Vesalings ítölsku konurnar

Ef þetta er raunin með ítalskar mæður, þá eiga þær alla mína samúð. Fyrr má nú vera ofdekrun og ósjálfstæða þessa karla, að hanga inná hótel mömmu til fertugs! Úfff ... móðir mín væri búinn að henda mér út öfugum !

mbl.is Mömmustrákur á sjötugsaldri komst í klandur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldóra Halldórsdóttir

Hvort er það ósjálfstæði sonarins eða stjórnsemi móðurinnar? Það þarf tvo til að svona staða komi upp. Sumar mæður vilja ekki að börnin verði fullorðin.

Halldóra Halldórsdóttir, 3.8.2007 kl. 10:32

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hárrétt hjá þér Halldóra. En ég hef samt grun um að karlarnir séu sekari fremur en mæðurnar, það verður bara að viðurkennast. :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.8.2007 kl. 10:54

3 Smámynd: Þarfagreinir

Þessir Ítalir eru klikk!

Þarfagreinir, 3.8.2007 kl. 11:09

4 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

En það er samt mikið til í þessu! það er að vísu mjög erfitt fyrir fólk að leigja eða kaupa sér íbúð í borgunum, því almenn laun þarna eru fáránlega lág. en samt sem áður er naflastrengur ítalskra karlmanna óvenju seigur

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.8.2007 kl. 12:14

5 Smámynd: Jóhann Helgason

það getur verið stjórnsemi móðurinnar eða bara bland í poka

Jóhann Helgason, 3.8.2007 kl. 18:33

6 identicon

Þessar Ítölsku eru greinilega að ofdekra drengina sína .

Annars er þetta  það sem mig vantar í augnablikinu :'itölsk mamma

enok (IP-tala skráð) 4.8.2007 kl. 11:13

7 Smámynd: Úlfar Þór Birgisson Aspar

Senilega eru Ítalskir Karlmenn alnir svona upp mamma sér um þá þangað til að konfang finnst sem jú verður að vera eins og móðir og fyrir vikið munu Ítalskir Karlmenn alltaf vera drengir í mínum huga,þeir kunna jú að skjalla konur og geta hreinlega elskast við sjálfan sig svo uppfullir eru þeir í egó sínu blessaðir drengirnir.Verst að þetta eru upp til hópa vesalingar en ég skal ekki alhæfa ég þekki kannski ekki svo marga en jú nokkra og mestu grenjuskjóður sem ég hef kynnst.En auðvitað eru til einn og einn ljúfur drengur þarna nærri Vatikaninu blessaða.Kveðja Úlli.

Úlfar Þór Birgisson Aspar, 4.8.2007 kl. 13:15

8 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Mér finnst þetta nú ekkert svo slæmt. Kannski þetta tilfelli.  En mér skilst að þar standi fjölskyldur saman og ólíkt okkur íslendingum sem erum á góðri leið að upp samfélagið með einstaklingshyggju, hugsar þetta sama fólk svo um foreldra sína í ellinni.  Mér finnst það fallegt að fjölskylda standi saman og er góð við hvort annað.

Mér finnst eiginlega sorglegra þegar fullorðin börn hér búa í stórhýsum meðan foreldrar þeirra búa aðskilin í litlum herbergjum á elliheimilum 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 4.8.2007 kl. 13:20

9 Smámynd: Halla Rut

"Heyrðu" segi ég eins og sannur Íslendingur. Minn yngsti er 2.5 ára og ætla ég ekki að  skammast i honum i 60 ár í viðbót, það er á hreinu. Er búin að fá nóg nú þegar.

Halla Rut , 5.8.2007 kl. 00:12

10 Smámynd: Birna M

Þetta tíðkast víst á Ítalíanó, sá þátt um menn sem búa heima hjá mæðrum sínum svona fram eftir öllu og engum þykir það tiltökumál, þó þetta séu jafnvel framkvæmdastjórar í eigin fyrirtækjum og vel stæðir menn.

Birna M, 6.8.2007 kl. 00:08

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það hlálega sorglega við þetta er, að þessi aula- og ofdekrunar-tendenz felur í sér feigðarteikn fyrir ítölsku þjóðina sjálfa: fyndnu einstaklingstilfellin raðast upp og verða að geigvænlegri þjóðhagsstærð, sem heitir ekkert annað en hrörnun og útrýmingarhætta heillar þjóðar! Málið er, að giftingaraldur Ítala hefur verið á hraðri leið upp á við, ásamt hruni í tímgunarmálum, þannig að hver einstaklingur á ekki fleiri en um o,65 börn að meðaltali (1,3 á hverja konu), sem minnkar margfaldlega barnakynslóðina á ótrúega skömmum tíma. Sjá um það þessa apokalyptísku grein mína: http://www.kirkju.net/index.php/jon/2006/05/22/p475

Einhverjum kann að þykja öfgatals-yfirbragð á þessu innleggi mínu hjá þér, bróðir Guðsteinn, og það strax í fyrstu sögðu orðunum. En ofdekrun er það að taka ekki rögg á sig að sparka ungunum úr hreiðrinu, fyrr en þau ná sextugsaldri, og aulaháttur hinn mesti að hanga inn á Hótel mömmu allan þennan tíma og hræðast kvonfang og barneignir. Svakalegast þó, hvað tilhneiging í þessa áttina reynist hafa hörmulegar afleiðingar fyrir efnahagslíf heillar þjóðar (lífeyrisþegakynlóðin verður eftir 3 áratugi sú langfjölmennasta, en allt of fáir í kynslóð skattgreiðenda til að standa með mannborulegum hætti undir velferðarþjóðfélgi) sem og fyrir sjálfan viðgang Ítala eða vonir um að lifa af í þjóðahafi umheimsins.

Sjá einnig þessa efnismöppu mína á Moggabloggi (Fólksfækkunarhættan): http://jonvalurjensson.blog.is/blog/jonvalurjensson/category/704/

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 6.8.2007 kl. 12:36

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

 Kæri Guðsteinn Haukur það sem við kristnu bloggararnir höfum skrifað á mbl. bloggið hefur farið óskaplega í taugarnar á nokkrum einstaklingum sem hafa séð sig knúna til þess að níða okkur sem mest þeir geta, vegna þess að við bendum á Biblíuna og Jesú Krist, en það er ekkert nýtt undir sólinni einsog meðf. orð ber með sér Guð blessi þig og varðveiti í Jesú nafni  Lúkasarguðspjall 6 kafli
 22 Sælir eruð þér, þá er menn hata yður, þá er þeir útskúfa yður og smána og bera út óhróður um yður vegna Mannssonarins.
23 Fagnið á þeim degi og leikið af gleði, því laun yðar eru mikil á himni, og á sama veg fóru feður þeirra með spámennina.

Guðrún Sæmundsdóttir, 6.8.2007 kl. 18:31

13 identicon

Verið frjósöm, og uppfyllið jörðina er ritað !

Er ekki mál, að vatíkanið kenni eitthvað sem skiftir máli ?

Maríubænir og dýrlingadýrkun fjölga ekki ítölum, og ekki heldur þeim sálum er sjá munu Guðs ríki . 

enok (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 19:59

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Páfinn kennir fjöldamargt sem skiptir máli, Enok, og hefur gert það í hartnær 20 aldir. Engin leið að smætta það hér niður í einni setningu!

Jón Valur Jensson, 6.8.2007 kl. 20:15

15 identicon

Jú vissulega hefur einhver gagnleg kennsla átt sér stað .

En þegar þjóð er á undanhaldi, þarf að gera eitthvað róttækt .

Eins og þú hefur séð J.V , þá er mér lítið gefið um vatíkanið og Páfana, en margt gott og gagnlegt hef ég séð frá þér koma .

Allt yrði gott um kaþólsku að segja, ef Páfastóllinn yrði þinn

enok (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 21:09

16 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og á ég svo að finna til mín vegna þessara orða þinna? Nei, Enok, ég dygði varla nema sem skúringastrákur í Vatíkaninu.

Jón Valur Jensson, 6.8.2007 kl. 21:19

17 identicon

Sælir séu hógværir

enok (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 21:26

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðrún takk fyrir blessunarorðin. Ekki veitir af í þessu guðlausa samfélagi.

Jón Valur, þú kemur sterkur inn að vanda, ég las þessar greinar sem þí vísaðir í og er ég þér sammála. Orðalag þitt lét mig bregða í fyrstu, en eftir að ég las greinarnar er það á rökum byggt.

Enok, takk fyrir innlitið og athugasemdirnar. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.8.2007 kl. 11:22

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

Kærar þakkir, Guðsteinn. Hér eru tenglarnir í betra formi, þannig að hægt sé að smella á þá og komast þá beint inn á greinarnar: í 1. lagi sú "apókalyptiska" (boðandi hrun gömlu Evrópu) og í 2. lagi greinamappan 'Fólksfækkunarhættan'. - Með blessunarósk,

Jón Valur Jensson, 8.8.2007 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588367

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband