Gott framtak og vaknaðu Sóley!!

Þið megið ásaka mig um að vera karlremba ef þið viljið, sama er mér, en ég hef bara ekki gaman af því að þvælast mikið í búðir, konan mín virðist hafa meiri áhuga/þolinmæði fyrir þessu. Mér finnst því  þetta vera fyrirmyndarframtak, því það er afar algengt meðal okkur karlþjóðarinnar að hafa hreint ekki áhuga fyrir svona löguðu. Ekki eru allir karlmenn svona auðvitað, en að minnsta kosti mjög, mjög margir.

Þetta hlutverk á auðvitað engan veginn að falla sjálfkrafa í hlut konunnar, langt í frá - en það á að falla í hendur þess sem hefur meira gaman að þessu. Það eru vissir hlutir sem kona mín drepleiðist að versla, og það sé ég um. Eins er með mig. Þessu á að vera jafnt skipt, ekki bara á hendur annars aðilans.

Þess vegna á Sóley Tómasdóttir að VAKNA þegar kemur að einföldum staðreyndum. Kynin ERU og VERÐA alltaf öðruvísi og getur hún ekki breytt því, sama hversu mikið hún vælir og vælir um ósýnilegt kynjamisrétti, eins og þetta. Hún er hvort er að boða neitt jafnrétti, heldur öfgakvenréttindi.

Einu sinni var tíðin að ég gat stolltur kallað mig feminista, en nú er öldin önnur með tilkomu öfgakvenna sem hafa hent út þeim gömlu gildum sem voru upphaflega hjá feministum, og það var "jafnrétti". Nú er öldin önnur og berst Sóley og félagar fyrir öfga-kvenrétti en nokkru öðru!

Ég geng aftur til liðs við feminsta þegar þær fara að berjast fyrir JAFNRÉTTI á báða vegu, en ekki bara á aðra vegu!!  Angry


mbl.is Pabbar í pössun í Hagkaupum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mikið er ég sammála þér.  Það er hundleiðinlegt að versla og hvað þá að hanga yfir öðrum sem er að versla. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.11.2007 kl. 13:47

2 Smámynd: Linda

Mér þykir jafn hundleiðinlegt að versla og mörgu öðrum af mínu kyni við erum í minnihluta hóp að svo virðist, en vá maður, komon, þetta er bull ætti einfaldlega að vera hvíldar herb fyrir bæði kynin, og þið elskulegu karlmenn vitið vel að það fellur í ykkar hlutverk að versla líka og í auknu mæli þessa dagana.  Svo burt með fótboltabullu herb og inn með almennt hvíldarherb.  Sjónvarpið út, og blöð í staðinn.  ég bara verð að taka undir með öfgafem í þessu upp að vissu marki og þess vegna lærir maður aldrei að  segja "aldrei"

Linda, 29.11.2007 kl. 13:51

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Linda, þetta hvíldarherbergi ætti að vera hannað með bæði kynin í huga. Ég get einnig tekið undir það að því marki. En boðskapur þeirra er einhliða og andkristinn. Það get ég ekki sætt mig við.

Nanna - talað frá mínu hjarta. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 13:55

4 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Afhverju Linda?  Ég hef ekki tíma né vilja að setjast inn í hvíldarherbergi í Hagkaup.  Fæ bara hroll við tilhugsunina.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.11.2007 kl. 13:56

5 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Held einfaldlega að konur myndu ekki nenna að setjast í svona herbergi. Við erum bara svolítið ólík og það má alveg.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.11.2007 kl. 13:57

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég spyr í fyrsta lagi: Til hvers eru bæði hjónin/sambúðaraðilarnir að fara út að versla? Þarf enginn að vinna á heimilinu?

Ef að hjón verða ásátt um að karlinn fari frekar að kaupa bleyjur og nærbuxur, meðan konan er að vinna, þá ætla ég ekki að setja út á það. Ég skil bara ekki til hvers bæði hjónin þurfa að fara.

Ég man eftir einum hjónum á Ísafirði, karlinum fannst konan vera heldur eyðslusöm. Hún tíndi í körfuna, en karlinn upp úr körfunni. Einhvern veginn verður verkaskiptingin að vera.

Theódór Norðkvist, 29.11.2007 kl. 14:02

7 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Haha það er kannski nauðsyn að hafa annan makan til að halda aftur af neyslu.  En ég er sammála þér.  Þetta er nú bara hagkaup. Það er ekki beint vííí fjölskylduferð í hagkaup, konan að máta, börnin og pabbinn í tv-herbergi.  Svo amerískt.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.11.2007 kl. 14:06

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Góð spurning Teddi, afhverju þurfa bæði að fara? Eins og í öllu öðru þarf að finna milliveg, það gengur ekki að hafa einhliða boðskap af höndum karlmanna eða kvenna.

Nanna - já, þetta er að verða doldið amerískt! Úfff ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 14:10

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nanna - enginn er eins og er ég viss um margar konur myndu nýta sér sameiginlega aðstöðu. Ég held konan mín væri feginn að setjast þarna á meðan ég fer í tölvu og karlafatabúðir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 14:19

10 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Kannski Mér finnst sjálf svo gaman í tölvu búðum og hundleiðinlegt í fata og skóverslunum að ég skil ekki að nokkur myndi nenna að setjast niður í Hagkaup(bara andrúmsloftið þar er neikvætt og maður verður þreyttur að stiga þar inn) Í þannig verslun fer ég bara í algjörri neyð.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.11.2007 kl. 14:22

11 identicon

Hvíldarherbergi í Hagkaup... afhverju ekki bara að slaka á heima hjá sér frekar?

Finnst þetta alveg svakalega súr hugmynd hvernig sem litið er á hana.

Ibico

Ibico (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 14:35

12 Smámynd: Sigríður Sigurðardóttir

  Heldur finnst mér gert lítið úr karlmönnum í frétt þessari.  Gefið í skyn að þeir "þurfi" pössun eins og smákrakkar, og útbúið sér horn fyrir þá eins og krakkarnir hafa í stórverslunum.  Hvað er að huggulegum kaffihúsum, þar sem bæði kyn geta tyllt sér ef verslunarþreyta sækir á?

Sigríður Sigurðardóttir, 29.11.2007 kl. 14:45

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Nanna!

Ibeco - þú um það. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 14:51

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen kæra Sigríður! Mikið er ég sammála þér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 14:52

15 Smámynd: Anna Lilja

Hefur þér dottið í hug Guðsteinn að sumum konum finnist hreint ekkert gaman að versla frekar en karlmönnum?

Á venjulegum heimilum myndi ég halda að fólk einfaldlega skipti þessu leiðinlega búðarrápi á milli sín, end of story. Ekkert sjónvarpsglápsherbergi, er ekki í lagi ...

Og hvað það varðar, af hverju í ósköpunum að vera með í eftirdraginu ef maður lætur sig ekkert varða um innkaupin?

Þetta er alveg út í hróa. 

Anna Lilja, 29.11.2007 kl. 15:49

16 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Það er engin þörf til að fara í Hagkaup, býst við að fólk geti skipt á milli sín að fara í þarfaverslunir.  Hagkaup er sérverslun og venjuleg heimili þurfa ekkert að vera í búðarrápi hér.  Þess vegna ættu karlmenn að hafa val hvort þeir fara í leiðinlegar óþarfaverslanir rétt eins og konur.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 29.11.2007 kl. 16:06

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Lilja, já mér hefur dottið það í hug, lestu bara kommentin mín áður en þú dæmir.

Nanna - nákvæmlega það sem ég er að meina!! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 16:55

18 identicon

Hver er munurinn á öfgakristnum og öfgafemínistum???... annars er ég sammála þér með femínistana.

Bubbi j. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 18:41

19 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Hvað ertu að rengja mig um!! Mér leiðist fátt eins mikið og að versla. Hinsvegar geri ég meira af því einfaldlega vegna þess að einhver þarf að gera það og ég er meira með puttana á því hverjar þarfir barnanna eru.  Kannski finnst manni lúmskt gaman að því að gleðja börnin jú, en að kaupa mat eða föt á mig.... Dæs!

Ég persónuleg mundi frekar sleppa að fara í búð heldur en að hanga í einhverju hvíldarherbergi. Tilvhers þá að fara? Frekar vildi ég fá að vera heima og sinna skyldum mínum þar, hitta vini eða lesa bók.

En fyrst hvíldarheirbergi Hagkaupa heillar þig máttu alveg koma með mér í framtíðinni, eins oft og þú vilt...

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.11.2007 kl. 18:56

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bubbi, það er heilmikill munur !

Bryndís - þú vinnur, ég skal fara oftar með þér. *andvarp* 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 20:01

21 identicon

Þakka þér fyrir greinargott svar.

Bubbi j. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:15

22 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehe .. Bubbi minn, það væri efni Doktorsritgerð að svara þessari spurningu þinni. Hvað viltu vita nákvæmlega? Það er afarvíðtækt að bera saman öfgakristna og öfgafemínista ... ég veit eiginlega ekki hvernig á að svara því ...

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.11.2007 kl. 20:28

23 identicon

Haukur minn þú þarft ekki að svara, enda varstu búinn að því, var bara að velta því fyrir mér hvort öfgar séu ekki slæmar svona yfir höfuð, hvar sem þær birtast. Góðar kveðjur.

Bubbi j. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 20:58

24 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Bæði öfgafemínistar og öfgakristnir hafa t.a.m. tilhneigingu til þess að koma með bókstafstúlkun á Ritningunni, þar sem að allt efni Ritningarinnar er túlkað sem orð Guðs sem á við á öllum tímum. Líka aðstæðubundin skilaboð og bréf stíluð á sérstaka hópa inn í þeirra sérstöku aðstæður.  Gamlatestamentið er líka tekið gilt í heild sinni, þrátt fyrir að ýmislegt þar stangist á við N.t.

Fyrri hópurinn hafnar af þessum sökum Ritningunni, sem ómarktækri og dæmandi, á meðan síðari hópurinn oftúlkar og fer rangt með efni Ritningarinnar, slítur vers úr sínu sögulega samhengi og heimfærir allt yfir á nútímann.

Bryndís Böðvarsdóttir, 29.11.2007 kl. 21:34

25 identicon

Ha!!!

Bubbi j. (IP-tala skráð) 29.11.2007 kl. 22:15

26 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sigríður, ég er ekki að hæla mér af því, síður en svo, en ef þú spáir í það, þá erum við karlmenn hálfgerðir krakkar. En auðvitað er samt gott að bæði kynin geti farið saman á kaffihús.

Sigurður Þórðarson, 29.11.2007 kl. 22:23

27 Smámynd: Vendetta

Ég er sammála þér Guðsteinn. Þetta öfgafemínistakjaftæði er farið út yfir allan  gapastokk. Annars er það ég sem stend fyrir öllum innkaupunum og svo var ég bara með krakkana í vídeóherberginu í Smáralindinni og horfa á Tarzan 2 eða Ice Age 2 eða eitthvað annað 2 í lélegum tóngæðum. Væri anzi gaman að geta slappað af með The Simpsons á Stöð 2 í Hagkaupum eftir að hafa vesenazt með öll innkaupin og krakkana sem alltaf eru að æpa á sælgæti, sem þær fá aldrei nema stundum. Mér lízt ekkert á að hafa bara einhver ruslblöð eins og á biðstofum: Se og Hör (Sex og Hor), Séð og Heyrt, Alt for Damerne, Feminist Weekly, osfrv.  That sucks big time!

Vendetta, 29.11.2007 kl. 23:46

28 identicon

Sæl og blessuð.

Hér er hörku stuð. Guðsteinn sagði að konan sín hefði meiri áhuga/þolinmæði að fara í búðir. Ég hefði sleppt fyrra orðinu.  Vendetta, frábær athugasemd, hressandi og fyndin.

Við fegðin búum saman hér á hjara veraldar þar sem allt er dýrt. Pabbi segir oft: "Gerðu mér það ekki að þurfa að fara í búð." Ég fer og þegar heim er komið er haldin ræða um hvað þetta hafi verið dýrt og ég eyðslusöm.  Þá hef ég boðið föður mínu hlutverkaskipti en án árangurs. Við vorum stödd á Egilsstöðum í haust og þá auðvita fór ég í Bónus. Ég verslaði grimmt. Þegar ég sagði föður mínum upphæðina þá fannst honum hún lág miðað við allt sem ég keypti. Bróðir minn hefur oft sagt að okkur konunum finnist svo gaman að fara í búðir en það er algjör misskilningur. Í dag keypti ég 2 lítra Pepsi Max. Getið þið giskað á verðið. Held ekki. Kostaði 239 kr.  

Vona að Sóley sé farin að sofa núna. Ætla ekkert að ræða nánar um femínista. Vendette geri þessu ágætis skil.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 00:15

29 Smámynd: Vendetta

Mig minnir, að 2 lítra Pepsi Max kosti um 120 kr. í Bónus á Smáratorgi. Fyrir nokkrum vikum var það á tilboði fyrir 77 kr.

Vendetta, 30.11.2007 kl. 01:01

30 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Karlmenn eru karlmenn og konur eru konur, það er hárrétt!

En á meðan t.d. kristin kirkjs bannar konum prestskap (meirihlutakristni í öllum heiminum...kaþólskan) og íslamfasistarnir hylja konur með tjöldum vegna EIGIN girndar og þegar helmingur Íslensku þjóðarinnar eru konur (en 30%) á þingi...ER EITTHVAÐ AÐ???

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 01:02

31 identicon

Sæl aftur. Já ég vissi um mismuninn og þess vegna langaði mér að sýna ykkur verðlagið hér. Fyrir mörgum árum sagði kona að Kaupfélagið hér væri "Glæpahúsið" og þá meinti hún vegna verlags. nú Kaupfélagið er liðið undir lok en önnur verslun í sama húsnæði og verðlag hefur ekkert breytst þannig að fólk getur ennþá sagt ef það vill, að það sé á leiðinni í glæpahúsið eða glæpó.  Það var svolítið spaugilegt þegar við fórum í Bónus í sept. að föður mínum fannst ég borga lítið fyrir allar þessar vörur. Hér kaupi ég fáeinar vörur og strax búið að eyða 5000kr. Ekki vandamál hér að eyða peningunum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 01:10

32 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

ó ...sorry ...er þetta umræða um Bónus?...afsakið!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 01:18

33 identicon

Sæl Anna mín.

Við konurnar hér á Íslandi höfum það gott miðað við kynsystur okkar víðs vegar um heiminn. Þetta mál varðar okkur öll bæði konur og karlmenn. Vildi ég óska þess að við gætum eitthvað gert fyrir kynsystur okkar sem er farið með eins og skepnur.

Við vitum að margt má betur fara á Íslandi. Ég vil að fólk (konur og karlar) sem vinnur hlið við hlið, við sömu störf hafi sömu laun. Í sambandi við Alþingi þá kjósum við ekki konu bara af því að hún er kona. En ef hún er kjarnakona með frábæran málstað þá myndum við báðar kjósa konuna. Það má alveg fækka eitthvað af þessum furðufuglum á þingi og fá kvenskorunga í staðinn. Ég trúi því að það mikil bót.

Sjáum hvað Guðsteinn sem er pólitískur leggur til málana á morgun.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 01:23

34 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Rósa, tek undir þessi síðustu orð þín

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.11.2007 kl. 01:35

35 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Já, það sem Rósa og Anna eru að tala um eru alvöru kvenréttindi og jafnréttismál, en ekki það hvort börn eru klædd í bleikt eða blátt á fæðingardeildum, eða hvort konur fái ekki líka hvíldarherbergi í Hagkaupum. Konur.

Ef okkur leiðist á meðan karlarnir okkar eru að versla, þá bara einfaldlega setjumst við í þetta hvíldarherbergi karlmanna. Ef svo óheppilega vill til að karlinn nennir ekki heldur að versla, þá getum við bara setið þar öll.  Því það er svo gaman í Hagkaup að enginn vill þurfa að flýta sér heim.... uhum...

Bryndís Böðvarsdóttir, 30.11.2007 kl. 13:36

36 Smámynd: halkatla

ég nenni ekki að lesa öll kommentin en ætla bara að segja mína skoðun:

þú ert ekki karlremba fyrir fimmaura! heldur krútt  

fullorðnu fólki finnst ekkert endilega gaman að fara í búðir, amk finnst mér það hræðilegt og líð kvalir ef ég þarf að bíða eftir öðrum í búðum (sérstaklega fatabúðum). Það sem er leiðinlegast við þetta hvíldarherbergi (sem virkar fínt að öðru leiti) er að það er svo íþróttamiðað (eftir því sem mér hefur skilist) og mér finnst að ætti frekar að spila eitthvað annað en enska boltann, því það er hræðilega hallærislegt - svona almennt fyrir karlmenn og konur, en það mætti sérstaklega athuga að hafa amk 2 sjónvörp þarna eða eitthvað. Og leikjatölvuhugmyndin er fín. Þannig að jámm, ég er sammála þér að venju!  Meiri leiki

halkatla, 30.11.2007 kl. 20:04

37 Smámynd: halkatla

vá ég er bara sammála næstum því öllum! sérstaklega Nönnu, það er alltaf gaman að hitta konur sem fíla ekki skóbúðir

halkatla, 30.11.2007 kl. 20:06

38 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Rosalega ert þú heppinn Guðsteinn það er sama um hvað þú skrifar,alltaf verður hellingsfjör og umræða á eftir,enda ertu þrælskemmtilegur náungi og gaman að þekkja þig og fylgjast mér þér og þínum megi guð þér fylgja kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 1.12.2007 kl. 12:28

39 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Flottur pistill og ég er 100% sammála...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.12.2007 kl. 23:06

40 Smámynd: Vendetta

Já, það eru ekki allir sem eiga 150 bloggvini eins og Guðsteinn.

Annars eins og ég hef skrifað, þá fer ég mikið meira í búðir en konan mín (uþb. 2svar á dag) og hef ekkert á móti því, en þegar hún kemur með, þá þarf ég aldrei að bíða eftir henni. Og tími minn og hennar er of dýrmætur til að eyða hálfum deginum í sjónvarpsherbergi í Hagkaup.

En það er eitt sem böggar mig alveg gríðarlega, og það er þessi hávaði sem kemur úr hátölurunum í kjörbúðum, hann er alveg að æra mig. Enda krefst ég þess alltaf við starfsfólkið, að það verði lækkað. Það fattar ekki, að viðskiptavinir vilji helzt hafa þögn, meðan þeir verzla.

Vendetta, 2.12.2007 kl. 00:10

41 Smámynd: Flower

Og nú eru jólin að bresta á Vendetta og jólatónlist í öllum búðum og ekki á lægsta styrk. Þú hlýtur að vera farinn að svitna við tilhugsunina? Hehehe

Flower, 2.12.2007 kl. 11:41

42 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég þakka öllum skemmtilegar umræður, ég verið svo upptekinn seinstu daga að ég hef ekki haft neinn tíma til þess að svara athugasemdum. Ég hef mig í að svara hverjum og einum þar sem ég sé að ég er ekki ósammála neinum. Konan mín er búinn að vera dugleg að senda mig í búðir eftir þessa færslu! hehe ... "sá sem sáir ríflega, mun ríflega uppskera" stendur einhversstaðar !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.12.2007 kl. 12:46

43 Smámynd: Vendetta

Já, Flower þetta er aljör martröð. Það versta við jólin eru öll þessi jólalög. Það er varið í ca. 1% af þeim (þau elztu), allt hitt er tómt rusl.

Það verður óhlustandi á bæði 95.7 og 96.7. Sem betur fer er oft góður jazz á 87.7. Annars væri tónlistarlíf landsmanna alveg í molum allan desember.

Ath.: Ég er ekki þar með að segja, að allt sé gott á þessum tveimur stöðvum það sem eftir er ársins, því fer fjarri. En stundum kemur eitthvað gott.

Vendetta, 2.12.2007 kl. 15:28

44 Smámynd: Theódór Norðkvist

Meinarðu að þú munir uppskera feitan Visa/MasterCard reikning?

Theódór Norðkvist, 2.12.2007 kl. 17:31

45 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já, Teddi, ég bíð sem eftir seinasta jólasveininum, honum Kortaklippi sem kemur í febrúar !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.12.2007 kl. 00:18

46 Smámynd: Theódór Norðkvist

Kortaklippir er ferlegur.

Theódór Norðkvist, 3.12.2007 kl. 15:37

47 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

hæ bara rétt að kíkja

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.12.2007 kl. 08:30

48 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður pistill Guðsteinn minn.  Ég er sammála því að þær konur sem mest hafa sig í frammi í forsvari núna fyrir baráttu kvenna, eru ekki að gera sig.  Ég segi bara fyrir mig að þá vil ég heldur fara á svipuðum nótum og Margrét Pála, og fleiri kempur sem skapa konum góðan orðróm og virðingu.  Þetta er allt saman einhvernveginn á niðurleið, út af vitleysugangi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 588365

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband