónu í þessu húsi og því meiga allir nota það.

Óli (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 13:25

52 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég var að hringja í Kirkjugarða Reykjavíkur og fékk þær upplýsingar að þeir sem þurfa Bænhúsið til útfarar verða alltaf að greiða fyrir afnotin.

Trúlausir fá þannig ekki skattpeninga sína til baka með því að nýta húsnæði Þjóðkirkjunnar fyrir athafnir sínar. Þá er allavega það atriði á hreinu.

Fyrir mér er þetta ekki spurning um peninga, heldur grundvallaratriði og sómakennd. Guðshús eru ætluð til heiðurs Guði og þar ætti ekki að fara fram athafnir sem gera lítið úr Guði. Sama hvað viðkomandi samtök borga margar milljónir fyrir afnotin.

Ég hef sjálfur lýst því yfir að ríkisrekin trúfélög séu tímaskekkja og ég geri engan ágreining við trúleysingja hvað það varðar.

Theódór Norðkvist, 15.5.2008 kl. 13:58

53 Smámynd: kiza

Theodor; eins og hefur verið minnst á áður þá var ekkert 'God-bashing' í gangi í þessari athöfn, heldur var bara sálmum, guðspjalli og "kristnum hefðum" sleppt úr. Varla eins og fólk hafi verið að brenna Biblíur þarna...

Guðsteinn; hvaða skömm er þetta sem þú talar um varðandi Fríkirkjuna?  Mér finnst dáldið vont að heyra svona talað um einu kirkjuna sem mér hefur nokkurn tímann liðið vel í...  Þú hefur líklegast þínar ástæður, en þetta var ansi hart.

-Jóna Svanlaug / kiza 

Kannski er ég bara eitthvað viðkvæm í dag... 

kiza, 15.5.2008 kl. 15:04

54 identicon

"Fyrir mér er þetta ekki spurning um peninga, heldur grundvallaratriði og sómakennd."

Kristnir menn ætti þá kannski að sýna sómekennd með því að hætta að reyna að troða sýnum ranghugmyndum upp á aðra(hætta trúboði).

Sanngjarnasta lausnin á þessu væri náttúrulega að breyta nafnina á þessu  húsi í eitthvað annað en bænahús og fjarlægja öll trúartákn. Þá væru allir sáttir. 

Óli (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 15:04

55 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvað um trúboð Siðmenntar? Eiga þeir þá ekki að hætta öllu trúboði líka og loka síðunni sinni, fyrst menn eru farnir að tala um að kefla fyrir munninn á fólki?

Seinni málsgreinin hjá Óla er alveg út í bláinn. Hér lútersk-evangelísk kirkja rekin fyrir opinbert fé, allt í lagi það er umdeilanlegt.

Það er hinsvegar fáránlegt að hvaða samtök sem er megi vaða þar inn og gera hvað sem er. Við borgum öll skattfé til vegagerðar, þó sumir eigi ekki einu sinni bíla. Það táknar ekki að menn megi tjalda á þjóðveginum.

Theódór Norðkvist, 15.5.2008 kl. 15:26

56 identicon

Siðmennt er ekki að boða trú. Þeir eru trúleysingjar. Það er ekki trú að trúa ekki á guð.

En ég er ekkert á móti því að fólk hafa sína trú. Bara svo lengi sem þeir eru ekki að troða henni upp á fólk sem vill ekkert með hana hafa.

Hvað kemur tjald á þjóðveginum þessu við? Voru þeir að tjalda þarna inni eða? Kirjan á ekki þetta hús og því meiga allir nota það, sættu þig við það.

Ertu hræddur um að þeir kúki á krossinn og pissi á altarið af því að þeir trúa ekki á guð eða. Hvað er svona slæmt við að þeir noti þetta hús.

Óli (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 15:51

57 Smámynd: Theódór Norðkvist

Óli fer að verða sekur um morð á málefnalegri umræðu. Kirkjur eru fyrir kirkjustarf og vegir fyrir samgöngur. Er þetta flókið?

Annars ráða kirkjuyfirvöld hvað þau gera við sitt húsnæði. Ef þau vilja vera fasteignafélag þá það. Ég segi mig þá bara úr kirkjunni og Óli trúlausi hlýtur að fagna því.

Theódór Norðkvist, 15.5.2008 kl. 16:14

58 identicon

Mér er alveg sama hvort þú segjir þig úr þjóðkirkjinni eða ekki það kemur mér nákvæmlega ekkert við. 

Óli (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 17:11

59 identicon

Kirkjan er ríkisrekin og hún er sögð þjóðkirkja.. sem slík getur hún og má ekki mismuna þegnum á neinum grundvelli.. PUNKTUR

Hún er bara business og ekkert annað.

DoctorE (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 19:00

60 Smámynd: Zaraþústra

Held þetta sé einhver misskilningur hjá Theódór, það er enginn að tala um að gera hvað sem er í kirkjum.  Það er ólöglegt að tjalda á vegum, hins vegar gera menn ekki greinarmun á því hvort verið er að keyra Toyota eða Volvo um vegi landsins.  Munurinn á minningarathöfnum kristinna og trúlausra (eða annarra) er ekki svo mikill að við getum borið það saman við bíla og tjöld.  Tilgangur athafnarinnar er í fyrsta lagi sá sami, það er verið að minnast látins einstaklings og í öðru lagi er fólkið sem tekur þátt í þessari athöfn nákvæmlega eins og annað fólk en það syrgja allir á mismunandi hátt, jafnvel kristnir á milli sín.

Hér áður notuðu menn gjarnan kirkjur til að funda um ýmisleg málefni, bæði hér og annars staðar. Ég man eftir atriði í Svartfugl eftir Gunnar Gunnarsson þar sem menn söfnuðust saman í kirkju fyrir líkskoðun til þess að bera vitni um hvort vísbendingar væru um morð.  Þó sagan sé byggð á raunverulegum atburðum veit ég ekkert um hvort þetta sé skáldskapur eða ekki.  Það kemur mér þó ekki á óvart að menn hafi notað kirkjurnar fyrir marga aðra hluti en bænir og messur áður fyrr þegar þessi hús voru best byggð og gátu hýst marga.  Það gera menn enn í dag, eins og allir vita eru haldnir tónleikar og hvað eina í kirkjum. 

Ég er nokkuð viss um það að flestir kristnir einstaklingar myndu glaðir leyfa trúlausum að halda minningarathafnir eða jarðarfarir í kirkjum sínum jafnvel þótt þær væru ekki í eigu ríkisins.  Það sést best af svörum forstöðumanns Fríkirkjunar.

Zaraþústra, 15.5.2008 kl. 20:12

61 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er ekkert að misskilja, ágæti Zaraþústra (svo sprakk Zaraþústra, er það ekki eftir guðleysingjann Nietzsche?)

Það eru skiptar skoðanir um þetta mál. Siðmenntarmenn mega hafa útfarir sínar í Alþingishúsinu og hvar sem er fyrir mér (þó sumum þætti það óvirðing við Alþingi, eða jafnvel Siðmennt.)

Mér finnst bara skrýtið að þeir leiti til þeirrar stofnunar að fá húsnæði sem þeir hafa rakkað mest niður. Sú skýring að þeir séu að nýta sér skattpeninga sína stenst ekki, því þeir þurfa að greiða leigu.

Ég hef gagnrýnt Ólaf F. Magnússon harkalega fyrir spillingu. Ég myndi ekki biðja um að fá að halda fermingarveislu heima hjá honum.

Theódór Norðkvist, 15.5.2008 kl. 20:47

62 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Það er aldeilis. Siðmennt allt í einu orðin að hópi herskárra guðlastara fyrir það eitt að halda útför í tiltæku húsnæði. Hefði ykkur liðið betur ef þeit hefðu farið með eina bæn - svona andlegan afnotaskatt? Hvers vegna hafið þið ekki svona miklar áhyggjur af öllum "trúleysingunum" sem mæta til kirkju, muldra sálma og amen án þess að meina það? Þarf að hafa dyravörð við kirkjuna til að enginn "trúleysingi" komist þar inn?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 16.5.2008 kl. 06:50

63 Smámynd: Zaraþústra

 Theódór, jafnvel þótt þú borgir fyrir afnot af húsinu þá er ekki þar með sagt að þú nýtir ekki skattpeningana.  Leigan gæti vel verið hærri í öðru sambærilegu húsi sem er einkarekið til að standa undir rekstri.  Raunar eru allar líkur á því (svo við notum áfram samgöngudæmið þitt, þú borgar náttúrlega fyrir afnot af Hvalfjarðargöngum bæði með sköttum og eigin fé).  En þetta snýst ekki endilega um að nýta skattpeninga.  Kirkjur eru bara afar falleg hús sem eru til staðar og henta einmitt fyrir jarðarfarir og minningarathafnir, enda einn megin tilgangur þessara húsa.

Þó svo að Siðmennt gagnrýni ýmislegt sem Þjóðkirkjan gerir og berjist fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju þá er enginn hræsni fólgin í því að eiga líka eðlileg samskipti við Þjóðkirkjuna (eða aðra söfnuði).  Ef ég gagnrýndi ritverk eftir félaga minn, væri ég þá hræsnari ef ég fengi lánaða hjá honum tvo bolla af sykri í baksturinn eða ætti hann að neita mér um sykur?  Það væri fáránlegt að taka gagnrýni svo nærri sér.  Þó svo að það sé rígur milli einstaka manna (bæði í bloggheimum og utan hans) þá taka flestir í samfélaginu ekki þátt í því og kippa sér ekki upp við svona, fyrir flestum er þetta sjálfsagt mál.

E.s. Já, Nietzsche skrifaði það rit, Zaraþústra er líka persneskur spámaður sem stofnaði ein fyrstu eingyðistrúarbrögðin og sá heiminn í ljós tvíhyggjunar þar sem hið góða tókst á við hið illa o.s.frv.

Zaraþústra, 16.5.2008 kl. 12:03

64 identicon

"Taka þeir ekki alla lögbundna frídaga kristninnar og fá greitt þó svo þeir fyrirlíti okkur og vilji rífa niður trú okkar.Ekki trúi ég því að þeir afþakki frí á jólum og páskum eða hátíðartaxta þegar þeir vinna á viðkomandi dögum. Sem sagt,prumphænsni og vindbelgir sem ekkert er að marka."

-Ragnar Örn 

Heldur þú virkilega að kristnir menn eigi einkarétt á frídögum og hátíðum.

Jólin eru ekki upphaflega kristin hátíð, heldur eru þau einfaldlega sólstöðu hátíð. Það er vel hægt að halda jól án þess að leggjast á bæn eða fara í kirkju.

Óli (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 13:10

65 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ánægjulegt ef trúlausir kunna að meta fallegar kirkjubyggingar og þann innblástur sem trúin gefur hönnuðum guðshúsa.

Theódór Norðkvist, 16.5.2008 kl. 13:19

66 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi minn, hafðu kærar þakkir fyrir að standa vaktina í fjarveru minni. Ég er viss um að ég hefði svarað á sömu leið og þú.

Öðrum þakka ég umræðurnar. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.5.2008 kl. 14:00

67 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóna Svanlaug: 

Guðsteinn; hvaða skömm er þetta sem þú talar um varðandi Fríkirkjuna?  Mér finnst dáldið vont að heyra svona talað um einu kirkjuna sem mér hefur nokkurn tímann liðið vel í...  Þú hefur líklegast þínar ástæður, en þetta var ansi hart.

Bentu mér á þann stað sem ég geri það. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.5.2008 kl. 14:05

68 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ekki málið, Haukur. Ekki hægt að hanga yfir blogginu allan daginn. Umræðan hefur nokkuð dregist á langinn.

Theódór Norðkvist, 16.5.2008 kl. 14:57

69 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Teddi, þess vegna hef ég ekki haft tíma né ráð til þess að svara.

Guð blessi þig bróðir í Kristi.  :) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.5.2008 kl. 15:28

70 Smámynd: Einar Karl

Heil og sæl. 

Fæstir virðast átta sig á hvers eðlis umrætt bænahús er. Það er ekki kirkja. Húsið hvorki eign Þjóðkirkjunnar eða nokkurs safnaðar.

Bænahúsið er eitt af þremur þjónustuhúsum Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) þar sem útfarir fara fram.  KGRP er þjónustufyrirtæki í eigu þriggja sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Reykjavíkur, Kópavogs og Seltjarnarnesbæjar. Þjóðkirkjan eða "kirkjuyfirvöld" standa ekki að KGRP.

Það væri auðvitað í hæsta máta óeðlilegt ef KGRP gæti ekki liðsinnt öllum íbúum þessara sveitarfélaganna um útfararþjónustu hvort svo sem fólk vill hafa útför með trúarlegu yfirbragði eða ekki.

Bænahúsið er í sjálfu sér ekki "kristið" húsnæði eins og kirkja, frekar en t.d. elliheimili þar sem messað er á sunnudögum, en vafalaust fer meira fyrir táknmyndum kristinna en annarra í bænahúsinu enda meirihluti útfararathafna með kristilegum hætti. 

Þessi útför á vegum Siðmenntar er alveg ábyggilega ekki fyrsta "ekki-kristilega" útförin í útfararhúsum KGRP.  Og Siðmennt hefur að sjálfsögðu rétt til að nýta þessi hús og þjónustu KGRP eins og allir aðrir íbúar sveitarfélaganna.

Einar Karl, 16.5.2008 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband