Takk fyrir mig !

Ég hef ákveðið að hætta að blogga. Ég veit að ég hef sagt þetta áður, en eftir þetta bloggfrí mitt, þá hef ég talið þetta fyrir bestu. Þetta er orðið fíkn sem aðrir hlutir gjalda fyrir, þess vegna verð ég að hætta þessu. En ég mun samt halda áfram að tjá mig á öðrum vettvangi þar sem samfélagið er minna og ekki eins krefjandi.

Ég vil þakka öllum mínum bloggvinum og þeim sem hafa lagt leið sína um síðuna mína. Það er aldrei að vita nema ég endurvekji hana í framtíðinni, hver veit - en eins og staðan er núna er ég hættur.

Guð blessi ykkur öll og ég þakka lesturinn!


Guðsteinn Haukur Barkarson Hansen

Vegna valdamikla skipanna frá æðri stöðum, dreg ég þessa yfirlýsingu tilbaka. Í framtíðinni mun ég einbeita mér að góðum greinum og ekki 2 setninga færzlur um fréttir dagsins.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Þú átt ekki að hætta að blogga. Þú átt að taka þér tak og hafa stjórn á fíkninni. Þá vinnur þú sigur en með því að hætta ertu að gefast upp fyrir fíkninni. Bogg er ekki skalegt eins og vímugjafar en ég þekki það sjálfur að það getur tekið meiri tíma en afsakanlegt er. Þess vegna verður maður að setja sjálfum sér ákveðin mörk og geti maður verið innan þeirra þá er allt í lagi að halda áfram.

Reyndu að setja þér mörk þannig að tíminn sem í þetta fer sé innan allrar skynsemi og haltu áfram ef þú getur haldið þig við þau mörk.

Góð kveðja.

Jón Magnússon, 10.8.2007 kl. 10:01

2 Smámynd: kaptein ÍSLAND

jamm allveg rétt jón

kaptein ÍSLAND, 10.8.2007 kl. 10:10

3 Smámynd: HP Foss

far vel, skil þig algerlega. Þú ert líklega að gera þetta fyrir sjálfan þig og engir aðrir eiga að ráða því.

HP Foss, 10.8.2007 kl. 11:05

4 Smámynd: Mofi

Þú sem varst búinn að hanna flott útlit á blogginu og alles!  Miklu frekar að ákveða að aldrei meira en ákveðinn tími á dag fer í að lesa og skrifa og síðan hætta.  Að skiptast svona á skoðunum við ólíkt fólk með ólíkar hugmyndir auðgar lífið og getur búið til nýja vini. Síðan þurfum við ávalt fleiri kristin viðhorf í samfélaginu.

Kv,
Mofi

Mofi, 10.8.2007 kl. 12:12

5 identicon

Skil þig vel, þetta er 2much orðið hjá manni, maður gæti verið að gera eitthvað af viti

Ég er alveg að hætta líka, mun þó kannski droppa inn við og við svona ef eitthvað alveg spes er í gangi...

DoctorE (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 12:44

6 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Well hvað er annað hægt að segja en gangi þér allt í haginn og takk fyrir mig kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 10.8.2007 kl. 13:00

7 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Heyr, heyr... Ég ætla samt að reyna að fá hann af því að hætta. Skil bara ekkert í kallinum í dag. Mér finnast þessi skoðanaskipti bara heilbrigð eins og Mofi sagði. Vissulega var þetta eflaust að taka full mikinn tíma hjá honum.  En þá er líka óþarfi að blogga um allar fréttir á Mogganum... 

En hann ætti samt alls ekki að hætta, því þetta getur ekki flokkast undir almenna fíkn, frekar en ýmis félagasamtök. Já því hér fara fram lífleg félagsleg samskipti. Ef hann t.d. stundaði golf í öllum sínum frítíma væri ég fremur pirruð, því þá væri hann aldrei heima. En þegar hann bloggar er hann allavega heima. Ef hann væri tölvuleikjafíkill væri hann dálítið mikið að sóa tíma sínum í nákvæmlega ekki neitt, en ekki með að blogga. Mér finnst þetta ekki sambærilegt.

Haukur minn...  Ég allavega vona að þú hættir ekki endanlega að blogga.

Bryndís Böðvarsdóttir, 10.8.2007 kl. 13:47

8 identicon

Látið ekki svona, hann gæti verið að stúdera .net, html 5, c#, SQL, client scripting, ajax, security, að skrifa eitthvað svalt webapp
Á endanum er það miklu gáfulegra og líka skemmtilegra, það er ekki margt sem gefur manni jafn skemmtilega fílingu og að gefa út svalt application.
Má svo rífast við okkur gúbbana á visir.is spjallinu inn á milli :)

DoctorE (IP-tala skráð) 10.8.2007 kl. 14:32

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ok ok ! Ég þori ekki annað en hlýða þegar þingmaður og kona mín eru á sama máli! Valdameiri skipun getur það ekki orðið!

Ég ætla samt að taka mér frí, en er hættur við að hætta.

Jón takk fyrir innleggið og fer ég að þínum góðu ráðum!

Að lokum vil ég þakka Mánakettinum, Mofa, Dokksa, og Úlfari fyrir innlitinn og stuðninginn.

Dokksi er ég er afar sammála að það er ekki til betri tilfinning en að gefa út nýtt App, var að því áðan og er í skyjunum !  ;) Sömuleiðis var ég að stúdera HTML5 og líst vel á!  

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.8.2007 kl. 14:41

10 Smámynd: Þarfagreinir

Ég er sáttur við þessa ákvörðun ... það er að segja hina síðari; að hætta við að hætta við. Ef maður reynir bara að setja sér skynsamleg mörk er vel hægt að hafa stjórn á fíkninni.

Þarfagreinir, 10.8.2007 kl. 14:44

11 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þú ert barasta bestur Haukur húrra húrra húrra húrrrrraaaaaaaaaaaaaaa

Guðrún Sæmundsdóttir, 10.8.2007 kl. 15:55

12 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Frábært !

ég verð glöð, þú ert góður bloggvinur sem gaman er að heimsækja og fá í heimsókn !

Ljós og friður til þín

 steina í Lejre

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 10.8.2007 kl. 16:15

13 Smámynd: Linda

Phew..segi ekki annað, ok jú, þarna skall hurð nær hælum.  Það er mikil þörf á þínum skrifum hér og sérstaklega þegar kemur að fræðslu um trúmál.  Ég er himinlifandi yfir því að þú sért hættur við að hætta.

Verður gaman að koma áfram í heimsókn til þín á vefnum.

GBÞ

Linda.

Linda, 10.8.2007 kl. 23:55

14 Smámynd: halkatla

við hættum aldrei og gefumst aldrei upp - ég er fegin að þú drógst þetta til baka

halkatla, 11.8.2007 kl. 00:52

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá hvað þit eruð öll yndisleg! Ég á ekki orð! En Pétur Hansen nafnið er danskt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.8.2007 kl. 11:36

16 Smámynd: Ruth

Guð blessi þig bróðir ,ég er svo fegin að Þú hættir ekki

Ruth, 11.8.2007 kl. 13:19

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Feginn er ég, að þú ert ekki hættur, ágæti Guðsteinn. Með góðri kveðju,

Jón Valur Jensson, 11.8.2007 kl. 17:03

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Pétur, ég er stolltur að geta slíkan öðling sem þig vin!

Ruth777, takk kærlega fyrir það, ég hef vanrækt að heimsækja þína síðu og verður breyting þar á.

Jón Valur, mér þykir vænt um þessi orð þín. Guð blessi þig og þína. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.8.2007 kl. 21:15

19 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Heill og sæll félagi Haukur!

Það er ánægjulegt að þú hafir ákveðið að hætta við að hætta að blogga!  Það hefði verið sjónarsviptir af jafn skemmtilegu bloggi og þitt blogg er.  En nú ætla ég að ráðleggja þér að taka þér gott frí frá bloggi, þ.e.a.s. ef þú ert orðinn þreyttur á þessu.  En hafðu það ekki of langt og komdu endurnærður til baka.

Þinn félagi á Selfossi

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 12.8.2007 kl. 23:29

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk kærlega fyrir þessi hlýju orð Kristján, ég mun fara að ráðum þínum. Guð blessi þig Kristján.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 13.8.2007 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband