Og ætlar vantrú ekki að vera með sitt árlega bingó?

Svona eins og seinast, þá gerðu þeir það. Þótt ég taki nú undir að þessi lög er fremur furðuleg og eru löngu orðinn úreld, þá er þetta eitt af þeim atriðum sem skipta voðalega litlu máli og á ekki að gera veður úr.

Ekki nema þeir vilja meina að það eigi að handtaka alla þá sem taka upp sjónvarpsefni á vídeótækin sín, geri innrás á þá tölvunörda sem eru að hala niður efni og annað slíkt.

Lögreglan hefur nóg annað að gera og skil ég ekki þennan fréttaflutning hjá mogganum, hann ber aðeins merki um gúrkutíð í fréttaheiminum.

Ég skora á vantrúarmeðlimi að reyna tala við þingheim til þess að fá þessu breytt, fremur en að hríslast í kuldanum að spila bingó! Tounge
mbl.is Bingó bannað á ákveðnum tímum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Já er þetta ekki orðið úrelt.  Held að flestir sem eru kristintrúar eru sammála því líka eða hvað?

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 5.3.2008 kl. 12:58

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Nanna, en ég fatta ekki aðgerðir eins og hjá vantrú, þeim væri að vekja athygli þeirra sem bera ábyrgð á slíkum lagabreytingum, þ.e.a.s. þingmönnum! En well .. ef þeir vilja hafa sig af fíflum rétt einu sinni ... þeir um það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 13:02

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

þeim væri nær vildi sagt hafa!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 13:02

4 identicon

Hinn trúfrjálsi ég er náttlega fyrstur til þess að blogga um þetta mannréttindabrot og brot á trúfrelsi manna.
Henda þjóðkirkju af ríkisspenanum er eina lausnin í þessu

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 13:03

5 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Uh, vöktum við ekki athygli á þessu á síðasta ári með aðgerðum okkar?  Það fór ekki framhjá þingheimi.

Pólitík fer ekki bara fram á þingpöllum.

Matthías Ásgeirsson, 5.3.2008 kl. 13:06

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi, ég er að hreykinn fyrir þína hönd að blogga um þetta fyrst .... *andvarp*

Matti, en hvað áorkaði það? Fenguð þið fram lagabreytingu?  Nei. Fenguð þið einhverju breytt? Nei. Fenguð þið athygli. , notiði þá athyglinna til þess að fá þessu breytt fyrst þetta fer svona í taugarnar á ykkur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 13:10

7 identicon

Auðvitað eiga allir að mæta á austurvöll með sín spil og boombox & leika sér, það verður gaman ef löggan gerir sig að fífli og einnig verður gaman að sýna umheiminum hvaða ítök þjóðkirkjan hefur í landinu trúfrjálsa

Ekkert andvarp með það, þetta er níðingsskapur að þjóðkirkjan geri þetta ásamt því að soga til sín milljarði af almannafé, hér líða margir skort, aldraðir, langveikbörn og aðrir en þetta fáránlega ríkisbatterí heldur alltaf sínu eða fær meira... svo mun hún hóta okkur samlöndum sínum með að kúga af okkur fé vegna allra þeirra jarða sem hún fékk undir spúkí kringumstæðum.... sem er ávísun á hversu ´skipulö0gð trúarbrögð sundra þjóðum yfir í að vera Hún & við...

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 13:15

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Drífðu þig þá Dokksi, ekki ætla ég að reyna að stoppa þig. Klæddu þig bara vel.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 13:19

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Matti - ef þið verðið með þetta í ár, er ekki ólíklegt að ég mæti og komi með heitt kakó handa ykkur ... en við sjáum til hvað setur!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 13:40

10 identicon

Heyr heyr!

Þór (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 14:02

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt kæri Þór! Takk fyrir innlitið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 14:25

12 identicon

Ríkiskirkjan er að viðhalda þessu Jón, hún er sú kirkja sem þvingar alla án tillits til hverju þeir trúa eða ekki í að hanga úti í horni þegar þjóðkirkjuhelgidagar eru í gangi, ferðamenn finna varla staði til þess að borða á þegar þjóðkirkjan er að halda upp á dæmið sitt; trúfrelsi íslands

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:32

13 Smámynd: Flower

Það er alveg rétt Haukur að ég ætla ekki að eyða orku minni í að pirra mig á þó að einhverjir fari og spili bingó á föstudaginn langa.

En til að vera smá andsyggileg þá væri gaman að sjá hvort af yrði ef yrði stórhríð, ég sé það sko fyrir mér, spjöldin fjúkandi um allt Einnig hvort nenna væri í þetta ef lögunum yrði breytt  

Flower, 5.3.2008 kl. 18:08

14 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn. Ég myndi nú vilja að fólk gæti virt þennan dag en ef vesalings fólkið er svo aðframkomið að geta ekki slappað af þennan dag á meðan við hin kristnu minnumst dauða Krists þá verða þeir sjálfsagt að hafa sitt Bingó og kannski verður Bingó hjá þeim uppí Heiðmörk. Rólegheit hérna megin  ENNÞÁ ALLAVEGA.

Frjálslyndarfriðarkveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 20:53

15 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jón Grétar. Við búum í kristnu landi og lögin eru í samræmi við það. Ég hélt að við gætum hvílst á margvíslegan hátt annan en að sitja á rassinum. Margt fólk notar þessa daga til útivistar. Sumt af þeirri útivist tekur á, engin slökun þar en það er heilbrigt að fara og njóta náttúru Guðs. Margir ferðast og heimsækja fjölskyldur. Svo er bara málið af hverju þarf að hlaupa í kringum ykkur og lúffa öllu sem þið viljið. Frekjan í Múslimum er óþolandi og einnig í Vantrúarfélaginu sem er minnihlutahópur. Hvað eruð þið mörg í félaginu? Hafið þið farið fram á lagabreytingar? Er það ekki betri leið en að jagast hér.

Megi Guð Abrahams, Ísaks og Jakobs blessa þig og leiða þig inná veg sannleikans. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 23:00

16 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það yrði glæsilegt að  að  fylgjat með bingóinu og þú og Mofi færandi Matta og Svani heitt súkkulaði með rjóma. Bingó!

Sigurður Þórðarson, 6.3.2008 kl. 00:16

17 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

 BINGÓ

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.3.2008 kl. 00:25

18 Smámynd: Adda bloggar



Adda bloggar, 6.3.2008 kl. 11:15

19 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jón Grétar. Vantar allan húmor hjá þér.Drífið ykkur upp í Heiðmörk og hafið Bingó. Biðjið Guðstein og Mofa að koma með kakó, rjóma og vöfflur handa ykkur. Munið að klæða ykkur vel og hafa með ykkur vettlinga. Shalom

Rósa Aðalsteinsdóttir, 7.3.2008 kl. 01:34

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa, það vantar sárlega húmorinn í guðleysingjanna! ja hérna hér!

Flower og Sigurði - vil ég þakka góð orð.

Jón Grétar - "live a little"!!!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.3.2008 kl. 08:27

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

auk þess vil ég þakka henni Öddu minni fallega mynd, og berðu bónda þínum kveðjur mínar!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.3.2008 kl. 08:28

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jón Grétar, vá hvað þú tekur þig hátíðlega! Í fyrsta lagi hef ég ekki nefnt frekju á nafn.

Í öðru lagi tók ég fram í greininni minni að ég mér þætti þessi lög furðuleg! Ég lít á að: "spila með skrattanum" sem kristilega hjátrú og á að breyta þessum lögum hið snarasta!

Í þriðja lagi hef ég ekki verið með neinn dónaskap, hvoki við þig né aðra, en fyrst þú ert svona rosalega hörundssár, þá bið ég þig afsökunar á meintum 'dónaskap' mínum sem þú mátt endilega benda mér á hvar ég hef hann frammi. Ekki nema þið guðleysingjarnir séu yfir það hafðir að verða fyrir barðinu á léttu gríni, eða hvað?

Sheesh .. ég endurtek: "live a little" !!!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.3.2008 kl. 09:48

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Jón Grétar, þetta skýrir málin.  Og hafðu góðan dag sömuleiðis.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.3.2008 kl. 10:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588367

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband