Gutti reyklausi dagur #3

Ég hef aldrei verið jafnlítill í mér og í dag, "macho-ið" mitt er handónýtt eftir að ég tók smá próf hjá Henry bloggvini mínum, sem mælir út hversu mikill karlmaður þú ert eða hversu mikil kona þú ert í hugsun.  Þar kom í ljós að ég er ekki með snefil af karlmennsku og er gerilssnyeddur öllu kveneðli líka. Ég er hálf miður mín eftir þessa niðurstöðu, ég veit ekki lengur hvað ég er ... hvorukyns geðklofinn tvíkynhneigður hlutur sem 0% af karli og konu.

Þetta er niðurstaðan sem ég fékk úr þessu prófi:

Your personal brain score:


 

Ég með hausverk!Crying grátlegt ekki satt??

Umrædda próf er hægt að taka hér.


Það var ekki á það bætandi að missa það litla sem ég hafði af "macho-inu" mínu, ef ég má kalla það slíku nafni. Fráhvarf, bleikir fílar, sviti og handskálfti fannst mér nóg um. En nú er ég ekki karlmaður lengur - ég veit ekki lengur hvað ég er. 

Ég vona að ég sé að rangtúlka þessa niðurstöðu, en vegna slæms nigótínsskorts er ég ekki með skýra hugsun.

Þar sem eru til afar fáar myndir af mér skissaði ég þessa upp af sjálfum mér,  í Mi¢ro$oft-Paint á örskotsstundu ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flower

Til lukku með þriðja reyklausa daginn! 

Láttu ekki svona Guðsteinn þú ert karlmennskan uppmáluð. Ég var annars að stofna blogg hvernig sem það nú kom til. Það kemur ekki fram nein staðar en það er þarna bara svo að þú vitir það.

Flower, 21.9.2007 kl. 13:15

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það kæra flower, og flott bloggið þitt !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.9.2007 kl. 13:34

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nú þori ég samt að veðja að það komi fullt af karlmönnum og birta sínar niðurstöður úr þessu prófi. Henry fékk t.d. 100% karlmaður!   ;)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.9.2007 kl. 13:41

4 Smámynd: Þarfagreinir

Haha - ég tók þetta og fékk 50% karlmaður, þannig að ég er bara týpískur fulltrúi míns kyns ... ólíkt þér!

Þarfagreinir, 21.9.2007 kl. 14:11

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

I rest my case.   *andvarp*

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.9.2007 kl. 14:30

6 identicon

Til lukku með daginn minn kæri.  Kveðja frá mér" ulla "bara

egvania (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 15:10

7 Smámynd: halkatla

ég tók þetta próf einu sinni, man ekki útkomuna, en í endann var ég spurð hvort ég væri nokkuð verkfræðingur

halkatla, 21.9.2007 kl. 15:44

8 Smámynd: Linda

ég tók þetta próf og ég er kvenmaður þó líka karlmaður þó ekki 50/50 ég er meiri kvennamaður enn karlmaður, sem er ekki skrítið þar sem ég er jú kona, enn þetta er nú bara fyndið.  Sjáðu svo hvernig maður skrifar tíhí,þetta próf ruglar alla í kollinum ;)  Mundu náttúrlega erum við með bæði genin.  Þú ert karlremba af berstu sort, Haukur minn, ekkert að óttast um karlmennsku þína

Linda, 21.9.2007 kl. 16:11

9 identicon

Frábært hjá þér að vera reyklaus. Tek prófið seinna

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 18:20

10 Smámynd: Vendetta

Er teikningin af þér sjálfum? Alls ekki sem verst.

Ég þarf ekkert að fara í neitt próf. Ég hef það kynferði sem hentar mér bezt hverju sinni.

.

Vendetta, 21.9.2007 kl. 18:32

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þú ert flottastur Guðsteinn minn, sama hvað einhver könnun segir.  Og til lukku með reykleysið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.9.2007 kl. 20:36

12 identicon

Það eru greinilega afeitrunaráhrifin sem hafa ruglað þig svona svakalega er þú tókst þetta próf . Það á aldrei að gera mikilvæga hluti skömmu eftir að lokið er við neyslu ávanabindandi efna .

Ef einhver biður þig um að sigla skútu frá Miami í næsta mánuði, skaltu segja nei ! 

enok (IP-tala skráð) 21.9.2007 kl. 21:48

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

flott hjá þér kæri bloggvinur

vonandi gengur helgin vel !!!

Sendi þér AlheimsLjós

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.9.2007 kl. 22:23

14 Smámynd: Ruth

Til hamingju með daginn og  nú er komið meira súrefni í blóðið þitt og þú færð fullt af orku

Ég er komin með 4 mánuði reyklaus og þvílíkur munur :)

Áfram bróðir  ,flott hjá þér :)

Ruth, 21.9.2007 kl. 23:35

15 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Gangi þér vel í baráttunni við reykinn.

Þetta er barátta sem þú verður að sigra og getur sigrað. Þú hefur öll vopnin....þannig að þú ert án afsakana.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 23.9.2007 kl. 19:02

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk allir ! Rétt hjá þér Eiki, ég hef engar afsakanir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.9.2007 kl. 09:47

17 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Síðan segir þú mér að þú hafir leyst allar þessar þrautir sem fram komu í prófinu með bestu mögulegu útkomu. Ef þetta hefði verið greindarpróf værir þú semsé snillingur og þetta var hálfgert greindarpróf.

Þannig að það, að vera vel fær á flestum sviðum þýðir að vera hvorugkyn... Hí hí..

Ef þú ert hvorugkyn (samkvæmt niðurstöðunni) og það felur í sér þann frábæra kost að vera fjölhæfur, þá vil ég heldur hvorugkynið.

Bryndís Böðvarsdóttir, 30.9.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband