Þriðjudagur, 15. apríl 2008
Þarf Guð hjálp til að heyra bænir?
Halda þessir menn að Guð þurfi þeirra hjálp til að heyra bænir? Virðist vera lítill guð sem þeir eru þarna að þjónusta þar sem hann þarf þeirra hjálp.
Nei, Guð almáttugur þarf ekki hjálp þessara manna því Hann veit allt sem hægt er að vita um okkur; sérhverja okkar hugsun.
En sömuleiðis þá vill Guð ekkert með bænir óréttlátra; fyrst verða þeir að iðrast og biðja um fyrirgefningu í nafni Jesú Krists til þess að verða réttlættir.
Nei, Guð almáttugur þarf ekki hjálp þessara manna því Hann veit allt sem hægt er að vita um okkur; sérhverja okkar hugsun.
Jakobsbréfið 5:16
Játið því hvert fyrir öðru syndir ykkar og biðjið hvert fyrir öðru til þess að þið verðið heilbrigð. Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.
En sömuleiðis þá vill Guð ekkert með bænir óréttlátra; fyrst verða þeir að iðrast og biðja um fyrirgefningu í nafni Jesú Krists til þess að verða réttlættir.
Orðskviðirnir 28:9
Daufheyrist maður við lögmálinu
verður bæn hans andstyggð.
Þetta eru þung orð, að ef maður hlýðir ekki lögmálinu þá verða jafnvel bænir manns andstyggð.
Póstþjónusta Guðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Vinir og fjölskylda | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Á að aðskilja ríki og kirkju?
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Guð þarf mest á okkur að halda því ef hann hefði ekki okkur, hver væri Hann þá?
Stefán Þór Helgason, 15.4.2008 kl. 15:36
Ekki Guð Stefán. Svo mikið er víst.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2008 kl. 15:39
Guð er ekki til.
Haukur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 15:54
Má ekki segja að með þessu séu Guð og jólasveinninn settir undir svipaðan hatt. Finnska póstþjónustan á víst í stökustu vandræðum um hver jól þegar einhver slatti af bréfum berast þeim stíluð á jólasveininn
bjkemur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 15:59
Jú, Bjkemur - rétt er það. Þeir eru settir undir sama hatt, og bendi ég þér á að það er ekki bara sú Finnska sem lendir í vandræðum, heldur einnig sú grænlenska sem og íslenska.
Haukur - sannaðu það þá.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2008 kl. 16:07
Stefán, Guð myndi þá bara skapa einhverja sem væru liðlegri...
Mofi, 15.4.2008 kl. 16:14
Takk Dóri/Mofi minn.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.4.2008 kl. 16:18
Guð þarf á okkur að halda, því án okkar væri hann ekki til þar sem hann er jú hugarfóstur mannsins. Ef enginn væri til að biðja til Guðs og hugsa til hans, þá væri hann fjári einmanna. Ein absúrd pæling tengd þessu, ef allir sem eru kristintrúar myndu deyja á einni nóttu og aðeins trúleysingjar og/eða vísindakirkjufólk væri eftir á jörðinni. Væri Guð þá til? Er hægt að hafa Guð án áhangenda?
Ég hef oft líkt Guði við ástina, hvorutveggja eru óáþreifanleg og ósannanleg fyrirbæri öðruvísi en í gegnum athafnir manna.
bjkemur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 17:00
Haukur - sannaðu það þá.
Það er hlutverk þeirra sem setja fram tilgátu að sanna hana. Þar að auki er eitthvað sem er ekki hægt að afsanna alls ekki endilega satt, lestu þetta:
Ef ég legði til að milli jarðarinnar og Mars væri postulínsteketill á braut umhverfis sólina myndi enginn getað afsannað fullyrðingu mína svo lengi sem ég gætti þess að segja að teketillinn væri of lítill til þess að við gætum séð hann jafnvel með öflugustu sjónaukum okkar. En ef ég segði að auki að úr því að ekki er hægt að afsanna fullyrðingu mína sé það óþolandi hroki af hálfu mannlegrar skynsemi að draga hana í efa, þá mætti með réttu segja að ég væri að bulla. En ef tilvist slíks teketils er staðhæfð í gömlum bókum, kennd sem heilagur sannleikur á hverjum sunnudegi, innrætt börnum í skólum, þá myndi sá sem hikar við að trúa á tilvist ketilsins vera kallaður sérvitringur og geðlæknar myndu sjá um hann á upplýsingaröld eða rannsóknarrétturinn á fyrri tímum.“
Bertrand RussellSkilur þú hvað er átt við með þessu?
Haukur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 18:54
. . . ósannanleg fyrirbæri öðruvísi en í gegnum athafnir manna.
bjkemur, ertu að segja að tilvist guðs sé sönnuð bara með því að fólk trúi á hann?
Haukur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 18:58
Ha He þarf Guð póstþjónustu voða er hann orðin lúin samkvæmt þessari frétt, vá fólk er ekki lagi, Guð þarf enga hjálp til heyra bænir hann er ekki með athyglisbrest
Jóhann Helgason, 15.4.2008 kl. 19:41
Bænir og lestur hjálpa mér til að sofa vel, bara á vitleysum tímum..fer samt ekki fram á meira..
Óskar Arnórsson, 15.4.2008 kl. 20:13
Haukur ég vill meina að það sé hvorki hægt að sanna né afsanna tilvist Guðs. Persónulega held ég að hann sé ekki til sem eiginleg vera, en í augum þeirra sem trúa á hann er hann til og ég get svo sem ekki hrakið það neitt sérstaklega, ekki frekar en aðrir geta hrakið mig þegar ég segist elska konuna mína. Hvorugur aðilinn getur fært haldbærar sönnur á mál sitt en þetta er alveg jafn raunverulegt fyrir okkur báðum.
bjkemur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 20:50
bjkemur, mér þykir þú vera of fljótur á þér, það að það sé ekki hægt að afsanna tilvist guðs nú, þýðir ekki að það verði ekki hægt í nánustu framtíð.
Annars er ekki frekari ástæða að trúa á guð en að trúa á jólasveinin. Ástæðan fyrir því að þú trúir á guð er sú að þú hefur verið alinn upp (heilaþveginn) í þeirri trú.
Haukur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 21:04
Haukur ég er frekar á því að þú hafir verið of fljótur á þér. Ef þú lest svarið mitt aftur, hvernig færðu það þá út að ég segist trúa á Guð? Og af hverju þurfa allir sem trúa á Guð að hafa verið heilaþvegnir og það í gegnum uppeldi? Vissulega er margur trúarnöttarinn þannig tilkominn, en mér finnst ósanngjarnt að ætla setja alla undir sama hatt.
Ef ég segist elska konuna mína og trúi því staðfastlega er það þá af því ég var alinn upp (heilaþveginn) í þeirri trú? Reyndar er sá stóri munur á henni og Guði að hún er áþreifanleg vera en hann ekki. Það breytir því ekki að ég get ekki fært sönnur á það að ég elski hana en það getur heldur enginn afsannað.
bjkemur (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 22:46
Sæll Guðsteinn minn.
Kristin fræðsla er mér sem dagleg fæða.
Takk fyrir og Góður Guð verndi þig og fjölskyldu þína.
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 03:17
Takk Haukur fyrir að birta þessa blogg grein mína. Smá tilraun hjá okkur félögunum. Við ætluðum að athuga viðbrögð fólks, fjöldi heimsókna og kommenta. Hvort að einhver sæi mun á okkar skrifum og svo framvegis. Ég birti blogg grein eftir Hauk en við tengdum hana báðir við sömu frétt, sjá: Kæri Drottinn ...
Vil þakka Hauki líka fyrir góðar ábendingar varðandi útlitið á blogginu mína; mikil breyting til batnaðar! :)
Mofi, 16.4.2008 kl. 10:37
Ekkert mál Dóri minn, það var gaman að þessu. En enginn kom auga á þetta ... en það er allt annað að sjá síðuna þína!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 16.4.2008 kl. 11:57
Þakka þér fyrir þessa góðu færslu Guðsteinn minn Haukur. Einhversstaðar stendur líka í Biblíunni, að við eigum árnaðarmann í Jesú Kristi, hann biður fyrir okkur samkvæmt vilja Föðurins. Með beztu kveðju.
Bumba, 16.4.2008 kl. 22:15
Símstöðin er opin og línan lögð nú er. Lögð frá himni niður yfir jörðu hér.Aldrei lokast þessi undarstöðin kær. Aðeins fyrir trú og bæn og sambandið þú fær. Kór: Bænasíminn upp til himins hringja kann.Helgir lífsins straumar berast gegnum hann.Faðir vor hann lagði fyrir börnin sín.Flýt þér, hring í númer Guðs að frelsist sálin þín. Ekkert kostar símtal, því allt er fullkomnað.Áður Drottinn Jesús hefur séð um það.Hann með krossins dauða greiddi gjaldið mitt.Góði Jesús, lof og dýrð, ég prísa nafnið þitt. Máski kæri vinur, þú misstir símann þinn.Meðan synd og vantrú komst í hjartað inn.Þá er ráðið eina: Iðrun sönn og góð. Aftur nærðu sambandinu fyrir Jesú blóð. Stórir menn í heiminum hindrað eigi fá.Himnasamband þess, er réttu trúna á.Þrumur eða eldingar ei þau slíta bönd.Er með Jesú náðarverki tengdi Drottins hönd
Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.4.2008 kl. 23:15
Just dial toll free 1-800-KRISTIN
bjkemur (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 20:45
Ef ég legði til að milli jarðarinnar og Mars væri postulínsteketill á braut umhverfis sólina myndi enginn getað afsannað fullyrðingu mína svo lengi sem ég gætti þess að segja að teketillinn væri of lítill til þess að við gætum séð hann jafnvel með öflugustu sjónaukum okkar. En ef ég segði að auki að úr því að ekki er hægt að afsanna fullyrðingu mína sé það óþolandi hroki af hálfu mannlegrar skynsemi að draga hana í efa, þá mætti með réttu segja að ég væri að bulla. En ef tilvist slíks teketils er staðhæfð í gömlum bókum, kennd sem heilagur sannleikur á hverjum sunnudegi, innrætt börnum í skólum, þá myndi sá sem hikar við að trúa á tilvist ketilsins vera kallaður sérvitringur og geðlæknar myndu sjá um hann á upplýsingaröld eða rannsóknarrétturinn á fyrri tímum.“
? Bertrand Russell
Einhver Haukur (annar en maðurinn minn) vísar í þessa furðulegu samlíkingu. Eini gallinn við þessa kenningu er reyndar sá, að teketillinn getur aldrei verið annað en afkvæmi manna. Hinsvegar er ekkert sem sannar það að Guð sé einungis afkvæmi manna, þar sem að hvorki er hægt að sanna né afsanna tilvist hans.
Ein spurning. Hversvegna hafa mennirnir þróast með þörf fyrir að trúa, eins og búið er að rannsaka og sanna að sé okkur eðlislægt? Hvaða tilgangi í þróunarsögunni þjónaði það? Önnur dýr trúa ekki á Guð, hví ættum við að þurfa þess?
Bryndís Böðvarsdóttir, 17.4.2008 kl. 21:20
Þessi teketilskenning er auðvitað bara steypa. En vissulega rétt hjá þér Bryndís að hvorki sé hægt að sanna né afsanna tilvist Guðs. Ég held persónulega að hann sé sprottinn upp úr hugmyndafræði mannsins og þörf mannsins til að trúa á einhver æðri máttarvöld. Það er rétt að hafa í huga að fjölmörg afbrigði af guðum hafa verið búin til af manninum en á endanum varð þetta síðan spurning um markaðssetningu, og kristin trú var mjög vel markaðssett (reyndar með smá blóðugu ívafi á köflum og átroðningi) en að öðru leyti vel heppnuð markaðssetning.
Varðandi þörf mannsins til að trúa á eitthvað æðra, þá held ég að þetta sé bara eðlislægur munur á okkur og dýrunum. Mannsheilinn er stórbrotið apparat og fyrir sumum er trú bara spurning um að fylla tómarúm í lífinu. Einhverjir spila golf, aðrir ganga á fjöll og sumir trúa.
bjkemur (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 22:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.