Furðuleg ákvörðun og skítalykt af henni

Mér finnst eins og öll kurl séu ekki kominn til grafar í þessu máli. Hinir fjórir þegja þunnu hljóði, sem mér finnst grunsamlegt - afhverju stóðu þeir ekki að baki félaga síns? Hvaða hagsmunir eru þarna á ferðinni, og afhverju er dagskrástjórinn að taka ákvarðanir fyrir hönd fimmmenninga?

Ég kem til með sakna Randvers, þótt ekki mikið færi fyrir honum þá var hann samt góður leikari.

Megi Bogi og Örvar hvíla í friði, og minning þeirra verður ódauðleg.

mbl.is Randver hættir í Spaugstofunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þekki ekki til málsins og skil ekki af hverju Randveri var sagt upp en það er ljóst að það á ekkert að gefa upp ástæðu uppsagnarinnar. En ég mun sakna hans.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 23:24

2 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta er skrítið ! eru þetta þá nokkuð spaugstofumenn lengur, það er komin leiðindar skuggi yfir þá núna !

hafðu fallega helgi

AlheimsLjós til þín

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.9.2007 kl. 11:00

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er líka spurning um hver á listrænan höfundarrétt að Spaugstofunni. Er það sjónvarpið, eða eru það þeir fimmmenningar? Ef Örn, Pálmi og félagar eiga þetta vörumerki og það er skráð þannig, þá hafa yfirmenn sjónvarpsins engan rétt til að hræra í gerð þáttanna.

Hafa spaugstofumenn það sem er kallað "creative control" yfir þáttunum? Það táknar að þeir semja efnið og ráða því hvernig þættirnir eru uppsettir. Allavega held ég að spaugstofan sé þeirra sköpunarverk og mér finnst fáránlegt ef yfirmenn sjónvarpsins eru að vasast í því hvernig þeir skila sinni list frá sér.

Theódór Norðkvist, 14.9.2007 kl. 13:56

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég kem allavega til með að sakna hans. Mikið!

Heiða Þórðar, 14.9.2007 kl. 14:45

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Teddi ! Það er einmitt mjög góð spurning!

Annars vil ég þakka yndiskonunum Birnu, Steinu og Heiðu fyrir innlitið. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.9.2007 kl. 14:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 588281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband