Afhverju er erfitt að boða Kristna trú?

ban-road-crossesÞví Kristin trú segir ekki að þú sért fullkominn, heldur segir hún að þú meingallaður/gölluð og skortir á allt til þess að komast til himnaríkis. Ólíkt öðrum trúarbrögðum þá er venjulega frímiði og þarf einungis að treysta á eigið ágæti. Ólíkt öðrum trúarbrögðum þá er það trúin sjálf sem er gjöf til þín, þú ert ekki sjálf/ur gjöf til trúarinnar, á því liggur stór munur. 

Kristin trú dæmir hjarta og huga þinn, ekki bara verk þín og útlit. Þess vegna er hún umdeild, Jesús var ekki í neinni vinsældarkosningu þegar hann sagði fólki til syndanna! Whistling

Kristnin fullyrðir að það sé bara ein leið til himna. Hrokafullt segja sumir, en það er langt í frá. Við höfum okkar skoðun og þið ykkar. Ekki flóknara en það, þess vegna skil ég ekki í vantrúarmönnum að standa í sínu niðurrifi á hverjum einasta degi. Pinch Og heitir það að virða ekki skoðanir annara í sumum tilfellum hjá þeim, afhverju getum við ekki bara lifað í friði og hætt þessum skítkasti á hvort annað?

Við erum jafnvel talinn vera "hrokafull"  þegar við biðjum fyrir fólki, og segjum saklausa hluti eins og "Guð blessi þig". Woundering Ég hálf vorkenni fólki sem tekur þessu sem hroka, því er þetta í kærleika gert og ekki ein ill hugsun þar á bak við. Halo

Jesus_cross_crucifixionFólk í dag telur sig ekki að þurfa á Guði að halda lengur, menn hafa það svo gott að Guð gleymist alveg. Til hvers að flækja málin þegar allt er til alls? Vegna þess að efnislegir hlutir fylla aldrei það tómarúm sem er í hjarta þínu! Guð einn getur gert það.

Margir segja okkur kristna að við troðum uppá þá trúnna ... sem er lygi. Ég man ekki að hafa gert slíkt við nokkurn mann! Ef ég væri Búddisti til dæmis væri mér tekið opnum örmum, en af því ég kristinn þá er virði ég ekki skoðannir og stunda heilaþvott. Sjáið þið ekki kaldhæðnina í þessu?

Ofangreind eru bara örfá atriði sem setur stólinn við dyrnar að boða kristna trú, og skiljið þið vonanda betur hvað ég er að fara, og megi algóður Guð blessa ykkur margfladlega! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lovísa

 

Innlitskvitt  Góða helgi.

Kveðja, Lovísa.

Lovísa , 28.3.2008 kl. 11:38

2 identicon

"Vegna þess að efnislegir hlutir fylla aldrei það tómarúm sem er í hjarta þínu! Guð einn getur gert það."

 Þetta myndi ég kalla hroka. Ég efast um að þetta hafi verið meinað sem slíkt, enda spurning um bjálka, augu og flísar. Mér þykir sem svo að kristnir ætli oft vantrúuðum einhverskonar andlegan tómleika sem þeir þurfi að fylla upp.

Sjálfur er ég guðlaus en þjáist ekki andlega. Vel má vera að kristnum sé mikil sáluhjálp í sinni trú en margir finna sína ró annarstaðar en í kirkju.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.3.2008 kl. 16:02

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jói Próppé - ekki skil ég skilgreiningu þína á hroka, en ég get engan veginn verið sammála þér. Það sem ég er að meina með þessu er afhverju geta trúaðir sem og vantrúaðir ekki lifað saman í friði! Og ber ég þetta fram sem mína eigin skoðun sem ég ætlast ekki til að allir séu sammála. Ef það er hroki þá er ég hrokafullur, og það afar hrokafullur.

Gunni - takk fyrir innlitið. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.3.2008 kl. 16:05

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Lovísa - takk sömuleiðis.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.3.2008 kl. 16:06

6 Smámynd: Linda

Minn er í ham og staðinn upp úr veikinda bælinuMikið er ég ánægð að sjá þessi skrif, þetta er svona og verður svona áfram, nema að fólk fari að leyfa fólki að hafa síðan trú eða vantrú í frið, þó ekki á kostnaði mannréttinda, ya know what I mean.

knús

*að sprengja sjálfan sig upp fellur ekki undir sjálfsögð mannréttindi.

*umskurður kvenna fellur ekki undir  sjálfsögð mannréttindi

*mörð á saklausum ófæddum börnum eru ekki sjálfsögð mannréttindi

*hefnd er ekki sjálfsögð mannréttindi

*fangelsun og dauðdómur vegna trúar er ekki sjálfsögð mannréttindi.

*að reka skóla sem kenna hatur eru ekki sjálfsögð mannréttindi

bara nokkur dæmi svo það sé engin misskilningur hvað ég á við.

og ég ýti á send..

Linda, 28.3.2008 kl. 16:35

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Linda!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.3.2008 kl. 16:44

8 identicon

Það sem ég sé sem hrokafullt við þessa setningu er sú hugmynd að ég sé ekki andlega heill án guðs.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 16:52

9 Smámynd: Flower

Takk Haukur fyrir þessa frábæru grein þína, ég segi bara amen.

Flower, 28.3.2008 kl. 19:19

10 Smámynd: Aida.

Amen Hallelúja og barasta satt.

Og ef þú ert hrokafullur þá er ég það líka.

Eg meina váv þú ættir að kikja á mína síðu.

Tala um hroka.

Aida., 28.3.2008 kl. 21:38

11 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Frábært hjá þér Haukur minn. Og Linda líka.

J.H.Proppé: Ég skil hvað þú ert að fara, en hér er enginn að meina að maður sé ekki andlega heill... Hér er verið að tala um tómarúm, sem felst í því að óháð því hvort maður sé andlega heill eða ekki, þá hafi allir menn þörf fyrir að trúa á eitthvað. Ef við höfum ekki Guð, þá finnum við fyllingu í öðru sem gefur lífi okkar gildi.

Almennt séð er það skoðun trúaðra, sem hafa reynt þá fyllingu sem trúin gefur, að ekkert komist í návígi við þá tilfinningu. Hér erum við að tala um frið (andstætt stressi og áhyggjum), kærleika og þ.a.l. lausn undan bindandi neikvæðum tilfinningum og hatri, sterk fullvissa um eigin tilgang, að maður skipti í reynd verulegu máli og sé verðmæt sköpun. Þeir sem hafa velt mikið vöngum yfir tilgangi lífsins skynja þetta best. Þeir eru líklegri til þess að hafa upplifað þetta tómarúm að tilheyra ekki, að skorta þessa tengingu við eitthvað mikilvægt o.s.frv...

Bryndís Böðvarsdóttir, 28.3.2008 kl. 21:42

12 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Frábær færsla, Guðsteinn. Efnishyggjan í dag finnst mér vera hópur fólks leitandi að lífsyllingu til að fylla í tómarúmið sem þú talar um. Það er svo mikið satt. Hvað sjáum við ekki mart fólk telja sér trú um að grasið sé grænna hinu megin við girðinguna. Mjög margir eru í "dauðaleit" að lífsfyllingu, lífshamingju og finnur hana ekki. Hún kemur ekki með dýru bílunum og lúxusnum, hún kemur ekki  með brennivíninu og því síður eiturlyfjunum.

Sigurlaug B. Gröndal, 28.3.2008 kl. 21:55

13 identicon

Er þetta tómarúm þá trúarlegur partur af kristni? Ég skil og er sammála því að efnishyggjan sé komin út í vitleysu en þá aðalega vegna verðbólgunnar sem er að sliga þjóðfélagið.

Nú er ég trúleysingi en ég er í þokkalegustu málum þegar kemur að frið, kærleika og skort á hatri. Ég er einnig fullviss um eigin tilgang og verðmæti þó ég telji mig ekki sköpun eins né neins. 

Sjálfur hef ég velt mikið fyrir mér tilgangi lífsins en finn ekki fyrir neinu tómarrúmi þótt ég upplifi engan guð. Það er hægt að vera nægjusamur þegar kemur að trúarbrögðum rétt eins og veraldlega.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 23:05

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flower og Arabínu vil ég þakka innlitið og góð orð. 

Einnig konunni sem ég elska hana Bryndísi minni sem bjargar mér fyrir horn að venju.

Sigurlaug - takk fyrir þitt og er ég þér sammála. 

Proppé - þú þarft ekki að vera sammála mér þegar ég segi að þetta tómarúm er innbyggt í sérhvern mann. Og spyr ég á móti, ef þú ímyndir þér að ég hafi rétt fyrir mér í þessu: hvað gerir trúleysið til þess að fylla í þetta tómarúm? Spyr sá sem ekki veit.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.3.2008 kl. 23:40

15 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ja...það er ekki erfitt að boða trú.

það er ekki hægt að segja þetta öðruvísi eða hvað.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 29.3.2008 kl. 18:41

16 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn. Frábær pistill.

Guð blessi þig og launi.

Kær kveðja/Rósa.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.3.2008 kl. 19:12

17 identicon

Trúleysi gerir sem slíkt ekki neitt til að fylla uppí þetta tómarúm sem við gefum okkur. En trúlaus maður getur fundið sér innri frið með öðrum ráðum en bænahaldi, og þá meina ég ekki með bílakaupum eða sjónvarpi. Sjálfur kann ég vel við að renna fyrir fisk, laga góðan mat frá grunni og velja mér gott vín með nú eða bara göngutúr með hundinn.

Jóhannes H. Proppé (IP-tala skráð) 31.3.2008 kl. 01:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 588420

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband