Nei takk.

Í fyrsta lagi vantar sárlega stuðningsfólk Frjálslyndaflokksins í þessa könnun, og gefur því ekki nægilega góða heildarmynd.

En ég segi fyrir mig að ég er alfarið á móti slíkri aðild, við fórnum of miklu og eigum of mikilli hagsmuna að gæta til þess að þetta borgi sig. En það er bara mín skoðun.
mbl.is 54% vilja aðildarviðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er ekki tímabært að hugsa að aðild að ESB fyrr en við höfum tryggt okkur eignarhald á náttúruauðlyndum okkar og sjávarútveginum, í dag er það alls ekki svo.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.3.2008 kl. 13:37

2 identicon

Hvaða hagsmuni ert þú að tala um Guðsteinn, er það kannski fiskimiðin sem er ótryggasta auðlynd í heimi... sem getur horfið 1  2  &  bingó, við þurfum svo gersamlega að verða óháð þessari auðlynd og það sem fyrst.
Ertu ekki orðin leiður á endalausu rugli, einokun og okri hér heima, í dag finnst mér við hafa engu að tapa en allt að vinna

DoctorE (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 13:57

3 Smámynd: Elías Theódórsson

54% er lítið miðað við þann gengdarlausa áróður fyrir aðild. Nýverið var kynning á bók um kosti aðildar í Kastljósi. Einnig hefur verið mikill áróður með loforðum um gull og græna skóga við inngöngu í ESB. Ef sjónarmið sjálfstæðis án ESB fengju jafnmikla umfjöllun væri athyglisvert að sjá niðurstöðu svona könnunnar.

Elías Theódórsson, 6.3.2008 kl. 14:00

4 Smámynd: Linda

ég kaupi þetta ekki, og sé ekki hvað er svona jákvætt við að afsala sér sjálfstæði.

Linda, 6.3.2008 kl. 14:24

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásthildur - það er nákvæmlega það sem ég hugsaði. Og er ég þér 100% sammála.

Dokksi - þeir hagsmunir sem ég er að tala um er t.d. ákveðnar reglur sem við verðum að beygja okkur undir, og er ég ekki aðeins að vísa til veiðiheimilda. T.d. er ESB með afar harðar og ákveðnar reglur um það sem er kennt í grunnskólum sem og framhaldsskólum, og sumt af því er miður fallegt.

Eins sé ég ekki gróðan í því að reyna fá hlutina ódýrari, þar sem ég sé að þú ert að vísa í verðlag í búðum, við borgum fyrir það "lága" verðlag með afsali á auðlindum og sköttum til ESB. Þannig ekki er allt sem sýnsit í þessum efnum. Og nefni ég bara örfá dæmi af mörgum.

Elías Theódórsson - Nákvæmlega! Því grasið er ekki endilega alltaf grænna hinu megin! Takk fyrir þitt innlegg.

Linda - það er nákvæmlega ekkert jákvætt við það og minnir þetta mig doldið á lag Pink Floyd, "another brick in the wall", við verðum "brick" ef við gerumst aðilar! Það er alveg á hreinu!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.3.2008 kl. 14:37

6 identicon

Hvaða reglur eru það sem þú talar um í grunnskólum.
Við þurfum líka að beygja okkur undir margar þeirra reglur þó við séum ekki með, ég tel það óumflýjanlegt að ganga þarna inn nema að við séum svo fatlaðir og miklir mölbúar.

DoctorE (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 14:53

7 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég vil vera ,,mölbúi"

Ég held að með aðild séum við að leita að of skjótri og þægilegri leið til að rétta af þjóðarskipið, eftir slæma stjórnun í tíma Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Við hljótum að hafa þetta af með öðrum ráðum.

Bryndís Böðvarsdóttir, 6.3.2008 kl. 15:34

8 identicon

Ég er ekki að leita að skjótri lausn með þjóðarbúið, ég er að leita að meiri stöðugleika, losna undan einokun, vaxtapyntingum og okri og fleira í þeim dúr.
ég er löngu orðin leiður á upp & niður á nokkra ára fresti, við erum ekkert meira spes en aðrar þjóðir

DoctorE (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 16:01

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Innilega sammála Guðsteinn, það var líka frábært innlegg frá konunni  þinni hjá mér í dag um "bölbætandi" olíuhreinsunarstöð.

Sigurður Þórðarson, 6.3.2008 kl. 18:33

10 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Verum sjálfsæð.....Við þurfum ekki á neinum að halda.

Seljum ekki land

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 6.3.2008 kl. 21:33

11 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég vil inn,og ég ætla ekkert að útlista mínum rökum.

En ég á rétt á minni skoðun og hefur hún mikið með afkomu fólksins í því landi sem ég fæddist í,við missum að vísu ýmislegt og fáum hinsvegar líka helling í staðinn.

Svo er líka bara eitt við búum í Evrópu hvort sem okkur líkar það eður ei.Góðar stundir Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 6.3.2008 kl. 21:57

12 identicon

Þjóðin ætti að vera komin í evrópu bandalagið og það fyrir mörgum árum, þá hefðum við evruna í dag. (ekki þessa sjúklegu krónu, sem heldur ekki einu sinni vatni)

Petur Einarsson (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 23:13

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn. Ég vil ekki inn  Brjálað að gera hjá mér. Frjálslyndarfriðarkveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 01:30

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bryndís - nákvæmlega! 

Dokksi - þú færð öngvan stöðuleika með því að beygja þig undir reglur annara. Og ef þú kynnir þér ESB þá sérðu að við verðum svipt sjálfstæði yfir alls kyns hlutum, til að mynda: námsstefnum, seðlabankanum og fleiri atriði í sambandi við efnahagsstjórn, og ég tala nú ekki um fiskimiðinn sem öllum þjóðum verður þá hleypt inná.

Siggi - takk fyrir þitt.  ;)

Valgeir - ég er sammála þér með evruna. Krónan er ónýtt!

Úlli - þú átt rétt á þinni skoðun og erum við því ósammála, látum þar við sitja. 

Pétur - afhverju? 

Rósa - Frjálslynd kveðja til baka! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.3.2008 kl. 08:35

15 identicon

Guðsteinn, ertu að segja að þú viljir halda ímynduðu sjálfstæði þínu þar sem það er okrað og svínað á þér í bak og fyrir, er það sjálfstæði í þínum huga, eða ertu kannski að hugsa um að í grunnskólum séu trúmál ekki í góðum málum.
Ertu að segja að þú sért sammála xD mafíunni um að við stöndum á sterkum grunni, með dýrasta mat, bensín eða hvað sem er, dýrast í öllum heiminum.
Hér þarf eitthvað að gerast og aðil er klárlega það sem við þurfum til þess að losna undan þeim sem hafa haldið okkur í fjötrum svo lengi, við þurfum að brjóta þessa fjötra af okkur og það gerist ekki nema gerum þetta
Borðliggjandi, ekki láta villa ykkur sýn með að sjálfstæði bla fari, þeir einu sem eru sjálfstæðir hér á landi eru þeir sem eru í innsta hring spillingarinnar

DoctorE (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 08:42

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi - "ímynduðu sjálfstæði"? Þá eru íslendingar búnir að vera sjálfsblekkingu síðan 1944. Það á að takast á við vandann, ég er ekki bendla þessu við trúmál á neinn hátt en jú er í fyrsta sinn sammála xD(auða) mafíunni að það eigi að takast á við vandann og flýja ekki af hólmi eins og huglaus maður.

Alla þá hluti sem þú telur upp er hægt að laga, en svo að það sé hægt þarf nýja ríkisstjórn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.3.2008 kl. 10:02

17 identicon

Ég kalla þetta ímyndað sjálfstæði þegar fáir einstaklingar blóðmjólka allt þjóðfélagið Guðsteinn.
Ég er búinn að lifa nægilega lengi til þess að getað sagt að þessum málum verður ekki bjargað með nýrri stjórn

DoctorE (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 10:39

18 identicon

Petur Einarsson (IP-tala skráð) 10.3.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband