Laugardagur, 11. ágúst 2007
Er Jesús og faðirinn eitt?
Margir velta þessari spurningu fyrir sér og ætla ég að gera heiðarlega tilraun til þess að lýsa því sem mér finnst um þetta sjálfum. Jésús er sonur Guðs sem hluti af þrenningunni, Faðirinn, sonurinn og heilagur andi. Faðirinn er honum æðri og þess vegna er hann sonur hans.
Eins og ritað er,
Jóhannes 1:1
"Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð."
Seinna í sama kafla kemur fram:
Jóhannes 1:14
"Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum."
Eins má skoða versinn:
Jóhannesarguðspjall 10:30
Ég og faðirinn erum eitt.
Jóhannesarguðspjall 17:22
Og ég hef gefið þeim þá dýrð, sem þú gafst mér, svo að þeir séu eitt, eins og við erum eitt.
Þannig er Jésús Guð.
Samstofna guðspjöllin styðja Guðdóm Jesú líka:
Lúkasarguðspjall 7:48
Síðan sagði hann við hana: ,,Syndir þínar eru fyrirgefnar."
Markúsarguðspjall 2:5
Þá er Jesús sér trú þeirra, segir hann við lama manninn: ,,Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar.``
Matteusarguðspjall 9:2
Þar færa menn honum lama mann, sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra, sagði hann við lama manninn: ,,Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar."
Því gleymum ekki:
Markúsarguðspjall 1:22
Undruðust menn mjög kenningu hans, því að hann kenndi þeim eins og sá er vald hefur, og ekki eins og fræðimennirnir.
Á mörgum stöðum um ritninguna er undrast að Jesús skuli taka uppá þessu. Hann framkvæmir hroðalegt guðlast fyrir augliti þeirra og fyrirgefur syndir. Það er ljóst að enginn nema Guð hefur það vald að fyrirgefar syndir mannanna.
Jóhannesarguðspjall 8:58
Jesús sagði við þá: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður:
Áður en Abraham fæddist, er ég."
Jesús notar nafn Guðs yfir sjálfan sig, hann er næstum grýttur eftir þessa yfirlýsingu. Heilagt nafn Guðs mátti varla nefna á meðal gyðinga á tímum Jesú, og var það talið guðlast og dauðsynd að nefna nafn hans. Þess vegna var "syndin" þvíþætt hjá Jesú, hann nefndi nafn Guðs, og hann taldi sig Guði jafnan! Ritingin er skýr og Jesús er Guð.
Annað einfaldara dæmi:
Allir eru sammála að hlutir eins og sólin séu einn hlutur, sem það er. Samt er hægt að flokka hann niður í t.d. þrjá hluta; hiti, ljós og massa. Eins er með þrenninguna, Faðirinn er massinn eða efnið, Jésús er ljósið og heilagur andi er hitinn. En þetta er bara minn skilningur á þessu og mér finnst hann nógu einfaldur til þess að jafnvel ungt barn gæti skilið það.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Vel mælt minn kær og orð í tíma töluð,ég vil meira að segja trúa því sem meistarinn bauð og að við sjálf séum honum jöfn og þó sonurinn sé og verði guð,er guð vissulega í öllum okkur og þar með erum við með guði og syninum í hverri stund.
Að vísu verðum við sjálf að velja að fylgja orði hans og þar með honum,hann gaf okkur jú frjálsan vilja og Jesú er ekkert annað en kærleikur okkur til handa,svo er það vissulega hitt aflið sem bara vill deyða og ljúga og þar skilur á milli barátta góðs og ills er og hefur alltaf verið frá upphafi manns.
Frábær lesning Guðsteinn gott þú hættir ekki að blogga að sinni enda veitir ekki af guðs mönnum hér um slóðir bestu kveðjur til þín og þinna Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 11.8.2007 kl. 13:49
Frábær samlíking með sólina og heilaga þrenningu. Úlfar við erum svo langt frá því að geta verið Jesú jöfn, en við erum samerfingjar hans af Guðsríkinu.
Guðrún Sæmundsdóttir, 11.8.2007 kl. 16:27
Hæ, ég elska þessa samlíkingu með sólina, þetta er svo glæsilega einfalt. Engin ætti ekki að fatta hvernig þrenningin er eftir svona góða skýringu. Snilli.
Linda, 11.8.2007 kl. 18:26
Guðrún sennilega rétt hjá þér varðandi Jesú hann var jú sá sem guð hafði velþóknun á enda sá er hann sendi,ég var svona að vísa í að öll erum við börn guð og hann því faðir okkar allra,enda sér hann okkur ekki lengur eins og forðum heldur í gegnum soninn sem auðvitað elskar þig án skilyrða.
Svo verð ég bara að viðurkenna ég hef ekkert sömu sýn á guð og manninn og flestir menn og er alls ekkert sammála kirkjunni né flestum trúfélögum varðandi guð minn.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 11.8.2007 kl. 18:28
Takk allir fyrir frábær komment. Pétur, það er einmitt málið, ég var orðinn fastur í því sem heimsins var en ekki það sem Guðs var. Ég ætla ekki að hætta blogga á fréttir, en ég mun leggja meiri metnað en tvær setningar eins og ég hef gert undanfarið. Eins og þú segir réttilega: "kristindómurinn í fyrsta sæti, og minna fréttablogg." Þessum góðu ráðum mun ég fara eftir. Sérstaklega komið frá jafn góðum vini sem þér.
Og takk Linda og Guðrún fyrir ykkar innlegg, þetta er ekki flókið - eða eins og vitur maður sagði mér í dag, um leið og er farið að flækja kristindóminn - þá fer sjarmurinn af honum og hann verður fráhrindandi. Það er megin tilgangur minn þessari grein, að útskýra þetta á eins einfaldann hátt eins og hægt er.
Úlfar, ég skil hvað þú ert að fara, Jesús tók á sig þjónsmynd og lítillækkaði sig um tíma til þess að við sem á hann trúum mættum frelsast. En það var samt í stuttan tíma sem það stóð yfir, og er hann okkur jafn en ætíð æðri sama á hvernig það er litið. Guð blessi þig Úlfar, því ég held að hver einasti maður hafi sína eigin mynd/útfærzlu af Guði - enginn er eins í því tilfelli.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.8.2007 kl. 20:54
Þetta er þrumu góð grein hjá þér haukur æðislegt hjá þér , frábært hjá þér .. það er ekki hægt að gefa þér stjörnur hérna svo ég gaf þér fimm broskarla sem hæðstu einkun sem hægt að fá
Kv
Jói
Jóhann Helgason, 11.8.2007 kl. 23:14
kæri guðsteinn falleg samlíking með Sólina.
fyrir mér eru margar leiðir til Guðs, og Guð er í öllu.
Guð er Kærleikurinn
Jesús, Kristur og Heilagur Andi. Er fyrir mér þetta þrennt !
AlheimsLjós til þín
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 12:43
Manneskjur í 1 sæti, say no more
DoctorE (IP-tala skráð) 12.8.2007 kl. 13:49
Takk Guðsteinn fyrir þessa ágætu útleggingu! Ég hef einnig heyrt þessa líkingu um sólina, aðeins öðruvísi en sami boðskapur og mér finnst hún afar falleg og lýsandi! !
Manneskjur eru sannarlega í fyrsta sæti sem og öll sköpunin sem er hið dýrmætasta í augum Guðs ! Njótið svo þessa fallega sunnudags! Kær kveðja, Sunna!
Sunna Dóra Möller, 12.8.2007 kl. 14:14
Ég tek undir með Pétri/Kletti - hérna ertu í góðum gír Guðsteinn
halkatla, 12.8.2007 kl. 15:40
Takk allir !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.8.2007 kl. 09:01
Góð líkingin með þrenninguna - þríeinan Guð og sólina.
krossgata, 13.8.2007 kl. 11:01
Það er hægt að eyða ómældum tíma í að skýra eitthvað út sem akkúrat ekkert er vitað um en á endanum er það ekkert nema ímyndunaraflið sem er að verki, engar staðreyndir,zero,nada,null.
Mér finnst ekkert gaman að vera killjoy en svona er málið og hefur alltaf verið.
DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 11:07
En Doktor....erum við ekki alltaf að reyna að skýra út hluti sem að við vitum lítið um......það á jafnt við um guðdóminn og trúartilfinninguna! Er það ekki bara mannlegt enda höfum við ekkert annað en orð til að lýsa reynslu okkar af hlutum sem að við sjáum ekki. Til dæmis getum við öll nokkurn vegin lýst þeirri tilfinningu að elska og vitum nokkurn veginn hvernig sú tilfinning er. Við notum myndir og tákn yfir þessa sterku tilfinningu sen samt eru það bara orð.....það hefur engin séð ástina, þá sem hreina tilfinningu ...bara reynt hana! Þannig er það með Guð.....það hefur enginn séð hann beinum augum en við höfum frásagnir af trú og reynslu af Guði, og í okkar vanmætti notum við myndir eins og af sólinni og geislunum til að lýsa því sem engin orð fá lýst.......!
Sunna Dóra Möller, 13.8.2007 kl. 21:42
Arngrímur ef þú skoðar textann í 10 kaflanum og lest vers 10.29 þá sérðu að ósamræmið er ekkert þar sem Jesús segir í versi 29: Faðir minn, sem hefur gefið mér þá, er meiri en allir, og enginn getur slitið þá úr hendi föðurins.
Hér segir Jesús að Guð faðir sé meiri en allir, líkt og í versi 14.28 en Jesús er samt eitt með honum líkt og öll hans sköpun .... Ekki gleyma versunum á undan og á eftir.... ..það er svo auðvelt að slíta úr samhengi nokkur vers og telja sig hafa fundið ósamræmi! Mestu skiptir að lesa textann í samengi þegar svona textar eru lesnir! kveðja!
Sunna Dóra Möller, 13.8.2007 kl. 22:02
p.s afsakaðu munnræpuna á þessu annars ágæta mánudagskvöldi Guðsteinn.....ég fékk alltíeinu mikla þörf til að tjá mig um þessu mál....bestu kveðjur!
Sunna Dóra Möller, 13.8.2007 kl. 22:03
Skil þig Sunna, trú er akkúrat svipuð tilfinning og ást að ég held, óviðráðanleg og einnig blind.
Ég bara verð að taka þátt í þessu sem efasemdarmaður, geri mitt besta í að reyna ekki að móðga neinn , bara ég þoli ég ekki skipulögð trúarbrögð en er alveg sáttur við persónulega trú fólks.
Svona til gamans þá langar mig að pósta þessum hlekk þar sem vísindamenn gerðu hermir til þess að sjá hvernig alheimurinn væri útlits og hann er svona eins og heilasella... kannski erum við partur af heilasellu risalífveru(guðs)
Smella hér
ulala spúkí :)
DoctorE (IP-tala skráð) 13.8.2007 kl. 23:18
Mér finnst það frábært að þú takir þátt í umræðum um trúmál, og ég tel það á engan hátt móðgandi enda samtal um trúmál alltaf skemmtileg og áhugaverð ef þau eru á málefnalegum nótum ! Fólk verður að geta rætt um þessi mál án þess að móðgast og fara í fýlu ! Enda hef ég séð í þínum skrifum að þú ert ekki á móti trú sem slíkri og mér finnst það líka frábært!
p.s. Þetta eru alveg ótrúlega spúkí myndir.....er þetta ekta ?
Sunna Dóra Möller, 13.8.2007 kl. 23:35
DoctorE má ég benda á að auðvitað er allt trú þó þú sért efasemdarmaður ertu jú maður,ef þú ekki tryðir á þig sem mann eða mig eða hvern sem er þá færir þú ekki framúr rúmi þínu nema fyrir trú,það er auðvitað spurning með hvað okkur manninum sé æðra.
Sértu efasemdarmaður og jafnvel Darvinisti nú þá trúir þú því þá og sem slík þá þín trú þú myndir ekki geta framkvæmt eitt eða neitt án trúar til að draga andann þarftu að trúa.Ég er allsekkert að segja að mín trú sé heilög í þínum augum en vissulega er trú mín á Krist Jesú minn sannleikur og minn réttur til lífs er að fylgja minni trú og sannfæringu.Svo verður bara að koma í ljós eftir minn dag hvort ég dansi og syng í lofgjörðinni miklu .
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 14.8.2007 kl. 06:58
Arngrímur, nei ég tók ekki þetta vers, enda fannst mér ekki þörf á því. Alveg eins og ég tók þessa 3 sitthvoru hlutina með sólina, massa, hita og ljós. Þá er eins með Guð, faðirinn er er aðskildur en samt ekki, alveg eins og þú getur ekki tekið, massann/efnið frá sólinni án þess að eyðileggja hana.
En ég vildi þakka Sunnu Dóru fyrir að standa vörð um kristinina í fjarveru minni. Einnig öllum þeim sem hafa tekið hér þátt í umrlðum.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 14.8.2007 kl. 09:26
Góð úttekt hjá þér, Guðsteinn. Ég held við fáum aldrei fullskilið þetta samband Föðurins og Sonarins, en það er nauðsynlegt að við íhugum það og leitum Drottins.
Mig langar að (mis)nota tækifærið og benda á að ég hleyp til styrktar Krabbameinsfélaginu í maraþoninu og hvet ykkur til að leggja góðu málefni lið. Meiri upplýsingar á blogginu mínu.
Einnig er hægt að styrkja ýmis önnur samtök í gegnum Reykjavíkurmaraþonið, t.d. Kristniboðssambandið og ABC barnahjálp.
Theódór Norðkvist, 14.8.2007 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.