Furðulegar játningar ...

Ég verð að játa nokkra furðulega hluti um mig sem ég veit að fær fólk til þess að brosa og sjá hversu mikill vitleysingur ég er. En ég er með nokkra hæfileika/einkenni sem mega varla teljast eðlileg.

  • Ég er tvíliðaður í þumalfingrunum, get skipt um lið og látið líta út eins og ég hafi brotið mig. Pinch
  • Ég er afar liðugur og gat meira að segja spilað á trompet með tánum þegar ég var yngri.Whistling
  • Ég hef fáránlega góða heyrn, heyri allskyns hljóð sem enginn tekur eftir, og hefur það komið sér vel þegar börnin mín eru að gera eitthvað af sér.  Cool
  • Ég var skyggn áður en ég frelsaðist. Alien
  • Ég sé árur þegar ég er þreyttur, er með fæðingargalla í augunum. Linsan er boginn á þá gráðu sem þarf að sjá árur, en gerist bara þegar ég þreyttur. Shocking
  • Ég get borðað alveg ótrúlega sterkan mat án þess að blikna, enda er ég chilli fíkill. Kissing
  • Ég get klárað skopteikningu af einhverjum á innan við 30 sek. Wizard
  • Ég get talað og bjargað mér á að minnsta kosti 4 tungumálum. Shocking
  • Ég kann að elda og held að ég geri það vel. (Þetta hef ég eftir öðrum) Tounge
  • Ég er með ljósmyndaminni (eða snert af því) Sideways
  • Ég er fíkill á sjónvarpsstöð sem heitir BBC Food. Joyful


Ég er bara ég og vona að þið hafið haft gaman að þessari furðulegu upptalningu minni, vona að þið álítið þetta ekki sem mont eða neitt slíkt, heldur er þetta aðeins játningar sem einn vinur minn skoraði á mig að opinbera.

Munum að öll erum við skrítinn, bara mismunandi mikið !  ;-) 

Guð blessi ykkur.  Halo

P.s. meint bloggfrí mitt er nú búið!   ;)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Þú ert nú bara alveg einstökum hæfileikum gæddur, Guðsteinn! og getur  verið ánægður og sæll með það. Það eru ekki allir sem geta þetta. Þetta er það sem gerir hvert okkar svo einstök af allri gerð. Frábært! kveðja SG.

Sigurlaug B. Gröndal, 12.12.2007 kl. 12:10

2 Smámynd: Mofi

Við erum öll einstök en sumir eru einstakari en aðrir og þú ert sannarlega einstakari en flestir

Mofi, 12.12.2007 kl. 12:21

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk innilega fyrir þessi hlýju orð Sigurlaug, mér þykir afar vænt um þau.

Sömuleiðis vil ég þakka Mofa/Dóra mínum fyrir slíkt hið sama. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.12.2007 kl. 12:24

4 Smámynd: halkatla

já þetta var ansi skemmtilegt, þú ert greinilega skrítin skrúfa Guðsteinn, enn skrítnari en ég hélt, og líka mjög hæfileikaríkur

halkatla, 12.12.2007 kl. 13:46

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehe .. takk Anna Karen, og fyrst þú ert þarna þá langar mig að biðja þig um að kíkja á þennan pistil minn.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 12.12.2007 kl. 13:57

6 Smámynd: Flower

Veistu að skrítnasta fólkið er oftast skemmtilegast og þú ert engin undantekning Haukur Að þekkja einhvern eins og þig gerir lífið skemmtilegra

Flower, 12.12.2007 kl. 14:56

7 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Mig langar að sjá puttann þinn.....

Guðni Már Henningsson, 12.12.2007 kl. 16:41

8 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Nú komstu mér á óvart! Ertu chilli fíkill? meinarðu þá hakk og brúnu baunirnar eða nautagúllas með baunum? En ég bæti því við á listann hjá þér að þú ert alveg einstakt ljúfmenni

Annars væri ég til  í chilliveislu fljótlega, ég á nóg af fínu nautahakki

Guðrún Sæmundsdóttir, 12.12.2007 kl. 18:26

9 Smámynd: Þarfagreinir

Þú ert nú meira fríkið!

Þarfagreinir, 12.12.2007 kl. 18:39

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hef alltaf haft sérlega gaman af skrýtnu fólki.  Kannski einhver samkennd?  En mikið svakalega ertu annars skrýtinn!

Sigurður Þórðarson, 12.12.2007 kl. 19:11

11 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

heheheh ég ætla mér ekki að telja upp mínar venjur og siði,fólk vill þá bara loka mig inni en gaman af þessu Guðsteinn kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 12.12.2007 kl. 20:39

12 Smámynd: arnar valgeirsson

ekki efa ég það haukur, að þú sért ýmsum góðum kostum búinn. bæði skrýtnum og skrýtnari......

en ég hefði nú sleppt þessu með að heyra ýmislegt sem aðrir heyra ekki. þú veist við hvað ég vinn ha...

arnar valgeirsson, 12.12.2007 kl. 23:55

13 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér dettur í hug gamalt kvæði, eftir ókunnan höfund, sem ég fer örugglega ekki rétt með en var eitthvað á þessa leið:

Tafl emk ör at efla/

íþróttir kank níu/

skríða kank á skíðum/

skítk og ræk svá nýtr/

fátt eitt kan hyggja/

harpslátt og bragháttu. 

Þó höfundur sé ókunnur þykir mér augljóst að hér sé á ferðinni forfaðir vinar míns Guðsteins Hauks. 

Sigurður Þórðarson, 13.12.2007 kl. 02:52

14 identicon

Ummmmm Chili.Ég mundi vilja getað teiknað .. Þú mátt nú vera mjög ánægður með þig sýnist mér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 03:53

15 Smámynd: Ásgerður

Elska líka chili  sérstaklega austurlenskan mat með chili. "Furðulegt" fólk er skemmtilegasta fólkið.

Ásgerður , 13.12.2007 kl. 05:49

16 identicon

Sæll og blessaður.

Ég sé að pabbi þinn og mamma hafa virkilega vandað til verksins á sínum tíma. Ég hef oft verið að stríða föður mínum að þau mamma hafi alls ekki verið að vanda sig þegar ég kom undir. Einhver göslagangur þar.  Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 21:01

17 Smámynd: Mummi Guð

Þetta eru furðulegar játningar, en mjög skemmtilegar. Eins og þú ert!

Mummi Guð, 13.12.2007 kl. 21:33

18 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Þú ert frábær!

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.12.2007 kl. 02:38

19 identicon

Frábært að heyra þetta.Frá því að ég sá myndina af þér og augun þín(á myndinni) var ég pottþéttur á því að þarna væri "gaur" með furðulega hæfileika og þú ert að segja okkur af því .Fremmsti liðurin á þumalfingrinum hjá mér er þanning að ég get vísað honum í vinkil,og svona eitt og annað.Ég er með mjög lipra hendi(hendur)sem kemur sér vel´píanoleik.Ég spila 10 und eins og ekkert sé 11und líka.Ég ætla nú ekki að fara út í mig.  Mér fannst gaman að hugboð mitt reyndist rétt með þig. þú ert stórskemmtilegur og miklu meira en það. Haltu áfram.    GUÐ VERI MEÐ ÞÉR  og þinni fjölskyldu.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 07:47

20 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þú mátt bæta því við að þú átt erfitt með að segja nei.... Þú þolir heldur ekki að láta kalla þig ,,chicken," sem er einmitt ástæða þess að þú lést platast út í a skrifa ofangreint.

Ég hinsvegar elska þig furðufuglinn minn, kannski af því að ég sjálf get verið alveg stór furðuleg...

Bryndís Böðvarsdóttir, 14.12.2007 kl. 13:00

21 identicon

Þú gætir verið að gera það mega gott ef þú hefðir ekki "frelsast" ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 14.12.2007 kl. 13:31

22 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Maður umgengst enga persónu meira en sjálfan sig.  Þess vegna er heilladrýgsti húmorinn fólginn í því að að geta séð spaugilegar hliðar á sjálfum sér. Næstbest er að sjá fyndnar hliðar á sínum nánustu Þannig fólk er ávalt létt í lund og skemmtilegt. Þó vitum við að Guðsteinn og Bryndís eru glaðlynd hjón.

Sigurður Þórðarson, 14.12.2007 kl. 22:37

23 Smámynd: Heiða  Þórðar

YES! Ég vissi að þú værir mjööööööööööög spes

Heiða Þórðar, 15.12.2007 kl. 01:10

24 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá, ég þakka viðbrögðin, ég hef verið svo upptekinn undanfarna daga að ég hef ekki getat svarað neinu. Ég þakka öllum innilega allar athugasemdir og Guð blessi ykkur öll !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 15.12.2007 kl. 12:05

25 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Stórfurðulegt að geta spilað á trompet með tánum - yfirleitt spila menn á hann með munninum, sko...

:)

Ingvar Valgeirsson, 15.12.2007 kl. 21:34

26 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, segi eins og fleiri, þú getur greinilega ýmislegt sérstakt. Ég á frænda sem getur svona með þumalinn, þótti alltaf mjög spes í den.  Kær kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 15.12.2007 kl. 22:41

27 identicon

Sæll Guðsteinn. Á ekki að koma með eitthvað krafsandi nú í vikunni?

Er að gamni mínu að skoða minningarbók frá því í denn eða 1974. ég er með hálsbólgu og kvef og byrjuð að mylja pensillín. Fjör hjá mér

Manstu ekki Rósa mín

mikið ertu gleymin

var það fyrir klaufaskap

að þú komst í heiminn?

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 15:39

28 identicon

Ert með ljósmyndaminni hehe huhuhu hahaha hehehe haukur minn þú ert að drepa mig úr hlátri. BROTVÉL HEHE

Karl hinn mikli (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband