Vitnisburður...

... um hver ég er og hvernig ég komst til trúar. Guð hefur lagt það þungt á mitt hjarta að vitna um trúargöngu mína og hvernig það atvikaðist  að ég gerðist kristinnar trúar. Ég veit að sum ykkar munu telja mig vitleysing og hálf geðbilaðan, en það sem ég rita hér eftir er mín saga og er hún sönn.

Ég er alinn upp sem guðleysingi, og var það fram til 19 ára aldurs, og það heitur guðleysingi! Hefði ég ekki gerst kristinn, þá hefði ég sjálfsagt sótt um að gerast meðlimur í félaginu Vantrú.is – svo heitur guðleysingi var ég. En ég efast samt um að þeir hefðu tekið við mér miðað við sögu mína.

Ég var nefnilega fæddur með hæfileika sem ég hélt að allir hefðu þar til ég varð ca. 11-12 ára, þá fór ég að átta mig á að það sáu ekki allir það sem ég sá. Oft kom það fyrir að ég sá þegar fólki leið illa eða var alvarlega veikt, sömuleiðis ef ég horfði á hóp manna þá sá ég mun fleiri en hinir sáu. Ég spurði stundum vini mína um hvað þeim fannst um hinn og þennan, en svo fékk ég andsvör: „hvað ertu að tala um? Ég og enginn annar sá þennan mann, tókstu ekki lyfin í morgun?“ Svo var bara hlegið að mér. Ég gerði mér þá betur grein fyrir hvað var í gangi, ég var bara ekki eins og fólk er flest. Mér fannst þetta svo sjálfsagður hlutur og mikill partur af mér, að ég var ekkert að velta mér uppúr þessu.

Ég blokkeraði þessar hugsanir út og horfði á þetta lið án þess að veita því eftirtekt eða minnast á það.   Dagarnir, vikurnar og árin liðu, ég var vanur þessu svo sem en þetta pirraði mig allalvarlega, ég vildi læra að stjórna þessu eða losna við þetta. Mér var sagt að ég væri með „þriðja auga“ sem ég þyrfti að láta loka. Þá fór ég á stúfanna og leitaði til miðla, í þeirri von að ég myndi læra af þeim og sjá hvernig þeir höndluðu þetta. Þar varð ég fyrir hrikalegum vonbrigðum, eftir að hafa sótt þó nokkra miðlafundi þá sá ég svik í gjörðum þessara manna, t.d. þá var einn sem var í „trans“ á miðilsfundi og sagði að það væri kona í salnum sem væri háð lakkrís, sem reyndist rétt. Því þessi sami maður sagði við mig þegar hann var nýbúinn að taka í hönd hennar og bjóða hana velkomna; „þessi angar af lakkrís“, ekki datt mér í hug að hann myndi nota sér slíkt til framdráttar. Sannfæringarkraftur miðla er engum líkur, og finna þeir minnstu mein og blása það upp, auk þess eru þeir snillingar í að vera með ágiskanir. Ég fékk mig fullsaddan af lygum og prettum þeirra og kvaddi þann söfnuð!

Eftir þessa reynslu varð ég enn heitari guðleysinginn, því miðlarnir fullyrtu að þeir væru að gera sín verk með blessun Guðs og handleiðslu. Ég varð reiður útí Guð fyrir að leiða fram slíka svikahrappa og sökkti mér í fræðimennsku, ég las um allt milli himins og jarðar og aðhylltist þróunarkenninguna sérstaklega. En einstakann áhuga hafði ég á forn guðum og vættum, ég las um rómverja, persa, grikki og útilokaði allt sem hét kristið eða gyðinglegt. Sumir vinir mínir áttu trúaða foreldra og voru trúaðir sjálfir, en ekki heittrúaðir og héldu þeir trú sína fyrir sig sjálfa. Þeir vissu um ræðurnar sem ég gat gefið þeim,  ef þeir reyndu að „kristna“ mig.  Ég svaraði þeim kokhraustur að þeir trúðu á gamlar kreddur og kenningar sem ættu að vera útdauðar í nútímasamfélagi.

En það var ein trú sem ég heillaðist rosalega af, og það var ásatrúin. Ég át nánast allt upp í strimla sem tengdist henni og sótti oft samkomur þeirra, þannig varð ég ásatrúarmaður. Ég bý ennþá yfir vitneskjunni um alla vætti og goð okkar íslendinga. En tíminn leið og hætti ég að spá í þessum hlutum, nema kannski þegar ég lenti í deilum við móður besta vinar míns sem tilheyrði Vottum Jehóva, meira að segja þá mótmælti ég heimsku Vottanna, þegar hún sagði mér að heilagur andi væri eins og rafmagn og Jesús hefði  ekki  risið uppí holdi, heldur tekið sér nýjan líkama, þá sagði ég að ég tryði ekki á teiknimyndasögur, og passaði þetta engan veginn við þann boðskap sem ég hafði heyrt í kirkjum á jólunum.

En tíminn leið og hætti ég alfarið að hugsa um þetta, árið 1995 sótti ég um í Myndlistarskóla Akureyrar, og fékk inn. En það var samt vandi sem fylgdi því. Ég hafði ekkert húsaskjól. Þá tók amma (Sigrún Rakel  Guðmundsdóttir ;  1916 – 2006) mín til sinna ráða, og hringdi í gamlan bekkjarbróður sinn sem hafði verið með henni í kennaraháskólanum 1930 og eitthvað. Hún vissi að hann byggi á Akureyri og leigði út herbergi. Þau höfðu varla talast við í rúm 50 ár og samþykkti bekkjarbróðirinn gjörninginn, hann hét Björgvin Jörgensson (1915-1999) - – kennari  á Akureyri og stofnandi Kfum & K í þeim bæ. En eins og í öllum rómantískum sögum átti Björgvin barnabarn, sem seinna varð eiginkona mín, hún er dóttir Böðvars Björgvinssonar, og heitir Bryndís. Hjá honum lærði ég hvað mest um rétta kristna trú, hjá honum fékk ég þá vitneskju sem fyllti í eyðurnar! Sömuleiðis eignaðist ég dýrmætan vin á þessari göngu, Jóhann Helgason – síamstvíburinn minn.  ;) En í þessu umhverfi þar sem ég fékk fyrst að kynnast hvað kristindómurinn fjallaði um, þ.e.a.s. kærleikann! Sem er öllum æðri, og hafði ég ekki nokkru sinni áður séð slíka fórnfýsi og umburðarlyndi. Þá opnuðust augu mín og fór ég að gefa kristni tækifæri.  Ég las eldgamla enska biblíu frá Björgvini á 2 mánuðum.  Þá fannst mér að ég gæti loksins rifist við hann um trúmál, því hann vissi lengra en nef sitt náði í trúmálum, og þýddi ekkert fyrir mig að vera með mótbárur, því alltaf gat hann svarað í kærleika og gert útaf við rök mín. Það fór alveg hrikalega í mig, og las ég þá ennþá meira,  en á endanum varð ég fyrir áhrifum af boðskapnum.

Ég gat ekki sætt mig við Guð sem fyrir skipaði alls kyns dráp og hefndir ef þeir brutu lög hans, en þegar ég kom að NT sá ég að það var mannanna verk sem gjörðu þau lög. Jesús uppfyllti hið sanna lögmál sem Guð ætlaði mönnunum, sem fólst engan veginn í drápum eða fórnum. Boðorð Guðs voru góð og gild, en ekki þær mannsetningar sem voru bættar inní það. Þessar mannasetningar afnam Jesús og þess vegna er hann uppfylling hins rétta lögmáls.

 Allt breytist er ég kynntist sanntrúðu fólki eins Bryndísi minni, Björgvini og Jóhanni. Þau þrjú voru aðal áhrifavaldar að frelsun minni, og er ég þakklátur Guði að hafa leitt mig til þeirra. Ég er ekki skyggn lengur og hefur Guð breytt því til hins betra.

Ég þakka þeim sem nenntu að lesa alla þessa langloku mína, ég hef aldrei skrifað jafn langa grein áður, Guð blessi ykkur öll !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Eftir þessa reynslu varð ég enn heitari guðleysinginn, því miðlarnir fullyrtu að þeir væru að gera sín verk með blessun Guðs og handleiðslu. Ég varð reiður útí Guð fyrir að leiða fram slíka svikahrappa og sökkti mér í fræðimennsku, ég las um allt milli himins og jarðar og aðhylltist þróunarkenninguna sérstaklega.

Þú varðst "enn heitari guðleysingi" en samt varstu "reiður útí Guð". Ef þú trúðir ekki á tilvist guðs, þá gastu ekki hafa verið reiður út í hann.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.11.2007 kl. 05:02

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Takk fyrir þessa innsýn Guðsteinn. Ekki skal ég efast um trú þína né ástæður hennar og virði þann rétt manna að finna innri sátt. Ekkert í frásögninni skýrði þó vendipunktinn í þessu efni, nema vonbrigði þín á breyskleika mannsins.  Þú hittir fyrir andlegan ofjarl, sem leikinn var í að snúa út úr og réttlæta orð þessarar bókar.  Ekki veit ég hvernig honum tókst að kenna manninum um það, sem stendur skýrum orðum í "orði Guðs".  Þar er of mikið sem ofbýður skynsemi minni og mannúð til að ég geti fallist á þá skýringu.  Burt séð frá sögum, um tilurð heimsins og annað skylt í þessari bók, þá er það mismunun og mannamunur, aðgreinin og flokkadrættir, sem réttlættir eru í þessari bók og menn réttlæta sömu lesti með útfrá bókinni, sem er höfuð meinsemdin. 

 Ég kýs að líta lífið augum barnsins, sem veit ekki og sér ekki að það sé einhver munur á mönnum enda hafa börn ekki "vit" á að sjá fólk út frá stétt, stöðu, þjóðerni, menntun, kyni eða neinum slíkum merkimiða, heldur það sem er að baki því öllu.  Hið óskilgreinda og óaðskilda sjálf. Aðgreining, sem við ekki beitum gegn öðrum, heldur fyrst og fremst sjálfum okkur. Ég er þetta og ég er hitt, sem er ekki á nokkurn hátt hinn raunverulegi þú að baki þessum stimplum.

Þetta tengja menn stundum við eitthvað Guð eða sam-vitund og má vera að það sé réttlætt, en samasemmerkið frá því og yfir í þessa ritningu er sett með ótrúlegri þvermóðsku og blindni að mínu mati, því boðun hennar og heimur er í algerri þversögn við þann veruleika.

Veruleika og sjálf sem fólk finnur oft, þegar það glatar öllu hlutsjálfi, eignim, sjálfsvirðingu og tengslum við samfélagið.  Þá er sem ljós renni upp fyrir fólki um leyndardóminn og oftar en ekki, þá tekur það upp trú á eitthvað æðra og grípur það sem næst er því til fulltyngis og gengur í söfnuði.  Það finnst mér skelfileg skrumskæling.

Ég skil þó nú af hverju þú hefur sýnt spurningum mínum  það umburðarlyndi, sem þú hefur sýnt framar trúbræðrum þínum og systrum. Þú hefur líka einlægni til að deila með okkur þínum innri rökum og leiða hjá þér fordæmingu á öðrum í flestum tilfellum.  Þar ættir þú að vera trúbræðrum þínum fordæmi. Farveginn að sannfæringu þinni skil ég þó ekki enn og ætlast ekki til þess að hann þurfi að skýra eða réttlæta.

Ég fór öfuga leið að minni heimsmynd og er alinn upp í trú og innrætingu, óttaprangi, flokkadráttum og fordæmingu í bland við hin góðu gildi. Fékk í arf ofstæki og mannfyrirlitningu með jarðaberjabragði kærleikans, ef svo má segja. 

Ég læt staðar numið hér, en sé að það er tilhlökkunarefni að fá að hitta þig einhverntíma og ræða þessi lífsrök, sem ég er á engan hátt með á hreinu hvernig virka, frekar en nokkur annar maður. Ég hef því engan sannleika fundið og er í stöðugri leit, sem ég veit að mun engan endi taka og ég vona að svo verði ekki. Mér verður sennilega að þeirri von, því enn hef ég engan dauðlegan mann hitt, sem hefur höndlað sannleikann.  Hvað sem menn segja, þá má alltaf sjá þversögnina í verkum þeirra.

Lífið er leit og verður að mínu mati og á að vera fyllt undrun barnsins sem skoðar blómin í haganum og kætist yfir dansi flugnanna og söng fuglanna. 

Kærleiksríkasta og dyggðugasta fólk, sem ég þekki, hefur aldrei haft orð á trú sinni eða sannfæringu, né rætt lífsins rök. Af verkum þeirra, sé ég trúfesti þess gagnvart samferðarmönnum.  Ég hræðist hinsvegar alla, sem þykjast hafa höndlað sannleikann, því ég veit í hjarta mér að það er ekki satt.

Þakka þér fyrir hugrekki þitt og einllægni í þessum skrifum og ég vona svo innilega að þú takir þessum skrifum ekki sem árás.  Ég held þú vitir hvers vegna ég er að skrattast í ykkur.  Mér finnst þú ekki þurfa að ganga fram fyrir skjöldu og verja allt, það sem yfirlýstir trúbræður eru að segja hér.  Það er að mínu mati ekki með sömu forsendur og þú í þessari umræðu og að sama skapi má kannski segja að ég hafi ekki sömu forsendur og yfirlýstir trúleysingjar hér, enda tilheyri ég og mun ekki tilheyra samtökum þeirra né öðrum, sem hafa afstæða hluti að sannleik.

Nú þarft þú ekki að afsaka þínar langlokur, því ég hef slegið þér við hér.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2007 kl. 05:57

3 Smámynd: Linda

Innlits og lestrakvitt, og knús gott hjá þér að deila þessu, enda þörf á slíkri vitneskju.  Guð Blessi þig vinur minn og hafðu það gott.

Linda, 17.11.2007 kl. 06:15

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Til viðbótar, þá er ljóst að menn eins og JV líta á þessa rökræðu sem íþrótt og án dýpri markmiða um að bæta heiminn.  Umræða þeirra snýst fyrst og fremst um að reyna að lítillægja fólk út frá því sem þeir hafa gefið sér sem endanlegan sannleik. Þar dæma þeir sig sjálfir fyrir heiminum.  Mér gengur betra til held ég.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2007 kl. 08:21

5 Smámynd: Stefán Garðarsson

Sæll Guðsteinn,

 Þakka þér kærlega fyrir þinn vitnisburð já eins og hann sýnir svo skýrt þá hefur Guð áætlun fyrir okkur áætlun til heilla ekki óhamingju. Leiðir okkar til kristinna trúar get verið mismunandi en þegar þangað er komið er ekki aftur snúið við höfum fundið lífið. 

Ég trúi því að Guð hafi metið það svo í þínu tilfelli að þessa væri leiðin fyrir þig og með þessa reynslu ætlar hann þér að vinna verkið "að fara út um allan heim"

Guð blessi þig og þinn fólk.

Kveðja Stebbinn

Stefán Garðarsson, 17.11.2007 kl. 08:30

6 Smámynd: Ruth

Þakka þér kærlega fyrir vitnisburðinn Guðsteinn

Það blessaði mig mikið að lesa þetta og sýnir hvað það skiptir miklu máli að við komum með okkar reynslu og vitnisburð um kærleika og kraft Guðs.

Yndislegt að sjá vendipunktinn ,þegar þú kynntist fólki sem lifir í  fórnfúsum kærleika Krists og ber honum þannig vitni. 

Guð blessi þig bróðir 

Ruth, 17.11.2007 kl. 10:37

7 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Flottur ert þú Guðsteinn, ég man að þegar ég fór á miðilsfund reyndar var það einkafundur þá magnaðist allt hjá mér, sérstaklega reiðin. Takk fyrir mig be blessed not stressed.

Aðalbjörn Leifsson, 17.11.2007 kl. 10:56

8 Smámynd: Flower

Þetta er frábær grein og gaman að sjá hvernig Guð stjórnaðist með þig og fletti ofan af miðlum fyrir þig. Þakka þér fyrir að segja sögu þína. Guð blessi þig fyrir það.

Flower, 17.11.2007 kl. 11:14

9 identicon

Sæll Guðsteinn.

Takk fyrir að segja okkur sögu þína.

:/:Lýstu sem vitaljósið skært:/:

Sem að öðrum lýsir leið

um lífsins brim og sker.

Lýsty sem vitaljósið skært.

Drottinn bleesi þig og varðveiti. Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 12:13

10 Smámynd: halkatla

þetta er án efa þín sterkasta grein, þetta var yndislegt að lesa - takk fyrir þetta Guðsteinn, mér líður bara svo vel eftir lesturinn  (þú vissir kannski ekki en ég er búin að vera forvitin síðustu daga um þetta sem þú segir frá í upphafi greinarinnar) megir þú ætíð hafa það sem best og Guð blessi þig og þína fjölskyldu

halkatla, 17.11.2007 kl. 12:27

11 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.11.2007 kl. 13:33

12 identicon

Flott saga meistari Guðsteinn ! Vonandi styttist í svipaða frásögn frá dokksa vini okkar ? 

enok (IP-tala skráð) 17.11.2007 kl. 18:54

13 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Sæll Haukur minn.

Frábær lesning og allsengin langloka. Athyglisverð komment einnig.

Jón Steinar,  Já fólk gerir ákveðnar kröfur til þeirra sem kalla sig kristna og það er vissulega sárt þegar við sem kristið fólk ekki stöndumst væntingar, en ég sé hins vegar ekki flokkadrætti í boðskap Krists eða postulanna, þar sem allir þurfa að iðrast og allir þurfa að réttlætast án verðskuldunar. Nú einnig trúi ég að Jón Valur tali af eigin sannfæringu og sé ekki með fláttskap, og vona innilega að leit þín taki enda. En að finna sannleikann þýðir ekki endilega að þú eða ég verðum fullkomnir, heldur upphaf að nýju lífi með Kristi.

Kristinn Ásgrímsson, 17.11.2007 kl. 19:09

14 Smámynd: Jóhann Helgason

'Eg man þennan tíma vel Guðsteinn before & after þetta var frábært ! Að hugsa til baka ég man að ég fékk far hjá þér og þú varst á bílnum hans Björgvins og ég man að ég spurði þig að því þegar ég sá vers úr biblíunni í bílnum hvort þú varst lifandi trúaður ! þú svaraðir ég ó nei ég væri víst síðasti maðurinn sem gerðist

Hallelujah hoppari he he en vissir að ég væri lifandi trúaður  , 'eg man mig dreymdi  rosa skrýtin draum mánuði áður mig dreymdi æsku stöðvar mínar blokk sem bjó í og það var einhvern sem tók trú þar. En þessi draumur lét mig ekki friði´, ég vissi hann hafði einhverja þýðingu

Stuttu seinna í skólanum sagðir þú mér þegar við fórum á kaffi KARÓLÍNU að þú sagðir þú getur aldrei ímyndað hvað hafði skeð . Þú sagðir mér þú hafðir  upplifað sterka trúarreynslu og eignast trú þú  sagðist ekki geta útskýrt þessa sterku reynslu . 'Eg vissi hvað þú meintir svo kom í ljós að við ólumst upp í sömu blokk í æsku .'Eg kyntist  Björgvini vel líka  ég leigði líka þar hann var virkilega dýrmæt perla og hafði djúpstæð áhrif á mig og mitt trúar líf ,sem bý en af í dag  ; Þetta var frábær tími  við báðir  Guðsteinn vorum með skyni gáfu áður við kyntust Drottni . Og við erum  síamstvíburar  er oft joke hjá okkur oft hefur það sömu hlutir sem við göngum í gegnum . Guð hefur notað þessa  gáfu okkar til blessunar í dag  .

Jóhann Helgason, 17.11.2007 kl. 21:31

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú varðst "enn heitari guðleysingi" en samt varstu "reiður útí Guð". Ef þú trúðir ekki á tilvist guðs, þá gastu ekki hafa verið reiður út í hann.

Hjalti Rúnar, nei það er einmitt málið, þetta heitir að vera á milli steins og sleggju, það er innbyggt inní hvern mann að hafa einshverskonar trú, þess vegna skil ég ekki ykkur hjá Vantrú - þið trúið ekki einu sinni á sjálfa ykkur, enda eru öfgar ykkar eftir því.

Jón Steinar:

Takk fyrir þessa innsýn Guðsteinn. Ekki skal ég efast um trú þína né ástæður hennar og virði þann rétt manna að finna innri sátt. Ekkert í frásögninni skýrði þó vendipunktinn í þessu efni, nema vonbrigði þín á breyskleika mannsins.  Þú hittir fyrir andlegan ofjarl, sem leikinn var í að snúa út úr og réttlæta orð þessarar bókar.  Ekki veit ég hvernig honum tókst að kenna manninum um það, sem stendur skýrum orðum í "orði Guðs".  Þar er of mikið sem ofbýður skynsemi minni og mannúð til að ég geti fallist á þá skýringu.  Burt séð frá sögum, um tilurð heimsins og annað skylt í þessari bók, þá er það mismunun og mannamunur, aðgreinin og flokkadrættir, sem réttlættir eru í þessari bók og menn réttlæta sömu lesti með útfrá bókinni, sem er höfuð meinsemdin.


Alls staðar finnur þú "mannamun, aðgreiningu og flokkadrætti", það sem mannskepnan hefur gert og skapað, verður aldrei fullkomið. Aðeins sönn ást getur gert hlutina fullkomna, það er Guð einn sem býr yfir því.

Ekki get ég samþykkt að ég hafi verið "heilaþveginn" eins og þú ert að ýja að, ég er afar viljasterkur maður eins og þú hefur vonandi tekið eftir, ég hvet þig eindregið til þess að lesa betur í Guðs orði án fordóma og fyrirfram ákveðna skoðanna. Þá rennur kannski upp ljós fyrir þér, og himnarnir opnist!  ;)

 Ég kýs að líta lífið augum barnsins, sem veit ekki og sér ekki að það sé einhver munur á mönnum enda hafa börn ekki "vit" á að sjá fólk út frá stétt, stöðu, þjóðerni, menntun, kyni eða neinum slíkum merkimiða, heldur það sem er að baki því öllu.  Hið óskilgreinda og óaðskilda sjálf. Aðgreining, sem við ekki beitum gegn öðrum, heldur fyrst og fremst sjálfum okkur. Ég er þetta og ég er hitt, sem er ekki á nokkurn hátt hinn raunverulegi þú að baki þessum stimplum.

Þetta tengja menn stundum við eitthvað Guð eða sam-vitund og má vera að það sé réttlætt, en samasemmerkið frá því og yfir í þessa ritningu er sett með ótrúlegri þvermóðsku og blindni að mínu mati, því boðun hennar og heimur er í algerri þversögn við þann veruleika.


Ég skil hvað þú ert að fara Jón Steinar, en ég sé ekki hvað þetta kemur Guði við. Jafnvel þú verður að viðurkenna að í hjarta hvers manns er tómarúm, það tómarúm fyllist ekki fyrr en sátt er kominn við þig sjálfann, þetta kallast öðru nafni að vera "leitandi", alveg eins þú ert leitandi. Ef þú værir það ekki myndir þú ekki tjá þig um trúmál eins þú gerir.  :)

Veruleika og sjálf sem fólk finnur oft, þegar það glatar öllu hlutsjálfi, eignim, sjálfsvirðingu og tengslum við samfélagið.  Þá er sem ljós renni upp fyrir fólki um leyndardóminn og oftar en ekki, þá tekur það upp trú á eitthvað æðra og grípur það sem næst er því til fulltyngis og gengur í söfnuði.  Það finnst mér skelfileg skrumskæling.

Ég skil þó nú af hverju þú hefur sýnt spurningum mínum  það umburðarlyndi, sem þú hefur sýnt framar trúbræðrum þínum og systrum. Þú hefur líka einlægni til að deila með okkur þínum innri rökum og leiða hjá þér fordæmingu á öðrum í flestum tilfellum.  Þar ættir þú að vera trúbræðrum þínum fordæmi. Farveginn að sannfæringu þinni skil ég þó ekki enn og ætlast ekki til þess að hann þurfi að skýra eða réttlæta.


Takk fyrir þessi orð Jón Steinar, mér þykir vænt um þau. En ástæðans sem ég "vitna" á þennan hátt er einföld. Það er ekki til þess að afsaka eða réttlæta afstöðu mína, heldur er þetta aðeins skýring á afstöðu minni, hvers vegna ég tók hana og allt það. Mér finnst mikilvægt að fólk viti hver kristinn einstaklingur hefur sínu einstöku sögu, þetta er eingungis mín saga og ekki afsökun né réttlæting.

Ég læt staðar numið hér, en sé að það er tilhlökkunarefni að fá að hitta þig einhverntíma og ræða þessi lífsrök, sem ég er á engan hátt með á hreinu hvernig virka, frekar en nokkur annar maður. Ég hef því engan sannleika fundið og er í stöðugri leit, sem ég veit að mun engan endi taka og ég vona að svo verði ekki. Mér verður sennilega að þeirri von, því enn hef ég engan dauðlegan mann hitt, sem hefur höndlað sannleikann.  Hvað sem menn segja, þá má alltaf sjá þversögnina í verkum þeirra.


Það væri gaman að fá að hitta þig einhverntíma Jón Steinar og ræða þessi mál, ég tek undir það heilshugar. En það sem ég sé í þínum skrifum er leit af réttlæti, og er von mín sú að þú kynnist sannri ást sem aðeins Guð getur veitt. Guð blessi þig Jón Steinar, mér er farið að þykja afar vænt um þig og tek ég ekki skrifum þínum sem arás og hef aldrei gert, þú ert bara á öndverðu meiði og hefur þú fullan rétt á því, og er það hið besta mál. lífið væri dapurt og leiðinlegt ef allir væru alltaf sammála.

Nú þarft þú ekki að afsaka þínar langlokur, því ég hef slegið þér við hér.

Þetta var samt sem áður skemmtileg "langloka" og gaman að svara henni, þú ert snillingur í "Ara" spurningum sem er erfitt að svara!  ;)

Linda - takk fyrir það.

Jón Steinar - ekki er það mitt að dæma Jón Val, og ekki þitt heldur. Ég vona að þú skiljir hvað ég á við.

Stefán Garðarsson - takk innilega fyrir þitt innlegg, en ég hélt satt að segja að þú værir hættur að blogga! Ég fagna mjög endurkomu þinni. Guð blessi þig Stefán.

Ruth777 - þú ert yndisleg og þakka ég innilega hlý orð, og tek ég heilshugar undir þín. Guð blessi þig systir.

Aðalbjörn - takk fyrir það, og heillaði þessi setning mig sérstaklega: "be blessed not stressed".  ;)

Flower- takk fyrir það, ég var sem sé hálfgerður "miðill" á sínum tíma, og sakna ég þess eigi. Guð blessi þig systir.

Rósa - takk fyrir þetta yndislega ljóð og stuðningin! Guð blessi þig líka systir.

Anna Karen - takk innilega fyrir það, ég hef oft minnst á þetta og áður og aldrei útskýrt þetta almennilega,
ég vona að þetta varpi betur ljósi á hlutina. Guð blessi þig systir.

Anna Benkovic - takk innilega, megi Guð vernda þig og geyma.

Enok - nákvæmlega!!!

Kristinn - ég sé ekki þessa flokkadrætti né stéttaskiptingu, en Jón Stenar getur sjáfsagt upplýst okkur betur um það. En ég þakka viðbrögð þín bróðir og Guð blessi þig margfaldlega.

Pétur - takk innilega fyrir það.

Dagný - takk innilega! Guð blessi þig líka systir.

Jói -  já,  þú hefur verið stoð og stytta í öllu þessu, og er ég afar þakklátur að eiga besta vin sem þig!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.11.2007 kl. 22:42

16 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Gott og blessandi að lesa vitnisburðinn þinn Guðsteinn minn. Og hann segir mér líka að Guði er ekkert um megn og að jafnvel hörðustu guðleysingjar beygja kné sín fyrir honum, og var ég líka slíkur. Og vel á minnst munu þurfa að beygja sig: "Til þess að fyrir nafni Jesú skuli hvert kné beygja sig á himni, jörðu og undir jörðu og sérhver tunga játa Guði föður til dýrðar: Jesús Kristur er Drottinn." En Guð sýnir langlundargeð, því að hann vill að allir menn frelsist og komist til þekkingar á sannleikanum.

Megi svo Drottinn blessa þig og þína fjölskyldu og gefa ykkur að vera áframhaldandi vitnisburður um gæsku hans og kærleika.

kærleiks kveðja,

Janus.

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 17.11.2007 kl. 23:53

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt kæri Janus! Takk innilega fyrir þessa blessun og gífurlega sterka innlegg. Guð blessi þig kæri bróðir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.11.2007 kl. 00:08

18 Smámynd: Mofi

Takk fyrir skemmtileg grein. Alltaf gaman að heyra afhverju fólk trúir eins og það trúir og þín ganga sérstaklega athyglisverð.

Mofi, 18.11.2007 kl. 00:43

19 Smámynd: Tryggvi Hjaltason

Snilld, SNILLD

Elska þegar fólk opnar sig svona

Takk fyrir að deila

RSPCT

Tryggvi Hjaltason, 18.11.2007 kl. 01:14

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég gleðst með þér yfir afturhvarfi þínu til Guðs, Haukur minn Guðsteinn. Vertu þess háttar steinn sem aðrir mega byggja á, eins og Pétur, Kefas, bjargið sem átti að verða í frumsöfnuðinum, eins breyzkur og brotinn og hann hafði verið. Saga þín er mjög áhugaverð og náðin yfir henni. Guð blessi þig og þína á veginum, og þakka þér fyrir síðast, vinur og bróðir í Kristi.

Jón Valur Jensson, 18.11.2007 kl. 02:35

21 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Þú ert góður og kærleiksríkur maður Guðsteinn og þetta var áhugaverð saga. Ég ætla þó að leyfa mér að halda áfram þeim möguleika opnum að Ritningin sé ekki gallalaus. Fræum efans hefur verið sáð og því ekki hægt að treysta neinu þar umfram annað. Orð Jóns Steinars um um kærleikann og augu barnsins eru samt að mínu skapi og vissulega er ég ekki trúlaus. Satt er þa ðsem Guðsteinn segir, maðurinn hefur allaf trú og er leitand á andlega sviðinu. Minn Guð er kærleikur. Takk.

Páll Geir Bjarnason, 18.11.2007 kl. 08:44

22 Smámynd: Fjóla Æ.

Fallegur vitnisburður Haukur, takk fyrir að deila honum með okkur.

Ég held að það sé best að leyfa hinum dauðu að vera í friði. Það að einhverjir læknar að handan geti læknað hin ýmsu mein sem hrjá lifendur er að mínu mati bull. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að ef dauður læknir "lækni" þá komi að skuldadögum hjá hinum "læknaða" með öðrum orðum að maður sé að selja sál sína á einhvern hátt. Einu sinni var mér sendur svona læknir án minnar vitneskju og ég get ekki lýst óþægindum þeim sem ég varð fyrir. Þvílíkur hryllingur. Einnig varð ég ekki sátt við þegar fólk lét mig vita að það hefði talað við fólk til að senda eitthvað á son minn. Var þakklát ef ég var spurð áður en eitthvað var sent á hann, þá gat ég neitað.

Ég er núna í þeim pakka þar sem ég efast þvílíkt um gæsku Drottins. Hvers vegna verða lítil saklaus börn veik, hvers vegna deyja þau, hvers vegna þarf fólk sem er löngu orðið satt sinna lífsdaga að liggja í kör, hvers vegna þetta og hvers vegna hitt? Kannski er Hann að kenna manni eitthvað, ég veit það ekki. Núna þakka ég fyrir að hafa litla drenginn minn hjá mér, það var ótrúlegt þegar hann fæddist að hann næði þessum aldri en... Er það Guði að þakka? Ég veit það ekki en ég veit að það er ekki einhverjum löngu dauðum læknum að þakka.

Eigðu góðan dag.

Fjóla Æ., 18.11.2007 kl. 09:47

23 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert flottur Guðsteinn minn og takk fyrir þetta innlegg, heiðarlegt eins og þú ert sjálfur.  Víst er kærleikurinn mikilvægastur af öllu.  Kærleikurinn sem allt fyrirgefur og gerir engar kröfur.  Ég er á sömu skoðun og Jón Steinar, fólk þarf að leita að sínum innsta kjarna og sættast við sjálfan sig, og þá er hægt að halda áfram og finna rétta veginn.  Gangi þér vel vinur minn. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2007 kl. 12:02

24 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það held ég nú. Björgvin Jörgens var flottur karl og á ég honum mikið að þakka. Þú greinilega líka og margir aðrir sem ég þekki. Hann átti einmitt stóran þátt í því að ég, á þeim tíma frekar lélegt eintak af unglingi, komst til trúar. Það gerði mig að talsvert skárri manni.

Ingvar Valgeirsson, 18.11.2007 kl. 16:55

25 identicon

Guðsteinn minn,má ég bara ekki segja KLETTUR GUÐS,sem þú ert í einlægni þinni.  Það geta allir kveikt á kerti,en loginn er mismikill hjá okkur.    Ég hlakka alltaf til að lesa það sem þú skrifar.                   Guð veri með þér.     AMEN.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 18.11.2007 kl. 18:07

26 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Mofi - að réttara Halldór. Tak fyrir það kall.  :)

Tryggvi - RSPCT!

Jón Valur - takk sömuleiðis fyrir síðast, gaman var að hitta þig í göngunni. En ég mun reyna eins og minn mannlegi veiki máttur getur gert að vera slíkur sem Pétur. Guð blessi þig bróðir.

Páll Geir Bjarnason - ég þakka þín orð og innlitið, efann er erfitt að berjast við, og hann þekki ég afar náið. en ég veit og treysti að augu þín munu opnast fyrir því sem þú telur best fyrir þig. Ég get bara beðið fyrir því að valið verði rétt.  ;)

Fjóla - takk fyrir innlitið. Það er alltaf stóra spurningin, afhverju? Afhverju þjáningar og allt það? Því er erfitt að svara. En það er aðallega vegna þess að Guð er ekki harðstjóri sem breytir hlutunum eftir hentisemi, allt hefur sinn tilgang og eina sem hægt er gera er að biðja um miskunnar þeim sem eiga um sárt að binda. Guð blessi þig Fjóla mín.

Ásthildur Cesil - Guð blessi þig og varðveiti.

Ingvar - já, Björgvin gamli gerði sér aldrei grein fyrir hversu góð fyrirmynd hann var. Og sem betur fer gat hann bætt þig! hehehe .... ;)

Þórarinn - takk fyrir það ... innilega. Og hlakkar mig til að lesa eftir þig einnig.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.11.2007 kl. 19:29

27 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Bara flottur, Guðsteinn minn. Þið hjón eruð í hópi þeirra sem ég ber mesta virðingu fyrir hér hér í bloggheimum. Ég eyddi tveimur ágætum árum í Sálarrannsóknaskólanum fyrir nokkrum árum og sé ekki eftir þeim tíma. Þar sá ég líka hversu margir falsmiðlar eru á ferðinni og sá skrumið sem margir þeirra semja, leikstýra og leika. Nokkrum árum seinna kynntist ég eina manninum sem ég treysti í miðlastarfinu, því ég kynntist af eigin raun hans verkum. Þetta er viðsjárverður heimur, vinur minn, en þú ert vissulega á góðum stað með þína fallegu trú og fallega hjartalag.

Einlæg vinarkveðja.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.11.2007 kl. 21:17

28 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

Guðsteinn Haukur, mikið svakalega er þetta flott og þakka þér fyrir einlægnina og þorið. Það er margt sem þú segir sem ég kannast vel við án þess að ég fari meira út í það hér. 

,,Guð gaf mér eyra svo nú má ég heyra, Guð gaf mér auga svo nú má ég sjá...."   Guð blessi þig og veri með okkur öllum. 

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.11.2007 kl. 21:39

29 Smámynd: Heiða  Þórðar

Alltaf er nú jafn yndislegt að kíkja við hjá þér í heimsókn minn kæri Guðsteinn

Heiða Þórðar, 18.11.2007 kl. 23:55

30 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Sæll Guðsteinn:Takk fyrir að deila þessu með oss bloggvinum þínum og þetta var alls enginn langloka en eins og segir í biblíunni þá uppsker fólk eins og það sáir og það gerir þú.
Pax Vobis og GUÐ blessi þig bloggvinur sæll.

Magnús Paul Korntop, 19.11.2007 kl. 00:46

31 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kærar þakkir fyrir kærleiksríka grein um trúna. Þetta er að mínu mati sú besta trú sem við getum öðlast. Gangi þér allt í haginn og ég vona að heilsan fari batnandi.  Angel 2 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.11.2007 kl. 00:57

32 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir góðar óskir Guðsteinn minn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.11.2007 kl. 10:56

33 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábær grein hjá þér commerand  Haukur ég var svolítið sein að kíkja á hana þar sem ég ligg í flensu. En vitnisburður þinn er þvílíkt merkilegur og verður mörgum til blessunarGuð blessi þig og fjölskyldu þína í Jesú nafni

Guðrún Sæmundsdóttir, 19.11.2007 kl. 12:14

34 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Helga Guðrún - takk fyrir innlitið og athugasemdina, og mikil er virðing okkar hjónanna gagnvart þér líka!

Jóhanna Magnúsar-og Völudóttir - Guð blessi þig líka, gott að fá svona athugasemd frá guðfræðingi! :)

Heiða Þórðar - takk sömuleiðis, og vil ítreka að þín skrif mættu setja saman í góða bók! Megi Guð vera mér þér!

Magnús Paul Korntop - ég kann alltaf betur og betur við þig! Þú hefur greinlilega trúnna á réttum stað og hefur alltaf eitthvað fram að færa! Guð blessi þig MARGFALDLEGA Maggi! Þú átt það skilið!

Ásdís Sigurðardóttir - þig kann ég líka ákaflega vel, mikið er gott að vera umkringdur svo hlýju og góðu fólki, því ég veit að við erum ekki alveg 100% sammála um þessa hluti, en þú kemur alltaf fram að gagnkvæmnri virðingu við mig og mína trú! Þú átt virkilegt hrós skilið fyrir það og mættu fleiri vera eins og þú! Og heilsan er loks orðinn góð, takk fyrir að spyrja.   :)

Ásthildur Cesil - ég meinti líka það sem ég sagði, því alveg frá því þú hefur gerst bloggvinur minn, hefur þú ætíð verið kærleiksrík og góð, mér hefur alltaf yljað um hjartaræturnar þegar ég sé þín komment. Því ég hef alltaf litið á þig eins góða kærleiksríka ömmu sem er að passa uppá mig, sem afar þægileg tilfinning! Ég vona ég móðgi þig ekki með því að segja það, en þetta er bara mín upplifun vegna þess að þú ert algjör dúlla!
Takk fyrir góðar óskir Guðsteinn minn.

Guðrún - "commerand"? hehehe.. þú ert ágæt! Takk innilega fyrir innlitið. Og gaman var að deila þessu, ég verð að viðurkenna að ég var ekki alveg að þora að setja þetta í loftið, en Bryndís mín taldi mig á að gera það, og sé ég ekki eftir því. Guð blessi þig kæra systir og takk fyrir athugasemdina.

(Ég er hættur að nota orðið "kommenta" vegna hversu mikil ensku sletta það er! En það er bara ég ....  )

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.11.2007 kl. 13:23

35 identicon

Kæri Guðsteinn kærar þakkir fyrir skrif þín. Alltaf gott að kíka hér inn. Takk fyrir að vera þú sjálfur.

Guð veri með þér  kveðja Heiðrún     Iceland 





Heiðrún (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 19:36

36 Smámynd: Sigríður Jónsdóttir

takk fyrir vitnisburð þinn,

kv Sirry 

Sigríður Jónsdóttir, 19.11.2007 kl. 21:38

37 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

góð grein og góður vitnisburður

Guð blessi þig     Gulli Dóri       

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 19.11.2007 kl. 21:53

38 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

commerant Haukur ertu búinn að gleyma rússnesku útrásinni?

En Guð er góður, að hafa vakið þig til meðvitundar um hann. Dýrð sé Drottni Jesú Kristi fyrir náðina sem ekkert okkar á skilið

Guðrún Sæmundsdóttir, 20.11.2007 kl. 23:17

39 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Heiðrún - gaman að sjáþig hér og takk fyrir innlitið og kveðjurnar. Sömuleiðis vil ég Sigríði og Gunnlaugi fyrir komuna.

Guðrún, HAHAHAHA! Ég var búinn að gleyma því jú, rússnesku útrásinni okkar ... hehehehe... það er eitthvað langur í mér fattarinn þessa daganna!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.11.2007 kl. 23:33

40 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Takk fyrir hlý orð í Guðsteinn.

Pax Vobis-Guð blessi þig bróðir.

Magnús Paul Korntop, 21.11.2007 kl. 01:43

41 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Æ.þetta átti að vera takk fyrir hlý orð í minn garð Guðsteinn.

Pax Vobis-GUÐ blessi þig bróðir.

Magnús Paul Korntop, 21.11.2007 kl. 01:45

42 Smámynd: Heiða  Þórðar

Takk fyrir að deila þessari sögu/frásögn með okkur/mér. Guð geymi þig. Þú ert yndislegur!

Heiða Þórðar, 21.11.2007 kl. 11:38

43 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég bara varð að commenta aftur Guðsteinn. Las aftur og vildi kvitta fyrir komu mína hingað til þín.

Heiða Þórðar, 21.11.2007 kl. 11:40

44 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Magnús og Heiða, Guð blessi ykkur bæði ! Takk fyrir innlitið!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.11.2007 kl. 14:44

45 identicon

Mikið er þetta sterkur vitnisburður, takk innilega fyrir.  Það er dásamlegt að uppgötva þegar fyllingin kemur inn í líf mans - og loksins kemst maður að því að það var akkúrat "ÞETTA" sem maður hafði verið að leita að allt sitt líf. 

Enn og aftur takk fyrir vitnisburðinn.  Guð geymi þig og þína fjölskyldu bróðir.

Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 588402

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband