Fimmtudagur, 25. október 2007
Kristnir, sýnum umburðarlyndi !!
Í ljósi þeirra atburða sem hafa átt sér stað í dag, vil ég hvetja trúbræður mína og systur til umburðarlyndis. Sá atburður gerðist jú á prestastefnu þjóðkirkjunnar hafa valið auðveldu pólitísk réttu leiðina, fremur en Guðs orð.
Ég vil því hvetja trúsystkini mín að bíða og sjá Ég minni á að Jesús var sjálfur meðal bersyndugra, og kannski er þetta leiðin sem við getum veitt til tækifæra.
Bíðum og sjáum hvað mun gerast, ég veit að sjálfur hef ég í reiði minni komið með ýmsar yfirlýsingar um bloggheima, og nú seinast hjá Jóni Val. En ég skrifaði það í reiði og var ekki með hugann við efnið, heldur bara hjartað.
Þjóðkirkjan er í eigu þjóðarinnar, sem setur hana í þá leiðu stöðu að geta ekki hafnað vilja safnaðarmeðlima sinna. Sér í lagi þar sem skattarnir flestra okkar borga undir hana.
Tillaga Sr. Karls Sigurbjörnssonar Biskups gekk útá að gera þetta að lagagjörningi og ekki trúarlegi athöfn, prestum hefur því verið veitt umboð til þess að ganga frá lagalegum skyldum hjóna/sambúðarfólks. Það er ekki verið að heita blessun Guðs yfir samkynhneigð, heldur aðeins að fást við formsatriði við fallega athöfn sem allir eiga skilið og rétt á.
Ég vek einnig athygli á að um heimsviðburð er að ræða í trúarsögunni. Íslenska þjóðkirkjan er sú eina sem hefur gengið svona langt til þess að þóknast safnaðarmeðlimum sínum.
Ég veit og skil hvað ritningin segir um þetta, ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að við eigum að leggja blessun okkar yfir þetta og láta vaða yfir okkur!! Ég bið samt um umburðarlyndi og sjáum til hvað gerist!
Kristnir menn hafa í ca. tvö þúsund ár og gyðingar þar á undan haldið á lofti þeirri trú sinni um að samkynhneigð sé synd. Enginn ætti því að vera hissa á afstöðu kristinna til þessara mála. En það er greinilegt að pólitísk rétthugsun trompar skoðanir annarra. Allir eiga greinilega að vera steyptir í sama mót, og enginn má hugsa öðruvísi en hinn, allir eiga að vera sömu skoðunar og ef hann/hún dirfist að mótmæla því, þá er hann/hún úthrópaður(uð). Þess vegna fór þetta svona í dag og varð kristindómurinn undir í þeirri barráttu.
Ég veit það tekur á kæru trúsystkini, en sleppum öllum fordæmingum þar til allt kemur í ljós. Guð sagði aldrei að trúargangan yrði auðveld, þetta er bara eitt af þeim fjölmörgu dæmum sem trúaðir þurfa að ganga í gegnum. Það er það eina sem ég bið um er umburðarlyndi og við látum af öllum hamagangi og sleggjudómum.
Verum meðvituð um að niðurstaða er fengin og gleðjumst yfir því" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 2
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 588421
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Umburðarlyndi er óþolandi orð fundið upp af þeim sem þykjast allt vita. Þessi syndahugsun er búin að sýkja fólk svo mikið að það er með ólíkindum. Fyrir mér eru samkynhneigðir bara fólk eins og hver annar og eiga að njóta sama réttar í öllu og ekki hvað síst réttinn til að ganga í hjónaband á sama hátt og gagnkynhneigðir.
Ég trúi því að upplagi séu allir góðir og víðsýnir og búi yfir tærleika og fegurð sem hefur verið spillt og sýkt í gegnum aldirnar og ekki hvað þá síst af trúarbrögðunum sem hafa ákveðið hvernig fólk á að hugsa og hvernig ekki. Það eitt að kirkjan og trúfólk skuli voga sér að ákveða það hver sé þóknanlegur guði og hver ekki sýnir bara hræsnina og hrokann sem trúarbrögðin hafa innleitt með sinni blóðidrifnu slóð kúgunar og ranglætis.
Ég bendi trúuðum á það að það er gott að fara út fyrir rammann sem þeir hafa tileinkað sér og sjá hlutina og lífið frá fleiri sjónarhornum og eins og sleppa hendinni af guðsóttanum. Það er ekkert að óttast. Það er hægt að upplifa hið sanna frelsi og losna undan fjötrum öfgatrúar og lifa í sátt og samlyndi við ALLA.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.10.2007 kl. 20:57
Umburðarlyndi er óþolandi orð fundið upp af þeim sem þykjast allt vita.
Þess vegna þekkir þú greinilega illa það orð Magga, ekki hefur þér tekist að sýna kristnum það umburðarlyndi að viðurkenna þá einföldu staðreynd að við erum ekki sömu skoðunnar og þú. Það heitir því einfalda nafni FRELSI Magga mín. Þetta er ekki flókið.
... og ekki hvað þá síst af trúarbrögðunum sem hafa ákveðið hvernig fólk á að hugsa og hvernig ekki. Það eitt að kirkjan og trúfólk skuli voga sér að ákveða það hver sé þóknanlegur guði og hver ekki sýnir bara hræsnina og hrokann sem trúarbrögðin hafa innleitt með sinni blóðidrifnu slóð kúgunar og ranglætis.
Þvílík alhæfing og dónaskapur, ég þakka þessa móðgun Magga, þú ert sem sé að halda því fram að ég og aðrir trúaðir séum ekki með sjálfsæða hugsun! Líttu í eigin barm og ekki reyna að halda einhverja píslarvotta ræðu yfir mér!
Og lestu grein mína betur, ég er að boða umburðarlyndi sem mér sýnsit að þig greinilega skortir, því er verr og miður miðað við þessi orð þín um að við séum svona hrokafullir hræsnarar. Ég er að reyna að hvetja þá sem þú kallar 'öfgatrúar' til þess að hemja sig, er ég að gera svona rangt með því ? Ég held ekki.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2007 kl. 21:07
Við verðum bara að láta í okkur heyra. Allt of lengi höfum við þagað - ekki sagt eitt aukatekið orð. Bendi á færslu mín megin varðandi atburði dagsins.
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 21:17
Ég var að lesa færzlu þína Rannveig og fannst mér hún mjög góð og er ég henni sammála. Aldrei myndi ég heldur stimpla þig 'bókstafstrúarkonu' eins Magga gerir hér ofar. Allir hafa rétt á sinni skoðun og eina sem ég bið um er að fara varlega og hafa yfirvegun sem verkfæri. Það er allt og sumt.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2007 kl. 21:23
Auk þess sagði ég grein minni og ítreka:
..ég er ekki að segja að við eigum að leggja blessun okkar yfir þetta og láta vaða yfir okkur!!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2007 kl. 21:27
Þakka þér þessa umræðu - ekki vanþörf á. Takk fyrir færslu mín megin. Skil fullkomlega hvað þú ert að fara. Guð geymi þig og þína
Rannveig Margrét Stefánsdóttir (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 21:28
Guðsteinn: Held þú ættir að lesa aftur yfir það sem ég skrifaði í staðinn fyrir að rjúka svona upp.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 25.10.2007 kl. 21:30
Mér létti mjög að sjá komment þitt kæra Rannveig, því ekki vildi ég valda misskilning né misklíð meðal trúaðra.
Takk fyrir það Gunnar Friðrik. Guð blessi ykkur.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2007 kl. 21:32
Amen kæri Henry, og takk fyrir sterkt innlegg.
Magga, ég hef lesið orð þín margsinnis og hef alveg efni á að æsa mig, þú ert móðgandi og kallar mig og mína líka hrokafulla hræsnara. kanntu söguna um flísina og bjálkann? Ég er ekki að halda því fram að ég sé neitt fullkominn, því það er ég ekki. En orð þín dæma sig sjálf.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2007 kl. 21:36
Vitiði að ég bloggaði um sömu frétt, frá öðru sjónarhorni. Þar var tekið afar málefnalega á málinu og ég er að sjálfsögðu ekki sammála öllum, en reyni að tala við fólk af virðingu, þó að það kannski takist ekki alltaf enda er ég ekki fullkomin. Reynum hér í þessari umræðu að varast að móðgast við skrif fólks og látum skotgrafirnar eiga sig. Það munu aldrei allir verða manni sammála, hvorn pólinn sem að maður tekur í þessu máli. Ég hef nú aldeilis reynt það og er hætt að taka því persónulega ef að fólk er ekki sammála mér, eða segir eitthvað sem að mér á að mislíka.
Mér leiðist svo þetta eilífa þras kristinna á milli, um manneskjur og fólk sem að við höfum engann rétt á að vera að þrasa um. Allt fólk á sinn tilverurétt frammi fyrir Guði. Setjum okkur í spor samkynhneigðra, hvernig myndi okkur líða ef að það væri búin að fara fram 20 ára umræða um það hvort að við séum eðlileg eða ekki. Værum við ekki orðin pínu hvumpin og þreytt. Ég er alla vega þreytt og leið yfir þessu öllu saman. Ég get ekki aðgreint fólk og sagt, þú ert syndari, ekki þú, þú ert syndari...osfrv. Fyrir mér eru allar manneskjur frábær vitnistburður um óendanlegan sköpunarkraft Guðs! En það er mín trú og ég er kannski að játa það á vitlausum stað, en mín trú er lifandi og hún er þessi. Samkynhneigð truflar ekki mína trú, hún truflar ekki mitt líf og það að þau fái blessun Guðs er svo frábært, Hugsið ykkur á tímum þverrandi trúar og afhelgunar í heiminum, þá er til hópur fólks sem þráir samfélag við Guð og hans blessun yfir sitt líf. Kirkjan á að taka því fagnandi ekki ýta frá.
Þetta er eins og ég segi mín játning og eflaust mun einhver koma fram og segja mig á villigötum, ég hef svo sem heyrt það fyrr hmmm.....
En ætla ekki að dvelja við þetta lengur, þú leggur þitt inn í umræðuna Guðsteinn, Margrét sitt. Hugsanlega er gjá ykkar á milli í skoðunum. Þrasið leiðir ekki til niðurstöðu.
Varð bara að leggja orð í belg. læt staðar numið að sinni!
Takk fyrir pistil!
Sunna Dóra Möller, 25.10.2007 kl. 21:51
Takk fyrir þitt innlegg Sunna og hefur þú margs til þíns máls. Ég er alls ekki þekktur fyrir að æsa mig og skapa leiðindi, en þegar öll mín trú og annarra er tekinn fyrir kölluð þeim nöfnum sem Magga notar, þá hem ég mig ekki.
Mér leiðist þetta þras og kít alveg eins og þú, sjálfsagt Magga líka. En ég byrjaði ekki með nafnaköll og leiðindi, og bið ég Möggu um að vera málefnalegri og bera vott af virðingu um lífsskoðun mína. Er ég að fara fram á mikið þegar ég bið um það? Ég held ekki.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2007 kl. 22:10
við,við,við... maður heyrir þetta mikið, eins og það séu 2 þjóðir í þjóðinni; svona typical aðskilnaðar trúardæmi.
Svona er þetta og ástæðan fyrir því er bara ein, þjóðkirkjan vil sofa í rótt faðmi ríkisins svona money for nothing dæmi.
Svo er ósambærilegt Rannveig að bera saman barnaníð, dýrakynlíf og ég veit ekki hvað saman við 2 fullveðja samþykka einstaklinga... ekki horfa svona rosalega einfalt á lífið og tilveruna, þarna verður þú að horfast í augu við þína fordóma.
Segja sig úr þjóðkirkju??? ég myndi gera það ;)
DoctorE (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:13
Já Dokksi minn, svona er þetta bara. Alveg eins og það eru til Sjálstæðismenn og vinstri grænir, þá eru ekki allir sammála. mannkynið hefur veriöð svona frá upphafi. Sorry kall, fact of life! ;)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2007 kl. 22:17
Takk Haukur fyrir að impra á þessu máli. Ég segi fyrir mitt leyti hef ég gert alltof miklar kröfur til þjóðkirkjupresta. Ég var svo einföld að trúa því að prestur væri heilagur erindreki Guðs þegar að hann stæði fyrir framan altarið skrýddur helgum skrúða. Mér er að skiljast það æ betur að þjóðkirkjuprestar eru sennilega í sama flokki og fólkið sem vinnur hjá borgarfulltrúa eða öðrum opinberum störfum . Það var einhver miskilningur í gangi hjá mér með að þjóðkirkjuprestum bæri að lúta Guðsorði. Prestar þjóðkirkjunnar eru fyrst og fremst ríkisstarfsmenn og því ósanngjarnt fyrir þá að þurfa að sitja undir því að kristið fólk sé að gera sér einhverjar vonir og væntingar til þeirra. Það er svosem ágætt að hafa þessi atriði á hreinu, ég bíð eftir því að sjá ritualið sem er gert í kringum staðfestingu sambúðar, og geri þá upp huga minn hvort að maður eigi nokkuð erindi inní þetta apparat, sem líkist æ meira einhverri opinberri stofnun heldur en Guðshúsi.
Guðrún Sæmundsdóttir, 25.10.2007 kl. 22:27
Amen Guðrún, þú hefur fullkomlega náð meiningu minni. Takk fyrir þetta.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.10.2007 kl. 22:30
Magnað, Guðrún búin að fatta að þjóðkirkjan er ríkisstofnun eins og vegagerðin eða eitthvað slíkt, gerir bara miklu minna gagn :)
DoctorE (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 22:45
Ég verð að vera sammála Sunnu Dóru að því leitinu að við getum ekki dæmt um það hverjir eru Guði þóknanlegir. Vissulega boðar Guð okkur að við eigum að halda okkur frá syndinni, en hefur nokkurri manneskju tekist það, að undanskyldum Kristi sjálfum, sem var enda Guð af Guði.
Hér er svo gott að vitna í Ágústínus kirkjuföður og lausn hans á Dónatistadeilunni. Sú deila fjallaði um það hvort þeir biskupar og embættismenn væru nógu helgir ef þeir höfðu eitt sinn fallið frá trúnni í ofsóknunum "lapsed" og síðan iðrast og snúist aftur. Þar benti hann okkur á dæmisöguna um kornskurðinn í Ritngingunni, þar sem himnaríki er líkt við kornræktanda sem vill ekki uppræta illgresið (syndina) af ótta við að taka eitthvað af korninu með.
Átti þetta að kenna mönnum að það er ekki okkar að dæma fólk heldur algerlega Guðs, þegar uppskerutíminn rennur upp. Því verðum við ekki laus við illgresið (syndir, mannanna slæmar hugsanir, kærleiksleysi, biturð og reiði svo dæmi sé tekið) úr kirkjunni. Kirkjan mun aldrei getað orðið samansafn af einhverju algerlega heilögu fólki.
Hitt er svo annað mál hvort að við höfum vald til þess að hagræða því hvað ritningin kennir að sé synd og hvað ekki. Hvað kemur næst. Að það sé í raun ekki synd að hugsa um konu náungans í girndarhug? Fólki kann að finnast það óþægilegt og dæmandi, en Kristur vildi einmitt sýna okkur að við getum ekki staðið undir lögmálinu í eigin mætti. Við þurfum hjálp Guðs til að berjast við syndina og að lokum fyrirgefningu hans og friðþægingu fyrir öll endalausu mistökin.
Eins óttast ég að þessi niðurstaða leið einmitt af sér þann misskilning að ekki beri að taka boðun Ritningarinnar alvarlega, hún sé einfaldlega tæki í okkar höndum sem við getum mótað eftir eigin hentisemi. Eins gæti þetta misskilist sem algert samþykki Guðs með samkynhneigð, þrátt fyrir að engum hafi tekist að sanna neitt í Ritningunni eða hinni kirkjulegu hefð, í þá veru.
Það er af þessum sökum sem Kristnum blöskrar. Það er ekki af því að við getum ekki umborið aðra syndaseli en okkur sjálf, heldur af því að við óttumst Guð í einlægri trú okkar á hann, og viljum að sú trú fái að haldast í sinni hreinustu og upprunalegustu mynd. Við viljum ekki taka okkur vald yfir Guði bara til að hliðra á þægilegan hátt, til fyrir sérhagsmunahópum.
Bryndís Böðvarsdóttir, 25.10.2007 kl. 22:51
Ég ætla ekki að hætta mér út í þessa umræðu. Vil ekki segja neitt sem ég gæti séð eftir. Kveðja frá Skjálftafossi.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.10.2007 kl. 23:18
Vel mælt, Bryndís, tek undir allt þetta hjá þér.
Jón Valur Jensson, 25.10.2007 kl. 23:32
Ég mun að sinni bíða og sjá,ekkert liggur á og kannski hefur þetta verið undarleg vika,ný biblíuþýðing,ákvörðun kirkjuþings svo ekki sé nú minnst á 10 litla drengi í endurútgáfu.Guð veri með okkur öllum kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 25.10.2007 kl. 23:49
knús.
Linda, 26.10.2007 kl. 00:03
Takk fyrir innlitið allir, og umræðurnar.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.10.2007 kl. 11:17
Hvað er að segja...hver ræður í kirkjunni? Guð, höfundur mannréttinda eða menn sem telja sig höfunda mannréttinda
Mín kirkja hefur skýrar línur í málefnum samkynhneigðra. Eru þær línur grundvallar á orði Guðs. http://www.adventist.org/beliefs/statements/main_stat46.html
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 26.10.2007 kl. 20:17
til ykkar allra, hér hafa bara fallið velmeinandi orð og sanngjörn (svona að mestu, en ég nenni ekki að benda á það sem fór miður hjá einhverjum)
halkatla, 26.10.2007 kl. 20:44
Umburðarlyndi er þolandi orð , Oft erfit flott hjá þér Haukur """
Jóhann Helgason, 27.10.2007 kl. 01:19
Guðsteinn: Ég má alveg eins segja mínar skoðanir eins og þú þínar. Þú virðist ekki bera mikla virðingu fyrir mínum skoðunum en þér finnst að ég eigi að bera virðingu fyrir þínum.
Innleggið mitt var almenns eðlis, ég var ekki að bauna á þig! Mér finnst þú ágætur, þótt ég sé ekki sammála þér um trúmál.
Kveðjur.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 27.10.2007 kl. 22:43
Sæl Margrét. Ég vil fá að vitna í þig hér:
"Ég trúi því að upplagi séu allir góðir og víðsýnir og búi yfir tærleika og fegurð sem hefur verið spillt og sýkt í gegnum aldirnar og ekki hvað þá síst af trúarbrögðunum sem hafa ákveðið hvernig fólk á að hugsa og hvernig ekki."
Ég vil bara benda á það að í uppeldisfræðum hefur lengi verið deilt um það hvort við mótumst meira af erfðum eða uppeldi. Eins hvort við séum að upplagi góð, eða vond. Ég held þó að fáir uppeldisfræðingar í dag mundu skrifa undir það að við fæðumst góð. Þeir sem hafa unnið á leikskólum eða bara alið upp eigin börn finna það að stutt er í hið vonda í eðli okkar. Í raun helst hið illa í takt við fáfræðina. Það gerir hið góða að einhverju sem við lærum að mestu og þroskum með okkur. Við höfum innra með okkur getuna til þess að læra og að lokum lærum við flest að best er að vera góður svo að aðrir verði góðir við okkur.
Hvað varðar þátt trúarbragðanna í þessu, þá segir sagan okkur það helst, að hið illa virtist haldast meira í hendur við þau menningarsamfélög sem stunduðu fjölgyðisdýrkun, sem tíðkaðist hvað mest fyrir tíma Kristninnar. Öll önnur fjölgyðistrúarbrögð lifðu í ótta við, oft afar duttlungafulla guði, sem álíka duttlungafullir prestar túlkuðu eða hofspámenn. Þessir guðir kærðu sig minnst um náungakærleika. Enda var allt í lagi að drepa mann og annan ef það var bara gert guðunum til dýrðar.
Hjá hinum heitttrúuðu fyrstu kristnu gilti hinn fórnfúsi náungakærleikur. Menn dóu t.d. frekar heldur en að segjast ekki trúa á Krist. Menn sem voru ríkir gáfu eigur sínar og deildu með hinum fátæku. Konur fengu áðuróþekktan virðingarsess. Í kristninni var því allt siðferði tekið á hærra plan. Hins vegar hafa mennirnir ekki alltaf farið eftir þessu og því afar vinsælt að nota það sem rök gegn trúuðum í dag, hvernig hinir slæmu menn sögunnar hafa misnotað trúna sér í hag.
Ef ekki væri fyrir uppgang kristninnar værum við líklega enn á þessu fjölgyðistrúarplani. Við værum annaðhvort með hin Rómversku trúarbrögð, kannski í bland við mystík hindúisma og ýmsar launhelgar, í passlegri rækt við okkar Ásatrú.
Við værum kannski enn að brenna konur á báli með manni sínum sakir hennar "slæma karma". Eins eru til heimildir frá víkingatímanum þar sem norrænar konur voru látnar ganga á bálið við líkbrennslu manna sinna. Það er ekkert í öðrum trúarbrögðum sem boðar umburðarlyndi í garð kvenna, ekki á sama hátt og Kristur gerði það. Meira að segja "kærleiksboðendur" eins og Konfúsíus, settu konuna á afar lágan stall, Þar sem að hún var algerlega réttlaus eign karlmannsins. Í Hindú bar henni að kasta sér á bálið með manninum sínum ef hún var ekkja. Hinsvegar hefur samkynhneigð eflaust verið viðurkennd hjá Hindúum, en þar var samt ekki umburðarlyndi í garð fátækra, öryrkja og ekna, því þeir voru að uppskera sitt slæma karma úr fyrra lífi. Einstakir Rómverskir keisarar fordæmdu samkynhneigð sem óhreinleika, þannig að ekki bara gyðingar og kristnir mæltu gegn því.
Trú gyðinga einkenndist af mikilli áherslu á hreinleika, hreinsun og ritual því tengt. Hreinsunin varð að ná allt til hins innra manns. Ekkert sem raskað gat kærleikanum til Guðs og náungans eða hreinleika Ísraelsþjóðarinnar var liðið. Saur var óhreinn og bauð upp á smitsjúkdóma, en það vissu Gyðingar. Því var algert bann við samkynhneigð auk þess sem Guð hafði skapað manninn og konuna fyrir hvort annað og ákveðin helgi ríkti yfir því sambandi líka.
Upp úr þessu spratt síðan Kristnin. Helgihald hinna fyrstu kristnu var mjög svipað því gyðinglega, enda litu þeir á sig sem Gyðinga er fundið höfðu Messías, sem spámennirnir spáðu fyrir um. Hinsvegar fordæmdi Kristur margt í hinum gyðinglegu siðum sem mannasetningar. Aðeins það sem Kristur fordæmdi og breytti, greinir okkur frá Gyðingum. Hinsvegar talaði Kristur ekkert um samkynhneigð. Páll ritaði hinsvegar um þetta og hefur hann eflaust talað frá sjónarhorni hins ríkjandi viðmiðs innan kristindómsins á 1.öld e.k. í anda hinnar samræmdu boðunnar hinna postullegu kirkja, þ.e. þeirra er postularnir sjálfir settu á fót.
Það er mikið vanmetið hve hið vestræna siðferði er grundvallað á hinni kristnu siðaboðun. Það er Kristninni að þakka að við höfum skóla, sjúkrahús sem er ekki bara fyrir hina fáu ríu og félagslegt kerfi (þetta heyrði ég fyrst af sögukennaranaum mínum í framhaldsskóla). Það er því óþarfi að klína bara hinu neikvæða á trúna okkar. Við eigum henni margt að þakka. Það er einmitt út af henni sem allir virðast vera svona góðir, því okkar laga og réttarkerfi byggir líka á siðaboðskap trúarinnar. Nú má t.d. ekki lengur vega mann í blóðhefnd, eins og tíðkaðist áður fyrr.
Það að vera Kristinn býður ekki upp á nein plúralísk sjónarhorn. Það er aðeins einn Guð og honum veljum við að fylgja, vegna þess að hann hefur grundvallað boðun sína á kærleika, eins og faðir sem elskar börnin sín. Þetta snýst því ekki um það að hinir kristnu séu að reyna að vera vondir því við séum svo þröngsýn. Þetta snýst um það hvort maður trúi á Guð eða bara hreinlega sleppi því. Það er fólgin í trúnni kærleikur og visst umburðarlyndi í skjóli þeirrar náðar og fyrirgefningar sem við höfum fyrir syndir okkar, er brjóta gegn ofannefndum hreinleika í trúnni. Það eru samt nokkuð skýrar línurnar um það hvað telst vera synd og hvað ekki. Ef við færum að breyta því væri þetta ekki trú sem við hefðum. Það að trúa felur í sér að maður beygir sig undir eitthvað sem maður er tilbúinn að treysta fullkomlega.
Bryndís Böðvarsdóttir, 29.10.2007 kl. 15:21
Magga mín:
Það er nefnilega málið, hvar í málflutningi mínum hef ég gert lítið úr þínum skoðunum? Endilega bentu mér á það. Hver á rétt á sinni skoðun, en miður finnst mér miður að þótt þú talir "almenns eðlis" að það bitni á mér. Því athugaðu að ég tilehyri þeim hóp sem þú taldir upp í upphafi. Sama hvernig þú lítur á það, þá er ég hluti af þeim sem þú telur "öfgatrúar" vegna afstöðu minnar til samkynhneigðar. Og bætir þú því við að við séum "hrokafullir hræsnarar" vegna afstöðu okkar.
Ég get vel umborið þína skoðun Magga mín, en einungis ef um gagnkvæma virðingu er að ræða.
Mér finnst þú líka ágæt Margrét, því eins og ég sagði annarsstaðar, þá þurfum við ekki að vera svarnir óvinir þótt okkur greini á í einum málaflokki. Þú ert eðalkona Magga mín, við erum bara ekki sammála að þessu sinni.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.10.2007 kl. 16:00
Bryndís mín! Flott færsla hjá þér!
Eins vil ég þakka Eika, Önnu Karen og Jóa fyrir innlitið.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.10.2007 kl. 16:02
ég vil leiðrétta ofangreint: "Enda var allt í lagi að drepa mann og annan ef það var bara gert guðunum til dýrðar." Það var allt í lagi að drepa mann og annan á meðan ríkjandi yfirvald og konungar bönnuðu það ekki.
Bryndís Böðvarsdóttir, 29.10.2007 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.