Mín dýpsta samúð

Ég vil senda fórnarlömbum þessa heimilis mínar dýpstu samúðarkveðjur. Að hafa þurft að lifa við þennan hrylling er óafsakanlegt! Ég vona bara að allur sannleikur komi upp á yfirborðið og mennirnir sem stjórnuðu þessu dregnir til ábyrgðar, enda tími til kominn á það. Angry
mbl.is Urðu fyrir margskonar ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Guðsteinn minn. Ég vil líka votta fórnalömbum þessa heimilis samúð mína. Í fréttum í hádeginu kom fram að málið væri fyrnt upp á bótakröfur. Þvílíkur viðbjóður sem var framkvæmdur þarna gegn litlum saklausum drengjum og kannski voru einhverjar stúlkur þarna líka. Ekki finnst mér skrýtið að lífið hafi verið brösótt hjá þessum drengjum og margir neytt áfengis til að deyfa kvalirnar. Þeir kunnu engin önnur ráð. Gátu ekki sagt neinum frá því sem gerðist. Byrgðu sársaukann innra með sér. Ég vona að fólk sé leitt í veg fyrir þessa drengi sem geta gefið þeim kærleika og hjálpað þeim að læra að biðja til Jesú Krists sem elskar þessa menn. Hann einn getur læknað hjartasárin þeirra.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.2.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek hér undir með ykkur báðum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.2.2008 kl. 13:21

3 identicon

Trúarlegt uppeldi people, prestar og trúarleg innræting var mál málanna

P.S. Ég er ekki að segja að þið séu svona líka

DoctorE (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 13:33

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Doctor E. Þú veist að við erum ljúfmenni. Kærleikskveðjur til þín.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.2.2008 kl. 13:35

5 Smámynd: Linda

Sækja hvern til saka, eru ekki flestir sem komu að þessu máli komnir undir torfu, er ekki að tala um fórnarlömbin.  Málið er, að ríkið er það sem ber ábyrgð, og það eru hverfandi líkur að það þurfi að sæta ábyrgð hér. 

Linda, 22.2.2008 kl. 14:21

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það er skrítið þetta lagakerfi. Það er fullt af fólki jafnvel meðan á þessu stóð, kvartað yfir þessum stað af þeim sem trúðu þessu.

Frásagnirnar létu svo ótrúlegar í eyrunum á þeim sem höfðu getað gert eitthvað, að það var valin sá kosturinn sem þægilegri, að trúa ekki.

Ég var sendur sjálfur 6 ára gamall vestur á firði til bónda sem var með samning við félagsmálstjórn. Hefði alveg eins getað lent þarna í Breiðuvík.

Öll þau 6 árin sem ég var þarna, neyddur til að vera í ógeðslegu herbergi í  rafmagnslausum torfbæ, látinn vinna við að bera vatn í rollurnar í fjárhúsinu frá öðrum degi frá því að ég kom þarna, fékk aðeins að tala við föður minn með bóndann standandi yfir mér, sem tók af mér síman um leið og ég byrjaði að kvarta.

Ég var þarna allt árið, en á sumrin komu fleiri börn, "sem voru send í sveit" eins og var sagt í gamla daga. Bóndinn var sérvitringur, snarklikkaður, bjó þarna einn með systur sinni sem var einmitt jésú-freak.

Einu skiptin sem keypt var batterí í útvarpið, var þegar passíusálmarnir voru lesnir yfir páska. Einhver ljóð um þá mestu ömurleika, Guð blóð og Djöfulinn, og allt þar á milli. Bannað var að tala meðan þessi viðbjóður, passísálmarnir, voru lesnir upp.

Ég var bara misnotaður einu sinni og ekki af heimfólki, heldur manni sem kom í heimsókn. Það eina sem ég man um þann mann að hann var blaðaljósmyndari frá Ísafirði. Mér varð heitt í hamsi þegar ég sá þessa tilvitnun Rósu hér að ofan, Jesú læknar öll sár.

Það var einmitt það sem mér var sagt þegar ég klagaði í kéllinguna yfir þessu sem kom fyrir mig þarna fyrir vestan. Hann talaði um jésu en hlustaði ekkert á það sem ég var að tala um.

Eg er ekkert að efast um að þessi jesu hafi veri ágætiskall, en hann er dauður Rósa mín og getur ekki hjálpað neinum. En passíusálmarnir sem voru lesnir gerði mann myrkfælin og fæ ég klígjukennda tilfinningu í hvert sinn sem ég heyri að þetta hafi verið frægt skáld sem samdi þennan ófögnuð sem eru ekkert annað en magnaðar lýsingar á þunglyndi og sjálfsvorkun höfundarins sjálfs.

Það er  fullt af fólki sem pyntar aðra með þessum upplestri, hverju einustu páska. Ég slapp úr þessari prísund 12 ára þegar ég var sendur úr þessari Torfholu og trúarbulli og þrælavinnu sem bóndinn fékk síðan greitt fyrir frá félagsmála apparatinu í Reykjavík, til Ísafjarðar. Ég var með lífið í líkunum að rejast á "skrímslið" aftur.

En ég fór þaðan á Rekjanes, heimavistarskóla í Ísafjarðardjúpi. Og þvílíkur léttir! Skólastjórinn varð geðveikur reglulega, blindfullur veifandi arabísku bjúgsverði, en það gerði ekkert til. Hann var fínn kall þegar hann var ekki fullur. Kennararnir voru ágætir og svo kom presturin Baldur sem var stórundarlegur, en messurnar hans voru stundum bara 5 mínútur. 

Presturinn fékk gefins klámblöð af sniðugustu strákunum svo messurnar yrðu ekki langar. Hann gat aldrei staðist þá freistingu og stóð við sitt. Svo var bruggað og það var fyllerí  á herbergunum, ég drakk ekkert þá því mér fannst brennivín og ákavíti ógeðslegt. Gerði ég þó heiðarlegar tilraunir með þetta.

12 ára í fyrsta skipti með tveim stelpum í einu og allt í þeim dúr og það var skemmtilegast af öllu  í skólanum. Enginn var að troða Jesú bullinu niðrí kokið á manni og ég hitti  fyrsta skipti alvöru manneskjur.

Það var ekki fyrr en að ég kom til Reykjavíkur að ég þorði að gera aðra tilraun að segja frá atvikinu í sveitinni, og sagði ég föður mínum frá því. Og þvílíkar skammir sem ég fékk fyrir það. Eftir það þagði ég bara. Og þegi enn. En ég lærði þó eitt á þessu. Að trúa börnum sem segja frá svona.

Það má geta þess að bestu vinir bóndans voru systkini frá Breiðafjarðareyjum sem áttu einn son. Hann hafði það mjög erfitt. Hrökklaðist frá bæ til bæjar, því foreldrar hans vildu ekkert með hann hafa.

 
Við urðum vinir aftur þegar ég kom til Reykjavíkur. Meira að segja kennarar tóku þátt í einelti gagnvart honum af því að hann var sonur systkina. Þessi systkini töluðu um jésu stanslaust þegar þau voru í heimsókn ásamt bóndanum og systir hans.

Enda varð hver máltíð sem ég þurfti að sitja undir þessu jesúkjaftæði sem magnaðist um allan helming þegar systkinin sem vildu ekkert með son hafa, töluðu stanslaust um Biblíuna.

Trúarbrögð og geðbilun eiga margt sameiginlegt. Geðbilun án trúarbragða er eiginlega bara heilbrigt miðað við mína reynslu af fólki sem setur sig í trans með því að fróa sér með hjálp sannfæringar kraftsins um að þau séu eitthvað spes í augum manns sem er búin að vera steindauður í nærri 2000 ár.

Skaðabætur eru fyrndar segja lögfræðingar. En Breiðavíkur málið er ekki fyrnt fyrir þá sem lentu í þessum skrímslum sem ráku þennan stað. Það er líka kanski eins gott.

Ég myndi ekki vilja að neinn kæmi til mín í dag og segði við mig: "Hér er peningur frá okkur fyrir að láta  blaðaljósmyndaran ríða þér í rassgatið þegar þú varst 7 ára, og bæti síðan við: "jésu sér síðan um restina!" læknar þig þú veist!

Ég tæki ekki við svoleiðis peningum. Ég tæki heldur ekki mark á jesúblaðrinu. Það getur vel verið að hægt sé að deyfa sig með jesu - dáleiðslu, en ég kýs að vera vakandi, með eigin skoðanir hvað sé rétt og hvað sé rangt. Það þýðir ekki endilega að ég sé alltaf með rétt fyrir mér. Jafnvel þó að mínar skoðanir stangist á við annarra. Þær eru þó alltaf mínar.

það þarf að leita uppi allan sannleika um Breiðavíkur málið og hann er óþæhilegri og geðveikari en fólk getur ýmindað sér. Og  leita ekki á vitlausum stöðum, það á að leita í félagsmálaapparatinu, hvað fólk sáum  að senda krakka þangað, sem margir hverjir visu hvað var á seyði.

Hafa óháða eftirlitsmenn sem hafa vald til að geta skoðað öll mál hvenær sem þeim dettur í hug. Því margir sem unnu hjá við félagsmál á þessum tíma, sendu krakka þangað vitandi af hvað var á seyði, það er svona þenkjandi fólk að vinna í dag í félagsmálum og það þarf að hafa eftirlit með þeim.

Nýlega kom ein hugrökk kona og sagði frá hvað hafði komið fyrir þegar hún var krakki. Og viti menn! Akkúrat hennar pappírar voru horfnir. En hvað ég varð ekkert hissa! Þetta er munstrið í þessum glæp og munstrið er enn lifandi í félagsmálapparatinu í dag.

Aðalglæponarnir í Breiðavíkurmálinu eru þau yfirvöld sem þögðu , en vissu allt um hvað var að ske.

Það er nýbúið að sleppa út frægum pedófíl, stórhættulegum og auðvitað gengur hann laus þangað til hungrið ber hann ofurliði.  Og hvað vill hann gera, jú hann vill í Biblíuskóla!

Það er enginn tilviljun að hættulegasta fólkið vill í biblíuskóla. Þar finna þeir sína líka og vilja ekki allir vera í þeim hóp þar sem sameiginleg áhugamál eru til staðar! Þannig eru nú þessi mál.

Þau breytast ekki neitt, nema það kemst upp um fleiri núna, en áður.   

Óskar Arnórsson, 22.2.2008 kl. 15:30

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.2.2008 kl. 17:29

8 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Kæri Óskar. Átakanleg sagan þín. Alla mína ævi hef ég verið innan um fólk sem er kristið og ég get alveg sagt þér að það eru margir sem ég hef hitt í gegnum tíðina sem hafa ekki verið kristnir fyrir fimmeyring sem segjast vera kristnir. Hingað til Vopnafjarðar komu menn sem voru sendir frá Reykjavíkur til að hafa samkomur í kirkjunni minni. Ég var 12 -13 ára gömul. Einn maðurinn var nú ekki meira kristinn en það að hann reyndi við mig. Ég varð alveg dauðhrædd og ég fraus við hliðina á honum og kom ekki upp einu einasta orði. Sem betur fer varð ekkert úr þessu en ég sagði forstöðumanninum mínum í Reykjavík frá þessum atburði og hann ræddi við þennan mann sem svaraði að ég hefði reynt við hann en ekki öfugt. Glætan, ég var bara barn og hann eldgamall að mínu mati þá. Ég hef orðið fyrir viðbjóðslegum reynslum í gegnum lífið þannig að ég skil þig miklu betur en þú getur ímyndað þér.

Viðbjóðslegt hvað fólk getur verið mikil villidýr og rifið á hol öll þessi börn sem hafa orðið fyrir misnotkun hér á þessu litla landi.

Ég vona að ríkisstjórn Íslands moki peningum í forvarnarstarf og ég vona að við þurfum aldrei að upplifa svona viðbjóð eins og hefur verið að koma uppá yfirborðið núna á allra síðustu árum.

Ég vona að þú getir fyrirgefið mér Óskar. Ég ætlaði alls ekki að særa neinn. Ég sé að þú nafngreinir mig stundum vegna þess að ég tala um Jesú Krist sem læknar sár. Það er mín reynsla en ekki þín.

Fólkið sem gerði þér ill hefur eða mun taka út sinn dóm frammi fyrir Guði almáttugum. Ég trúi því. En það sem skiptir miklu meira máli er að sár þín fái að gróa með góðum læknandi smyrslum.

Ef þú vilt ræða meira við mig þá bý ég á Vopnafirði og auðvelt að finna mig í símaskrá og eins eru allar upplýsingar um mig á bak við djók-myndina í litlum kassa þar sem stendur höfundur.

Guð blessi ykkur öll.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.2.2008 kl. 18:17

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mikið er sorglegt að lesa um lífsreynslu Óskars. Vildi að öll börn hefðu átt jafn yndislega æsku eins og ég.  Mér finnst stundum að barnæska mín hafi verið samfelldur dans á rósum og er því búin að gleyma því sem var erfitt.  Lenti í smá einelti sem þá hét stríðni og það gerði mig bara sterkari fyrir lífið.  Kveðja til ykkar allra.

Ásdís Sigurðardóttir, 22.2.2008 kl. 21:05

10 identicon

Það er svo merkilegt hvað guð og Jesú eru mikið að sýsla í kringum fólk sem er jafnvel alheilbrigt eða hefur komið sér sjálft í vandræði en svo dissa þeir milljónir all over the place, alveg gæða fólk og börn sem eru sjúk eða hungruð; þau fá ekkert, zero, nada nema ef við mennirnir komum þeim til hjálpar, furðulega ótrúlega merkilegt eh

DoctorE (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 21:09

11 Smámynd: Linda

Ég líkt og Ásdís varð fyrir einelti og það hafði og hefur ennþá áhrif á mig þó að ég sé fyrir löngu búin að fyrirgefa þessa hluti, ég var sjálf 13 ára gömul þegar prestur vildi kela við mig, þetta er jú misnotkun en ég sagði engum frá þessu fyrr en mörgum árum seinna, þetta litar jú mitt líf, en ég kenni ekki Jesú eða Guði um heimskuna og illskuna sem menn gera í nafni þeirra sem á svo engar stoð í NT.  Svo Óskar eins oh þú, ég og Rósa þá upplifum við öll eitthvað sárt í æsku og jú það hefur afleiðingar en, það er gott að geta rætt slíkt án þess að fá yfir sig ausu fulla af fordómum og skít.

Linda, 22.2.2008 kl. 22:35

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Sá Jesú sem barnaníðingum verður svo tíðrætt um, er það sami Jesú og sá Jesú sem er svo mikill vinur barnanna á jólunum?

Árni Gunnarsson, 22.2.2008 kl. 22:45

13 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Árni. Ég hlífi ekkert okkur sem eigum að vera kristin. Það er margt fólk innan um sem hefur skemmt og skemmt fyrir fólki sem í einlægni hefur lagt sig fram að vinna kærleiksríkt verk.  Það hlýtur að vera að um sama Jesú sé verið að ræða um. Jesús elskar börnin en þetta vonsku fólk sem hefur skemmt bæði Óskar og fleiri voru ekki að gera vilja Jesú Krists heldur voru þau að vinna  myrkraverk

Það koma margir fram og segjast vera að vinna verk Guðs almáttugs en eru það alls ekki sbr. Guðmund í Byrginu. Við hljótum öll að vera sammála um Byrgismálið sem var skelfilegt slys alveg frá upphafi. Stjórnmálamenn voru búnir að fá ábendingar og fjármál voru í óreiðu en ekkert gert til að stöðva þessa hræðilegu atburðarrás.

Ég er mjög ánægð að Óskar skildi segja okkur sögu sína. Það að tala út um það sem við erum búin að vera að burðast með svo lengi þarf að fara út og þá fyrst kemur batinn hægt og hægt. Ég hef reynslu af því og mun sjálfsagt segja ykkur sögu mína frá a til ö seinna.

Guð blessi ykkur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 22.2.2008 kl. 23:02

14 Smámynd: www.zordis.com

Ömurlegt hvernig þessir drengir (voru þetta ekki bara drengir) þurftu að þola.  Ég þekki einn yndislegan mann sem átti að senda þangað en það fór hins vegar sem betur fer ekki svoll.

Alveg með ólíkindum hvað mannvonskan getur verið grimm og viðbjóðsleg.

www.zordis.com, 23.2.2008 kl. 11:58

15 Smámynd: Sigurður Rósant

Jesús hafði nú ekki miklar áhyggjur af vandamálum fólksins, hvort heldur það var að fara til að jarða sína nánustu eða afla fjölskyldu sinni matar. Hann hæddist bara að hve lærisveinarnir voru trúlitlir, enda vildi engin fjölskylda leyfa honum að gista um nætur, en steinsvaf svo meðan Pétur og félagar hömuðust allsberir við að veiða nokkra fiska í net. sbr. Matt 8:20-26 "Jesús sagði við hann:  Refar eiga greni og fuglar himins hreiður, en Mannssonurinn á hvergi höfði sínu að að halla. " Annar, úr hópi lærisveinanna, sagði við hann:  "Herra, leyf mér fyrst að fara og jarða föður minn."  Jesús svarar honum:  "Fylg þú mér, en lát hina dauðu jarða sína dauðu."  Nú fór hann í bátinn og lærisveinar hans fylgdu honum.  Þá gjörði svo mikið veður á vatninu, að bylgjurnar gengu yfir bátinn.  En Jesús svaf.  Þeir fara til, vekja hann og segja: "Herra, bjarga þú, vér förumst." Hann sagði við þá: "Hví eruð þér hræddir, þér trúlitlir?"

Sigurður Rósant, 23.2.2008 kl. 12:25

16 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

átaklanlegar lifsreynsur bæði hjá þessum drengjum og harmsaga sem óskar deilir með okkur hérna ... hver finnur sinn veg að sannleikanum. því það eru jafn margar leiðir og við erum mörg... margir sannleikar. engin trúarbrögð eru sannleikanum æðri.

Bless til þín á fallegum laugardegi.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 14:40

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég tek undir með öllum að lífsreynslan hér ofar er vægast satt hroðaleg! Og vil ég þakka Óskari það hugreki að deila því með okkur. AÐ örðu leiri vil ég þakka öllum innlitið og Guð blessi ykkur öll!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.2.2008 kl. 12:28

18 Smámynd: Aida.

Vertu sæll og blessaður Guðsteinn.

Eg tek undir samúðinna varðandi alla þessar sálir,

og ég hef og bið fyrir þeim öllum i Jesú nafni.

Eg er líka hjartanlega sammála að ekki getum við kennt Jesú um íllsku mannana.

Aðeins dýr og skepnur gera vilja Guðs til fulls.

'A meðan sköpunin sem fengu sjálfstæðan vilja,velja að gera og hugsa íllt.

Sem betur fer förum við öll til dóms og þurfum að svara fyrir allar gjörðir okkar frammi fyrir Guði,

hvort sem það er gott eða íllt.

Hallelúja fyrir það.Guð blessi okkur öll.Amen.

Aida., 25.2.2008 kl. 16:57

19 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sjálfsagt getur ekkert bætt fyrir svona brot, en það er rétt sem þú segir, Guðsteinn, sannleikurinn er svo óskaplega mikilvægur og einmitt frásögn Óskars sannar það, þótt öllum sem les hana hljóti að svíða illa undan því að svona lagað skuli hafa gerst í skjóli yfirvalda og með fullkomna afneitun á því að þessi glæpir hafi verið framdir. Breiðavíkurskýrslan er tilraun til að hrinda þessum hrikalegu álögum. Varðandi trúna, þá hefur hún vissulega hljálpað sumum, en mikið óskaplega hafa margir réttlætt illsku sína í skjóli hennar. Og feluleikurinn er síst minni í heimi trúarinnar en annars staðar. Jón Helgason orti napra vísu sem byrjaði svona: Ef allt þetta fólk fær í gullsölum himnanna gist/ sem gerir sér mat úr að nudda sér utan í Krist/ ...

Ég ítreka að sannleikurinn er það einasta sem getur hjálpað núna og ef eitthvað getur verið aðhald í nútímanum er það hann.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.2.2008 kl. 17:26

20 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Sannleikurinn mun gera yður frjáls! ... 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 25.2.2008 kl. 19:33

21 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Ólafsdóttir Björnsson - takk innilega fyrir þitt og er ég þér sammála, það sem gerst hér hefur að trúin er notuð sem blóraböggull til þess að hylam yfir verrri glæpi, alveg eins og í tilfelli Guðmunds í Byrginu, það er voðalega auðvelt að hafa trúnna að skotspóni og taka enga ábyrgð sjálf/ur. Ekki satt?

Jóhanna - Amen !  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.2.2008 kl. 22:31

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Arabina - þú ert mikil Guðskona og megi Guð vernda þig og geyma í því starfi þú ert í. Það er mikill fengur af þér í bloggheima.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.2.2008 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband