Fimmtudagur, 2. ágúst 2007
Nektardans bannaður á Goldfinger
Ég sá þessa frétt á vísi.is og fagna henni mjög.
Nektardansstaðurinn Goldfinger hefur misst leyfi til nektarsýninga. Ný lög um veitingastaði og skemmtanahald tóku gildi 1. júlí síðastliðinn. Samkvæmt þeim þurfa veitingastaðir aðeins eitt rekstrarleyfi, í stað veitinga, skemmti- og vínveitingaleyfis. Lögin kveða á um bann við nektarsýningum, nema að fengnum jákvæðum umsögnum frá sex aðilum. Einn þessara umsagnaraðila er lögreglustjóri, en hann leggst gegn því að Goldfinger fái slíkt leyfi...
Einnig segir:
Þorleifur Pálsson, sýslumaður í Kópavogi, sér um að afgreiða umsóknir um rekstrarleyfi fyrir Goldfinger. Þorleifur sagði í samtali við Vísi, að ekki hefðu borist umsagnir frá öllum sex aðilum fyrir lok júlí. Því hafi verið ákveðið að veita staðnum rekstrarleyfi til bráðabirgða í tvo mánuði.
Leyfið þeirra sem sé rann út um mánaðarmótin ! Og mega þeir afgreiða vín en ekki berar konur á meðan! Guði sé lof fyrir það!
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Lífstíll | Breytt 10.8.2007 kl. 09:40 | Facebook
Nýjustu færslur
- 5.1.2021 Gleðilegt ár!
- 21.4.2018 Mikið var!
- 11.12.2014 Mynd segir meira en þúsund orð
- 6.8.2014 halló 0_o
- 16.12.2012 Heimsendir er ekki nánd!
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Skoðanna könnun
Eldri færslur
2021
2018
2014
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Artificial Intellect
- Linda
- Mofi
- AK-72
- Adda bloggar
- Aida.
- Alexander Kristófer Gústafsson
- Alfreð Símonarson
- Huldabeib
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- halkatla
- Anna Valdís Guðmundsdóttir
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Aðalbjörn Leifsson
- Baldur Kristjánsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Benedikt Halldórsson
- Benna
- Bergþóra Guðmunds
- Jón Valur Jensson
- Birna M
- Björgvin Guðmundsson
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Bumba
- Böðvar Ingi Guðbjartsson
- Calvín
- Davíð Örn Sveinbjörnsson
- Egill Jóhannsson
- ESB
- Einar Ben
- Einar Vignir Einarsson
- Eiríkur Ingvar Ingvarsson
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Emil Örn Kristjánsson
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eva
- FF
- Fjóla Æ.
- Flower
- Friðrik Páll Friðriksson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- G.Helga Ingadóttir
- Gestur Halldórsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar Páll Gunnarsson
- Gunnar Rögnvaldsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnar Th. Gunnarsson
- Gunnlaugur Halldór Halldórsson
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðlaug Margrét Steinsdóttir
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðni Már Henningsson
- Svava frá Strandbergi
- Guðrún Markúsdóttir
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Gísli Torfi
- Gústaf Níelsson
- Hafsteinn V Eðvarðsson
- Halla Rut
- Halldóra Halldórsdóttir
- Halldóra Lára Ásgeirsdóttir
- Hallgrímur Guðmundsson
- Hallmundur Kristinsson
- Haraldur Davíðsson
- Haukur Nikulásson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heiða Þórðar
- Helena Leifsdóttir
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kaleb Joshua
- Hlynur Hallsson
- Högni Hilmisson
- Ingibjörg
- Ingvar Leví Gunnarsson
- Ingvar Valgeirsson
- Jakob Falur Kristinsson
- Jakob Smári Magnússon
- Janus Hafsteinn Engilbertsson
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Þorsteinsson
- Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Magnússon
- Jóna Á. Gísladóttir
- Jónína Benediktsdóttir
- Karl Jónas Thorarensen
- Karl Tómasson
- Karl V. Matthíasson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Kjartan D Kjartansson
- Kjartan Guðmundur Júlíusson.
- Kristinn Theódórsson
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ásgrímsson
- Kristján Björnsson
- Kristján Eldjárn Þorgeirsson
- Landssamband ungra frjálslyndra
- Laufey Ólafsdóttir
- Lovísa
- Jeremía
- Mama G
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Markús frá Djúpalæk
- Matthias Freyr Matthiasson
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Morgunblaðið
- Morgunstjarnan
- Mummi Guð
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Presturinn
- Pétur Björgvin
- Ragnar Freyr Ingvarsson
- Ragnar Geir Brynjólfsson
- Rannveig H
- Rannveig Margrét Stefánsdóttir
- Regina B. Þorsteinsson
- Ruth
- Róbert Badí Baldursson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Sigríður Jónsdóttir
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Sigurbjörn Friðriksson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlaug B. Gröndal
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Snorri Bergz
- Snorri Óskarsson
- Soffía
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefán Garðarsson
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Stefán Þór Helgason
- Steingrímur Jón Valgarðsson
- Þorsteinn Briem
- Steinunn Helga Sigurðardóttir
- Sunna Dóra Möller
- Svala Erlendsdóttir
- Svanur Heiðar Hauksson
- Svartinaggur
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Hjörtur
- Sverrir Stormsker
- SM
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sævar Einarsson
- Sóley Björk Stefánsdóttir
- Sólveig Lilja Óskarsdóttir
- Theódór Norðkvist
- Toshiki Toma
- Tryggvi Hjaltason
- Árni þór
- TómasHa
- Umsjónarmenn blog.is
- Unnar Geirdal
- Vefritid
- arnar valgeirsson
- gudni.is
- Kristján Pétursson
- svarta
- www.zordis.com
- Ágúst Böðvarsson
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Árni Gunnarsson
- Árni Matthíasson
- Árni Svanur Daníelsson
- Ásdís Rán
- egvania
- Ásgerður
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Ólafur Jóhannsson
- Ólafur fannberg
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Úlfar Þór Birgisson Aspar
- Þarfagreinir
- Þorgeir Arason
- Þormar Helgi Ingimarsson
- Þórarinn Þ Gíslason
- Þórarinn Eldjárn
- Brynjar Jóhannsson
- Heimir Tómasson
- Guðrún Helgadóttir
- christian coaching
- Frjálslyndi flokkurinn í Eyjafirði
- Helga Dóra
- Guðmundur M Ásgeirsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Gísli Tryggvason
- Baldur
- Baldvin Jónsson
- Jenný Anna Baldursdóttir
- Heiða B. Heiðars
- Þrúður Finnbogadóttir
- Theodor Birgisson
- Hildur Sif Thorarensen
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Anna Guðný
- Óskar Arnórsson
- Kjartan Eggertsson
- Kristín Gunnarsdóttir
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Karlsson
- Sólveig Þóra Jónsdóttir
- Bryndís Eva Vilhjálmsdóttir
- Eiríkur Sjóberg
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Þorsteinn Siglaugsson
- Vinir Tíbets
- Kristín Ketilsdóttir
- Einar G. Harðarson
- Mál 214
- Bwahahaha...
- kreppukallinn
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Guðjón Baldursson
- Einar Sigurbergur Arason
- Marinó Óskar Gíslason
- hilmar jónsson
- Ragnheiður Katla Laufdal
- persóna
- Arnþrúður Karlsdóttir
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Ragnar Steinn Ólafsson
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Gladius
- Hörður Finnbogason
- Margrét Guðjónsdóttir
- Púkinn
- Fannar frá Rifi
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Greta Björg Úlfsdóttir
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Rödd í óbyggð, kristilegt félag
- Magnús V. Skúlason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Benedikt Sveinsson
- Hólmfríður Guðlaug Einarsdóttir
- Inga
- Eygló Hjaltalín
- Sverrir Halldórsson
- drilli
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Hilmar Gunnlaugsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Helga Þórðardóttir
- Adda Laufey
- Tómas
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Jóhann Björnsson
- Himmalingur
- Bjarni Harðarson
- Eva G. S.
- Grétar Mar Jónsson
- Haukur Már Haraldsson
- Hrannar Baldursson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Hafsteinn Viðar Ásgeirsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Anna Vala Eyjólfsdóttir
- Margrét St Hafsteinsdóttir
- Hörður B Hjartarson
- Þór Jóhannesson
- Benedikta E
- Jenný Stefanía Jensdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Ívar Pálsson
- Eiríkur Guðmundsson
- Sigurbjörn Sveinsson
- Guðrún Þóra Hjaltadóttir
- Baldur Hermannsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Jón Gerald Sullenberger
- Þórhallur Heimisson
- Finnur Bárðarson
- Frosti Sigurjónsson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þórólfur Ingvarsson
- Jonni
- Brattur
- Bjarki Tryggvason
- Elín Helga Egilsdóttir
- Jóhann Róbert Arnarsson
- Rafn Gíslason
- Ólafur Þórisson
- Samtök Fullveldissinna
- Hulda Haraldsdóttir
- Röddin
- Kristinn Theódórsson
- Jóhanna Magnúsdóttir
- Raggi
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Nonni
- Tímanna Tákn
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Davíð Oddsson
- Sigrún Aðalsteinsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Óskar Sigurðsson
- Þórður Guðmundsson
- Hjalti Rúnar Ómarsson
- Heimssýn
- Ragnar G
- Páll Vilhjálmsson
- Guðný M
- Jóna Sigurbjörg Guðmundsdóttir
- Svanur Gísli Þorkelsson
- Karl Ólafsson
- Jón Ríkharðsson
- Guðni Karl Harðarson
- Hörður Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Einar B Bragason
- Soffía Gísladóttir
- Eiður Svanberg Guðnason
- Axel Jóhann Hallgrímsson
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Adeline
- Ásta Hafberg S.
- Friðrik Agnar Ólafsson Schram
- Guðjón Sigþór Jensson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Gunnar Jóhannesson
- Gylfi Gylfason
- Hilmar Einarsson
- Hörður Sigurðsson Diego
- ibbets
- Kristinn Ingi Jónsson
- Lífsréttur
- Sigurður Haraldsson
- Sigurður Þór Guðjónsson
- Valur Arnarson
Athugasemdir
Sammála þér Haukur! Var að skoða forsíður einhverra blaða í Krónunni áðan, og ég held að það hafi verið í DV. Þar sem þessar aumingjans konur voru að tjá sig um það að þær hefðu 150 þúsund kall á mánuði við að strippa á 12 tíma vöktum 6 daga vikunar og svo toppuðu þær þetta með því að lýsa því yfir að íslenskar konur öfundi þær!!
Guðrún Sæmundsdóttir, 2.8.2007 kl. 18:27
Hefur fólk þá líka lesið viðtölin við fyrrverandi dansmær í sama Vikublaði - sú lesning er enn meira umhugsunarverð.
Halldóra Halldórsdóttir, 2.8.2007 kl. 19:43
ég hef ekki lesið neitt um þetta að ráði. Enn að það skuli vera að loka fyrir svona klúbba er bara af hinu góða. Ef fólk vill sjá klám þá er hægt að kaupa blöð og kvikmyndir og þetta getur það haft út af fyrir sig í heimahúsum.
Linda, 2.8.2007 kl. 19:56
Guðrún öfundi þær fyrir slíkt þrælahald? úfff ...
Halldóra, ég ætla verða mér úti um þessa grein, takk fyrir þá ábendingu!
Linda, NÁKVÆMLEGA - fólk á að halda þetta útaf fyrir sig ef það vill endilega sjá svona.
Einmitt Jón Grétar, þú hækkaðir talvert í áliti við þessi skrif! Utan við að ég tel það ekki neinn rétt að sjá skoppandi brjóst, heldur er það einkamál kvennanna. ;)
Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.8.2007 kl. 20:17
Ég er reyndar algjörlega á móti forræðishyggju. Þar af leiðandi finnst mér vitleysa að banna rekstur svona staða. Ég held að það sé betra að leyfa þá og hafa þá sýnilega, heldur en að banna þá og missa þetta þar með í undirheimana þar sem, miður æskileg starfsemi þrífst og verr verður komið fram við þessar röradansmeyjar. Þar verður líka erfiðara fyrir lögregluna að fylgjast með þessum stöðum, held ég. Eitt vil ég þó taka fram að ég sæki ekki svona staði en gerði það þegar ég var yngri og er í dag ekkert spenntur fyrir því að fara á svona staði og þurfa að borga mig inn til að sjá einhverja stelpu dansa á einhverju ryðfríu röri. Þetta er allavega mín skoðun á þessu máli
Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 2.8.2007 kl. 21:24
Ég verð að viðurkenna að mér finnst lítil eftirsjá í þessum stað......ég mun ekki sakna hans né svo sem finna fyrir því að hann hætti, alla vega ekki neitt að ráði! Ég held að sú mýta sem að margir halda fram að konurnar séu bara ánægðar að vinna þarna sé leið til þess að horfa fram hjá þeirri staðreynd að um nútíma þrælahald er að ræða á konum og börnum, þó að það sé kannski ekki þessu tilfelli börn að þá eru þau í samskonar ánauð út um allan heim. Ég bara get ekki tekið undir mýtuna um kátu vændiskonuna og græt því ekki þessi málalok! með kærri kveðju! sunna!
Sunna Dóra Möller, 2.8.2007 kl. 21:58
Hún ríður ekki við einteyming forræðishyggjan hjá mörgum. Ekki er ég að sækja þessa staði (hef t.d. aldrei komið inn fyrir dyr á Goldfinger), en hef aldrei skilið þessa þörf fólks að þurfa að hafa vit fyrir öðru fullorðnu fólki. Þá er ég líka að tala um á fleiri sviðum, ekki bara nektarsýningum. Dæmi: Ég hef ekki áhuga á golfi, mér finnst það leiðinleg íþrótt. Því vil ég að golf sé bannað með öllu. Fólk getur bara spilað minigolf inni í stofu hjá sér.
Svartinaggur, 3.8.2007 kl. 04:50
Veit ekki hvort ég eigi yfir höfuð að segja ykkur hvað mér finnst,annað en í mínum augum sem og Drottins kallast þetta sem stundað er á Goldfinger Hórdómur og Guð tekur ekki létt á slíkum málum.
Mér finnst orðið fólk taka guðs orði af slíkri léttúð að ég er löngu hættur að skilja mest allt hugsanaferli margra manna,ég er ekki heilagur maður neitt en ég er trúr lögmálinu og mér finnst það skipta máli hvað við leyfum og ekki leyfum.Vændi er hvort sem kaup eða sala á í hlut synd og sem slík vanvirðing við guð og vissulega maka sinn.
Guðsteinn eigðu góða helgi með þínu fólki og megi Jesú yfir ykkur vaka og vernda alladaga kveðja Úlli.
Úlfar Þór Birgisson Aspar, 3.8.2007 kl. 06:34
Sunna, við erum sammála - og það ekki í fyrsta sinn.
Svartinaggur, það er stór munur á golfi og strippara - golf er áhugamál og snýst ekki um tilfinningar annara og stolt.
Úlfar, megi Guð blessa þig fyrir þitt góða innlegg! Gott að fá stuðning frá jafn traustum manni og þér.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.8.2007 kl. 09:44
Kristján, við erum á öndverðu meiði í þetta sinn en þú ert ágætur !
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.8.2007 kl. 09:44
Hvort golf snýst um tilfinningar eða ekki fer allt eftir því hvort það eru kúlurnar eða kylfan sem eru sett ofan í holuna.
Svartinaggur, 3.8.2007 kl. 10:27
hehehe .. góður Svartinaggur.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.8.2007 kl. 10:32
Goldfinger, stúlkurnar muni bara ekki fara úr öllum fötunum"
þær verða þá líklega í sokkum! en það er spurning hvort stúlkurnar þarna fái einhverjar upplýsingar frá t.d. alþjóðahúsinu um sín réttindi, ef þ.e.a.s. hafa þær einhver réttindi? hvaða stéttarfélag getur tekið þær uppá arma sína?
Guðrún Sæmundsdóttir, 3.8.2007 kl. 12:09
Það myndi vera FSD (Félag súludansara) á ég von á.
Svartinaggur, 3.8.2007 kl. 12:19
Sting aftur upp á að fólk lesi viðtöl við fyrrverandi íslenskar nektardansmær í Vikunni. Þær frásagnir er eins nálægt raunveruleikanum og við komumst - ef fólk þekkir ekki persónulega til í þessum skuggalega heimi. Þetta fjallar ekki um forræðishyggju - heldur að stuðla að samfélagi þar sem mannleg reisn er höfð í fyrirrúmi. Bæði kvenna og karla.
Halldóra Halldórsdóttir, 3.8.2007 kl. 13:14
Ég gerði eins og þú sagðir Halldóra, ég varð mér úti um þetta blað og las um þessa skuggahlið sem ég vissi ekki að væri svona alvarleg.
Ég hvet alla til þess að gera slíkt hið sama, og tek ég heilshugar undir orð Halldóru! Gott að fá slíkan andbæ sem þig Halldóra og ég þakka góðan stuðning.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.8.2007 kl. 14:06
Það vantaði framan á innleggið mitt áðan, en það kom fram í Fréttablaðinu í morgun að dansinn í Goldfinger haldi áfram en stúlkurnar muni ekki fara alveg úr fötunum
þær verða þá líklega í sokkum! en það er spurning hvort stúlkurnar þarna fái einhverjar upplýsingar frá t.d. alþjóðahúsinu um sín réttindi, ef þ.e.a.s. hafa þær einhver réttindi? hvaða stéttarfélag getur tekið þær uppá arma sína?
En Halldóra og Guðsteinn er nokkuð hægt að sjá þetta viðtal sem þið vísið í á netinu? En hvað varðar stéttarfélagsumræðu að þá hafa ýmiss félög iðnaðarmanna hjálpað erlendum verkamönnum að fá sín réttindi, stendur þessum aumingjans konum ekkert til boða hér? þær eru greinilega mataðar á einhverju bulli um að þær sæti "öfundsverðu" hlutskipti.
Guðrún Sæmundsdóttir, 3.8.2007 kl. 14:17
endalausar leiðréttingar hjá mér, en 150 þúsund króna öfundsverðu mánaðarlaun á súlunni, voru á forsíðu Vikunar
Guðrún Sæmundsdóttir, 3.8.2007 kl. 17:10
hvað ætli verði bannað næst? kynlífshjálpartækjabúðir?
kaptein ÍSLAND, 4.8.2007 kl. 12:28
ég var komin með svo mikið leið á þessum umræðum en er sammála flestum hér. ég er bara orðin svo þreytt á vissum orðum einsog t.d "forræðishyggja". Þetta stjórnast allt af ranghugmyndum, en mér finnst þið hafa hitt naglann á höfuðið - þessi laun hjá súludönsurum eru ekki öfundsverð og hver tilgangurinn?
til hamingju Guðsteinn, þér tókst að kalla fram normal og heilbrigð viðbrögð við þessari frétt
halkatla, 5.8.2007 kl. 12:15
Mér finnst nú ekki alveg sambærilegt golf og súludans eða vændi. Afar skrítið að líkja því saman.
Varðandi upplýsingarnar sem Guðrún kom með og fleiri varðandi laun kvennanna m.a. þá sýnir það bara hvað þær eru lítilsvirtar í raun af þeim sem "sýsla" með þær. Nógu góð laun handa svona druslum hugsa þeir væntanlega, en halda því svo fram að þetta sé list svona út á við
Að konurnar séu að halda því fram að þær séu öfundaðar af íslenskum konum, er svo fráleitt að það hálfa væri nóg. Sýnir bara þennan rugl heim mötunar sem þær búa í. Þeim er örugglega talin trú um af misvitrum mönnum að þær séu öfundaðar
Vændi og allskonar tilburðir kvenna til að nota kynþokkann og klámið sér til framdráttar stendum sönnum kvenréttindum fyrir þrifum. Það þarf að koma því inn í hausinn á konum sem fara þessa leið.
Margrét St Hafsteinsdóttir, 5.8.2007 kl. 17:43
Amen Magga, 100% sammála.
Takk fyrir það Anna Karen. :)
Mánaköttur, þú ert sem sé á öndverðu meiði, eða ... ?
Guðsteinn Haukur Barkarson, 5.8.2007 kl. 20:48
Já, heyrið þetta er væntanlega ekki vinsælt innlegg, en hvað gerði Kristur? Hann skrifaði lesti faríseana í sandinn og sagði "sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum. " Hann kallaði ekki til sveitarstjórnina eða borgarstjóra
Það er ekki okkar að velja fyrir aðra við berum bara ábyrgð á okkar eigin skinni eða hræi... Það er kristinna einstæklinga að ofsækja aðra fyrir annar lesti. Okkur er hollara að líta okkur nær og taka skógin úr okkar auga áður en við finnum flísina í auga náungans.
Konunum er ekki haldið nauðugum í þessu starfi. En ég er ekki í vafa um að þetta er ekki það starf sem þær völdu í barnaskóla.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 6.8.2007 kl. 01:02
Rétt er það Eiríkur, enda er ég ekki að velja fyrir neinn. Ég er ekki að mæla með neinni forsjárhyggju, ég er einungis að fagna yfir gröf starfsemis sem fáir eiga eftir að sakna. Lestu þær lýsingar sem þær segja SJÁLFAR frá. Þá kannski skilur þú afhverju ég fagna þessu.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 6.8.2007 kl. 11:30
Eiríkur það er enginn að fordæma konurnar hér á síðunni, enda eru þær oft á tíðum fórnarlömb ömurlegra aðstæðna. kristur fordæmdi ekki syndarann en hann fordæmdi syndina munið að hann sagði við konuna sem til stóð að grýta, "far þú, og syndga ei framar" Að leyfa starfsemi Goldfinger og sambærilegra staða sem niðurlægja konur hefur ekkert að gera með forræðishyggju heldur styðja þessir staðir við þrælkun værir þú til í að vera hnepptur í þrældóm?
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.8.2007 kl. 18:10
Svolítið skemmtilegt þegar fólk segir að það muni ekki sakna staðarins, eða súlustaða almennt. Sjálfur drekk ég til dæmis ekki tekíla og borða ekki sellerí, en ég vil alls ekki banna það.
Þó svo illa hafi verið farið með starfsmenn einhverra súlustaða gegnum tíðina kemur það málinu sem slíku hreinlega ekki við - það er verkalýðsfélaga og yfirvalda að sjá um að ekki sé brotið á starfsfólki fyrirtækja. Margir erlendir verkamenn hafa farið verulega illa út úr því að vinna fyrir íslensk byggingarfyrirtæki, en það stekkur enginn upp og krefst þess að þau verði bönnuð.
Bíðið bara og sjáið til - þessi bransi, fyrst eftirspurn er fyrir hendi, kemur allur til með að færast á svarta markaðinn, neðanjarðar. Hvert leitar þá starfsfólk sem brotið er á?
Já, og svo eitt - hvar var allt tal um þrælkun, kvenfyrirlitningu og svoleiðis þegar Chippendale-drengirnir komu til landsins? Ég man ekki eftir að hafa heyrt múkk þá. Er einhver eðlismunur?
Sjálfur stunda ég ekki strípibúllur og finnst þær lítt aðlaðandi. Þó mér finnist þær svolítið ógeðfelldar finnst mér enn ógeðfelldara að banna þær.
Ingvar Valgeirsson, 6.8.2007 kl. 18:48
Röksemdir þeirra sem aðhyllast lögleysi ýmisskonar eins og vændi og fíkniefnasölu hefur undanfarið einkennst af því að ekkert eigi að vera bannað vegna þess að þá færist starfsemin í undirheimana.
Frekar steikt viðhorf Mér er spurn hefur fólk ekkert ferðast um heiminn? Er ástandið í borgum þar sem þessir hlutir eru leyfilegir, til fyrirmyndar? Á súludans að vera bara einn af atvinnukostum kvenna rétt einsog að fara í leikistarnám eða sjúkraliðann? jafnvel gæti skólakerfið boðið uppá súludansnám í fjölbrautarskólum landsins. Kannski gæti dóttir Ingvars Valgeirssonar útskrifast sem súludansari með viðbótarréttindi í einka og kjöltudansi? Er það ekki dásamlegt frelsi?
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.8.2007 kl. 19:03
Súludans hinn sanni:
http://blog.central.is/sir-magister/index.php?page=comments&id=3193472#coSir Magister Cat (IP-tala skráð) 6.8.2007 kl. 20:17
ég held að það sé fræðilega hægt að láta súludansstað ganga upp "siðferðislega" svona útfrá almennu sjónarmiði, jú auðvitað eyða reyndar einhverjir alltaf peningum fjölskyldu sinnar þar inni osfrv, halda jafnvel framhjá í huganum eða í raun, en það hafa samt verið reknir súlustaðir hér þarsem eigendurnir sýndu starfsfólkinu virðingu. Þetta er allt spurning um viðmið. Ég held að það sem hafi verið í gangi á Goldfinger hafi ekki verið "einsog best verður á kosið"
ég skal taka dæmi; einu sinni voru amk 7 nektarstaðir í höfuðborginni og skali viðbjóðsins sem starfsfólkinu var boðið uppá þar inni var mjög langur, og mjög mismunandi hvernig komið var framvið þessa dansara eftir stöðunum - það var gerð úttekt á þessu sem kom kvöld eftir kvöld í fréttaþáttum, sumt var sláandi og annað "flott".
Hvernig komið er fram við fólk á vinnustöðum og í vinnunni er eitthvað sem þarf alltaf að hafa í huga en ekki bara að hugsa um þetta sem boð og bönn. Ef einhver brýtur gegn öllu siðferði og manngæsku þá bitnar það bara á hinum, þannig er það alltaf. Það var sko ekki málið að "femínistarnir voru svo vondir" ó nei, ég man alveg eftir þessu, sumsstaðar var komið hryllilega illa fram við þessar konur og þær voru í alvöru bágstaddar, um það snerist þetta upphaflega.
halkatla, 6.8.2007 kl. 20:46
þetta er enganvegin sambærilegt við chippendale hópinn, ekki ef við hugsum okkur allt þetta fólk sem starfsfólk á vinnustað. Það er allt öðruvísi að vera ofurlaunaður skemmtikraftur sem ferðast um heiminn í frægum dansarahópi eða að vera að vinna á sannkallaðri búllu þarsem þú ræður stundum ekki hvenær þú ferð út eða hvar þú býrð og þarf að dansa inní lokuðu rými fyrir hvaða pervert sem er.... fyrir tiltölulega lág laun... þó að vinna beggja krefjist nektar þá er þetta alls engan vegin sambærilegt. Er þá ekki baywatch fólk líka alveg hrikalega klúrt og klámfengið þarsem það er líka hálfnakið í vinnunni?
halkatla, 6.8.2007 kl. 20:50
Guðrún, á unglingsárum mínum sótti ég námskeið í ræðumennsku/rökræðum í VMA. Man ekki margt af því svosem, en man þegar leiðbeinandinn talaði vel og lengi um að þegar einhver blandaði mökum og/eða börnum í umræðuna væri viðkomandi líklega kominn í þrot. Því vil ég þakka þér fyrir.
Ef einhver t.d. vill síður að börnin hans reyki ekki þegar þau vaxa úr grasi - á viðkomandi að tala við börnin um skaðsemi reykinga eða berjast með kjafti og klóm fyrir því að sala og neysla tóbaks verði bönnuð með lögum?
Varðandi hvað ég sagði um neðanjarðarstarfsemi, þá er þetta því miður það sem reynslan sýnir. Ef yfirvöld geta ekki staðið sig í að aðstoða þær súludansmeyjar sem telja brotið á sér núna, hvernig heldurðu að þau standi sig þegar bransinn allur er horfinn undir radarinn?
Ingvar Valgeirsson, 6.8.2007 kl. 23:26
Nei Ingvar ég er ekki kominn í þrot! Við skulum átta okkur á því að við þú og ég" erum þáttakendur í því að skapa börnunum okkar umhverfi sem þau sitja uppi með, í því felst mikil ábyrgð. það er ofboðslegur hroki og rasismi fólginn í því að bjóða útlenskum konum uppá eitthvert umhverfi sem við getum ekki hugsað okkur að bjóða dætrum okkar uppá.
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.8.2007 kl. 23:34
Ef einhver t.d. vill síður að börnin hans reyki ekki þegar þau vaxa úr grasi - á viðkomandi að tala við börnin um skaðsemi reykinga eða berjast með kjafti og klóm fyrir því að sala og neysla tóbaks verði bönnuð með lögum?
Ég veit ekki með þig, en ég fékk fræðslu heima hjá mér um skaðsemi reykinga og alkóhóls, samt fór ég að reykja og drekka áfengi. Foreldrar mínir voru hvorki betri né verri en foreldrar þess tíma,. Mig grunar það að foreldrar kvennana sem stunda vændi eða nektardans hafi barist gegn því, ég meina hver vill horfa á eftir dóttur sinni í þessa iðju???
Guðrún Sæmundsdóttir, 6.8.2007 kl. 23:42
Bannið mun hafa mun verri afleiðingar en leyfið. Á hvaða öld lifið þið? Lærið þið ekkert af sögunni. Fólk fæðist við misjöfn skilyrði og velur sér ólíkar leiðir í lífinu og hefur ólíkar lífskoðanir. Hórur og nektardans verður alltaf. Þegar þetta er bannað hafa stúlkurnar engan rétt og það vita allir hvað það þíðir. Þið sem eruð hér að kasta "steinum" og segist vera að vinna og tala mál drottins í málflutningi ykkar ættuð frekar að gefa stúlkunum stuðning ykkar og krefjast almennra mannréttinda fyrir þær. Nú hefur þeim hins vegar verið hent fyrir úlfana og þið kinkið kolli og segið "Guð sé lof"
Halla Rut , 6.8.2007 kl. 23:53
Bíddu nú við, hvar blandast Guð inní málið Halla Rut? Heldur þú virkilega að ég finni ekki til með þessum konum? Satt best að segja var ég að pæla í að smala vinum mínum saman og fara á svona staði til þess að gera eitthvað í málinu, en ég hef satt best að segja ekki hugmynd um hvað það ætti að vera, þekkir þú þetta eitthvað? ætli mér og mínum vinum yrði hleypt þarna inn?
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.8.2007 kl. 00:04
Að fara á staðin er ekki málið. Það yrði bara hlegið af ykkur. Að gefa þetta frjálst með stöngum lögum fyrir þann sem rekur slíka staði er það rétta. Það gefur stúlkunum þau mannréttindi sem þær þurfa svo mikið á að halda. Þær gætu þannig leitað réttar síns ef brotið væri á þeim. Með því að banna þessa starfsemi setjum við þetta, þar á meðal stúlkurnar, í hendurnar á mönnum sem tilbúnir eru að brjóta lög og finnst mér það ekki álitlegur hópur til að setja ungar konur í sem margar hafa átt erfiða ævi, eru í neyslu og eru margar ekki vel staddar andlega.
Ég vil samt láta fylgja með að margar konur stunda vændi og nektardans en eiga að öðru leita eðlilegt líf. Hér að ofan var ég að tala um þær konur sem leiðst út i þetta vegna slæma aðstæðna sinna.
Halla Rut , 7.8.2007 kl. 00:19
Já eins og ég sagði þá bjóst ég ekki við því að fyrra innlegg færi á vinsældalista því síður ég...Til að það sé á ljóst þá er ég andstæðingur mannsals,vændis í hvaða birtingamynd sem það er, en ég deili ekki skoðunum með mörgum hér. Þó að við séum sammála um grunnatriðin.
Guð skrifar í allri ritninguna aðeins þrisvar sinnum eitthvað með eigin hendi. Það er fyrst boðorðin 10 í annarri móseb, síðan er það dómurinn yfir Babýlon í Daníel 4 ef ég man þetta rétt, síðan er það syndir faríseana. En takið eftir að fyrstu tvö skiptin eru skrifuð í varanleg efni en það sem Kristur skrifar er skrifað í sand og er væntanlega horfið um leið og það er skrifað. Þarna kemur inn náðin og meðalganga Krists. Ég held að það þurfi að skiljast umfram allt til að geta myndað sér skoðun á jafn viðkvæmu máli og þarna er á ferðinni.
Við erum undir lögmáli um framboð og eftirspurnar og það að send þetta neðan jarðar þá erum við komin á stað sem var um 1989 þegar bjór var bannaður. Þarna var ákveðin hópur manna eða kvenna sem hafði eftirspurn eftir bjór og hvað gerði fólkið og átöppunarfyrirtækin í landinu. Jú það hét bjórlíki...Við erum ekki að gera þessum konum sem eru að starfa nein greiða með að herja á þær með þessum ofsóknum. Það eru aðilar með þennan löst og hann hverfur ekki heldur leitar í annar farveg. Löstur er ekki glæpur. Konurnar eru í þessu viljugar nauðugar og af mismunandi ástæðum þær hafa mannréttindi og það ber að verja. Ég held að bannið sé verra en leyfið þar sem þetta fer neðanjarðar og verður stjórnlaust.
Guðrún rekur þig minnið í að Kristur hafi farið á svona stað og "gert eitthvað í málunum". Nei það var ekki svo það sem hann gerði var að hann fór á skeljarnar og bað fyrir okkur syndurunum.
Það er annar flötur Guðstein á þessu sem þú nefnir hann er sá að það komi eingin til með að sakna staðarins. Það er ekki okkar mál. Ég verð alltaf dálítið snúin þegar Kristið fólk fer í sæti ofsækjenda eins og t.d. í málefnum Homma og lesbía. Við erum alveg á sömu línu en ég get ekki annað en elskað þetta fólk. Og ég hef ekki val um annað. Það sama gildir um þá sem sækja þessa staði, mér er bara lögð á ein skilda varðandi það fólk sem velur þetta starf eða sækir staðina, að elska hann með öllu sem ég á...Það er eina skyldan sem var lögð á mig. Það er eina skoðunin sem ég á að hafa.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 7.8.2007 kl. 02:50
Halla Rut , 7.8.2007 kl. 00:19
"ungar konur í sem margar hafa átt erfiða ævi, eru í neyslu og eru margar ekki vel staddar andlega"
Þvílíkt eymdarlíf sem þær lifa, þær vesalings konur sem þú nefnir hér Halla Rut. Ég vil reyna að hjálpa þeim, fólk má alveg hlægja að mér fyrir það, ég er komin með býsna harðan skráp eftir að hafa bloggað um kristileg málefni hér á mbl. blogginu. Það hafa margir bæði konur og menn komist útúr neyslu og unnið á sárum bernsku sinnar. En ef einhver er til í að mæta með mér á þessa staði þá bara að gefa sig fram.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 7.8.2007 kl. 02:50
"Við erum undir lögmáli um framboð og eftirspurnar"
Það væri þokkalegt þjóðfélagið ef þú hefðir rétt fyrir þér! Aldraðir, sjúkir og fátækir sendir út á gaddinn því ekki er eftirspurn eftir þeim. og annað í þeim dúr. En þú hefur rangt fyrir þér um skipan íslenska þjóðfélagsins. sem betur fer!
Þú verður einnig að játa á þig algjöra vankunnáttu um Biblíuna,
Guðrún rekur þig minnið í að Kristur hafi farið á svona stað og "gert eitthvað í málunum". Nei það var ekki svo það sem hann gerði var að hann fór á skeljarnar og bað fyrir okkur syndurunumJesús fór á þá staði sem farísear stigu ekki inná með sinni litlu tá hvað þá meira, en þeir voru guðspekingar á þeim tíma sem að Jesú gekk á jörðu. Og Jesú samneytti með tollheimtumönnum og taktu eftir bersyndugum í þá daga þýddi það að fólkið hafi verið mjög syndugt en við getum tekið það bókstaflega og sagt að það sé bert í synd!!(smá orðaleikur í gangi)
Jesús talaði við "syndarana" og margir þeirra fylgdu honum og hann heiðraði þá, eftir að þeir sneru baki við syndinni, minni hér á Maríu Magdalenu og marga af lærisveinum Jesú sem höfðu áður tilheyrt fyrirlitnum þjóðfélagshópum.
Mér finnst það vera lítilsvirðing við samkynhneigða hvernig þú blandar þeim inní málflutning þinn. Samkynhneigðir hafa ekki lýst yfir stuðningi yfir Geira í Goldfinger eða aðra rekstaraðila skemmtistaða þar sem konum er misþyrmt. Samkynhneigðir hafa ekki barist fyrir lögleiðingu vændis af neinu tagi.
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.8.2007 kl. 10:52
Sko, ég hef sagt það áður hér ofar, og til þess að hreinsa upp misskilning - ég er ekki að mæla með bönnum á þessa starfsemi. Eins ógeðsleg og mér þykir hún, fannst mér þetta ágæt að þetta skuli hafi farið svona og fagna því ennþá. Heldur snýst þetta ekki um trú á nokkurn hátt og Eiríkur ég er EKKI að fara í sæti "ofækjanda", þetta er einungis fögnuður yfir því sem mátti mín vegna hverfa! Eða má ég ekki hafa skoðun lengur vegna þess að ég trúaður?
Guðrún ég þakka þér dýrmætan stuðning, og hafa rök þín verið eins og eigin orð sem ég tek undir.
Guðsteinn Haukur Barkarson, 7.8.2007 kl. 11:28
Ég var að pæla í því hvort að mennirnir sem sækja "þessa staði" séu ekki "mjög athygliverðir" hvernig væri að fjölmenna á staðina til þess að skoða, virða fyrir sér eða góna á þennan þjóðfélagshóp. Er ekki upplagt fyrir saumklúbbinn, bridgeklúbbinn eða gönguhópinn að mæta og skoða, virða fyrir sér eða góna á viðskiptavini þessara staða?
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.8.2007 kl. 13:34
Það er auðvelt fyrir hvern sem er að taka afstöðu í verki gegn þeirri lítilsvirðingu sem konum er sýnd á kynlífsstöðum. Stofnaðu keðjubréf á netinu þar sem þú hvetur fólk til þess að mæta á þessar búllur og skoða, virða fyrir sér eða góna á viðskiptavini þessara staða, og áframsenda póstinn til 10 annara.
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.8.2007 kl. 13:52
Guðún - fyrst talarðu um hættuna af því að börn gætu endað sem stripparar og notar það sem rök fyrir því að banna nektardans á Íslandi.
Svo talarðu um að þú hafir, þvert ofan í vilja foreldra, farið að reykja og drekka.
Þýðir það að þú viljir banna áfengi og tóbak eða ertu hlynnt því að afkvæmin fái að ákveða sjálf hvað þau vilja gera? Ef svo er, gildir það bara um áfengi og tóbak, en ekki t.d. nektardans?
Eða viltu bara banna með lögum hluti sem þér finnst ósiðlegir?
Varðandi umræðu um mansal, þrælahald og allar þær ásakanir sem súludansmeyjar hafa haft í frammi í fjölmiðlum - ég man ekki til þess að nokkur súludansstaðarhaldari hafi á Íslandi nokkurntíma verið sakfelldur um þvílíkt. Veit ekki einu sinni, þó ég þori ekki að sverja fyrir það, til þess að nokkur hafi verið svo mikið sem ákærður fyrir það.
Varðandi setninguna "það er ofboðslegur hroki og rasismi fólginn í því að bjóða útlenskum konum uppá eitthvert umhverfi sem við getum ekki hugsað okkur að bjóða dætrum okkar uppá" vil ég benda á að allnokkrar íslenskar stúlkur hafa haft þetta að atvinnu um lengri eð skemmri tíma að meira eða minna leyti. Þar af er ein ágætis vinkona mín, sem hefur ekki sagt eitt ljótt orð um vinnuveitendur sína fyrrverandi, heldur þvert á móti.
Varðandi síðustu línuna í síðasta kommenti þínu má benda á tvennt: Í fyrsta lagi værirðu með bréfinu að hvetja fólk til þess að eyða fé í strippstaði. Það finnst mér hrein fásinna, ég vil miklu frekar hvetja fólk til þess að stíga aldrei fæti inn fyrir dyr þessara staða, enda finnst mér þeir síst geðslegir. Í annan stað er hrein og klár ókurteisi að standa og virða fyrir sér, ég tala nú ekki um góna á fólk... nema náttúrulega fólk sem hefur það að atvinnu að láta góna á sig.
Öflugasta vopnið gegn strípibúllum er að sjálfsögðu að eyða ekki fé í staðina og hvetja aðra til þess að gera eins.
Ingvar Valgeirsson, 8.8.2007 kl. 21:49
Lestu nýjustu Vikuna og tjáðu þig svo Ingvar! Málið er ekki eitthvað einfalt og bundið við súluna, heldur það að það þrýfst vændi í skjóli þessara staða, vændinu fylgir oft dópneysla, sem oft á tíðum fylgja aukin afbrot. Allt eltir þetta hvort annað, á þínum málflutningi dreg ég þá ályktun að þér sé skítsama. Ef þú átt börn skaltu átta þig á því að börnin okkar allra erfa þetta land með öllum kostum þess og göllum.
Hvað varðar tillöguna um Glápum og Gónum, gæti hún leitt til minni aðsóknar á þessa staði, því ef fólk virkilega tekur sig saman og mætir á búllurnar og gónir og glápir á perrana, hversu viljugir heldur þú að þeir verði til þess að koma aftur á staðinn? Ef G&G átakinu yrði fylgt eftir í nokkra mánuði færi búllann á hausinn svo einfalt er það.
Stúlkurnar gætu síðan fengið vinnu í stórmarkaði eða verksmiðju fyrir sömu skítalaunin og þær hafa við kynlífsþrælkunina.
Í baráttu gegn glæpum eins og vændi er smá dónaskapur eins og að glápa mjög réttlætanlegur.
Haukur G&G vantar lógó
Guðrún Sæmundsdóttir, 8.8.2007 kl. 22:41
Ég og konan duttum á stöðvarflakki niður á þátt á NBC í nótt. Þar var falin myndavél sem fylgdi eftir lækni í Kambodeu. Hryllilega átakanlegur þáttur, vaknað kl 4 og gat ekki sofnað aftur.
Hvernig sem er þá sýnir þessi þáttur að ég hafði rétt fyrir mér í fyrri skrifum. Skiptir þá engu á hvaða þúfu maður stendur. En það er nú bara fyrir mig. Til gamans má geta þess að ég er að "vinna að Íslenskri heimildarmynd" um þetta málefni sem verður sýnd á RUV væntanlega um næstu Jól.
Ég á ekki erfitt að játa á mig vanþekkingu á Biblíunni. En ég þekki höfundinn, það gefur þekkingu.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 8.8.2007 kl. 23:30
Ég ítreka Guðrún - ég þekki allnokkrar sem hafa unnið við súluna. Ég vildi að ég sjálfur hefði þau laun sem þær voru að fá. Þar erum við ekki að tala um neina smápeninga og margfalt það sem konurnar í Vikunni tala um.
En ef þú vilt fara og góna á fólk (sem skammast sín örugglega ekkert fyrir það sem það er að gera, svo ég sé illa tilganginn), þá verður þú að eiga það við þig. Mér finnst bara ekkert síður dónalegt en að strippa við súlu.
Ingvar Valgeirsson, 9.8.2007 kl. 20:08
Ertu að bera lygi uppá konurnar í Vikunni? Eða er kannski einhver milliliður sem tekur af laununum þeirra? Vændi/eiturlyfjaneysla/glæpir hangir allt á sömu spýtunni, og sem baráttukona fyrir bættu Íslandi kemur mér allt þetta við. því ég vil framtíð og umhverfi borgarana sem öruggast og best
Guðrún Sæmundsdóttir, 10.8.2007 kl. 16:00
Ja, eg get spurt til baka - ertu ad segja mig sjalfan ljuga?
Thad er mikill munur a ad segja einhvern ljuga eda segja ad eitthvad se osannad. Thad veistu vel, svo godfuslega ekki snua svona lagkurulega ut ur.
Eg er bara ad segja thad sem eg veit, upplysingar fengnar fra folki sem eg thekki vel og personulega. Min eina heimild er ekki thridja klassa sludurblad sem hefur farid a hausinn oftar en Gaukur a Stong.
Tho getur vel verid ad einhver theirra, jafnvel allar, segi sannleikann - thad rettlaetir samt ekki ad banna atvinnustarfsemina.
Tho svo einhver hafi verid beittur misretti i thessum geira er ekki thar med sagt ad thad se rettlatt ad banna starfsemina i heild sinni, ekki frekar en ad banna nybyggingar af thvi ad einhverjir erlendir byggingarverkamenn hafi lent i thvi ad illa var farid med tha.
Eg get einnig bent a ad i sama bladi (minnir ad thad hafi verid Vikan, thori tho ekki ad hengja mig upp a thad) var fyrir um tveimur aratugum vidtal vid erlent folk sem taldi sig hafa farid illa ut ur vidskiptum sinum vid islenskan truarsofnud. Eigum vid tha ekki ad banna tha lika?
Glaepir, vaendi og eiturlyf - thu finnur thetta ad einhverju leyti i ollum atvinnugreinum landsins. Sjalfur starfa eg sem tonlistarmadur og hef ordid var vid eiturlyfjaneyslu i theim geira (sem og vida annarsstadar), auk thess sem eg hef lent i thvi ad millilidir, umbodsmenn eda adrir hafa svikid mig um laun eda hreinlega stolid theim. Thvi hef eg oft lent i thvi ad vera svikinn.
Er tha ekki um ad gera ad banna lifandi tonlist lika?
Eg tel mig lika barattumann fyrir baettu Islandi - en thad faest ekki med bodum og bonnum. Thad faest med breyttu hugarfari og thar gildir einstaklingurinn meira en loggjafinn.
Afsakid stafsetningu, er staddur i einhverjum utlondum og get ekki bedid eftir ad komast heim. Vatnid herna er vidurstyggd.
Ingvar Valgeirsson, 11.8.2007 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.