Miðju Bingi sprengir samstarfið - og alvöru vinstrimenn taka við ! :)

Ég var ekkert smá ánægður að sjá þetta! Loksins hefur vilji fólksins náð sínu fram í kosningum sem skiluðu veikri minnahlutastjórn! Til hamingju allir vinstrimenn og konur, borgin er unnin!  Grin W00t Wizard
mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki er ég að fullu sammála þér. Ég er búin að vera að vasast í velferðarmálum í langan tíma og velferðarkerfið í borginni er í rúst eftir R-listann. Ég vildi V-græna og Sjálfstæðismenn í borgina ekki þessa framsóknarmenn sem eru ein mesta lákúra sem þekkst hefur. Samanber hvernig heilbrygðismálin voru eftir þá. Ekki gott fyrir vg að taka framsókn með sér. Þeir eru eins og skemmt epli

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 15:44

2 identicon

Við þurfum nýtt afl, þessi gömlu öfl eru allt sama kálið mar

DoctorE (IP-tala skráð) 11.10.2007 kl. 17:15

3 Smámynd: Svartinaggur

"Vinstri Villi sprengir samstarfið..." Bróðir Haukur, ertu til í að skýra þessa setningu aðeins fyrir mér?

Svo skildist mér að Bingi hafi handsalað við Villa seint í gærkvöldi áframhaldandi samstarf. Það handsal entist ekki sólarhringinn. Ég óska ykkur vinstrimönnum til hamingju með slíkan samstarfsmann.

Svartinaggur, 11.10.2007 kl. 18:14

4 Smámynd: Vendetta

Rétt er það. Björn Ingi er skemmt epli og þarf að henda honum í sorpið eins og hverjum öðrum úrgangi. Á meðan þetta gerpi skríður um gólf ráðhússins, er engin ástæða til að óska Reykvíkingum til hamingju.

Vendetta, 11.10.2007 kl. 18:28

5 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég verð að viðurkenna að ég var við veiðar í Póllandi á kosninga dag. En ég hélt með fullri virðingu að niðurstöður kosninganna hafi verið vilji til stjórnunar D lista.... Kannski var vitlaust talið og röng stjórn tók við á röngum forsemdum. Það er staðreynda villa númer 1 síðan kemur þessi númer 2... Villi sprengir samstarfið....Þetta þarf að skýra.

Ég hef séð mótmæla aðgerðir af minna tilefni. Ég skal bera fána

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 11.10.2007 kl. 18:39

6 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Var það ekki ,,miðju Bjössi" sem sprengdi"?

Ágúst Böðvarsson, 11.10.2007 kl. 18:46

7 Smámynd: Linda

Ég er sammála Svartinagga og Vendetta, varðandi Björn Inga, honum er ekki treystandi, þetta var lágkúrulegt bragð að hans hálfu og því í mínum huga stendur nýja borgarstjórnin ekki á réttlátum nótum. Ég vona að það verði nýjar kosningar..

Linda, 11.10.2007 kl. 18:48

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Smáútskýring, þessi grein var saman í hita leiksins. Ég var með þeim fyrstu sem blogguðu um þetta og þá lá EKKERT fyrir. Enginn vissi neitt.

En ég er sammála öllum hér með "miðju Binga", honum er engann veginn treystandi. Hann hefur sýnt það og sannað.

Dokksi, þú kemur reyndar með snilldar hugmynd, það þarf nýtt afl og nýtt fólk til þess að hrista uppí þessu öllu. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2007 kl. 19:51

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

En ég breyti þessari fyrirsögn þar sem nú er komið í ljós að er staðreyndarvilla.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.10.2007 kl. 19:52

10 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Er nokkur hissa á að ég hafi sagt mig úr framsókn á sínum tíma þegar Halldór seldi flokkinn fyrir stól og slikk,sem hann hélt ekki út vegna slæmra kosninga í sveitastjórnum um land allt.

En ég er samt feginn að samstarfið hafi sprungið vegna þess að enginn flokkur að mínu mati á Íslandi er eins spilltur og Sjálfstæðisflokkurinn.Kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 11.10.2007 kl. 23:11

11 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Getur maður treyst fólki í pólitík...???

Ágúst Böðvarsson, 12.10.2007 kl. 10:54

12 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Ég er á milli tveggja elda... kannski. Þetta er, skilst mér, ekki gott fyrir Samhjálp, þar sem ég starfa við tónlist, og svo veit ég ekki hvernig þetta hefur áhrif á sorhreinsun Reykjavíkur, þar sem ég vinn.

Ágúst Böðvarsson, 12.10.2007 kl. 10:56

13 Smámynd: Anna Valdís Guðmundsdóttir

Glatað!! og ekkert annað. Vildi að hann Bingi flytti í einhverja gjótuna uppi á hálendi þar sem maður þyrfti hvorki að sjá hann né heyra. Ég vildi alltaf Sjálfstæðismenn og Vinstri græna í borgarstjórn eftir síðustu kosningar. Ég vann hjá borginni meðan R-listinn var við stjórn og hlutir eins og málefni barna með sérþarfir og aldraðra í molum...

Anna Valdís Guðmundsdóttir, 12.10.2007 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband