Hvað er kona?

Konan er stundum hvundagshetjan sem enginn tekur eftir.

Konan er sú sem veitir huggun við jafnvel dýpstu sárin.

Konan er vanmetinn og getur allt sem karlmenn geta og jafnvel betur.

Konan er eins og leirker sem leirkerasmiðurinn (Guð) vandaði smíðina hvað mest við.

Konan er yndi karlmannsins og kóróna lífs hans.

Konan er með fagrar ávalar útlínur og greina okkur karlmennina frá þeirri listasmíð sem þær eru.

Konan er sköpun Guðs til jafns við karlmanninn, saman eru þau eitt hold.



Karlmenn, tökum ekki neinu sem sjálfsögðum hlut - sérstaklega ekki konurnar okkar.

Karlmenn, virðum skoðannir hennar og eru þær stundum réttari en okkar eigin.

Karlmenn, lærum að hlusta - konan á ekki að vera rödd hrópandi í eyðimörkinni.

Karlmenn, segjum frá hvernig okkur líður - stelpurnar hafa betri skilning á tilfinningum en við.

Karlmenn, ástin er meira en blóm sem þarf að vökva, það þarf líka að reita eigin arfa.

Karlmenn, með umhyggju og virðingu þá mun kona þín elska þig meira.

Karlmenn, komið fram við þær eins og þær væru þið sjálfir.

red_rose2


Bryndís - ég elska þig. Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Fallegur pistill hjá þér, Haukur. Lífið væri vissulega tómlegt, ef ekki væru konurnar.

Það var rétt sem ég sagði um ykkur ofurbloggara, þegar þið farið í bloggfrí þá er það í mesta lagi dagur eða tveir. Minnir mig á predikara sem eru alltaf að koma með lokapunktinn. Guð blessi þig bróðir

Kristinn Ásgrímsson, 24.10.2007 kl. 13:51

2 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Svo sætt:)

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 24.10.2007 kl. 13:57

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kiddi, ég náði heilum 2 dögum ! En ég tel mig ekki hópi einhverja "ofurbloggara", en ég hef gaman að þessu. Guð blessi þig líka!

Nanna, takk fyrir það.  :) 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2007 kl. 14:17

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fallega skrifað um okkur konurnar og falleg er hún Bryndís þín. Ef við konur hugsum svo á sömu nótum til ykkar og metum ykkur að verðleikum þá mun lífið verða létt.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.10.2007 kl. 14:32

5 Smámynd: Anna Lilja

En fallegt hjá þér. Gott að vita af svona fallegri sál.

Anna Lilja, 24.10.2007 kl. 15:40

6 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Þarna tókst þér að rífa mig upp úr blogg sleninu...

Elska þig Haukur minn. Hvar væri ég án þín.

Bryndís Böðvarsdóttir, 24.10.2007 kl. 17:00

7 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Guðsteinn þú ert náttúrulega bara snillingur takk fyrir lesturinn kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 24.10.2007 kl. 20:59

8 Smámynd: Fjóla Æ.

Sannfærðir mig nú algerlega að þú ert bljúgur maður. Það hve fögur orð þín eru sýnir mikla virðingu þína til kvenna. Takk fyrir það.

Fjóla Æ., 24.10.2007 kl. 22:22

9 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Já öll sköpun Guðs er yndisleg og það eru líka þið karlmennirnir! Drottinn blessi hjónaband ykkar Bryndísar, þið eruð nú meiri krúttin!

G.Helga Ingadóttir, 24.10.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 588421

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband