Hvað græði ég á að vera trúaður?

Að vera með GuðiÉg græði ást, kærleik og blessun að tilheyra Jesú.

Ég finn það á sálu minni að tómarúm er loks uppfyllt sem aðeins trúin og friðurinn sem henni fylgir uppfyllir.

Ég fæ sjálfstraust frá Guði, því ég finn að hann er með mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Ekki spyrja mig hvernig, en ég veit að ég veit það, svo einfalt er það.

Ef ég hefði hann ekki með í öllum störfum mínum, þá væri ég t.d. ekki hér að blogga. Því ég er feiminn að eðlisfari og með afar lítið hjarta, en sæki minn styrk til Guðs. Ég er alls ekki sá sem er fær um að halda ræður, ég er lágróma og myndi enginn heyra í mér ef ég færi í púltið, auk þess myndi ég ekki þora því. Sjálfsagt get ég virkað eins og ég hafi endalaust sjálfstraust, en það er ekki ég, það er Guði að þakka og gef ég honum dýrðina.

Eftir að hafa verið guðleysingi fram að 19 ára aldri og var afar leitandi, og sótti í alls kyns hluti eins og spíritisma, sögurnar úr ásatrúnni og margt fleira. En vendipunkturinn varð þegar ég loks gleypti stolti mínu og gaf mig Guði. Ég veit satt að segja ekki hvar ég væri án hans í dag!

Ritað er:

Fyrra bréf Páls til Korintumanna 13:1
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.


Kjarni og boðskapur fagnaðarerindisins er að finna í ofangreindu versi, og vil ég nota tækifærið og biðja það fólk sem ég hef verið óréttlátur, leiðinlegur eða gert eitthvað á þeirra hlut um ævina - afsökunar. Fyrirgefið mér.

Þannig að niðurstaðan í mínu einstaka tilfelli, (sem er reyndar bara hluti málsins og hefur trúin að geyma svo miklu, miklu meira til gróða) er að ég er kominn með sjálfstraust sem til þarf að skrifa um Guðs orð, og skammast ég mín ekki fyrir það. Það er mesti sigur sem ég hef sigrað í barráttu lífsins og hefur það gefið mér mikið og er þetta eitt af mörgum atriðum sem ég "græði" á að vera trúaður. Ég er betri manneskja þökk sé Guði.

Guð blessi ykkur og þakka ég lesturinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Heiðar Hauksson

Gott að lesa þetta. Ég óska eftir meira af svona skrifum. gangi þér vel og megi Guð blessa þig.

Kveðja bróðir.

Svanur Heiðar Hauksson, 5.3.2008 kl. 11:19

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrirm það kæri Svanur. Ég mun verða við bón þinni og Guð blessi þig.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 11:23

3 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Góð færsla og svo sönn og falleg. Þú svarar því eiginlega sem ég hef átt erfitt með að setja í orð. Ég er kristin og ég trúi á Guð og hef hann með mér í verki dag hverni. Ég hef ekki tómarúm í mínu hjarta og hann gefur mér styrk og traust til að ganga óhrædd til verka. Þakka þér fyrir þessa góðu orð þín. Guð blessi þig.

Sigurlaug B. Gröndal, 5.3.2008 kl. 11:23

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk innilega Sigurlaug!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 11:27

5 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 5.3.2008 kl. 11:33

6 Smámynd: Linda

Linda, 5.3.2008 kl. 11:56

7 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Skil þig mætavel.. hef sigrast á ótta og erfiðleikum með Guðs hjálp. Læt Sálina túlka mína upplifun af því að trúa á Guð:

Þú fullkomnar mig.
Ég finn að ég er annar en ég var.
Þú ert við spurnum mínum lokasvar.
Þú lyftir mér upp, lýsir mér leið.
Ég vegsama þig.
Og vonir mínar bind ég aðeins þér.
Í blíðu jafnt sem stríðu fylgdu mér
í huga og hér, ævinnar skeið

               

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2008 kl. 12:03

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Minn kæri Guðsteinn, þú ert einn af þeim sem berð ljós og kærleika í gjörðum þínum.  Þú hefur leitað og fundið, og þú hefur líka æðruleysið og umburðarlyndið, samhyggðina í þér.  Þannig vil ég sjá trúað fólk.  Þú hefur leitað og fundið, og það er gott.  Ég er ekki trúuð í þeirri merkingu að ég trúi ekki á biblíuna, en ég hef Guð í mínu hjarta, Guð er hvorki andi né maður heldur alheimsljós og kærleikur í mínum huga.  En ég get svo vel skilið að aðrir trúi á eitthvað annað.  Trúarvitund  á að vera réttur hvers manns.

Þegar ég tala illa um trúaða, þá er ég að tala um hræsnarana, sem mér finnst tala um trú, en hafa hana í raun og veru ekki í hjartanu, tungan segir eitt og gjörðin annað., hvorki í trú eða bara daglegu lífi.  Það er það sem ég þoli ekki, og þið sem trúuð eru og góðar manneskjur, verðið að skilja að ég er að tala um hóp fólks sem flaggar trúnni eins og balldressi, til að líta betur út, tilheyra einhverjum hópi, eða hafa vald yfir öðrum. 

Þú og margir hér eru af allt öðru sauðahúsi, með kærleikan í hjartanu og umburðarlyndið í kollinum.  Guð gefi að sem flestir í trúarsöfnuðum læri mismunin á þessu tvennu.  Knús á þig minn elskulegi maður

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 12:05

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna og Linda -

Jóhanna - takk fyrir yndislegt ljóð! Og rétt það sem þú segir um sálina!

Ásthildur -  þú sem hefur verið mér ómetanlegur stuðningur síðan ég byrjaði að blogga, ég þakka þín fögru orð og tek ég undir að það eigi að tala gegn ofstæki. Það liggur himinn og haf á milli sumra og verður að sýna aðhald í því eins og öllu, en ég virði þína skoðun við þig því þú ert sönn og góð kona sem hefur hjartað á réttum stað. Takk innilega Ásthildur mín og þykir mér alveg sérstaklega vænt um þig!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 12:12

10 Smámynd: Mofi

Fín færsla Haukur. Guð gaf okkur líf og það sem okkur þykir vænt um, bara hæfileikann að geta elskað er frá Guði komin.  Kristur sagði að kærleikurinn væri uppfylling á lögmálinu svo ég myndi nota frekar þetta vers til að sýna kjarnann í fagnaðarerindinu:

Rómverjabréfið 5
6Meðan við enn vorum vanmegna dó Kristur á settum tíma fyrir óguðlega. 7Varla gengur nokkur í dauðann fyrir réttlátan mann. Fyrir góðan mann kynni einhver ef til vill að vilja deyja. 8En Guð auðsýnir kærleika sinn til okkar í því að Kristur dó fyrir okkur þegar við vorum enn syndarar. 9Því fremur mun hann nú frelsa okkur frá reiðinni þar sem við erum réttlætt fyrir blóð Krists. 10Hafi Guð, þegar við vorum óvinir hans, tekið okkur í sátt með dauða sonar síns, mun hann því fremur nú, þegar hann hefur sætt okkur við sig, frelsa okkur með lífi hans. 11Og ekki það eitt, heldur fögnum við í Guði vegna Drottins vors Jesú Krists sem hefur sætt okkur við Guð.

Mofi, 5.3.2008 kl. 12:18

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Halldór/Mofi - Amen! Takk fyrir þetta.

Henry - takk fyrir innlitið og gott er að heyra skoðun þína. Guð blessi ykkur báða!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 12:26

12 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll elsku litli bróðir minn og stóri trúbróðir minn.

Ég er svo sammála Ásthildi. Við eigum auðvita að vera samkvæm sjálfum okkur en ekki segja eitt og gera annað og alls ekki að vera með dramb og hroka.  Þrái að sjá umræður þar sem fólk getur verið málefnalegt, fært rök án ljótra orða, komið með fróðleg innlegg o.fl. Við lifum í lýðræðisríki og öllum er frjálst allavega ennþá að hafa skoðanir en það þarf að koma  fram með skoðanir án ljótra orða. Við eigum ekki að haga okkur þannig að við séum á vígvelli hér á blogginu.

Guðsteinn, kærar þakkir fyrir pistilinn sem var virkilega yndislegur og vel upp settur. Myndin var líka svo falleg.

"Hann veitir kraft hinum þreytt og gnógan styrk hinum þróttlausa."Jes. 40:29 Þegar við upplifum okkur þannig þá getum við beðið Guð um nýjan kraft og hann veitir átölulaust. Við erum svo lánsöm að hafa fundið Jesú Krist.  Friðarkveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.3.2008 kl. 12:32

13 identicon

Ég skil þetta ekki & mun aldrei skilja það en gott ef þetta virkar fyrir þig.
Þú veist mitt álit, ef menn stunda sína trú án þess að vilja umbreyta öllum heiminum yfir í það sem þeir halda að sé satt & banni mér ekki að spila bingó, þá er mér algerlega sama... :)

DoctorE (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 12:51

14 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

DoktorE, aldrei að segja aldrei!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2008 kl. 12:57

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rósa - takk fyrir mig systir.

Ólafur -  ég var að gera athugasemd á blogginu þínu.  :)

Dokksi - skemmtu þér vel í bingóinu, hafðu bara heitt kakó með þér! 

Jóhanna - amen! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 13:00

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Guðsteinn minn fyrir þessi hlýlegu orð., þau ylja mér mjög mikið.  Og sömuleiðis.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.3.2008 kl. 13:47

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég meinti það sem ég sagði Ásthildur. Þú hefur verið mér góður stuðningur frá upphafi!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 14:03

18 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Ásthildur er góð kona ... algjört uppáhald!  

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.3.2008 kl. 16:00

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jóhanna, hún er svona eins og góð amma sem passar mann, það er allvegna mín upplifun .... 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 16:12

20 Smámynd: Flower

Ég á sömu reynslu eins og þú veist Haukur Það nánast datt af mér andlitið af undrun þegar ég var allt í einu farin að skrifa á vísi, reyndar til að berja á Sigurði og Jónasi til að byrja með

En allavega gaf Guð mér nóg sjálfstraust til að fara að básúna um mína trú á veraldarvefnum og það er svolítið stórt skref fyrir trúaða. 

Flower, 5.3.2008 kl. 17:58

21 Smámynd: Sigurður Rósant

Guðsteinn - "Eftir að hafa verið guðleysingi fram að 19 ára aldri og var afar leitandi, og sótti í alls kyns hluti eins og spíritisma, sögurnar úr ásatrúnni og margt fleira. En vendipunkturinn varð þegar ég loks gleypti stolti mínu og gaf mig Guði. Ég veit satt að segja ekki hvar ég væri án hans í dag!"

Einhvern veginn kemur það ekki heim og saman í huga mínum að þú hafir verið guðleysingi og spíritisti á sama tímabili.

Ég byrjaði einmitt um og eftir fermingu og lesa frásagnir spíritista og mér fannst það fara saman að trúa á æðri mátt eða guð og afturgöngur sem gátu ýmist gert manni gott eða illt.

En ég skil alveg þessa reynslu þína. Hún er ekki svo ósvipuð minni reynslu, nema hvað ég fylltist sjálfstrausti um 21 árs aldur, sagði upp trúnni á guðum, djöflum og alls kyns afturgöngum og hef verið frelsaður síðan frá allri villu og trú.

En njóttu þessarar tilfinningar þangað til þú finnur sannleikann sem talar án dæmisagna og umbúðalaust.

Sigurður Rósant, 5.3.2008 kl. 19:28

22 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Fyrra bréf Pááls til Korintumanna 13:1
Þótt ég talaði tungum manna og engla, en hefði ekki kærleika, væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.

Kjarni og boðskapur fagnaðarerindisins er að finna í ofangreindu versi,...

Ha? Ertu alveg viss? Ég hélt að fagnaðarerindið hefði eitthvað með það að gera að Jesús hafi dáið svo að guð myndi ekki þurfa að henda trúaða fólkinu líka í helvíti. 

Hjalti Rúnar Ómarsson, 5.3.2008 kl. 19:52

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gunnar og Flower - takk innilega fyrir ykkar. 

Siggi Rós: 

Einhvern veginn kemur það ekki heim og saman í huga mínum að þú hafir verið guðleysingi og spíritisti á sama tímabili.

hehehe ... ég var bara ruglaður, ég viðurkenni það fúslega.

 En njóttu þessarar tilfinningar þangað til þú finnur sannleikann sem talar án dæmisagna og umbúðalaust.

Hrokafull er þessi yfirlýsing þín, og gerir lítið úr mér og minni trú. Vendu þig á betri mannasiði Sigurður. 

Hjalti -  Hárrétt hjá þér! My bad.   (og er þetta sagt í kaldhæðni)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.3.2008 kl. 20:33

24 identicon

Þetta ver virkilega góð grein Guðsteinn, eins og þér er von og vísa.  “þú ert réttur maður á réttum stað, á réttum tíma”  Guð blessi þig vinur. Petur  

Petur Einarsson (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 22:44

25 identicon

Glæsileg færsla.

Þú ert með bætri dæmum um það hvernig trú getur verið mannbætandi.

Bestu kveðjur 

Jakob (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 23:32

26 identicon

Kæri Guðsteinn minn Haukur. "Látum oss gefa drottni dýrðina fyrst" stendur svo víða í hinni helgu bók. Og það gerirðu svo sannarlega. Hjartans þakkir fyrir pistilinn og haltu áfram göngu þinni sem boðberi ljóssins í Kristi. Þess óska ég. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 00:17

27 Smámynd: halkatla

yndisleg lesning - það er alltaf svo frábærlega gaman að kíkja við hjá þér

(við erum ofurhugar aldarinnar að koma fram undir nafni hérna finnst mér, ekki hélt ég að ég gæti það nokkru sinni og átti svo sannarlega ekki von á þessu - en núna skil ég hvað gaf okkur kraftinn )

sorrí þessa væmnu athugasemd - ég er dottin úr kommentaraæfingu

halkatla, 6.3.2008 kl. 10:06

28 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Pétur - Guð blessi þig sömuleiðis!

Bumba - ég er afar forvitinn hver þú ert, og hefur þú komið hingað inn áður, en ég þakka falleg hvatningarorð, því já Guð á dýrðina! 

Anna Karen  - hafðu athugasemdirnar eins væmnar og þú vilt, ég kann bara vel við þær! Og já við erum nógu kjörkuð til þess að koma fram undir réttum formerkjum! En orð gleðja mig mikið og Guð blessi þig!

Ragnar Örn - já ... sama segi ég eiginlega .. og takk fyrir innlitið. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.3.2008 kl. 11:07

29 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jakob - hafðu innilegar þakkir fyrir þitt, og þér tókst eins og Önnu Karen að láta mig roðna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.3.2008 kl. 11:08

30 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Mér fannst þú alltaf svo öruggur með þig þegar við vorum að kynnast. Veit þó að það hvernig manni lýður, endurspeglar ekki alltaf þá birtingarmynd af sjálfum sér sem maður gefur öðrum. Ég kynntist þér líka í góðra vina hópi.

Kærleikur Guðs gefur samt kraft og það kannast ég sjálf við.

Falleg færsla hjá þér.

Bryndís Böðvarsdóttir, 6.3.2008 kl. 16:24

31 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þó svo að ég sé einn af þeim sem trúi ekki á Jesú frekar en tilvist Lukku Láka, þá hef ég allltaf sagt að ef trú betrar fólk og fær því til að lýða betur þá er ekkert athugavert við það. Raunar hið besta mál. Þetta var einlæg og falleg færsla hjá þér. Slíkt met ég mikils af fullorðnu fólki, hvort sem það er trúað eður ei.

Ég vona að þér gangi vel. 

Brynjar Jóhannsson, 6.3.2008 kl. 17:12

32 identicon

Sæll vinskapur, þakka falleg orð í minn garð. Ég get ekki komið fram undir nafni ennþá því miður en ég skal svo sannarlega láta þig vita hver ég er þegar þar að kemur. En haltu áfram þinni göngu vinurinn, guð mun vel fyrir sjá. Ég hef reynt það svo oft í gegnum undanfarin 40 ár. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 6.3.2008 kl. 18:36

33 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bryndís -

Brynjar - það kom mér skemmtilega á óvart að lesa skrif þín! Takk fyrir þitt.

Bumba - takk fyrir það, gott er að eiga trúsystkyni sem styðja mann. Guð blessi þig! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.3.2008 kl. 20:31

34 Smámynd: K Zeta

Og guð brenndi alla íbúa Sódómu og konu Lots fyrir forvitni en hvað gera svo dætur Lots?

Dætur Lots

30Lot fór frá Sóar upp á fjöllin og staðnæmdist þar og báðar dætur hans með honum, því að hann óttaðist að vera kyrr í Sóar, og hann hafðist við í helli, hann og báðar dætur hans. 31Þá sagði hin eldri við hina yngri: "Faðir okkar er gamall, og enginn karlmaður er eftir á jörðinni, sem samfarir megi við okkur hafa, eins og siðvenja er til alls staðar á jörðinni. 32Kom þú, við skulum gefa föður okkar vín að drekka og leggjast hjá honum, að við megum kveikja kyn af föður okkar." 33Síðan gáfu þær föður sínum vín að drekka þá nótt, og hin eldri fór og lagðist hjá föður sínum. En hann varð hvorki var við, að hún lagðist niður, né að hún reis á fætur.

34Og morguninn eftir sagði hin eldri við hina yngri: "Sjá, í nótt lá ég hjá föður mínum. Við skulum nú einnig í nótt gefa honum vín að drekka. Far þú síðan inn og leggst hjá honum, að við megum kveikja kyn af föður okkar." 35Síðan gáfu þær föður sínum vín að drekka einnig þá nótt, og hin yngri tók sig til og lagðist hjá honum. En hann varð hvorki var við, að hún lagðist niður, né að hún reis á fætur.

36Þannig urðu báðar dætur Lots þungaðar af völdum föður síns. 37Hin eldri ól son og nefndi hann Móab. Hann er ættfaðir Móabíta allt til þessa dags. 38Og hin yngri ól einnig son og nefndi hann Ben-Ammí. Hann er ættfaðir Ammóníta allt til þessa dags.

K Zeta, 6.3.2008 kl. 21:45

35 Smámynd: K Zeta

4En áður en þeir gengu til hvíldar, slógu borgarmenn, mennirnir í Sódómu, hring um húsið, bæði ungir og gamlir, allur múgurinn hvaðanæva. 5Og þeir kölluðu á Lot og sögðu við hann: "Hvar eru mennirnir, sem komu til þín í kveld? Leið þú þá út til vor, að vér megum kenna þeirra." 6Lot gekk þá út til þeirra, út fyrir dyrnar, og lokaði hurðinni að baki sér. 7Og hann sagði: "Fyrir hvern mun, bræður mínir, fremjið ekki óhæfu. 8Sjá, ég á tvær dætur, sem ekki hafa karlmanns kennt. Ég skal leiða þær út til yðar, gjörið við þær sem yður gott þykir. Aðeins megið þér ekkert gjöra þessum mönnum, úr því að þeir eru komnir undir skugga þaks míns." 9Þá æptu þeir: "Haf þig á burt!" og sögðu: "Þessi náungi er hingað kominn sem útlendingur og vill nú stöðugt vera að siða oss. Nú skulum vér leika þig enn verr en þá." Og þeir gjörðu ákaflega þröng að honum, að Lot, og gengu nær til að brjóta upp dyrnar. 10Þá seildust mennirnir út og drógu Lot til sín inn í húsið og lokuðu dyrunum. 11En þá, sem voru úti fyrir dyrum hússins, slógu þeir með blindu, smáa og stóra, svo að þeir urðu að gefast upp við að finna dyrnar.

K Zeta, 6.3.2008 kl. 21:57

36 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flott færsla

Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.3.2008 kl. 22:45

37 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Guðsteinn ég hjó að orðum þínum,ég gaf mig guði það er einmitt málið tel ég.Ég gaf mig guði og það er honum sem ég þjóna.Guð blessi þig og þína og gakk á guðs vegum Guðsteinn.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 7.3.2008 kl. 07:05

38 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

K Zeta - hvaða tilgangi þjónar það sem þú setur inn? Og hvað tengist það grein minni? Ég leyfi þessu að standa til vitnisburðar um fávisku þína.

Gunnar - takk fyrir það. 

Úlli - sömuleiðis! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.3.2008 kl. 08:25

39 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Mjög góð færsla hjá þér, við höfum allt að græða ef við játumst Jesú.

Guð blessi þig og þína.

Jens Sigurjónsson, 7.3.2008 kl. 13:31

40 Smámynd: Mofi

K Zeta, Biblían er oftar en ekki að segja frá atburðum og hún er ekkert að fegra þá sem lýst er. Þarna finnst manni Lot hafa brugðist mjög undarlega við en það oftar en ekki er málið. Ef þú lest sögu Abrahams, ættfaðirins mikla þá sérðu að hann hegðaði sér líka oft eins og hálfviti. Miklu frekar að margar svona sögur eru þarna til að læra af þeim, að læra af misktökum annara.

Mofi, 7.3.2008 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588367

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband