Sviðið hár

Hér er nú ennþá meiri ástæða til þess að hætta að reykja! Ég féll á mínu bindindi ekki alls fyrir löngu, og mun ég reyna aftur eftir þetta. Pinch

Ég held að skalli (þótt hann sé ekki ljótur) sé einn mesti ótti karlmanna að eignast. Það er það að minnsta kosti hjá mér, getur einhver annars frætt mig um hvernig þessi erfðagen virka? Spyr sá sem ekki veit ...   FootinMouth
mbl.is Reykja á sig skalla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Það er gífurlega erfitt að hætta að reykja en við GETUM það...með hjálp Guðs... en það er örlítið farið að þynnast á mér....

Guðni Már Henningsson, 26.11.2007 kl. 13:05

2 identicon

Elsku karlinn minn, þetta tekur á, tók mig tuttugu og fimm ár en tókst að lokum og síðan eru liðin 8 ár.  Hætti og féll, hætti og féll, þetta er bara svona. En Guð á máttinn og með Hans hjálp er allt hægt

Varðandi skalla, sem er svo sætur,  þá get ég sagt þér að hann erfist í gegnum kvennleggin, synir mínir eru búnir að láta mig vita allt um það

Halltu ótrauður áfram - þú getur þetta vel.

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:10

3 identicon

Ég er hárprúður mjög + smóker sem hlusta ekkert á svona ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 14:20

4 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það vita það jú allir að reykingar geta valdið skalla - lyfin í krabbameinsmeðferðinni valda því að hárið dettur af manni. Sköllóttur og andfúll með krabbamein, það er ekki gaman.

Hér er punktur til að hjálpa þér að hætta að reykja - hvað hefur Reynolds-fjölskyldan í Ameríku grætt mikið af peningum á þér? Einhverjir útlendingar, sem vísvitandi ljúga til um skaðsemi reykinga og falsa rannsóknarniðurstöður, græða tugi þúsunda á þér á ári. Ætlarðu að láta það viðgangast?

Of mikil sjálfsfróun getur svo vladið lebslidnu. Það hfe ég allvaega heytr.

Ingvar Valgeirsson, 26.11.2007 kl. 14:21

5 Smámynd: Mofi

The more hair you lose the more head you gain... hvað svo sem það þýðir

Mofi, 26.11.2007 kl. 14:38

6 Smámynd: Linda

Hugafarið verður að breytast líka, það er erfitt að hætta að reykja, en það var ekki fyrr en að ég hafði sagt ég ætla að hætta á þessum tímapunkti í lífi mínu, mér tókst það skeikaði um einn eða tvo mánuði en það tókst.

1. Settu markmið

2. settu tíma á markmiðið

3. láttu þér hlakka til að þú náir þessu markmiði

4, vertu alltaf með markmiðið í huganum þegar þú færð þér smók

5. Þú getur þetta alveg eins og við hin.

Knús

Linda, 26.11.2007 kl. 14:44

7 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Well minn er í svona einhverju hætti í 2 ár fyrir einhverju síðan er svo búinn að reykja í 2 ár eftir fall, og hef meira og minna reykt síðan ég var 11 ára.Og ég er kafloðinn með þykkt og mikið hár enn,svo ég verð að segja hvaða fræði eru þetta eiginlega?

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 26.11.2007 kl. 18:22

8 Smámynd: Kjartan Guðmundur Júlíusson.

Sæll. vertu nú ekkert að hafa áhyggjur af þessum  hárleysum.

Kættu þig upp og pældu í því að ef ég myndi rekast á þig á eihverri kænu. Þá gæti ég sagt."Sæll vinur má bjóða þér kollu".

Þá er það bara spurningun hvernig kollu bjór eða ***  

Þetta er skrifað til að hressa þig við hehe.

En hafðu þa sem best. 

Kjartan Guðmundur Júlíusson., 26.11.2007 kl. 18:35

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eina "ráðið" við arfgengum skalla er að taka inn kvennhormóna.   Er þá ekki skallinn betri?  En að raunveulegu viðfangsefni.  Linus Pauling nóbelsverðlaunahafi skrifaði litla bók um hvernig best sé að losa sig við tóbak.  Mitt ráð er að þú farir á bókasafn og verðir þér út um bókina.

Í mjög stuttu máli gengur þetta út á afeitrun en EKKI nikotín plástra, tyggjó eða annann slíkan óþvera. Ástæðan fyrir því að þessi aðferð hefur ekki verið auglýst er sú að það græðir enginn á henni nema viðkomandi nikotínfýkill.  Gangi þér vel.   

Sigurður Þórðarson, 26.11.2007 kl. 19:48

10 Smámynd: Vendetta

Ég held, að nú dögum sætti karlmenn sig mikið betur við skalla en áður. Og þótt hálfsköllóttur maður haldi að hann yngist við að bera hárkollu eða greiða sérstaklega vel yfir skllann, þá er hvorttvrggja hallærislegt. Besta ráðið er að láta sem ekkert sé, og þegar hárlosið er orðið átakanlega mikið, þá á bara að raka allt af.

Þetta með að reykingar flýti sköllun er ekki algilt. Könnunin var gerð meðal asískra karla, það er ekki víst, að það gildi líka svarta, hvíta, brúna og rauða (svona til að skilja engan útundan). Hárvöxtur Asíata er allt öðruvísi en hvítra. Á mér fór fyrst að þynnast hárið áratug eftir að ég hætti að reykja, og orsakaðist líklega af stressi. Síðan hætti hárlosið eins skyndilega og það byrjaði fyrir áratug síðan, og ég hef enn ekki fengið neinn skalla að ráði, bara mjög hátt enni. Samt er skalli í ættinni.

En mér þykir leitt að þú skulir vera fallinn (ekki fara í mál við mig út af þessu). Það getur aðeins þýtt tvennt: Annað hvort fórstu ekki að mínum ráðum eða þá léztu heilræði mín sem vind um eyru þjóta.

Vendetta, 26.11.2007 kl. 20:23

11 Smámynd: Vendetta

Leiðrétting á stafavillu. Það átti að standa: "Bezta ráðið er ..." osfrv.

Mér er víst farið að förlast.

Vendetta, 26.11.2007 kl. 20:25

12 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Ég veit ekki hversu oft ég reyndi að hætta þar til fyrir mörgum árum þá tók ég "kold turkey" og hætti þessu bara. En löngunin hverfur aldrei, hún kemur og fer, kemur og fer, kemur og f.. Allt lífið en einkennin verða veikari og lengra verður á milli þeirra. Good luck.

PS: Er byrjaður aftur að blogga. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 26.11.2007 kl. 21:43

13 identicon

Sæll og blessaður.

Baráttan við fíkn, hver sem hún er tekur á. Ég trúi því að þetta takist með Guðs hjálp en þá verður þú að fara vel með þig á meðan og ekki láta úlfana og vargana glefsa í þig  

Drottinn mun sjálfur fara fyrir þér, hann mun vera með þér. Drottinn mun fara fyrir þér, hann mun eigi sleppa þér né yfirgefa þig. Óttast eigi, óttast eigi, láttu eigi hugfallast. Drottinn mun sjáfur fara fyrir þér.

Ég dró orð fyrir þig og las. Jú þetta er ágætt hugsaði ég með mér og læt það flakka. 1.Sam.16.7. Drottinn sagði við Samúel: "Lít þú ekki á skapnað hans og háan vöxt, því að ég hefi hafnað honum. Guð lítur ekki á það sem mennirnir líta á. Mennirnir líta á útlitið, en Drottinn lítur á hjartað." Já Drottinn lítur á hjartað og ég er alveg viss um að Bryndís hættir ekki að elska þig þó að það fjúki fáein hár

Við konur þurfum ekki að hafa áhyggjur að hárið þynnist nema í örfáum tilfellum en aftur á móti erum við að lita og lita hárið í staðinn fyrir að koma út úr glerskápnum með gráu hárin okkar

Skemmtilegar umræður hérna á síðunni. Þær klikka ekki!! Hvar er Jón Steinar?

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 23:24

14 identicon

Eina skiptið sem þetta hefur tekist vel hjá mér(4 ár), þá hafði ég ekkert plan, bara datt í hug að hætta þegar pakkinn kláraðist og langaði ekki í rettu í 4 ár þó ég væri að fá mér öl, ég hataði sígarettur og fúkkafýlu af reykingafólki, ekki spyrja hvað gerðist, allt í einu var ég byrjaður aftur...

DoctorE (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 09:46

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðni Már Henningsson - takk fyrir það og veit ég að ég get þetta með Guðs hjálp, með eða án skalla!

Rannveig Margrét Stefánsdóttir - takk innilega fyrir stuðningin og máttur Guðs megnar allt!

Dokksi - ég er ennþá hárprúður ... og reyki ... já, kannski er þetta bara hræðsluáróður!  :)

Ingvar - taktu því rólega með happ í hendi! Það er erfitt að lesa eftir vegna þess! ;)

Mofi/Halldór - ööö ... já.  :S

Linda:


1. Settu markmið - búinn að því, en á erfitt að fylgja því.

2. settu tíma á markmiðið - það vill oft breytast tímasetningin.

3. láttu þér hlakka til að þú náir þessu markmiði - já... svitaköst og fráhvarf? ... veit ekki, en hef reynt það.

4, vertu alltaf með markmiðið í huganum þegar þú færð þér smók - það er það sem gerir þetta spennandi.

5. Þú getur þetta alveg eins og við hin. - veit, er bara svo lítill í mér!

En takk fyrir þessi góðu markmið og ráð, eftir þeim mun ég reyna að fara.

Promecius/Henry - gaman að sjá þig á kreiki! Og rétt ábending!

Úlfar Þór - hehe ... ég veit að þú af öllum ert afar hárfagur! Ég hef reykt síðan 13 ára, og gert nánast viðstöðulaust síðan! Ekki veit ég hvaða fræði þetta eru.

Kjarri - Can-Am. - þú hresttir mig heldur betur við, alltaf gaman að frá athugasemd frá þér! Guð blessi þig vinur!  :)

Sigurður Þórðarson - ég má ekki við kvenhormónum, þá myndi ég fara ganga öfugumegin götunnar ef ég tæki þá! Plástrar, tyggjó og annað slíkt hef ég enga trú á, en ég skal athuga með þessa bók. Takk fyrir þetta höfðingi.

Vendetta - ég er bara með einhvern innbyggðan ótta við skalla, veit ekki afhverju það er. En ef ég fæ skalla þá ber ég hann með reisn og raka ekkert af, varðandi ráð þín þá fór ég ekki eftir neinum sem mér voru gefinn .. sorry kall.

Gunnar Páll Gunnarsson - gott að sjá að þú ert byrjaður aftur að blogga! Og takk fyrir sögu þína.

Hilmar Gunnarsson - já, en kona mín myndi sennilega mótmæla skegginu, ég hef gert það og vakti það ekki mikla kátínu.

Rósa - takk fyrir þessa fallegu hvatningu, og eigi veit ég hvað varð um Jón Steinar, eftir að hann opinberaði sitt rétta andlit hefur varla sést til hans.

Dokksi - hvernig fórstu að þessu???

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.11.2007 kl. 10:19

16 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Ég segi ekki orð um það hvort ég á eftir að kunna við Hauk skallalausann eður ei! Því ef þessi hræðsluáróður virkar, þá er ég til í að halda honum í vafa....

P.s. Haukur endilega settu inn myndina af þér með skeggið... Þú ert eins og einn af gosunum á spilastokkunum. Ægilega sætur...

Bryndís Böðvarsdóttir, 27.11.2007 kl. 21:09

17 identicon

Sæll og blessaður. Gleymdi að segja þér frá Snorra. Hann er mjög ánægður með hárgreiðsluna sína.  Sameiginlegur vinur sem við Snorri eigum byrjaði á gamals aldri að safna hári og bar því við þegar ég var að gefa í skyn að þetta væri ljótt.  hann bar því við að rakarinn sinn hefði andast. Snorri skoraði á hann að fá sömu hárgreiðslu eins og hann hefði. Þú veist hvernig hárgreiðslu Snorri hefur.  Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 18:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband