Páfinn sem dýrkar dauða hluti

Samkvæmt þessari frétt á vísi, (sem má ekki gera athugasemd við á þeim bænum. )

Þar segir meðal annars: 

Tilefni heimsóknarinnar er 850 ára afmæli Mariazell en bærinn er mikilvægur kaþólikkun vegna útskorinnar helgimyndar af Maríu Mey en myndin sú er talin geta gert kraftaverk. (feitletrun og litabreyting, mín)
 

Síðast þegar ég tékkaði þá var að dýrka dauða hluti bannað samkvæmt ritningunni. Einnig er Maríu Mey bendlað við þetta og ég hélt í fáfræði minni að látnir einstaklingar gætu ekki framkvæmt kraftaverk. Woundering 

María Mey fæddi jú frelsarann, en eigi veit ég um neitt annað kraftaverk að hálfu Maríu Mey, með fullri virðingu fyrir henni. Að telja að dauður hlutur og látinn manneskja geti framkvæmt slíkt heitir spíritismi og er Guðlast! Pinch

Eða hvað, getur einhver útskýrt og réttlætt svona fyrir mér? Shocking

Kannski hafa Aðventistar rétt fyrir sér í fullyrðingum sínum, kannski er páfi barasta Antikristurinn!  (grín) Tounge  Jæja, það er ekki að furða að "grái munkurinn" gerði uppreisn á sínum tíma.  Cool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hárrétt hjá þér Gunnar, þetta er bara ein af mörgum ástæðum Lúthers fyrir uppreisn sinni. En þetta er samt megin atriði sem má ekki gleymast. Ég er sammála þér með nunnurnar og munkanna, það er atriði sem ég hef aldrei skilið.

Guð blessi þig Gunnar minn. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.9.2007 kl. 01:09

2 Smámynd: Mofi

Kannski erum við ekki svo vitlausir Guðsteinn     Takk fyrir gott blogg

Mofi, 9.9.2007 kl. 01:40

3 Smámynd: Linda

Æi

Linda, 9.9.2007 kl. 02:31

4 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Afhverju á Kaþólska kirkjan í svona miklum vandræðum með presta sína og kórdrengi.Sennilega vegna þess að þeim mega ekki kvænast og ef ég skil orðið rétt þá er það vilji guðs að maður og kona stofni til hjónabands og ávöxtur ástar þeirra mun að öllum líkindum verða börn.

Hvernig ætti ég að leita ráða varðandi hjónaband mitt eða börn mín til manna sem þekkja hvorugt?ja ég bara spyr hef aldrei skilið þessa páfadýrkun hvort eð er þeir munu ekki leysa neinn komandi vanda varðandi nokkurn skapaðann hlut.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 9.9.2007 kl. 08:20

5 identicon

Páfinn og kaþólskir dýrka líka dáið fólk og biðja til þess. Þá er ég að tala um dýrlingana. Það er bara einn Drottinn. Ekki styttur eða látið fólk eða myndir. Það er varað við LÍKNESKJUM í biblíunni.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.9.2007 kl. 12:38

6 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég hef persónulega alltaf haft gríðarlegan áhuga á Maríu og Maríunum öllum. Ég las einu sinni bók um hana eftir kaþólska nunnu (já ég les líka íhaldsamari guðfræði ) en hún fjallar um Maríu á alveg ofsalega mannlegum nótum. Hún tók fyrir stefið þar sem María stendur undir krossinum sem syrgjandi móðir sem að horfir upp á látinn son. Þannig taki hún sér stöðu með öllum foreldrum og mæðrum sérstaklega sem að missa börnin sín, horfa á eftir þeim í dauðann líkt og hún gerði sjálf. Hún er því táknmynd móðurástarinnar! Þetta fannst mér svo falleg mynd að ég get alveg séð Maríu í þessu mannlega ljósi. Hitt er svo annað mál hin upphafna mynd af henni sem bæði mær og móðir en það er staða sem að engin kona hefur nokkurn tíman getað náð.....þannig varð hún líka í hefðinni táknmynd hinnar upphöfnu konu.....en mér finnst móðurmyndin alveg ofsalega hlý og get nýtt mér ef út í það er farið...! Með Guðsblessun á þessum sunnudegi en ég var einmitt að byrja sunnudagaskólastarf í morgun og það er svo gaman....(smá útúrdúr )

Sunna Dóra Möller, 9.9.2007 kl. 14:12

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég vil ekki áfellast katólska fyrir að tilbiðja dauða hluti. Satt að segja er það saklausara en að tilbiðja lifandi menn, þar sem hættuleg fylgispekt getur orðið afleiðingin. Raunar væri bezt að losna við alla tilbeiðslu.

Tilbeiðsla æðri máttarvalda er í raun vítavert háttarlag, þar sem menn eru að reyna hið ómögulega, það er að segja snýkja sér fyrirgreiðslu og oft umbun fyrir unnin illvirki, eins og algengt er með múslima. Auðvitað er öll tilbeiðsla vita tilgangslaus og væri betur ef mönnum væri það ljóst.

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.9.2007 kl. 18:39

8 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Ef ég man rétt var eitt af upphaflegu boðorðunum tíu (eða fimmtán eins og í History of the World) að menn ættu ekki að tilbiðja líkneski. En það hentaði ekki kaþólikkum og því var því ágæta boðorði varpað fyrir borð og boðorðið "þú skalt ekki girnast" sneytt í tvennt með tilheyrandi viðbótum, sem reyndar fara svolítið fyrir brjóstið á sumum. Til dæmis segir að menneigi ekki að girnast þræl náunga síns eða nokkuð annað sem hann eigi - finnst nú heldur ókristilegt að slá eign sinni á fólk, þó svo að menn hafi verið hnepptir í þrældóm í fyrndinni til að vinna upp skuldir sínar. Voru samt, að ég held, ekki talin eign heldur bara í nauðungavinnu tímabundið.

En hvað um það, ég er hress og vonandi þú líka. Stuð og fjör, svakagaman og allir kátir.

Ingvar Valgeirsson, 9.9.2007 kl. 18:42

9 Smámynd: Mofi

Varðandi þrælahaldið þá tók ég smá samantekt yfir það hérna: http://mofi.blog.is/blog/mofi/entry/221519/

Ég skil ekki alveg rökin þín Loftur að tilbeiðsla æðri máttarvalda sé vítavert háttalag. Þetta hljómar eins nálægt því að þú myndi vera sáttur með eftirlit með fólki og banna því að tilbiðja.  Þar sem ég síðan þekki þetta af eigin raun og af reynslu annara þá þarf ég ekki einu sinni að trúa því að tilbeiðsla virkar heldur veit ég að hún virkar.

Mofi, 9.9.2007 kl. 19:23

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Halldór (Mofi), ég var ekki að gera tillögu um trúarlögreglu, heldur tók sterklega til orða. Með orðinu vítavert meinti ég ámælisvert. Ég tel nefnilega fjarstæðu, að hægt sé að setja lögmál náttúrtunnar úr skorðum með bænahaldi. Núverandi páfi er mér sammála um þetta, ef marka má nýlega ræðu hans í Regensburg: Páfinn þorir: stórmerk ræða í Regensburg

Tilbeiðsla getur hins vegar virkað sem sjálfssefjun og ég er þess fullviss að í þínu tilviki er um það að ræða. Þú segist trúa á Biblíulega sköpun, sem að mínu mati stríðir gegn "heilbrigðri skynsemi". Ég á eftir að kynna mér hvernig þú rökstyður þetta viðhorf. Líklega er ekki hægt að tengja Biblíulega sköpun við rökhugsun af neinu tagi, þannig að við eigum sennilega fáa snertifleti.

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.9.2007 kl. 20:28

11 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Halldór (Mofi), ég var ekki að gera tillögu um trúarlögreglu, heldur tók sterklega til orða. Með orðinu vítavert meinti ég ámælisvert. Ég tel nefnilega fjarstæðu, að hægt sé að setja lögmál náttúrtunnar úr skorðum með bænahaldi. Núverandi páfi er mér sammála um þetta, ef marka má nýlega ræðu hans í Regensburg: Páfinn þorir: stórmerk ræða í Regensburg

Tilbeiðsla getur hins vegar virkað sem sjálfssefjun og ég er þess fullviss að í þínu tilviki sé um það að ræða. Þú segist trúa á Biblíulega sköpun, sem að mínu mati stríðir gegn "heilbrigðri skynsemi". Ég á eftir að kynna mér hvernig þú rökstyður þetta viðhorf. Líklega er ekki hægt að tengja Biblíulega sköpun við rökhugsun af neinu tagi, þannig að við eigum sennilega fáa snertifleti.

Loftur Altice Þorsteinsson, 9.9.2007 kl. 20:30

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sunna Dóra, bara svo það sé á hreinu var það ekki ætlan mín að gera lítið úr Maríu Mey, hún var blessuðust allra kvenna fyrir að ganga með og fæða Drottinn vorn, og auðvitað eins og þú bendir réttilega á sýndi hún mikla móðurást til sonar sín, sem ber að skilja. En eigi má dýrka hana sem guð, það er eina sem ég vildi sagt hafa.

Loftur, tilbeiðsla æðri máttarvalda er ekki vítavert nema fyrir þann sem telur það vítavert. Allir eiga rétt á sinni skoðun og sinni trú.

Ingvar, takk fyrir gott og fróðlegt innlegg, og hef ég engu við því að bæta.

Linda, ég held að Æi sé rétta orðið, miðað við innihald þessarar frétta sem ég vísaði í.

Úlfar, ég er algjörlega sammála þínu innleggi.

Mofi, Guð blessi þig, loksins fundum við atriði þar sem við erum sammála.  hehehe ... þú veist hvað ég meina! Ég kíki á bloggið þitt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.9.2007 kl. 20:47

13 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Það sem skiptir máli í þessu, er að Jesús Kristur dó fyrir okkur öll og verði þeim að góðu sem ekki vilja trúa því... Þeirra skoðun. En ég vona það svo innilega, þeirra vegna, að þeir muni trúa því fyrir rest...

Ágúst Böðvarsson, 9.9.2007 kl. 23:08

14 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Gerði ekki Jesús kraftaverk látinn? (Þ.e. eftir dauða líkamans).

Trúin okkar er misjafnleg. Ég gæti td flokkast sem spíritisti þó að ég eigi afar heita og innilega Guðstrú. En ég á hana með sjálfri mér og ætla ekki að troða henni yfir á einn né neinn, ekki frekar en þið ágætu hjón hafið gert.

En mig langaði bara að skjóta inn örlitu kommenti; mér finnst sjónarsviptir að bloggstoppi þinnar fallegu og góðu konu. Hún komst svo vel að orði þegar hún lýsti flóknum tilfinningum í einföldu máli. Sérstaklega fannst mér fallegt að lesa færsluna hennar um það þegar hún varð ástfangin af þér. Það snerti mig því ég þekki tilfinninguna að verða ástfangin að óvörum. Mér finnst þið yndisleg.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.9.2007 kl. 02:22

15 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég veit vel að þú varst ekki að gera lítið úr Maríu Guðsteinn! Ég skil vel að fólk setji spurningarmerki við styttu sem á að gera kraftaverk....það geri ég líka .....tilgangur minn með þessu litla innleggi mínu um hana Maríu mína var nú bara að deila með ykkur þessari fallegu mannlegu mynd, annað var það nú ekki ! Með kveðju, Sunna!

Sunna Dóra Möller, 10.9.2007 kl. 08:36

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt Gústi minn, ég er eiginlega sömu skoðunar en okkur ber samt að vara við þessu.


Helga Guðrún,

Jú hann gerði kraftaverk, en þau eru öll gegnum hjálparann sem hann sendi, heilagann anda.

En ég skal taal við konu mína um að blogga meira, og takk fyrir þau fallegu orð Helga Guðrún.

Sorrý Sunna mín, ég var í varnarstöðu vegna innihalds greinar minnar. Þess vegna brást ég svona við, en takk fyrir þessa góðu lýsingu og Guð blessi þig.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.9.2007 kl. 09:42

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 10.9.2007 kl. 09:46

18 Smámynd: Jeremía

Fráleitt að vísa í eitthver skrif á visi.is og segja svo í fyrirsögn að páfinn dýrki dauða hluti af því það stendur á visi.is.  Væri ekki nær að reyna að afla sér upplýsinga um kaþólska trú og hvað og hvernig við dýrkum á kaþólskum síðum í stað þess að éta hugsunalaust upp eitthvað sem andstæðingar kirkjunnar hafa sagt?  Google.com er góð byrjum.

Jeremía, 10.9.2007 kl. 16:14

19 identicon

Það verður að segjast að kaþólskir virka mjög frumstæðir á mann, bara það að þeir dýrki og hlusti á einhvern gamlingja með furðuhatt sem talar oftar en ekki algerlega út úr kú, segir allt sem segja þarf, no need to google it

DoctorE (IP-tala skráð) 10.9.2007 kl. 16:20

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er nú það Dokksi, en viðbrögð þín koma mér á óvart Magnús Ingi, ég sagði meira að segja í grein minni og spurði:

Eða hvað, getur einhver útskýrt og réttlætt svona fyrir mér?

Ég minni þig á að ég er mótmælandatrúar, og er ekki éta neitt upp sem var ekki vitað fyrir, við hverju bjóstu eiginlega frá Lúthersmanni? Og ég er ágætlega að mér kominn í siðum kaþólikka - þakka þér fyrir. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.9.2007 kl. 17:27

21 Smámynd: halkatla

er hægt að gagnrýna þessa grein? ég sé bara ekkert rangt í henni, mér finnst það svo sláandi undarlegt að einhver ætli líkneskjum þennan kraft, ef mann langaði væri hægt að finna heilt flóð af ritningarversum úr Biblíunni og öðrum fornkristnum ritum sem banna þetta skýrt og skorinort. Ég efast um að hægt sé að réttlæta þetta á annan hátt en sem eitthvað; "mig langar" eða "ég held af því að mér líður vel"

annars er ég að fara að horfa á myndband núna með Texe gamla Marrs, hinum kristna samsærisgúrú, þarsem hann ætlar að taka fyrir eitthvað með páfann, kaþólsku kirkjuna og "eina heimstrú". Ég efast um að ég verði sammála honum en það verður gaman að horfa á hann, þetta er dáldið frábær kall. Dr E fannst hann meiraðsegja bara fínn  

halkatla, 10.9.2007 kl. 18:29

22 Smámynd: halkatla

þetta er náttúrulega alltaf klassík;

4Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni. 5Þú skalt ekki tilbiðja þær og ekki dýrka þær, því að ég, Drottinn Guð þinn, er vandlátur Guð, sem vitja misgjörða feðranna á börnunum, já í þriðja og fjórða lið, þeirra sem mig hata, 6en auðsýni miskunn þúsundum, þeirra sem elska mig og varðveita boðorð mín. Exodus kafli 20

 ég held að við séum ekkert að reyna að vera leiðinleg við kaþólikka hér, amk er það ekki tilgangurinn hjá mér. það er samt undarlegt ef það má ekki gagnrýna ýmislegt við trúarkenninguna án þess að menn taki það nærri sér...

halkatla, 10.9.2007 kl. 18:31

23 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Anna Karen, það er einmitt málið. Ef menn geta ekki áttað sig á þessum einföldu staðreyndum eins ogþú bendir réttilega á í Ex.20 - þá er varla von að páfi láti svona.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.9.2007 kl. 19:11

24 Smámynd: Jeremía

Anna, þú segir að ég vilji ekki að "trúarkenning sé gagnrýnd".  Hvaða trúarkenning er það?  Er það trúarkenning kirkjunnar að dýrka dauða hluti?  Getur verið að um misskilning sé að ræða?  Þessum miskilning er svarað hér.  Trúarkenningar kaþólsku kirkjunna eru teknar saman hér.  Ef þú vilt gagnrýna einhverja þeirra gætir þú þá vísað mér á hana þar?

Jeremía, 10.9.2007 kl. 23:18

25 identicon

Það er bara þannig Magnús að þessi kirkja fylgir ekki eigin reglum, fólk er að tilbiðja dauða hluti í þessum söfnuði, sá sem neitar því er bara ekki að horfa að staðreyndir

DoctorE (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 08:54

26 identicon

Hvernig getur nokkur maður borið virðingu fyrir Kaþólskri trú. Prestar hennar fremja glæpi og allt er fyrirgefið og þeir geta svo haldið áfram fluttir til á starfi. Kirkjan borgar einhverjar milljónir og málið er dautt. Ég er mótmælandi og er stolt af því ég er mjög ánægð með Lúther karlinn og tel hann sannkallaða Guðs gjöf fyrir kristna menn.

Skrifað stendur: Þú skalt ekki aðra Guði hafa.

Hvað með þessa mynd er hún ekki einhver hjáguð?

Heiðrún (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 13:35

27 Smámynd: Mofi

Guðsteinn: Mofi, Guð blessi þig, loksins fundum við atriði þar sem við erum sammála.  hehehe ... þú veist hvað ég meina! Ég kíki á bloggið þitt.

Langþráð stund Guðsteinn     Með Guðs blessun

Loftur, vonandi fæ ég tækifæri til að spjalla um þína athugasemd. Viltu skrifa blogg færslu um þetta eða?  Þú getur svo sem séð eitthvað af þeim rökum sem ég hef fyrir sköpun á síðunni minni. Ég læt þegar ég man eftir því góðann tíma vera á hverju bloggi svo að fólk geti kommentað á það í góðann tíma.

Kveðja,
Mofi

Mofi, 11.9.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 588458

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband