Grey börnin þeirra !

Það kemur að því að börnin þeirra fara að spyrja, "Mamma hver var afi minn?". Hún neyðist til þess að segja að hann hafi verið einn skæðasti hryðjuverkamaður síns tíma. Einnig helsti boðberi Súnní laganna og hatrinu sem því fylgir. Ég ætla að leyfa mér að vera alvarlega fordóma gagnvart þessu hjónabandi þeirra. Sérstaklega þar sem sagt er í fréttinni:

Felix-Browne segir að hún sé önnur eiginkona Omars bin Ladens og vonist til að maður hennar fái vegabréfáritun svo hann geti heimsótt hana til Bretlands. Það gæti þó orðið snúið.

Önnur konan? Er átt við að hann sé skilin eða er hann að fylja Súnní lögunum? Eins og alþjóð veit leyfist þessum mönnum að taka sér margar konur !


mbl.is Bresk kona segist hafa gifst syni bin Ladens
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fjölkvæni þekkist í flestum trúarbrögðum, Hindú, Búddisma og hinum ýmsu trúarbrögðum sem aðhyllast Guð (Kristnitrú, Íslam osfrv. Mormónar eru t.d. taldir stunda þetta í USA). Þannig að "þessir menn" gætu verið ég og þú eða jói í næstu götu.

Og varðandi Osama Bin Laden, ég veit að Bandaríkjamenn héldu því statt og stöðugt fram að hann væri á bakvið árásirnar en þeir sögðu nú líka að Írak væri fullt af gereyðingarvopnum...

Og þó að fólk hafi gerst sekt um hræðilega hluti þá á ekki að láta börn þeirra gjalda þess. T.d. var pabbi leikaranas Woody Harelsons leigumorðingi sem drap alríkisdómara. Held ekki að nokkrum manni detti í hug að láta það bitna á Woody. En aftur á móti er Woody ekki múslimi....

Sturla (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 14:18

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sturla, ég var ekki að láta börn þeirra gjalda þess, þau eru sjálf búinn að sjá um það. En ég sem foreldri fæ svona spurningar, og það er það sem ég var að benda á.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.7.2007 kl. 14:36

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ef þau eiga góða foreldra þá verður þetta lítið mál fyrir þau.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 11.7.2007 kl. 14:50

4 Smámynd: Linda

ummm people, þau munu ekki skammast sín neitt fyrir þetta, faðir þeirra er í Paradís með 72 hreinum meyjum.  Þetta er heiður.

Sturla, Mormonar sem slíkt eru ekki kristnir. Samsæriskenningar um Bin laden og BNA eru gegt fyndnar enda eiga þær enga stoð í raunveruleikanum.  Vilt þú kannski fara til barnanna sem misstu feður og mæður í þessu fjöldamorði  og segja "þetta er allt lygi" Þú veist hvar þessar samsæriskenningar  koma einna helst, frá M.au löndum þar sem samsæriskenningar þrífast eins vel og kjaftasögublöðin um stjörnurnar þrífst í vestur heiminum, sem er álíka uppbyggjandi og að einhver segði þér  éta drullu af því hún er mjög holl samkvæmt nýjustu vísindum og kenningum.

Ætla nú ekki að fara þræta við þig, læt þetta vera mín lokorð um samsærismakkið.

Linda, 11.7.2007 kl. 15:11

5 Smámynd: Unnar Geirdal

Linda: Þú spyrð Sturlu hvort hann vilji tala við þá sem misstu einhvern í fjöldamorðinu (twin towers..)

Ég spyr á móti, vilt þú þá á meðan hann er að því, fara til Íraks og útskýra fyrir fólki þar afhverju olían í landinu er svo verðmæt fyrir BNA að líf ættingja þeirra og vina er verðlaust ?



Eða skreppa til Víetnam og útskýra fyrir þeim afhverju í andskotanum 2 milljón Víetnama misstu lífið. 

Held það sé vert útskýringar því að það er alveg ljóst afhverju Bandaríkjamennirnir létust ellefta september. Ég er ekki að segja að þeir hafi átt það skilið, alls ekki. En þeir gátu séð það koma.

Og já, Mormónatrú er víst kristnitrú. Þ.E. þeir trúa á krossfestinguna og Jesus.

 Mormónatrú er í raun þrusugóð  þótt hún byggist á algjöru rugli þá boðar hún margt gott. (þó að vísu megi deila um fjölkvænið).

 Og til greinarhöfundar, þú leyfir þér að bera fordóma gagnvart þessu hjónabandi. Ég spyr: Hvernig dirfistu ?

Útaf faðir þessa manns er sá sem hann er, eða er það útaf trúin sem þetta hjónaband fellur undir er með önnur viðmið en þú ?

Ég vil minna á að fordómar fylgja einungis vanþekkingu og eru þessvegna alltaf vitlausir.. ;) 

Unnar Geirdal, 11.7.2007 kl. 16:08

6 Smámynd: Linda

og enn fara samsæriskenningamenn á stað.  Ég skal með glöðu geði fara til Íraks, ég skal meira að segja spyrja þá  af hverju þeir hóti nágrönum sínum lífláti sem eru múslímar og sprengja moskur þeirra,  ég skal líka spyrja þá af hverju þeir taka upp á því að myrða Kristna líka þegar kristnir hafa verið nágranar þeirra í margar aldir, oh já ég skal spyrja. .  Þeir sem kenna BNA mönnum um allt sem fer illa í heiminum í dag  eru í besta falli illa gefnir og versta falli fullir af mannfyrirlitningu og fordómum. 

Ég er að pæla hvað á við þig?

Linda, 11.7.2007 kl. 16:51

7 Smámynd: Unnar Geirdal

þú drífur rökin þín áfram með fordómum og talar um mig sem "samsæriskenningarmann". 

En það er alltaf að áskorun að rökræða við fordómafullt fólk.

Ég ætla ekki að gerast það djarfur að svara fyrir trúarofstækismenn sem hóta lífláti og  sprengja moskur. En ég skal gerast það djarfur að líkja BNA við klerkastjórnina í Íran þegar litið er á öfga og blóðþorsta.

Bandaríkjamenn mega eiga það, að þetta er frábær þjóð útfrá að þar er mesta fjölmenningarsamfélag sem finnst. En í staðinn fyrir að virkja það, þá reyna þeir að útiloka innflytjendur. Stjórnin það er að segja.  En hræsnin felst í því að ef þeir mundu henda öllum innflytjendum úr landi mundi líklegast hver einasti BNA maður missa vin eða kunningja. Og er sú staðreynd að græna kortið vanti meira virði heldur en vináttan ? Er það ekki skrýtið afhverju tryggingafélög, sjúkrastofnanir, bankar og fleiri fyrirtæki koma fram við þetta fólk eins og það séu BNA menn.  Þ.e. veita þeim lán, selja þeim sjúkratryggingar og sjúkrahúsin taka við tryggingunum þeirra.

Þar tala náttúrulega peningarnir enda er stór hluti hagkerfis þeirra byggður á innflytjendum.

Jæja, kannski út fyrir efnið en bara að lýsa minni skoðun á BNA.

 Svo hinn handleggurinn, ég er að fara út þangað núna í oktober og verð til áramóta (90 daga ferðavísa) ætla að kynna mér málin og líklega hefja nám þar eftir áramót eða næsta haust.

 Fór í sendiráðið áðan ætlaði að labba inn, lokað á nefið á mér og sagt "þú verður að bíða." Ég beið, virði boð og bönn í mesta falli. Kemur svo á móti mér fullvopnaður öryggisvörður og spurði mig um erindi ég kvað það vera ferðavísa hann henti í mig blaðsnifsi og sagði mér að lesa það. 

 Ég er með þetta blaðsnifsi og er engu nær takk fyrir. 

Ég elska Bandaríska menningu, enda hef ég alist upp við hana. Hvort sem það er steríótýpan af hvíta kananum (Simpsons..) eða þætt á borð við X files eða myndir eins og ... æji get ekki nefnt eina þær enda samt allar eins ;)

 Eg hef það planað að læra þar, búa & starfa.

En það breytir því ekki að Bandaríkjastjórn eru eins og bullyinn í frímínótum.

Þeir eiga heiðurinn fyrir WWII fullkomlega verðskuldaðan, því þar björguðu þeir Evrópu. En síðan þá hefur ekki stríð hjá þeim unnist(þó það vinni enginn beint í stríði blabla en þú veist hvað ég á við) Víetnam, tap & skömm. Og góð ábending á hvað Ísland er BNA vætt þá eru meiri líkur á að við syrgjum þá 50þ Bandarísku sem dóu í stríði sem þeir hófu af óþörfu en þá 2m víetnama sem dóu fyrir að verja sig & mikill hluti af þeim konur & börn.

Persaflóastríðið. Ég er ekki fróður um það, var Saddam vondi kallinn eða góði þá ? Eða var það kannski bara hvaða land var með stærsta olíupollinn...

 Skemmtileg staðreynd. Bandaríkjamenn vopnbúa Saddam & talíbana en enda svo í stríði við sín eigin vopn.

Ég get talað endalaust, nei reyndar ekki því ég þarf að vinna á morgun. En ekki byrja rökfærslur á fordómum, alltaf slæmt. 

Unnar Geirdal, 11.7.2007 kl. 17:18

8 identicon

Ekki færi ég að leggjast það lágt að ráðast að börnum afbrotamanna eins og þau væru sek líka.
En því miður eru ekki allir eins og ég og þau munu líða fyrir forfeður sína, sem er ekkert annað en rosalegt óréttlæti hvernig sem á það er horft.

DoctorE (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 17:23

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Dokksi, ég er ekki með fordóma gagnvart þessum börnum. Alls ekki, eins og ég sagði hér ofar, þá kemur að því að þau spurja þessara spurninga. En það barnanna vegna sem ég hef fordóma gagnvart hjónabandinu sjálfu, það er allt of sumt.

Unnar, ég get tekið undir margt sem þú segir um BNA, ég er enginn stuðningsmaður Bush frekar en þú. En varðandi Mormóna þá eru þeir ekki kristnir. Samkvæmt þeim er Adam Guð, og hann býr á plánetu sem heitir Kolkoff, Jesús var góður spámaður og ekkert annað. Þeir dýrka Joseph Smith eins og guð og segð þú mér hvað þetta á skylt við kristni??

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.7.2007 kl. 17:39

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég skil þig ekki alveg Jón Grétar, getur þú útskýrt síðust færslu þína betur?

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.7.2007 kl. 17:44

11 Smámynd: Unnar Geirdal

Fyrirgefðu mér það Guðsteinn, ég þá ekki með staðreyndir á hreinu afsaka það. 

 Hélt að Joseph Smith hafi talað við engil sendann af guði, hann leitt hann að gulltöflum sem enginn annar mátti sjá. Hann fékk félaga sinn til að skrifa niður af gulltöflunum en þar sem enginn annar mátti sjá töflurnar þá varð hann að lesa þær úr hatti ... fór aldrei dýpra & er ekki einu sinni viss um sannleiksgildi þessarar vitneskju minnar sem er sú eina sem ég hef á ævi minni fengið um Mormóna, fyrir utan að á strætó árum lenti ég alltaf með tvemur mormónum í strætó og voru þeir tveir fínustu menn, svolítið hlédrægir sem er skemmtileg áskorun í 2-3 manna hópi. :D

Unnar Geirdal, 11.7.2007 kl. 17:53

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Allt í góðu Unnar, ég er að undirbúa grein um Mormóna og hverju þeir trúa. Fylgstu með því á næstunni. En þú ert hér um bil með þetta á hreinu, það voru eftirmenn Jósephs sem fóru útí þessa dellu sem ég gat um áðan.

En ég vona að menn skilji að ég er atast útí börnin sjálf, eruð þið kannski að segja mér að barnabörn Stalíns hafi ekki fengið áfall þegar þau fréttu af verkum afa þeirra? Nei ég bara spyr, þess vegna leyfi ég mér að vera með fordóma gegn manni sem er kannski smitaður af skoðunum föður síns, sem jú bitnar á börnunum! Ég undirstrika kannski því ég veit ekkert um það, en hættan er samt fyrir hendi !

Dokksi þú ættir að vita betur en að koma með svona þvaður og ásaka mig um að níðast að börnum þeirra, þú ættir að þekkja mig betur en þetta !!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.7.2007 kl. 18:06

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Já ég verð að vera sammála þér Jón Grétar, ég skil alveg hvað þú ert að fara og er það efni í þó nokkrar greinar að fara yfir það !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.7.2007 kl. 18:08

14 Smámynd: Unnar Geirdal

Skemmtilega langdreginn kaldhæðni hjá þér Jón Grétar eða veistu ekki hvað Kaþólikkar eru ?

:D 

Unnar Geirdal, 11.7.2007 kl. 18:10

15 Smámynd: Unnar Geirdal

Guðsteinn, eitt með þetta hjá þér með barnabörn Stalíns. Ég persónulega held ekki, því ég held að þau tengi hann ekkert við sig ef þau hitta hann ekkert.

 Samanber við mig og afana mína sem báðir voru látnir áður en ég fæddist og ég get þessvegna ekki átt neina sögu með þeim og þar með ekki átt möguleika á að fá áfall þó þeir hafi drepið hvorn annan í stríði tengdapabba árið sautján hundruð og súrkál eða hvað sem er...

Það sem ég er að reyna að segja; ef barnabörn Bin Ladens mundu kynnast honum, þekkja hann frá barnsaldri og svo heyra hvað hann hefur gert þá eftir persónuleika þeirra og uppeldi brugðist við með sorg eða skilning.

En ef þau fá aldrei að kynnast honum og eina sem þau vita um hann er að hann hafi verið hryðjuverkamaður þá skiptir það þau engu máli.

Mér persónulega finnst skipta mestu máli ef þessi börn eiga að alast upp í Bretlandi (sem ég veit ekkert um) að þau fái ekki eftirnafnið Bin Laden eða að aðrir komist ekki í vitneskjuna um afa þeirra. Það væri kannski meiri hætta frekar en áfall af þeirra eigin hálfu. 

Unnar Geirdal, 11.7.2007 kl. 18:16

16 Smámynd: Unnar Geirdal

Já, þú talar um útaf kaþólikkar eru svona, pff hvernig orðar maður það. Svona hlutgera allt æji... man ekki orðalagið. En allavega það er svo mikið um saints og helga hluti og svona æji vá orðalagið alveg dottið úr mér.

 Veist vonandi hvað ég á við, og þá já er ég sammála þér. Hlægilegt og líka staðreyndin að þeir virðast búa til reglur eftir hentusemi en fylgja ekkert bókinni. 

 En endilega fræddu mig, var það þýðingarvilla að María hafi verið mey ? Því ef svo er þá fara margir mínur bestu trúarbrandarar út um þúfur ;)

Unnar Geirdal, 11.7.2007 kl. 18:24

17 Smámynd: Linda

Gangi þér vel í BNA Unnar ég bjó þar í nær 20 ár, veit allt um þá menningu og sögu, sjálfsagt meira enn margur hér.  Málið er bara ekki svona einfalt eins og þú útlistar því, því miður. Hvað með fordóma, ok if you say so Ohhhhh jú, bíddu nú við ég er með ógeðslega mikla fordóma gegn "samsæriskenninga bullinu". Eitt að því erfiðasta sem þú átt eftir að læra í BNA er rasismi í sinni sönnu mynd.  Mæli eindregið með háskólum í CA, Chi, NY,Mi og FL.  Djúpa suðurríkja stemmingin er enn þann dag í dag ekki fyrir viðkvæma eða Pólitísk rétttrúnaðs.

Eitt tilviðbótar þessir hvellir sem þú munt heyra á nóttinni af og til eru ekki kýnverjar 

Linda, 11.7.2007 kl. 18:29

18 Smámynd: Unnar Geirdal

hehe skondið svar, neita að svara nema með þökkum um velgengisóskir & þakkir til upplýsinga um hvaða skóla mesti rasisminn viðgengst. Þó ég fari ekkert að pæla afhverju þú hefur þær upplýsingar á reiðu og afhverju þér finnist það sjálfsagt að byssuhvellir heyrist á nóttunni. 

Unnar Geirdal, 11.7.2007 kl. 18:40

19 identicon

Ég var ekki að ásaka þig Guðsteinn!

Þetta var svona almennt talað.

En talandi um þetta atriði, var guð ekki að hegna öllum fyrir syndir forfeðranna..

DoctorE (IP-tala skráð) 11.7.2007 kl. 19:02

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gott mál Dokksi, þetta kom út eins og ásökun, ég hef þá misskilið og bið þig afsökunar á því.

Unnar, ég var sjálfur alinn upp í Kanada og BNA, ég veit alveg hvað sannur rassismi er, því lenti ég oft í því sjálfur. Sem dæmi fékk ég stundum ekki jafn góðar einkunnir og bekkjarfélagar mínir af því ég var ekki Bandarískur. Sem er auðvitað rassismi útí gegn!

Þetta er staðreyndin sem blasir við, ef þú fylgist með fréttum þá er eeeeeennndalaust talað um hryðjuverk og aftur hryðjuverk. Ef þetta væru fámennir hópar sem gerðu svona, og hægt að segja að örfáir svartir sauðir skemma fyrir hinum, þá myndi ég ekki segja orð. En hryðjuverkamenn eru alls ekki fámennir hópar, stefna þeirra á allt of mikið fylgi meðal múslima. Það er hin kalda staðreynd !

Hitt er svo annað mál að BNA er engu skárri stundum. Þeir stjónast af mammón og Bush dirfist gera þetta í nafni Krists að ráðast á og drepa aðrar þjóðir. Það finnst mér svívirða af verstu sort!!

Jón Grétar, það er gaman að fá mann sem þig inná bloggið, þú veist þínu viti og erum við sennilega sömu skoðunnar varðandi kaþólika.

Linda, ég þakka þér innilega góðann stuðning og gífurlega sterk innlegg! Það er yndislegt að eiga vin sem þig og er svona vel ígrunduð í orðinu ! Guð blessi þig Linda mín !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 11.7.2007 kl. 19:27

21 Smámynd: Linda

Sæll Unnar, ástæða fyrir því að ég bendi á skóla t.d. í CA, NY, CHi og fleiri stöðum er sú að þetta eru svona oftast skólar þar sem rasismi fær ekki að þrífast, þó vissulega að eitthvað er um þannig kjaftæði þá er megnið af SB (student Body) ekki fyrir slíkt.  Djúpa suðrið eins og t.d. háskólinní Alabama hefur  ekki náð fullum tökum á þessu eins og margt annað í suðurríkjum  BNA. Þó óttrúlega fallegt og skemmtilegt umhverfi þrátt fyrir að skuggi rasismans er ekki með öllu liðinn undir lok.  Enn kannski ekki hin rétta ímynd af bna.  

Varðandi byssuskotin á nóttinni og af hverju mér finnst sú minning sjálfsögð, veistu ég bara veit það ekki, furðulegt alveg. ÉG man eftir sjálfri mér liggjandi í rúminu úti með gluggann opin(flugunet fyrir) og heyra í þessum hvellum af og til, ég man aldrei eftir því að ég væri hrædd..popp popp popp..og ég snéri mér bara við og hélt áfram að reyna að sofna.  Skrítin minning og ég er ekki hissa á því að þú spyrjir heheh.  Það er margt sem ég sakna frá BNA enn ég held að ég kunni að meta Ísland og okkar menningu ennþá betur vegna þess að ég bjó ekki á landinu í mörg ár.

Jæja hvað um það, mæli með UCLA frábær skóli.  Mikli menningarflóra þar. Goooooo Trojans!!! YEAH! 

Linda, 11.7.2007 kl. 20:22

22 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Hvernig væri að lesa upphaflegu fréttina?

Konan er 51 árs. Því eru ekki miklar líkur á því að hún og Omar bin Laden fari að eignast börn.

Svala Jónsdóttir, 12.7.2007 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 588460

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband