Breyttu hóruhúsi í bænahús !

Samkvæmt þessari frétt af vísi.is

Þar segir m.a.:

Mikil vakning er nú í safnaðarheimili í Ármúla 23 þar sem reglulega eru haldnar fjölmennar samkomur fólks sem hefur frelsast til guðstrúar. Flestir eiga safnaðarmeðlimirnir það sameiginlegt að hafa lent upp á kant við lögin fyrr á lífsleiðinni. Húsnæðið sem hýsir bænahúsið var mikið í fréttum í fyrra þegar því var slegið upp í DV að þar væri rekið vændishús.

Í þætti á kristilegu sjónvarpsstöðinni Omega er nú í spilun viðtal við einn forsprakka safnaðarheimilisins þar sem hann segir frá vændishúsarekstrinum. Í viðtalinu rekur hann sína sögu en hann glímdi við eiturlyfjadjöfulinn í mörg ár og gerðist margsinnis brotlegur við lögin.
Hann lýsir því meðal annars í spjalli við þáttastjórnandann að þegar hann losnaði úr fangelsi eftir að hafa afplánað margra ára fangelsisdóm hafi hann tekið til við að reka vændishús. Hann segir einnig að vændishúsið hafi verið í Ármúla 23, í sama húsnæði og nú hýsir safnaðarheimilið.

Þetta finnst mér ótrúlega lofsvert framtak. Þetta kallar maður að snúa hlutunum í andhverfu sína! Ekki veit ég hverjir standa að þessu, en megi Guð blessa þá margfaldlega fyrir þessi myndarlegheit! Halo

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta er eitthvað svo ótrúlegt, en samt alveg æðisleg frétt.

p.s ég vildi að það gæti einhver tekið upp fyrir mig viðtalið sem er í spilun á Omega, því þarsem ég er, þar er engin Omega - alger villimennska sko, hehe  

halkatla, 19.9.2007 kl. 13:02

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég skal sjá hvað ég get gert Anna mín en lofa samt engu, ég læt þig vita. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.9.2007 kl. 13:04

3 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Þegar ég tók inn sjónvarp símans á sínum tíma vegna Enska var fullt af stöðvum sem ég fékk en ekki Omega svo ég auðvitað hringdi og kvartaði yfir þjónustunni og svarið sem ég fékk var þeir eru ekki í samstarfi við okkur,nú segi ég afhverju ekki auðvitað kostar það helling og þar með vissi ég auðvitað orðið er ekkert frítt.

Og það er einmitt málið orðið í þessu blessaða samfélagi okkar það snýst allt um peninga ekki lausn handa fólki sínu,en ég gat gert eitthvað í staðinn og það var að styrkja sjálfur Omega sem og ég gerði og geri eigið góðar stundir og megi Jesú ykkur fylgja kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.9.2007 kl. 13:21

4 Smámynd: Linda

ég er einmitt búin að vera að fylgjast með þessu fólki á Omega, og lífsgleðin og hamingjan sem skín úr augum þeirra er dásamleg, svona virkar Jesú, hann fer til þeirra sem samfélagið lítur niður á og reisir þau upp, mér finnst þetta svo rosalegur vitnisburður að ég fæ tár í augun við þessi skrif.  Guð er góður og hann er svo sannarlega raunverulegur.

Linda, 19.9.2007 kl. 15:29

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Úlli, Omega gerði ekki samning við Símann á sínum tíma vegna ógurlegs kostnaðar sem því fylgdi, þeir senda aðeins út á gömlu Khz tíðni. Þess vegna er þetta ekki í breiðbandinu eða í sjónvarpi Símans. Þú þarft örbylgju loftnet til að ná þeirra útsendingum, þeir sem t.d. eru ekki tengdir við ljósleiðara - ná Skjá einum í gegnum slíkt loftnet.

Gunnar, já það er réttnefni! Að fara úr myrkri í ljósið! Sammála því.

Linda, ég hugsaði það sama og þú, þess vegna gladdi það mig að sjá svona jákvæða frétt um kristna. Það var kominn tími á það!   

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.9.2007 kl. 15:42

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Guðsteinn það er akkurat það sem ég var að reyna að segja,en greinilega hefur það ekki komist til skila.Þetta með kostnað og allt snúist um peninga þá vil ég auðvitað bara að ríkið komi til móts og kosti þetta bara,þann búnað sem til þarf svo allir geti horft á Omega við erum jú að eyða milljörðum í að komast í öryggisráð sameinuðuþjóðanna.Betra væri að setja þá peninga í eitthvað sem skilar einhverju.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 19.9.2007 kl. 20:24

7 identicon

Ég er búin að kíkja í Ármúlann og það er mjög gaman þar. Mikið að fólki úr ÖLLUM STÉTTUM ÞJÓÐFÉLAGSINS.Og vakningin er gríðarleg. UNDIRHEIMARNIR ERU AÐ FRELSAST. Þarna kem ég aftur og aftur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 08:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband