Það þarf tvo til!

Ögmundur Jónasson finnst mér til háborinnar skammar með málflutningi sínum að slíta stjórnmála sambandi við Ísrael, hvað ætlar hann að leysa með því?

Báðir hópar eru jafnsekir um jafn slæma hluti, sem þessi frétt reyndar sannar, og eru þau á báða vegu á milli þessari tveggja þjóða.

Á Rás2 í morgun var sagt að Islamic-Jihad samtökin hafi lýst ánægju sinni yfir þessum voðaverkum og töldu manninn sem drap þetta fólk vera hetju í þeirra augum! Úfff ...

Það á berjast gegn hryðjuverkum herskárra Hamas liða, Islamic-Jihad og Al-Aqsa sveita eins og hægt er til þess að koma í veg fyrir svona ófrið, Ísrael á auðvitað fullan rétt til þess að verja sig eins allar aðrar þjóðir! Við myndum verja okkur líka ef ráðist yrði svona á okkur, þetta er lýðræðisríki alveg eins og okkar.

Lausnin fellst sem sé ekki í einhverjum hótunum um slit á stjórnmálasamskiptum, því báðir hópar eru jafn sekir um ódæðisverk. Það er til orðatiltæki á ensku um þetta: "It takes two to tango"! Og finnst hreint út sagt óréttlátt, að kenna aðeins öðrum aðilanum um allt þegar ljóst er að ábyrgðin liggur beggja megin borðs. Sáttaleiðin er sú sem á reyna alveg fram í lengstu lög!

Til gamans er hér er t.d. kort sem sýnir (grænt litað) hvar áhrifasvæði múslima eru, og pinku litli rauði depillinn er Ísrael:

 

kort

mbl.is Mikil spenna í Jerúsalem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, en ekki eru Palestæinu menn að hertaka svæði Ísraela.

Stjórnmála menn sem stjórna her er ekki það sama og herskáir hópar.

 Ísraelsmenn eru Naziztar nútímanns.

8. Æ.S.K (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 20:07

2 Smámynd: Linda

Þetta er hið sorglegasta mál, og hvern mansbarn sem tapar lífi sínu í stríði eða öðru ofbeldi eru einu mansbarni of mikið.  Kortið er sýnir það sem fólk vill oft ekki sjá, ég veit eitt, að ég mundi ekki sofa ef ég væri umkring svona mörgum löndum með milljarða ábúenda í næsta nágreni við mig sem vildu mig feiga

Sakaría 1

 1Spádómur. Orð Drottins um Ísrael, guðmæli Drottins, sem útþandi himininn, grundvallaði jörðina og myndaði andann í brjósti mannsins:

    2Sjá, ég gjöri Jerúsalem að vímuskál fyrir allar þjóðirnar, sem umhverfis hana eru. Jafnvel Júda mun vera með í umsátinni um Jerúsalem.

    3Á þeim degi mun ég gjöra Jerúsalem að aflraunasteini fyrir allar þjóðir. Hver sá, er hefur hann upp, mun hrufla sig til blóðs, og allar þjóðir jarðarinnar munu safnast gegn henni.

Knús og smooch fyrir dug og þor

Linda, 7.3.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Linda

8 Æ.S.K.  

Já, en ekki eru Palestæinu menn að hertaka svæði Ísraela.

Stjórnmála menn sem stjórna her er ekki það sama og herskáir hópar.

Þér finnst þá í lagi að lítil börn fari inní strætó girt sprengjuefni og drepi sig og aðra. Eða hvað? 

 Ísraelsmenn eru Naziztar nútímanns.

Ég læt þessi orð standa til þess að sýna hversu einstrenginslegur og fordómafull/ur þú ert. Það eru alltaf tvær hliðar á hverjum peningi! Ef tveir deila þá eru alltaf tvær hliðar málsins.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.3.2008 kl. 20:30

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ef ég væri leiðtogi jarðar þá myndi ég "teikna" ný landamæri einhverstaðar í Bandaríkjunum og gefa gyðingum þann hlut af heiminum....

Gunnar Helgi Eysteinsson, 7.3.2008 kl. 20:42

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehehe ... þetta er bara alls ekki galinn hugmynd Gunnar !

Gunna sem forseta!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.3.2008 kl. 21:47

6 identicon

Það þarf vissulega tvo til...

-En önnur þjóðin hernemur hina

-Hernámið hefur staðið í 40 ár í trássi við alþjóðalög og samþykktir S.þ

-Er ekki í lagi að taka afstöðu gegn kúgun og hernámi, og með mannréttindum og alþjóðalögum??

-Voðaverð eins og hryðjuverk eru afleiðing hernámsins. Fyrsta sjálfsmorðsárásin er framin um 30 árum eftir að hernámið hófst (og Hamas ery stofnuð 1987, 20 árum eftir hernámið til að veita því andspyrnu).

-Þurfti tvo til þegar hernám Noregs og Danmörks stóð fyrir í Seinni heimsstyrjöld, Suður-Afríka hernam Namibíu og hélt úti Aðskilnaðarstefnu svipaða Ísraelsríki (bent hefur verið á að hún sé mun grimmari í hertekinni Palestínu).

-Er rétt að líta svo á að Súdanir og íbúar Darfur standi jöfnum fæti, þarf 2 til að deila þar?

Nú geri ég mér grein fyrir að þetta þykir e.t.v vera full einfaldöð mynd... en þar sem ég sé að þú ert að blanda trúarbrögðum inn í þetta er rétt að taka fram.

-Múslimaríkin í kringum Ísrael/Palestínu eru vel flest einræðisríki sem aðeins hafa sýnt frelsisbaráttu Palestínumanna stuðning í orði (ætli þeim standi ekki ógn af lýðræðis- og frelsisbaráttu þeirra).

-Palestínumenn eru ekki allir múslimar, stór hluti þeirra eru kristnir og í kringum Nablus er samfélag Palestínumanna sem játar gyðingatrú (samverjar, en þar sem þeir líta á sig sem Palestínumenn er þeim mismunað eins og öðrum palestínumönnum sem lifa við hernám).

- Ísraelsmenn eru ekki allir gyðingar, stór hluti innflytjenda eru kristnir.

Rúnar (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 01:02

7 identicon

Æji, þakka þér fyrir Rúnar, þú ert greinilega með æfða lykklaborðs fingur, annað en ég.

8. Æ.S.K (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 01:20

8 Smámynd: Sigurður Árnason

Svo má ekki gleyma Rúnar að það búa yfir ein milljón múslima í Ísrael. Súdan og darfur er annað dæmi, líttu á mannfallstölurnar sem hafa átt sér stað í Darfur og síðan í palestínu. Mjög stór munur.

Sigurður Árnason, 8.3.2008 kl. 03:39

9 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Stækkið kortið um helming og merkið BNA á það með rauðu. Þá hafið þið réttu myndina, með bestu vinum Ísraels inni í myndinni líka. Það eru, eins og öllum er kunnugt, mun ríkari og öflugri vinir en þau l0nd sem merkt eru með grænu sem vinir Palestínu. Þó svo þeir séu hinum megin við hafið þá finnast ekki dyggari stuðunings menn, sem styðja lital vininn sinn með ráðum og dáð.

Fyrir 40 árum hefði mátt merkja Evrópu með rauðu sem vini Ísraels, ekki lengur, ekki eftir þá framkom sem þeir hafa sýnt af sér á þessum árum.

Greta Björg Úlfsdóttir, 8.3.2008 kl. 06:10

10 identicon

Allir aðilar í þessu dæmi eru stjörnuvitlausir, mitt álit er að það er aðeins til ein lausn og ég bloggaði hana náttlega ;)
http://doctore.blog.is/blog/doctore/entry/467428/

Þetta er nú málið allt saman, að íslandi slíti sambandi er eins og að ég sjálfur einn og með sjálfum mér myndi lýsa yfir viðskiptabanni á þetta allt saman

DoctorE (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 09:51

11 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Elsku Guðsteinn minn. Kærar þakkir fyrir þennan frábæra pistill. Ég man eftir þegar árás var gerð á Tvíburaturnana í USA. Þá komu fréttaskot víða úr heiminum og okkur sýnd hvernig fólk tæki fréttunum frá USA. Ég man að ég sá fréttir frá Palestínu þar fór fólk út á götur og þau fögnuðu þessum atburðum. Ég sá börn hoppa um af kæti og fagna. Búðareigandi dreifði sælgæti út á götuna og allir voru svo glaðir. Þetta tók á mig að fólk fagnaði að fleiri þúsund saklausra borgara í USA voru drepin. Takið eftir því sem Guðsteinn skrifaði hér í pistlinum:

"Á Rás2 í morgun var sagt að Islamic-Jihad samtökin hafi lýst ánægju sinni yfir þessum voðaverkum og töldu manninn sem drap þetta fólk vera hetju í þeirra augum! Úfff ..."

Biðjum Jerúsalem friðar. Hvert einasta mannsbarn á þessu svæði á sinn tilvistarrétt en enginn hefur rétt að fremja morð enda er það eitt að boðorðum Guðs sem eru í gildi í dag: "Þú skalt ekki morð fremja"

Ég birti grein á minni vefsíðu. Þar birti ég alla söguna eins vel og ég gat. Ein af aðaláherslum mínum fyrir að birta þessa grein er óánægja mín á fréttaflutningi íslenskra fjölmiðla. Íslendingar fá ekki að heyra allan sannleikann. Annað hvort eiga íslenskir fjölmiðlar að sleppa umfjöllun sinni frá þessu svæði eða koma með hlutlausar fréttir sem skýrir öll voðaverk sem framin eru beggja vegna landamæra Palestínu og Ísraels.  Guð blessi ykkur öll. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.3.2008 kl. 10:49

12 identicon

Rósa guð er vandamálið á þessu svæði, hann er ekki lausnin.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 12:11

13 Smámynd: Linda

Í Betlhem búa u.þ.B 3000 kristnir einstaklingar, engin þeirra hefur hefnt sín fyrir morðin á fólki innan þeirra hópa af Palestínu mönnum, engin þeirra hefur kallað yfir stríð gegn Ísrael þó fólk hafi fallið úr þeirra röðum, er það ekki yndislegt og merkilegt hvað þessar persónur sína með gjörðum sínum.  Nei DrE það er lausn, en þú vilt ekki samþiggja hana, það er þitt mál, en þessir 3000 sína hana eins og sól í myrkri, Guð blessi það fólk og varðveiti. Ég er farin út í Guðs fallega náttúruna.

kv.

Linda, 8.3.2008 kl. 12:44

14 identicon

I rest my case

DoctorE (IP-tala skráð) 8.3.2008 kl. 13:27

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mikið er um þessi mál á þessari vefsíðu minni, bæði frá mér (og þá ekki sízt í innleggjum til andsvara í nótt) og öðrum. Ég er ekki að öllu leyti sammála þér, Haukur, um hvernig þú setur þetta fram í pistlinum (eins og þú munt skilja þegar þú tekur mið af því hver afstaða mín er í tilvísuðum innleggjum mínum frá í nótt), en þú stendur þig vel í umræðunum hér, og sammála erum við um það að biðja Ísrael blessunar Guðs. – Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 8.3.2008 kl. 13:37

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

sammála gunna svíafara !

kær laugardagskveðja til þín kæri guðsteinn !

Blessi þig

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 8.3.2008 kl. 14:15

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - hvaða máli varstu að leggja til hvíldar?

Jón Valur - veistu,  ég sé afar lítinn mun á okkar málflutningi, og skil ég ekki hvað þú meinar. Hverju ertu ósammála ? 

Skúli - takk fyrir þinn fróðleik, maður kemur ekki að tómum kofanum hjá þér! 

Steina - já Gunni er góður. 

Linda - enn og aftur takk fyrir þitt. 

Rósa - Amen! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.3.2008 kl. 17:51

18 identicon

Skúli Hvað þekkir þú mikið af múslimum? Ég giska á engan, ætli þú hafir einusinni séð múslima? Mér þykir alveg æðislegt að lesa það sem þú hefur skrifað um múslima og hvernig þeir eru allir að leggja á ráðin að taka yfir heiminn. Þetta hljómar eins og versta hýstería og ég mæli með því að þú reynir að hrista þetta af þér. Þannig mæli ég með því að þú lesir Biblíuna og finnir út að í henni stendur margt sem engum dettur í hug að fylgja; auga fyrir auga, Exodus 21:23-27. (það geta fleiri quote-að í trúarbækur..)

Ómar (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 588458

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband