Bloggfrí

Farinn í bloggfrí, seinna í dag mun ég læsa blogginu til þess að ég falli ekki í freistni. En mun opna aftur von bráðar. Ég þarf að nálgast Guð enn á ný og endurnýja mig. Ég hef ekki lengur krafta til þess að svara fyrir trúna uppá eigin spýtur, ef ég hef ekki Guð með þá er þetta allt til einskins. Ég er hvort eð er hálf þunglyndur þessa daganna og megið þið alveg biðja fyrir mér.

Guð blessi ykkur á meðan.  Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þunglyndi er useless, vonandi hressist þú fljótlega

DoctorE (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 11:38

2 Smámynd: Flower

Komdu aftur endurnýjaður í krafti Drottins og megi hann styðja þig í þessu óyndi þínu.

Flower, 22.10.2007 kl. 12:20

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hárrétt Dokksi, það algjörlega "useless", ég veit ekki hvað gangur að mér. En vonandi breytist það fljótlega, en ég ætla vera á vísi í fríinu.

Og takk fyrir það kæra Flower. Guð blessi þig líka. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.10.2007 kl. 12:29

4 Smámynd: Vendetta

"Ég þarf að nálgast Guð enn á ný...."

Vonandi ertu ekki að fara að deyja?

Vendetta, 22.10.2007 kl. 13:19

5 Smámynd: Vendetta

Ferðu á visir.is þunglyndiskasti? Saknarðu Sigurðar og Jónasar það mikið? Ég hef ekki verið á visir.is í ómunatíð og hef alveg læknazt af þunglyndinu og bældu reiðinni.

Vendetta, 22.10.2007 kl. 13:22

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

hehehehe ... þú ert ágætur Vendetta og er ég ekki að fara að deyja.  ;)

En já, mér finnst skrif Sigga og Jonna afspyrnu fyndin stundum og fer þangað til þess að létta geð mína. Sérstaklega þegar Siggi segir "Vík brott Satan" .... tíhí! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 22.10.2007 kl. 14:00

7 Smámynd: Flower

Já og þegar Jónas fer að tala um umferðina og hraðann sem ætti að keyra á, 30 km úff hehe. Þegar hann tjáði sig um hvað það var arfavitlaust að stoppa ökumann sem keyrði á 30 þá gat ég ekki hlegið eins ég vildi þar sem ég gat ekki hlegið vegna hósta á þeim tíma. Þeir eru eitthvað skrítnir blessaðir.

Flower, 22.10.2007 kl. 18:04

8 Smámynd: Flower

Nei bíddu þetta kom eitthvað skakkt út Átti að vera, gat ekki hlegið vegna hósta á þeim tíma hehehe.

Flower, 22.10.2007 kl. 18:07

9 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Það er fátt betra en gott þunglyndi í 2-3 daga. En til lengdar getur það verið til trafala.

Hlakka til að sjá þig taka til hendinni við skriftir aftur

Bestu kveðjur

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 22.10.2007 kl. 19:26

10 Smámynd: Fjóla Æ.

Gangi þér vel að nálgast Guð betur. Þú kemur öflugri til baka.

Mundu bara að þegar lífið er erfitt og flókið og aðeins ein spor eru á sandinum, þá ertu borinn á Hans höndum og brátt verða tvenn spor á sandinum. Guð blessi þig. 

Fjóla Æ., 22.10.2007 kl. 20:21

11 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Guðsteinn veri guð með þér og þínum,ég mun hafa þig í huga mínum næstu daga og af þér hefi ég engar áhyggjur,þú veist alveg hvað þarf til að laga ástandið og vertu ekki bara svona dómharður á sjálfan þig.Kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 22.10.2007 kl. 20:28

12 Smámynd: Linda

Já, ég eins og þú er að endurhlaða mig, en, veistu það er svo margt dásamlegt að ske að við þurfum ekki að leita langt til þess að finna fólk sem styður við bakið á manni þegar að manni er vegið, samfélag trúaðra er til þess gert, mundu hvað er í gangi, sem ekki trúaðir hafa ekki hugmynd um, teigðu þig í það, elsku vinur og allt fer á betri veg.

Varðandi visir..juck.þar fæ ég bara harðlífi sálarinnar, ef svo má að orði komast ´tíhí, gangi þér vel

Linda, 22.10.2007 kl. 20:28

13 Smámynd: halkatla

við erum greinilega öll á sömu/svipaðri bylgjulengd með bloggin ha humm, ég tek bara undir með fólkinu, vona að þú komir endurnærður til baka eftir smá frí

halkatla, 22.10.2007 kl. 21:33

14 identicon

Njóttu hvíldarinnar,allt tekur á. Jafnvel hið venjulega, daglega amstur.Farðu vel með þig. Og góður Guð blessi þig.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 22:21

15 identicon

Ég sá að einni af færslum þínum talar þú um Alan Parson Project. Ég hef alltaf verið hrifinn af þeim.Ég náði í LIVE eintak með þeim þegar ég var í U.S.A. 1996. OG þar er lag sem heitir   LIMELIGHT    sem fólk ætti að hlusta á, bæði lag, og texta.Þetta var svona útúrdúr.HVÍLD og NÆÐI eru saman ÆÐI.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 23:31

16 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Bestu kveðjur til þín. Það er lægð yfir landinu og gott að hvíla sig. Hafðu það gott!

Laufey Ólafsdóttir, 23.10.2007 kl. 00:23

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Flower - nákvæmlega!

Eiríkur Ingvar Ingvarsson - oft erum við ósammála Eiki minn, en mér þykir verulega vænt um þín skrif. Ég er alveg hissa hvað þú þolir mig miðað við sögu okkar !  ;)

Fjóla Æ. - Þú ert yndi, takk kærlega fyrir það. Enda skynsöm suðurnesjamær!  :D

Úlfar Þór B Aspar - rétt hjá þér, ég á það til að vera soddan böðull þegar kemur að mér sjálfum. Takk fyrir góð hvatningarorð.

Linda - enda ert þú sem styður alltaf við bakið á mér, sama hvað á bjátar. Þú ert sönn vinkona. 

Promecius/Henry - Mér líst betur á að þú læsir blogginu frekar en að eyða því, miðað við þann metnað við bæði hönnun og skrif, þá væri blóðtaka ef þú hættir!

Anna Karen - Guð blessi þig krúttið mitt!  :)

Þórarinn Þ Gíslason - Ég ætla að finna "Limelight" á Youtube, og takk fyrir skemmtilega rímu!  :)

Laufey Ólafsdóttir - Lægðin hefur heldur betur áhrif! Hárrétt hjá þér, Guð blessi þig bloggvinkona!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.10.2007 kl. 16:19

18 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Þú þarft ekkert að svara fyrir trú þína, allt sem þér finnst er rétt og það kemur engum öðrum það við.  Vonandi líður þér fljótlega betur.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 23.10.2007 kl. 16:47

19 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Nanna, takk fyrir það og Guð blessi þig.  :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 23.10.2007 kl. 17:34

20 Smámynd: Theódór Norðkvist

Guðsteinn, ef þú ert þunglyndur þá ræð ég þér frá því að þrassa við furðufuglana á Vísi. Það er allavega mín reynsla, ef ég er dapur, þá versna ég af því að fara þangað.

Theódór Norðkvist, 23.10.2007 kl. 22:36

21 Smámynd: Heiða  Þórðar

Guðsteinn; þú ert æðislegur. Hlakka til að fá þig fílelfdan til baka úr frí-inu. Sakna þín strax. Þú ert svona ekta ekta gullmoli skilurðu.

Heiða Þórðar, 24.10.2007 kl. 00:11

22 Smámynd: Þormar Helgi Ingimarsson

Sæll Guðsteinn. Ég hvet þig að takas á við þetta. Vissir þú að þunglidi er ekki sjúkdómur heldur andi. Hverni veit ég þetta? Ég veit það vegna þess að ég á vin sem hefur verið að eiga við geðræn vadamál að stríða.Og þegar ég bið fyrir honum þá hverfur það. Þess vegna veit ég þetta.

Og ég á líka vadi. Vald sem Guð segir að ég eigi i Jésu Kristi.

Vissir þú að þú átt þetta vald í Jesú eins og ég.

Í nafniu Jesú er allt sem þú þarft.  Og í Lúasarguðspjalli 10:19. Segir. Ég hrf gefið þer vald til að stíga á höggorma og spordréka og yfir öllu óvinarins veldi og þeir munu allsekkrt mein gjóra.

Guðsteinn tákt þeta vald þér í hönd. Biblían segir einnig í Jakobsbréfinu segir að standa gegn djöflinum stöðugur í trúnni og þa mun hann flía yður.

 Í Filippíubréfinu. 4:4 Segir Páll. Verið ávalt glaðir í Drittn ég sgi aftur verið glaðir.

Guðsteinn. Gani þér vel og hafðu það sem allra best í frínu og endur nærðan.

Þormar Helgi Ingimarsson, 24.10.2007 kl. 07:25

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Teddi - já að fara á vísi er stundum eins og að heimskæja klepp. Maður verður hálf þreyttur eftir vistina.

Heiða - ég fer bara hjá mér! Takk fyrir þetta og Guð blessi þig. 

Þormar - ég er þeim kostum gæddur að fengið mikla blessun frá Guði. Hann gaf mér gjöf greininga andans, og hef ég það vald frá Drottni mínum að ekkert slíkt þrífist meðal mér og minna. En takk fyrir þitt innlegg og Guð blessi þig bróðir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.10.2007 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband