Enn og aftur dæma danir okkur ... á endanum rætist það

Ekki skil ég hvaða dómsdagsandi yfir dönum þessa daganna, núna í seinustu viku var annar dani sem spáði öllum bönkum Íslands gjaldþroti. Núna er bara varað við okkur eins og við séum þegar gjaldþrota! Og svo nýlega var "Ekstra bladid" var nýlega dæmt til þess greiða íslenskum banka  himinn háar bætur vegna svona ummæla! Ótrúlegt alveg!

Hvað er málið með Dani?  Eru þeir svona fúlir að við keyptum "Magasin" ??

Ekki veit ég hvað þetta getur verið, en svona yfirlýsingar gera ekkert nema skaða og mér finnst Danir vera óréttlátir í þessum dómsdagsdómi! 


mbl.is Nordea: Varað við Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Where there is smoke there is fire..
Kannski eru þeir bara að segja staðreyndir, kannski erum við á leið í torfkofana aftur :)

DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:56

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Maður veit ekki kæri Dokksi .. mar bara veit ekki ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.2.2008 kl. 11:06

3 identicon

Heh! Ekki nóg með það að við keyptum Magasin, heldur er það rekið með hagnaði núna

Nei nei. Annars virðast þessir stuttbuxnadrengir (og stúlkur) í Danmörku alveg tala með rassgatinu á sér. Skv. fréttum síðustu viku er Danske Bank hluthafi í Kaupþing. Þeir eru því ekki trúverðugir blessaðir spekúlantarnir þarna.

kristinn (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 11:26

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já við stöndum bara saman, höfum vil ekki bara gott af að herða sultarólina aðeins.  Og gera okkur grein fyrir því að það er til annað og meira en peningar.  Við þurfum samt að hlú að þeim sem þarfnast mestrar alúðar.  En eru það ekki þeir sem "eiga" mest sem tapa mest ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:45

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Jú, jú Ásthildur það er einmitt málið. Við sem eigum lítið höfum engu að tapa, en samt höfum við það svo ótrúlega gott. Kveðja til þín Guðsteinn.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:48

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

engin komment !

Bless í daginn

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:55

7 Smámynd: Púkinn

Tja, vandamálið er að ef nógu margir trúa þessu, flýja með peningana sína burt frá Íslandi, selja íslenskar eignir og taka innistæðurnar burt úr íslenskum bönkum, þá mun spádómurinn rætast.

Púkinn, 27.2.2008 kl. 12:15

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

God dag. Skulle vi rejse til Danmark? Ásdís og Ásthildur með bestu innleggin. Hvað er að Baununum veit ég ekki en þeir bauna hressilega þessa dagana. Bekkjasystir mín notaði alltaf þetta nafn á Dani og fannst mér hún fyndin og mátti til að brúka þetta nafn. Farvel

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.2.2008 kl. 12:30

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Akkúrat allir! Og þakka ég viðbrögðin, það er nefnilega rétt sem púkinn bendir á, ef fólk fer að trúa þessu þá getur það haft alvarlegar afleiðingar!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.2.2008 kl. 14:54

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Dómadasspárnar hafa ekki bara forspárgildi. Þær hafa áhrif.

Sigurður Þórðarson, 27.2.2008 kl. 22:27

11 identicon

Má ég segja hvernig þetta lítur út frá mínum dönsku vinum???? Við erum einfaldlega sveitamenn ennþá, í augum margra dana. Lítil þjóð, sem lifir bara á fiski, og getur ekki spilað fótbolta. Þetta hef ég heyrt milljón sinnum, öll þau ár sem ég hef verið búsettur hérna í Dk.  Svo eru til aðrir danir, sem þekkja vel til landsins, og þeir eru alveg gapandi yfir velgengninni sem hefur verið á skerinu, um áratugi.  Enn stærsti hópurinn, meinar að við erum hálfgerðir sveitamenn, ennþá.  Mvh Petur Einarsson

Petur Einarsson (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 23:05

12 Smámynd: Vendetta

Ég bjó áratugum saman í Danmörku, sem er land meðalmennskunnar og hálfdrættingana. Þeir kalla þetta sjálfir Janteloven.

Ofan í meðalmennsku og bleyðuskap Dananna leggst svo sjálfsánægja þeirra. Þeim er heldur ekki treystandi. Ef maður snýr sér við, þá fær maður strax hníf í bakið. Þeir eru eins og hýenur.

En Danmörk er mjög fallegt land og baðstrendurnar eru fyrsta flokks. Og þótt ekki sé mikil spilling þar (ólíkt Íslandi) og það er (eða var) talsvert frjálslyndi (ólíkt Íslandi), þá hefur danska þjóðfélagið sýkzt undanfarna tvo áratugi. Hvort Danir hafi breytzt í hegðun sinni við það eða hvort þeir hafi alltaf verið svona lágkúrulegir, skal ég láta ósagt.

Vendetta, 2.3.2008 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband