Þeim er nær!

Sorrý, en mér finnst þessi hjón eiga þetta skilið. Þau daðra við hvort annað á netinu, segja hvort annað 'sálufélaga' og það endar með því að þetta eru hjónin sjálft sem eru að daðra við hvort annað!

Ritað er:

Matteusarguðspjall 5:32
En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór.

Þá er spurningin, voru þau að halda framhjá eða ekki? Ég persónulega er ekki búinn að átta mig á því! Tounge hehehe ...
mbl.is Daður á netinu endar með skilnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Uppskeran eins og sáð var til

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 15:59

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Birna mín ! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.9.2007 kl. 16:12

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Uuuuu... ertu að meina þetta bókstaflega?

"Matteusarguðspjall 5:32
En ég segi yður: Hver sem skilur við konu sína, nema fyrir hórsök, verður til þess, að hún drýgir hór. Og sá sem gengur að eiga fráskilda konu, drýgir hór."

semsagt, ef ég hef gifst fráskildum manni, er ég þá að drygja hór??

Ylfa Mist Helgadóttir, 17.9.2007 kl. 16:52

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Við erum öll meira og minna Hórur því miður,en með því að koma fram fyrir Krist fullur yðrunar vegna synda sinna þá mun og hann fyrirgefa og ætlast ekki til þess að við séum fullkominn heldur leita fullkomnunar.

Ég hef Hórast mikið um æfi mína en héðan í frá reyni ég að komast frá því að falla í freisni og geri bara mitt besta hverju sinni megi guð ykkur fylgja og blessa kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 17.9.2007 kl. 17:34

5 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Það stendur reyndar líka að hver sá sem líti konu girndaraugum hafi þegar drýgt hór með henni í huga sér.

Svo segir líka að hórsök - í þessu tilfelli væntanlega í meiningunni framhjáhald - sé lögleg ástæða skilnaðar.

Hinsvegar finnst mér þessi frétt einkar... ja... athyglisverð, svona af því mig skortir annað og skárra orð.

En framhjáhald er ekki bara aðgerð, það er - allavega að því er mörgum finnst - hugurinn á bakvið, jafnvel bara löngunin.

Eins og ég segi - internetið er uppfinning hins illa og því kem ég ekki nálægt því.

Ingvar Valgeirsson, 17.9.2007 kl. 17:46

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

já ansi skondið, það að láta sig dreyma að vera með öðrum, er í raun líka framhjáhald !!

svona er nú lífið skrítið !

gunni minn er að hórast með mér, ég var fráskilinn ! 

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.9.2007 kl. 18:08

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta hittist illa á hjá þeim, eða eigum við að segja vel ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.9.2007 kl. 18:39

8 identicon

Þetta er án efa ein skrautlegasta uppákoma sem ég hef heyrt um .

Vonum bara að þau hittist aftur á einkamálum stuttu eftir skilnaðin, og giftist aftur  

e n o k (single) 

enok (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 20:28

9 Smámynd: halkatla

ég gæti alveg trúað því að eitthvað þessu líkt, amk jafn fáránlegt, hefði gerst hér á landi líka, einsog fólk er mikið að stunda netviðreynslur. hvort sem sagan er sönn eða ekki þá er þetta amk hryllilega fyndið!

halkatla, 17.9.2007 kl. 21:16

10 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þetta er ótrúlega gott á þau! en einsog enok segir, þau hittast kanski aftur á einhverjum date vef! bíddu Anna Karen ég er svo vitlaus í þessum netmálum hvar reyni ég við kalla á netinu?

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.9.2007 kl. 22:01

11 identicon

Guðsteinn minn hvað segir konan þín ég sagðist elska þig ( og alla hina ) á einhverjum þræðinum já og enok líka mikið rosalega er ég lauslát.

Heiðrún (IP-tala skráð) 17.9.2007 kl. 22:32

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Afhverju er fólk í hjónabandi, til að standa í svona líka taugatrekkjandi athæfi? er ekki einfaldara fyrir ótrúa að skilja og skella sér á ball? 

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.9.2007 kl. 23:45

13 identicon

Netdaður á ekki við mig.. mar veit aldrei hvað myndi bíða manns ;)

DoctorE (IP-tala skráð) 18.9.2007 kl. 23:07

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir innlitið allir og áhugann. ÉG hef mig ekki í það að svara þessu öllu, því ég er farinn að blogga mjög sjaldan. Guð blessi ykkur.

En Ylfu Mist ætla ég að reyna að svara við fyrsta tækifæri. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 19.9.2007 kl. 11:28

15 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ég bíð enn.....

Ylfa Mist Helgadóttir, 26.9.2007 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 588281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband