Er heimsendir í nánd?

Um leið og ég ber Kínversku þjóðinni innilegar samúðarkveðjur í þessum hörmungum, þá vil ég benda á örfá athyglisverð atriði í þessu samhengi.

Ritað er:  

Matt: 24:3-8

3 Þá er hann sat á Olíufjallinu, gengu lærisveinarnir til hans og spurðu hann einslega: "Seg þú oss, hvenær verður þetta? Og hvert mun tákn komu þinnar og endaloka veraldar?"

4 Jesús svaraði þeim: "Varist að láta nokkurn leiða yður í villu. 5 Margir munu koma í mínu nafni og segja: ,Ég er Kristur!' og marga munu þeir leiða í villu. 6 Þér munuð spyrja hernað og ófriðartíðindi. Gætið þess, að skelfast ekki. Þetta á að verða, en endirinn er ekki þar með kominn. 7 Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki, þá verður hungur og landskjálftar á ýmsum stöðum. 8 Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna. 

Skoðum bara hvað er að gerast í kring um okkur: 

mbl.is Myrtur á Oxfordstræti um miðjan dag

mbl.is Barnslík fundust í kassa á Englandi

mbl.is Drykkjarvatn til Barcelona

mbl.is 1,5 milljón manna í hættu

mbl.is Meintur barnaníðingur handtekinn

mbl.is Fritzl: „Vissi að þetta var rangt af mér“

mbl.is Nauðgað á götu í Danmörku

mbl.is Stór hluti Búrma undir vatni

mbl.is Átta ára stúlku veittur lögskilnaður

mbl.is Aldrei fleiri vændismál

mbl.is Setti belti á bjórkassann en ekki barnið

Ofangreint eru bara örfá atriði af fjölmörgum sem mætti telja upp. En þarna stendur þetta allt saman svart á hvítu og tala staðreyndirnar sínu máli.  Anna Karen bar þessar pælingar fram á vísisspjallinu, og eru þetta bara pælingar og ekki einhver heimsendisdómur!

Sjáum þá hvar við stöndum og athugum þennan tékklista:

  1. Hatur að aukast - X
  2. Falsspámenn - X
  3. Lögleysi að magnast - X
  4. Hungur og þorsti yfirvofandi um alla jörð - X
  5. Fréttir að landskjálftum - X
  6. Mikið um ófriðartíðindi og þjóð að rísa gegn þjóð - X
Ég tek fram að ég er ekki að spá heimsendi, heldur eru þetta aðeins pælingar um hvar ert þú staddur/stödd þegar Jesús kemur? Woundering Spyr sá sem ekki veit.
mbl.is 10 þúsund látnir í Kína
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Guðmundsdóttir

Þar sem þú ert ekki fæddur í gæri ættirðu að vita að þetta er ekkert nýtt. Frá upphafi vega hefur heimurinn farið versnandi að margra mati. Orðtakið "heimur versnandi fer" er orðið hundgamalt. Það má líka benda á að aldrei hafa jafn margir einstaklingar tekið þátt í samfélagshjálp hvers konar. Heimsendaspár hafa líka fylgt okkur í aldaraðir svo þær eru heldur ekki nýjar.

Tékklistinn þinn hefur alltaf litið svona út.

Þóra Guðmundsdóttir, 13.5.2008 kl. 10:48

2 identicon

Heimurinn hefur oft verið verri Guðsteinn, tökum bara heimstyrjaldirnar.

Hugsanlega hefur almennt ástand alltaf verið verra en nú, bara fréttamiðlar voru ekki eins öflugir.

Jesú kemur ekki, gleymdu því, það er enginn munur á að standa úti á horni með skilti sem segir "Heimsendir 2morrow" og að segja: Nú er allt svo svakalega illt.. Jesú er að koma, ég las það í eldgamalli bók. ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:48

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þóra - jamms. en þetta eru bara pælingar.

Dokksi - við sjáum til hver hefur rétt fyrir sér. Það kemur sá dagur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 11:06

4 identicon

Auðvitað kemur sá dagur að líf hér á jörðu deyr út, það er ekkert leyndarmál sko.
Vonandi verðum við orðin það tæknivædd að við getum búið á öðrum plánetum eða geimstöð áður en það gerist.

Útrás er málið, það kemur ekki súpergaur úr geimnum að bjarga okkur, svo mikið er víst.
Alltaf sama plottið í trúarbrögðum, grýla og gulrót

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:12

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn.

Fólkið sem hefur skrifað innlegg fattar ekki að í denn þá bárust ekki fréttir á milli heimshluta.

Þetta vissi Jesús Kristur. Hann vissi um fjölmiðlana sem við tökum sem sjálfsögðum hlut í dag.

En svo þurfum við ekkert að blanda trúmálum inní dæmið. Við sjáum að með viðbjóðslegri meðferð á jörðinni okkar erum við að granda jörðinni og okkur sjálfum. Verður líft hér eftir 50 ár miðað við alla þessa mengun sem við spúum út um allt hér á jörðinni???

Fjör hjá Conwoy.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.5.2008 kl. 11:37

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jamms Andrés - en ekki er ég að spá heimsendi. Ég er aðeins að benda á hvar fólk er statt, því enginn veit hvenær þetta kemur, og megum við ekki vera sofandi.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 12:10

7 Smámynd: Mofi

Lykil atriðið í orðum Krists er "fæðingahríðir" en eins og flestir vita þá er eðli þeirra að þær aukast í krafti og tíðni eftir því sem nær dregur fæðingunni.  Þetta er síðan endirinn á heimi fullum af sorg og þjáningum og byrjunina á nýjum heimi þar sem engin sorg og dauði er til.

Mofi, 13.5.2008 kl. 12:30

8 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Það mun verða á efstu dögum, segir Guð, að ég mun úthella anda mínum yfir alla menn. Synir yðar og dætur munu spá, ungmenni yðar munu sjá sýnir og gamalmenni yðar mun drauma dreyma.
18
Jafnvel yfir þræla mína og ambáttir mínar mun ég á þeim dögum úthella anda mínum, og þau munu spá.
19
Og ég mun láta undur verða á himnum uppi og tákn á jörðu niðri, blóð og eld og reykjarmökk.
20
Sólin mun snúast í myrkur og tunglið í blóð, áður dagur Drottins kemur, hinn mikli og dýrlegi.
21
En hver sá, sem ákallar nafn Drottins, mun frelsast.

Guðni Már Henningsson, 13.5.2008 kl. 12:53

9 identicon

Hver sá sem ákallar nafn drottins mun frelsast.

Hvað eiga öll þessi boðorð að tákna eiginlega, það er bara ein synd sem verður ekki fyrirgefin, það er að játast ekki sem þræll guðs; thats it... allir frelsast nema td ég.
Við getum haft barnaníðinga, fjöldamorðingja eða bara páfann, þessir allir munu frelsast... þess vegna eru prestar og páfi ekkert hræddir vegna gjörða sinna... þeir segja bara: Guð.. sorry you are the greatest, tata málið afgreitt.
Djö er ég glaður að frelsast ekki inn í svona kjaftæði, það er prinsipp mál að tilbiðja ekki svona dómara.

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 13:20

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Moffi minn - hárrétt.

Guðni Már - takk fyrir þetta og sömuleiðis gospel þáttinn sem ég hlustaði á með þér yfir hátíðarnar! 

Dokksi - ..... 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 13:29

11 identicon

Þú veist að ég hef rétt fyrir mér Guðsteinn, svona er þetta einfaldlega, svona útbjuggu menn boðskapinn þannig að hver sem er kæmist inn ef hann játaði trú og yrði einn af sauðunum.
Sad

DoctorE (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 13:40

12 Smámynd: Mofi

DoctorE
Hvað eiga öll þessi boðorð að tákna eiginlega, það er bara ein synd sem verður ekki fyrirgefin, það er að játast ekki sem þræll guðs; thats it... allir frelsast nema td ég.
Núna ertu þræll syndarinnar sem leiðir til dauða. Við höfum ekki val, við erum alltaf undir valdi einhvers því við erum einhverjir guðir.

Mofi, 13.5.2008 kl. 13:58

13 Smámynd: halkatla

hey rændiru bara mínum pælingum það er ok þær eru sameign

halkatla, 13.5.2008 kl. 14:02

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég var satt að segja ekki viss Anna mín hvort ég ætti að bendla þér í þetta, ég var búinn að vísa á þig en svo strokaði ég það út. þessi færsla getur virkað soldið ofstækisfull á suma, þess vegna var ég óviss. En það er þá komið á hreint núna. Sorrý Anna ... mér fannst þetta bara svo gott hjá þér.  ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 14:08

15 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn, gætirðu útskýrt fyrir mér hvað titillinn á greininni þinni þýðir? "Er heimsendir í nánd", þýðir það að heimsendir muni eiga sér stað eftir ~2000 ár? Eða að heimsendir sé í nánd?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.5.2008 kl. 16:25

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er ekki mitt að vita Hjalti, enda er þetta spurning og ekki fullyrðing.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 16:32

17 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn, ég er ekki að spyrja þig að því hvenær heimsendir verði, heldur að því að hverju þú ert að spyrja. Þýðir spurningin þín:

1. Verður heimsendir eftir ~2000 ár?

2. Verður heimsendir bráðum/innan skamms?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.5.2008 kl. 17:29

18 Smámynd: halkatla

ég var ánægð með þetta

halkatla, 13.5.2008 kl. 18:02

19 Smámynd: Artificial Intellect

svar: nei. þetta er búið að koma upp 1175183 sinnum og alltaf með vonbrigðum.

Þegar svín fá vængi, rignir eldi og alltþað gerist mun ég hada að heimsendir sé kominn :) 

Artificial Intellect, 13.5.2008 kl. 18:03

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen - *phew* 

Hjalti:

1. Verður heimsendir eftir ~2000 ár?

Ég hef ekki hugmynd og ekki mitt að vita.

2. Verður heimsendir bráðum/innan skamms?

Sama hér .... ég hef bara ekki hugmynd um það. Það kemur bara þegar það kemur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 18:11

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

AI - huh?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.5.2008 kl. 18:12

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn, ég var ekki að biðja þig um að svara þessum spurningum, heldur að segja mér hvor spurningin þýði það sama og titillinn á þessari grein þinni.

Hvort er það?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 13.5.2008 kl. 20:05

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti - ég var ekki alveg að ná þér, en loksins skil ég þig. Og svarið er nei.

Málið er það að ég treysti Guði fyrir því, og kemur þetta þegar það kemur, ég ætla ekki að fullyrða um slíka hluti. Ég tók bara svona til orða og ber ekki að taka bókstaflega.  Því þetta getur komið hvenær sem er, kannski eftir 1000 ár, kannski á morgun, kannski eftir milljón ár. Ég bara veit ekki, en ég skil hvað þú ert að fara og er svarið nei.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.5.2008 kl. 09:36

24 identicon

Auðvitað gerist það Guðsteinn, biblían er bara að segja það augljósa... ekkert varir að eilífu

DoctorE (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 10:01

25 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Nei, þú skilur mig ekki Guðsteinn. Ég var að spyrja þig að því að hverju þú varst að spyrja í titlinum.

Þú spurðir: "Er heimsendir í nánd?"

Ég spyr á móti: "Hvað táknar spurningin? Að hverju ertu að spyrja? Umorðaðu spurninguna."

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.5.2008 kl. 12:46

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti - þú ert að flækja einfaldann hlut, og ert þú vel fróður og læs. Ég er búinn að gera grein fyrir afstöðu minni og ætti það að nægja. Titilinn táknar það sem hann segir: "Er heimsendir í nánd?". Ekki flókið það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.5.2008 kl. 13:41

27 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Hvað tákar "í nánd"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.5.2008 kl. 13:48

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti - "í nánd" er í mínum huga hvenær sem er, í náinni framtíð eða jafnvel fjarlægri.

En svona er íslenskan Hjalti, og tók ég bara svona til orða. Nema þú ætlir að hengja mig á að nota svona frasa?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.5.2008 kl. 14:05

29 Smámynd: Sigurður Rósant

Guðsteinn minn - Þessir spádómar eru bornir fram af mönnum sem tala af eigin ofdirfsku, við þurfum ekki að taka mark á þeim sbr. 5. Mós 18:22 "þá vit, að þegar spámaður talar í nafni Drottins og það rætist eigi né kemur fram, þá eru það orð, sem Drottinn hefir eigi talað. Af ofdirfsku sinni hefir spámaðurinn talað það, þú þarft ekki að hræðast hann."

Þú telur upp þarna þau atriði sem alltaf eru að rætast, en síðar í Matt 24. kafla eru eftirfarandi skilyrði sem aldrei rætast:

  • Þá munu menn framselja yður til pyndinga og taka af lífi, og allar þjóðir munu hata yður vegna nafns míns.
  • Þá verður sú mikla þrenging, sem engin hefur þvílík verið frá upphafi heims allt til þessa og mun aldrei verða.
  • Og þetta fagnaðarerindi um ríkið verður prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar. Og þá mun endirinn koma.
  • Þá verða tveir á akri, annar mun tekinn, hinn eftir skilinn.
  • Tvær munu mala á kvörn, önnur verður tekin, hin eftir skilin.

Að ekki sé minnst á loforðin í Op. 1:3 og 22:7

  • Sæll er sá, er les þessi spádómsorð, og þeir, sem heyra þau og varðveita það, sem í þeim er ritað, því að tíminn er í nánd.
  • Sjá, ég kem skjótt. Sæll er sá, sem varðveitir spádómsorð þessarar bókar."

Þessi orð voru skrifuð fyrir 1919 árum og eru augljóslega falsspár skv. 5. Mós 18:22.

Annað hvort verðum við að taka mark á viðvörun í 5. Mós eða skella skollaeyrum við þeim og taka mark á orðum falsspámanna NT.

Sigurður Rósant, 14.5.2008 kl. 15:15

30 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn: Mér finnst þessi skilningur þinn á "í nánd" afar áhugaverður. Þannig að þegar þú lest fyrirsagnir eins og: "Heimskreppa í nánd" eða "Stríð við Íran í nánd", þá skilurðu þetta þannig að heimskreppa og stríð við Íran væri bara einhvern tímann í framtíðinni, ekkert endilega í náinni frekar en fjarlægri? Afar merkilegt, ég held að nánast allt fólk telji að "í nánd" hafi eitthvað að gera með nálægð.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 14.5.2008 kl. 17:45

31 Smámynd: halkatla

hey þú bættir mér inn

þetta skuluð þið þá fyrst vita, að á hinum síðustu dögum munu koma spottarar sem stjórnast af eigin girndum og segja með spotti: Hvað verður úr fyrirheitinu um komu hans? Því að síðan feðurnir sofnuðu stendur allt við hið sama, einsog frá upphafi veraldar." 

2.Pétursbréf 3.3-4

Mér fannst þetta bara viðeigandi hér

halkatla, 15.5.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588367

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband