Gerbreyttar aðstæður? Og hvað svo?

cod_fishLoðnan er hér með farinn. Þorskurinn má varla snerta. Útgerðir ýmist sameinast, fara á hausinn eða segja upp starfsfólki. Hvað er þá eftir? Ekkert.

Ég kalla hér með eftir þessum 'mótvægisaðgerðum' svo kölluðu frá höndum ríkisstjórnarinnar. Eina sem heyrst hefur frá þeim er að byggja nokkra vegi og bæta samgöngur. Og vilja þeir meina að það sé mótvægisaðgerð. Ég spyr: Gefur slíkt af sér í ríkissjóð og elfar okkur tekna á einhvern hátt? Nei.

Hversu oft þarf að sanna að þetta blessaða kvótakerfi er handónýtt og þarf verulega að endurskoða? Hversu marga mannréttindadóma þarf ríkisstjórnin til þess að hún átti sig? Nei ég bara spyr.

Sönn 'mótvægisaðgerð' væri að finna aðrar tekjulindir til útflutnings og sölu. En hvað gera þeir? Þeir byggja vegi og telja sig afsakaða og fría allra ábyrgðar.

Mótvægisaðgerð væri t.d. það að selja þá þekkingu sem við höfum, eins og t.d. uppbyggingu orkuvera sem nýta jarðvarma og eru umhverfisvæn. Eða jafnvel að styrkja hugbúnaðargeirann og selja þekkingu þaðan. Svo er líka til orka sem má selja og allar hugmyndir um að íslendingar hýsi stór tölvu/netver er alveg afbragð. Eins er ferðamannaiðnaðurinn vanræktur, hann mætti byggja upp líka. En þetta eru bara mínar eigin tillögur.

Úr nógu er að taka ef menn hafa fyrir því að horfa aðeins í kringum sig, en ritað er um þetta fólk:

Matteusarguðspjall 15:14
Þeir eru blindir, leiðtogar blindra. Ef blindur leiðir blindan, falla báðir í gryfju.``

Og sannast þessi orð í samstarfi Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins. Wink

Mínar bænir eru hjá ríkisstjórninni og megi góður Guð leiða þá á rétta vegu.
mbl.is Gerbreyttar aðstæður víða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú meinar að ef íslenskur stjórnmálamaður leiðir þjóð þá fellur öll þjóðin í gryfju spillingar og einkahagsmuna þeirra sjálfra ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 14:30

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei Dokksi, ég meina að næuverandi er stjórn er alfarið blind á eigin galla og er ekki tilbúin til þess að viðurkenna sjálfsagðar staðreyndir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.2.2008 kl. 15:27

3 identicon

Ég er fyrstur til þess að samþykkja að þessi stjórn er úti að aka og á beinni leið ofan í skurð, verst er að við erum farþegar

DoctorE (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 17:34

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér um kvótakerfið það er handónýtt.  Og ekki sakar að biðja fyrir ráðamönnum landsins, enda eru þeir frekar ráðvilltir og líka óralangt frá hinum venjulega manni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.2.2008 kl. 19:21

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.2.2008 kl. 19:32

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fínn pistill Guðsteinn eins og þín er von og vísa.  Loðnan er dyntótt.

Ég er búinn að vera nokkrar loðnuvertíðar og stundum hefur það gerst að hún virðist algerlega týnd en gýs svo upp þegar minnst varir.  Það  eru gömul sannindi að þegar sjórinn er hlýr hverfur loðnan en síldin og kolmunnin kemur og öfuggt.  Annars er það líka athyglivert og gleymist stundum í umræðunni að hvalurinn étur miklu  meiri loðnu en við veiðum. 

Kíktu á pistil hjá Höllu Rut rófuafskurðinn sem landsbyggðarfólkið getur kannski keypt fyrir tilstilli ISG.  Sjá:    http://hallarut.blog.is/blog/hallarut/entry/451658/

Sigurður Þórðarson, 21.2.2008 kl. 22:42

7 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Bless inn í nóttina

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.2.2008 kl. 22:52

8 identicon

Frábært vinur. Þú ert alltaf með eitthvað spennandi efni, til að ræða um.

hérna er smávegis efni til að ræða um, hjá mér.

Kær kveðja

Petur Einarsson (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 23:32

9 Smámynd: Halla Rut

Þegar kvótakerfið stjórnast af hagsmunum ákveðinna fyrirtækja og velvilja þeirra til ákveðinna stjórnmálaflokka getur ekkert sanngjarnt komið út úr því.

Halla Rut , 22.2.2008 kl. 01:06

10 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Það eru ekki spennandi tímar framundan fyrir almúann í þessu landi,að vísu munu all margir sem náðu að dæla á sjálfan sig fé héðan og þaðan og aðallega á kostnað okkar hinna úr hinum ýmsustu sjóðum sem gangnir eru á þurrð,hafa það nokkuð gott.

En mikið af lítilmagnanum mun áður en árið er liðið komast að því að hann eður hún og jafnvel þau bæði gjaldþrota.Og er ég nokkuð viss um að ríkisstjórn okkar ástsæla lands mun ekki gera neitt fremur en fyrri daga.Annars nokkuð góður punktur hjá henni Höllu,því það er einmitt svo vinavæðinga samfélagið heldur sterki stöðu sinni og ég sé enga breytingu þar á bæ í bráð.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 22.2.2008 kl. 06:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 588263

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband