Varist eftirlíkingar

edalvorur_ginsengÉg er farinn að taka inn eitthvað sem ég hef ekki gert áður sem heitir: "Rautt eðal ginseng". Og um leið og ég byrja þá byrja óprúttnir náungar að selja svikavöru. Ég get vottað um það að ginseng virkar, og virkar það vel! Því vil ég vara við svikahröppum eins og kemur berlega fram á síðu neytindasamtakanna!

Ég birti hér mynd af hinu rétta ginsengi, og mæli ekki með ginsenglíki sem menn eru að selja í mjög svipuðum umbúðum! Angry

Ég er ekki vanur að mæla með svona löguðu, eða tala um vörur per se. En þessi virkar, og er algjör snilld að mínu mati! Cool

P.s. ég er ekki á prósentum, mér finnst þetta bara góð vara ! W00t


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott og vel.  Hver mælir með GINGSENG----LÍKI.   Það má eiginlega segja sem svo.  Það sem er dáið er----lifir ekki !   Þessi viðvörun þín er af hinu góða, allavega treysti ég orðum þínum.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 11:44

2 Smámynd: Fjóla Æ.

Hvernig er þetta eðal ekta rauða gingsen að virka á þig?

Bróðir minn tók það um tíma og hætti að sofa. Ég hef ekki lagt í að prófa, finnst of gott að sofa.

Fjóla Æ., 27.11.2007 kl. 14:40

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Þórarinn. Þú ert frábær.

Fjóla, þú mátt aðeins taka þetta snemma dags ef þér þykir gott að sofa. Annað er ekki sniðugt, ég verð eins og Ástríkur að drekka kjarnadrykkinn við inntöku !   

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.11.2007 kl. 15:26

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Fjóla, mig langar að bæta dálitlu við þetta: Rauða ginsengið fjölgar rauðu blóðkornunum og bætir súrefnisnýtinguna og þess vegna m.a. finnur fólk fyrir meira úthaldi en auk þess hjálpar það lifrinni að skola út eiturefnum. Margir finna fyrir nýjum krafti sem þeim finnst dálíð skrýtinn í byrjun. Virknin er samt einstaklingsbundin þannig að þó bróðir þinn hafi fundið fyrir þessu þá er alls ekki víst að þú myndir finna það líka. Sumir sofa jafnvel lengur vegna þess að ginseng lækkar blóðsykur.  Sjálfur tek ég stundum inn ginseng á kvöldin ef ég þarf að vakna rosa sprækur snemma en mæli ekki endilega með því fyrir aðra. "Það verður hver að finna sína fjöl."   Rauða Eðal ginsengið gerir líka mikið fyrir ónæmiskerfið. Ef spurningar er sjálfsagt að senda póst á ginseng@ginseng.is 

Sigurður Þórðarson, 27.11.2007 kl. 16:42

5 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég segi það sama og bróðir Fjólu. Ég prófaði að taka rauða eðalginsengið einhvern tímann og það virkaði það vel að ég gat ekki sofnað á kvöldin.

Ég hef einstaka sinnum tekið það upp á síðkastið ef ég veit að ég er að fara að takast á við erfið verkefni eða mál og það hefur komið vel út, maður hressist allur við og finnst maður fær í flestan sjó.

Ég hef heyrt að ginsengið hækki blóðþrýstinginn og sé því varhugavert fyrir þá sem eru með of háan blóðþrýsting, en ég er einn af þeim. 

Theódór Norðkvist, 28.11.2007 kl. 00:01

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sæll Theódór,

Þetta með blóðþýstinnginn er með allra flóknustu spurningum sem hægt er að fá varðandi ginseng. Því er þetta svar ekki tæmandi.  En við getum byrjað á að segja að við erum órafjarri sannleikanum með því að segja að "ginsengið hækki blóðþrystinginn". Það kann að vera að þetta hafi verið orðað svona í einhverri gamalli útgáfu af lyfjahandbók, en ef svo er þá er það í besta falli ónákvæmt. Í Asíu er ginseng sagt gagnast vel við háþrýsting og er ráðlagt sem slíkt. Það er ekki rétt heldur en fer þó nær sannleikanum.  

Í fyrsta lagi eru áhrif einstaklingsbundin. Í öðru lagi eru skammtímaáhrif og langtímaáhrif. Auk þess eru margar ginsengtegundir og áhrif þeirra eru mjög misjöfn hvað þetta varðar, eftir tegundum, plöntuhlutum, aldri og ræktunarsvæðum.  Ef við höldum okkur við Rautt Eðal Ginseng þá hefur það venjulega jöfnunaráhrif. Skammtímaáhrif eru í algerum undantekningatilvikum til lítilháttar  hækkunar en algengara er að hann lækki við lengri notkun aukast líkurnar á því. Nánari uppl getur þú fengið á meili ginseng@ginseng.is 

Sigurður Þórðarson, 28.11.2007 kl. 01:39

7 identicon

Þetta svínvirkar, eykur úthald og hamingju - þarf bara ekkert að sofa - geri það bara af gömlum vana

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 20:03

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Takk fyrir ábendinguna

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.11.2007 kl. 20:40

9 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Ég er nú svo ofvirkur fyrir að á Ginseni er ég ekki í húsum hæfur kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 28.11.2007 kl. 21:33

10 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Farðu vel með þig Haukur, fínt ef að Ginsengið virkar á þig.

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.11.2007 kl. 09:18

11 identicon

Sæll og blessaður.

Ætlaði að kaupa Rautt eðal ginseng í dag og það var ekki til frekar en ýmislegt annað.   Ætlaði að kaupa naglabursta fyrir nokkrum dögum, ekki til.  Já við erum oft minnt á það að við búum á hjara veraldar.  Hér kjósa margir Framsókn svo sá græni var valinn þess vegna. Fyrir næst síðustu hreppskosningar fóru Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin í eina sæng (gömlu kommarnir) og úr varð listinn KGB. Þeim líkar  ekki þetta nafn sem einhver bæjarbúi gaf þeim.  Hressilegar umræður. Þér tekst alltaf að fá fólk til að taka þátt.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband