Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Gott framtak og vaknaðu Sóley!!
Þið megið ásaka mig um að vera karlremba ef þið viljið, sama er mér, en ég hef bara ekki gaman af því að þvælast mikið í búðir, konan mín virðist hafa meiri áhuga/þolinmæði fyrir þessu. Mér finnst því þetta vera fyrirmyndarframtak, því það er afar algengt meðal okkur karlþjóðarinnar að hafa hreint ekki áhuga fyrir svona löguðu. Ekki eru allir karlmenn svona auðvitað, en að minnsta kosti mjög, mjög margir.
Þetta hlutverk á auðvitað engan veginn að falla sjálfkrafa í hlut konunnar, langt í frá - en það á að falla í hendur þess sem hefur meira gaman að þessu. Það eru vissir hlutir sem kona mín drepleiðist að versla, og það sé ég um. Eins er með mig. Þessu á að vera jafnt skipt, ekki bara á hendur annars aðilans.
Þess vegna á Sóley Tómasdóttir að VAKNA þegar kemur að einföldum staðreyndum. Kynin ERU og VERÐA alltaf öðruvísi og getur hún ekki breytt því, sama hversu mikið hún vælir og vælir um ósýnilegt kynjamisrétti, eins og þetta. Hún er hvort er að boða neitt jafnrétti, heldur öfgakvenréttindi.
Einu sinni var tíðin að ég gat stolltur kallað mig feminista, en nú er öldin önnur með tilkomu öfgakvenna sem hafa hent út þeim gömlu gildum sem voru upphaflega hjá feministum, og það var "jafnrétti". Nú er öldin önnur og berst Sóley og félagar fyrir öfga-kvenrétti en nokkru öðru!
Ég geng aftur til liðs við feminsta þegar þær fara að berjast fyrir JAFNRÉTTI á báða vegu, en ekki bara á aðra vegu!!
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Mikið er ég sammála þér. Það er hundleiðinlegt að versla og hvað þá að hanga yfir öðrum sem er að versla.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.11.2007 kl. 13:47
Mér þykir jafn hundleiðinlegt að versla og mörgu öðrum af mínu kyni við erum í minnihluta hóp að svo virðist, en vá maður, komon, þetta er bull ætti einfaldlega að vera hvíldar herb fyrir bæði kynin, og þið elskulegu karlmenn vitið vel að það fellur í ykkar hlutverk að versla líka og í auknu mæli þessa dagana. Svo burt með fótboltabullu herb og inn með almennt hvíldarherb. Sjónvarpið út, og blöð í staðinn. ég bara verð að taka undir með öfgafem í þessu upp að vissu marki og þess vegna lærir maður aldrei að segja "aldrei"
Linda, 29.11.2007 kl. 13:51
Sammála Linda, þetta hvíldarherbergi ætti að vera hannað með bæði kynin í huga. Ég get einnig tekið undir það að því marki. En boðskapur þeirra er einhliða og andkristinn. Það get ég ekki sætt mig við.
Nanna - talað frá mínu hjarta.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 13:55
Afhverju Linda? Ég hef ekki tíma né vilja að setjast inn í hvíldarherbergi í Hagkaup. Fæ bara hroll við tilhugsunina.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.11.2007 kl. 13:56
Held einfaldlega að konur myndu ekki nenna að setjast í svona herbergi. Við erum bara svolítið ólík og það má alveg.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.11.2007 kl. 13:57
Ég spyr í fyrsta lagi: Til hvers eru bæði hjónin/sambúðaraðilarnir að fara út að versla? Þarf enginn að vinna á heimilinu?
Ef að hjón verða ásátt um að karlinn fari frekar að kaupa bleyjur og nærbuxur, meðan konan er að vinna, þá ætla ég ekki að setja út á það. Ég skil bara ekki til hvers bæði hjónin þurfa að fara.
Ég man eftir einum hjónum á Ísafirði, karlinum fannst konan vera heldur eyðslusöm. Hún tíndi í körfuna, en karlinn upp úr körfunni. Einhvern veginn verður verkaskiptingin að vera.
Theódór Norðkvist, 29.11.2007 kl. 14:02
Haha það er kannski nauðsyn að hafa annan makan til að halda aftur af neyslu. En ég er sammála þér. Þetta er nú bara hagkaup. Það er ekki beint vííí fjölskylduferð í hagkaup, konan að máta, börnin og pabbinn í tv-herbergi. Svo amerískt.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.11.2007 kl. 14:06
Góð spurning Teddi, afhverju þurfa bæði að fara? Eins og í öllu öðru þarf að finna milliveg, það gengur ekki að hafa einhliða boðskap af höndum karlmanna eða kvenna.
Nanna - já, þetta er að verða doldið amerískt! Úfff ...
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 14:10
Nanna - enginn er eins og er ég viss um margar konur myndu nýta sér sameiginlega aðstöðu. Ég held konan mín væri feginn að setjast þarna á meðan ég fer í tölvu og karlafatabúðir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 14:19
Kannski Mér finnst sjálf svo gaman í tölvu búðum og hundleiðinlegt í fata og skóverslunum að ég skil ekki að nokkur myndi nenna að setjast niður í Hagkaup(bara andrúmsloftið þar er neikvætt og maður verður þreyttur að stiga þar inn) Í þannig verslun fer ég bara í algjörri neyð.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.11.2007 kl. 14:22
Hvíldarherbergi í Hagkaup... afhverju ekki bara að slaka á heima hjá sér frekar?
Finnst þetta alveg svakalega súr hugmynd hvernig sem litið er á hana.
Ibico
Ibico (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 14:35
Heldur finnst mér gert lítið úr karlmönnum í frétt þessari. Gefið í skyn að þeir "þurfi" pössun eins og smákrakkar, og útbúið sér horn fyrir þá eins og krakkarnir hafa í stórverslunum. Hvað er að huggulegum kaffihúsum, þar sem bæði kyn geta tyllt sér ef verslunarþreyta sækir á?
Sigríður Sigurðardóttir, 29.11.2007 kl. 14:45
Sammála Nanna!
Ibeco - þú um það.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 14:51
Amen kæra Sigríður! Mikið er ég sammála þér.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 14:52
Hefur þér dottið í hug Guðsteinn að sumum konum finnist hreint ekkert gaman að versla frekar en karlmönnum?
Á venjulegum heimilum myndi ég halda að fólk einfaldlega skipti þessu leiðinlega búðarrápi á milli sín, end of story. Ekkert sjónvarpsglápsherbergi, er ekki í lagi ...
Og hvað það varðar, af hverju í ósköpunum að vera með í eftirdraginu ef maður lætur sig ekkert varða um innkaupin?
Þetta er alveg út í hróa.
Anna Lilja, 29.11.2007 kl. 15:49
Það er engin þörf til að fara í Hagkaup, býst við að fólk geti skipt á milli sín að fara í þarfaverslunir. Hagkaup er sérverslun og venjuleg heimili þurfa ekkert að vera í búðarrápi hér. Þess vegna ættu karlmenn að hafa val hvort þeir fara í leiðinlegar óþarfaverslanir rétt eins og konur.
Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.11.2007 kl. 16:06
Anna Lilja, já mér hefur dottið það í hug, lestu bara kommentin mín áður en þú dæmir.
Nanna - nákvæmlega það sem ég er að meina!!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 16:55
Hver er munurinn á öfgakristnum og öfgafemínistum???... annars er ég sammála þér með femínistana.
Bubbi j. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 18:41
Hvað ertu að rengja mig um!! Mér leiðist fátt eins mikið og að versla. Hinsvegar geri ég meira af því einfaldlega vegna þess að einhver þarf að gera það og ég er meira með puttana á því hverjar þarfir barnanna eru. Kannski finnst manni lúmskt gaman að því að gleðja börnin jú, en að kaupa mat eða föt á mig.... Dæs!
Ég persónuleg mundi frekar sleppa að fara í búð heldur en að hanga í einhverju hvíldarherbergi. Tilvhers þá að fara? Frekar vildi ég fá að vera heima og sinna skyldum mínum þar, hitta vini eða lesa bók.
En fyrst hvíldarheirbergi Hagkaupa heillar þig máttu alveg koma með mér í framtíðinni, eins oft og þú vilt...
Bryndís Böðvarsdóttir, 29.11.2007 kl. 18:56
Bubbi, það er heilmikill munur !
Bryndís - þú vinnur, ég skal fara oftar með þér. *andvarp*
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 20:01
Þakka þér fyrir greinargott svar.
Bubbi j. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:15
hehehe .. Bubbi minn, það væri efni Doktorsritgerð að svara þessari spurningu þinni. Hvað viltu vita nákvæmlega? Það er afarvíðtækt að bera saman öfgakristna og öfgafemínista ... ég veit eiginlega ekki hvernig á að svara því ...
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 20:28
Haukur minn þú þarft ekki að svara, enda varstu búinn að því, var bara að velta því fyrir mér hvort öfgar séu ekki slæmar svona yfir höfuð, hvar sem þær birtast. Góðar kveðjur.
Bubbi j. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:58
Bæði öfgafemínistar og öfgakristnir hafa t.a.m. tilhneigingu til þess að koma með bókstafstúlkun á Ritningunni, þar sem að allt efni Ritningarinnar er túlkað sem orð Guðs sem á við á öllum tímum. Líka aðstæðubundin skilaboð og bréf stíluð á sérstaka hópa inn í þeirra sérstöku aðstæður. Gamlatestamentið er líka tekið gilt í heild sinni, þrátt fyrir að ýmislegt þar stangist á við N.t.
Fyrri hópurinn hafnar af þessum sökum Ritningunni, sem ómarktækri og dæmandi, á meðan síðari hópurinn oftúlkar og fer rangt með efni Ritningarinnar, slítur vers úr sínu sögulega samhengi og heimfærir allt yfir á nútímann.
Bryndís Böðvarsdóttir, 29.11.2007 kl. 21:34
Ha!!!
Bubbi j. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 22:15
Sigríður, ég er ekki að hæla mér af því, síður en svo, en ef þú spáir í það, þá erum við karlmenn hálfgerðir krakkar. En auðvitað er samt gott að bæði kynin geti farið saman á kaffihús.
Sigurður Þórðarson, 29.11.2007 kl. 22:23
Ég er sammála þér Guðsteinn. Þetta öfgafemínistakjaftæði er farið út yfir allan gapastokk. Annars er það ég sem stend fyrir öllum innkaupunum og svo var ég bara með krakkana í vídeóherberginu í Smáralindinni og horfa á Tarzan 2 eða Ice Age 2 eða eitthvað annað 2 í lélegum tóngæðum. Væri anzi gaman að geta slappað af með The Simpsons á Stöð 2 í Hagkaupum eftir að hafa vesenazt með öll innkaupin og krakkana sem alltaf eru að æpa á sælgæti, sem þær fá aldrei nema stundum. Mér lízt ekkert á að hafa bara einhver ruslblöð eins og á biðstofum: Se og Hör (Sex og Hor), Séð og Heyrt, Alt for Damerne, Feminist Weekly, osfrv. That sucks big time!
Vendetta, 29.11.2007 kl. 23:46
Sæl og blessuð.
Hér er hörku stuð. Guðsteinn sagði að konan sín hefði meiri áhuga/þolinmæði að fara í búðir. Ég hefði sleppt fyrra orðinu. Vendetta, frábær athugasemd, hressandi og fyndin.
Við fegðin búum saman hér á hjara veraldar þar sem allt er dýrt. Pabbi segir oft: "Gerðu mér það ekki að þurfa að fara í búð." Ég fer og þegar heim er komið er haldin ræða um hvað þetta hafi verið dýrt og ég eyðslusöm. Þá hef ég boðið föður mínu hlutverkaskipti en án árangurs. Við vorum stödd á Egilsstöðum í haust og þá auðvita fór ég í Bónus. Ég verslaði grimmt. Þegar ég sagði föður mínum upphæðina þá fannst honum hún lág miðað við allt sem ég keypti. Bróðir minn hefur oft sagt að okkur konunum finnist svo gaman að fara í búðir en það er algjör misskilningur. Í dag keypti ég 2 lítra Pepsi Max. Getið þið giskað á verðið. Held ekki. Kostaði 239 kr.
Vona að Sóley sé farin að sofa núna. Ætla ekkert að ræða nánar um femínista. Vendette geri þessu ágætis skil.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 00:15
Mig minnir, að 2 lítra Pepsi Max kosti um 120 kr. í Bónus á Smáratorgi. Fyrir nokkrum vikum var það á tilboði fyrir 77 kr.
Vendetta, 30.11.2007 kl. 01:01
Karlmenn eru karlmenn og konur eru konur, það er hárrétt!
En á meðan t.d. kristin kirkjs bannar konum prestskap (meirihlutakristni í öllum heiminum...kaþólskan) og íslamfasistarnir hylja konur með tjöldum vegna EIGIN girndar og þegar helmingur Íslensku þjóðarinnar eru konur (en 30%) á þingi...ER EITTHVAÐ AÐ???
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 01:02
Sæl aftur. Já ég vissi um mismuninn og þess vegna langaði mér að sýna ykkur verðlagið hér. Fyrir mörgum árum sagði kona að Kaupfélagið hér væri "Glæpahúsið" og þá meinti hún vegna verlags. nú Kaupfélagið er liðið undir lok en önnur verslun í sama húsnæði og verðlag hefur ekkert breytst þannig að fólk getur ennþá sagt ef það vill, að það sé á leiðinni í glæpahúsið eða glæpó. Það var svolítið spaugilegt þegar við fórum í Bónus í sept. að föður mínum fannst ég borga lítið fyrir allar þessar vörur. Hér kaupi ég fáeinar vörur og strax búið að eyða 5000kr. Ekki vandamál hér að eyða peningunum.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 01:10
ó ...sorry ...er þetta umræða um Bónus?...afsakið!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 01:18
Sæl Anna mín.
Við konurnar hér á Íslandi höfum það gott miðað við kynsystur okkar víðs vegar um heiminn. Þetta mál varðar okkur öll bæði konur og karlmenn. Vildi ég óska þess að við gætum eitthvað gert fyrir kynsystur okkar sem er farið með eins og skepnur.
Við vitum að margt má betur fara á Íslandi. Ég vil að fólk (konur og karlar) sem vinnur hlið við hlið, við sömu störf hafi sömu laun. Í sambandi við Alþingi þá kjósum við ekki konu bara af því að hún er kona. En ef hún er kjarnakona með frábæran málstað þá myndum við báðar kjósa konuna. Það má alveg fækka eitthvað af þessum furðufuglum á þingi og fá kvenskorunga í staðinn. Ég trúi því að það mikil bót.
Sjáum hvað Guðsteinn sem er pólitískur leggur til málana á morgun.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 01:23
já Rósa, tek undir þessi síðustu orð þín
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 01:35
Já, það sem Rósa og Anna eru að tala um eru alvöru kvenréttindi og jafnréttismál, en ekki það hvort börn eru klædd í bleikt eða blátt á fæðingardeildum, eða hvort konur fái ekki líka hvíldarherbergi í Hagkaupum. Konur.
Ef okkur leiðist á meðan karlarnir okkar eru að versla, þá bara einfaldlega setjumst við í þetta hvíldarherbergi karlmanna. Ef svo óheppilega vill til að karlinn nennir ekki heldur að versla, þá getum við bara setið þar öll. Því það er svo gaman í Hagkaup að enginn vill þurfa að flýta sér heim.... uhum...
Bryndís Böðvarsdóttir, 30.11.2007 kl. 13:36
ég nenni ekki að lesa öll kommentin en ætla bara að segja mína skoðun:
þú ert ekki karlremba fyrir fimmaura! heldur krútt
fullorðnu fólki finnst ekkert endilega gaman að fara í búðir, amk finnst mér það hræðilegt og líð kvalir ef ég þarf að bíða eftir öðrum í búðum (sérstaklega fatabúðum). Það sem er leiðinlegast við þetta hvíldarherbergi (sem virkar fínt að öðru leiti) er að það er svo íþróttamiðað (eftir því sem mér hefur skilist) og mér finnst að ætti frekar að spila eitthvað annað en enska boltann, því það er hræðilega hallærislegt - svona almennt fyrir karlmenn og konur, en það mætti sérstaklega athuga að hafa amk 2 sjónvörp þarna eða eitthvað. Og leikjatölvuhugmyndin er fín. Þannig að jámm, ég er sammála þér að venju! Meiri leiki
halkatla, 30.11.2007 kl. 20:04
vá ég er bara sammála næstum því öllum! sérstaklega Nönnu, það er alltaf gaman að hitta konur sem fíla ekki skóbúðir
halkatla, 30.11.2007 kl. 20:06
Rosalega ert þú heppinn Guðsteinn það er sama um hvað þú skrifar,alltaf verður hellingsfjör og umræða á eftir,enda ertu þrælskemmtilegur náungi og gaman að þekkja þig og fylgjast mér þér og þínum megi guð þér fylgja kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.12.2007 kl. 12:28
Flottur pistill og ég er 100% sammála...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2007 kl. 23:06
Já, það eru ekki allir sem eiga 150 bloggvini eins og Guðsteinn.
Annars eins og ég hef skrifað, þá fer ég mikið meira í búðir en konan mín (uþb. 2svar á dag) og hef ekkert á móti því, en þegar hún kemur með, þá þarf ég aldrei að bíða eftir henni. Og tími minn og hennar er of dýrmætur til að eyða hálfum deginum í sjónvarpsherbergi í Hagkaup.
En það er eitt sem böggar mig alveg gríðarlega, og það er þessi hávaði sem kemur úr hátölurunum í kjörbúðum, hann er alveg að æra mig. Enda krefst ég þess alltaf við starfsfólkið, að það verði lækkað. Það fattar ekki, að viðskiptavinir vilji helzt hafa þögn, meðan þeir verzla.
Vendetta, 2.12.2007 kl. 00:10
Og nú eru jólin að bresta á Vendetta og jólatónlist í öllum búðum og ekki á lægsta styrk. Þú hlýtur að vera farinn að svitna við tilhugsunina? Hehehe
Flower, 2.12.2007 kl. 11:41
Ég þakka öllum skemmtilegar umræður, ég verið svo upptekinn seinstu daga að ég hef ekki haft neinn tíma til þess að svara athugasemdum. Ég hef mig í að svara hverjum og einum þar sem ég sé að ég er ekki ósammála neinum. Konan mín er búinn að vera dugleg að senda mig í búðir eftir þessa færslu! hehe ... "sá sem sáir ríflega, mun ríflega uppskera" stendur einhversstaðar !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.12.2007 kl. 12:46
Já, Flower þetta er aljör martröð. Það versta við jólin eru öll þessi jólalög. Það er varið í ca. 1% af þeim (þau elztu), allt hitt er tómt rusl.
Það verður óhlustandi á bæði 95.7 og 96.7. Sem betur fer er oft góður jazz á 87.7. Annars væri tónlistarlíf landsmanna alveg í molum allan desember.
Ath.: Ég er ekki þar með að segja, að allt sé gott á þessum tveimur stöðvum það sem eftir er ársins, því fer fjarri. En stundum kemur eitthvað gott.
Vendetta, 2.12.2007 kl. 15:28
Meinarðu að þú munir uppskera feitan Visa/MasterCard reikning?
Theódór Norðkvist, 2.12.2007 kl. 17:31
Já, Teddi, ég bíð sem eftir seinasta jólasveininum, honum Kortaklippi sem kemur í febrúar !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.12.2007 kl. 00:18
Kortaklippir er ferlegur.
Theódór Norðkvist, 3.12.2007 kl. 15:37
hæ bara rétt að kíkja
Guðrún Sæmundsdóttir, 4.12.2007 kl. 08:30
Góður pistill Guðsteinn minn. Ég er sammála því að þær konur sem mest hafa sig í frammi í forsvari núna fyrir baráttu kvenna, eru ekki að gera sig. Ég segi bara fyrir mig að þá vil ég heldur fara á svipuðum nótum og Margrét Pála, og fleiri kempur sem skapa konum góðan orðróm og virðingu. Þetta er allt saman einhvernveginn á niðurleið, út af vitleysugangi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 11:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.