Hvað er fyrirgefning?

Margir hafa gagnrýnt kristna fyrir að vera yfirlætisfullir í fyrirgefningu, sumir segja að við fyrirgefum alla skapaða hluti án þess að hugsa okkur tvisvar um.
Þetta er algjör misskilningur. Við fyrirgefum jú eftir boði Krists,  það stendur ritað:

Matteusarguðspjall 18:21-22
21 Þá gekk Pétur til hans og spurði: ,,Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum? 22 Jesús svaraði: ,,Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.

Það stendur einnig ritað: 

Lúkasarguðspjall 10:10-12
10 En hvar sem þér komið í borg og eigi er við yður tekið, þá farið út á strætin og segið: 11 ,Jafnvel það dust, sem loðir við fætur vora úr borg yðar, þurrkum vér af oss handa yður. Vitið samt þetta, að Guðs ríki er komið í nánd. 12 Ég segi yður: Bærilegra mun Sódómu á þeim degi en þeirri borg.

Sem þýðir að við eigum ekki að láta allt yfir okkur ganga. Við eigum jú alltaf að fyrirgefa, en við erum ekki ósjálfstæðar heilaþvegnar verur eins og margir halda. Allir hafa sín mörk, og þess vegna sagði Jesús þessi orð sem ber að líta hér ofar.
Þar stendur einnig ritað:

Bréf Páls til Efesusmanna 4:26
"Ef þér reiðist, þá syndgið ekki. Sólin má ekki setjast yfir reiði yðar."

Þarna liggur munurinn, við eigum ekki að hætta að fyrirgefa, langt í frá, en við þurfum ekki alltaf að gera það munnlega. Það sem ég á við er að stundum er betra að fyrirgefa í hljóði í hjarta sér, og ekki básúna það um allan bæ. Sem kristnir einstaklingar eigum við að hafa kærleikann innbyggðan í hjarta okkar, en ekki hatur og ófyrirgefningu.

Sönn fyrirgefning kemur aðeins frá hjartanu, ekki frá munninum.

Eða eins og ritað er:

Bréf Páls til Kólossumanna 3:12-13
12 Íklæðist því eins og Guðs útvaldir, heilagir og elskaðir, hjartans meðaumkun, góðvild, auðmýkt, hógværð og langlyndi. 13 Umberið hver annan og fyrirgefið hver öðrum, ef einhver hefur sök á hendur öðrum. Eins og Drottinn hefur fyrirgefið yður, svo skuluð þér og gjöra.

En sum tilfelli er bara ekki hægt að fyrirgefa í okkar mannlega mætti, en allt er hægt með ást Krists að leiðarljósi. Af því í honum er fólginn skilningur á mannlega breyskleika okkar. Þess vegna skilur Jesús jafnvel erfiðustu málin sem er eins og krabbamein á hjarta okkar.

Guð blessi ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að fyrirgefa er gott fyrir alla aðila.
Eins og Gandhi sagði :The weak can never forgive. Forgiveness is the attribute of the strong.

DoctorE (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 20:51

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Gunnar. Alltaf gott að fá málefnanlegt svar frá trúleysingja.

Dokksi, það sem Gandhi gleymdi að hugsa útí er að stundum þegar maður er veikastur, þá er maður einmitt sterkastur. Og þetta á við bæði sterka og veika einstaklinga.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.7.2007 kl. 22:30

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Góður pistill. Hef verið að pæla í trúnni og hlutverki hennar í sambandi við hegðun öfgahópa sem drepa í nafni Allah eða jafnvel í nafni Guðs þótt það hafi minnkað á undanförnum árum. Til að gera langa sögu stutta, tel ég að það sem skiptir mestu máli hvernig fólk hagar sér, ekki endilega hvað stendur í Biblíunni eða Kóraninum. Þannig fóru menn létt með að réttlæta dauðadóma, þrælahald eða hvaðeina áður fyrr.

Þess vegna eru pistlar um fyrirgefningu nauðsynlegir og draga úr hatri og heift en það þarf ekki annað en að lesa "greinar" við frétt mbl um manninn sem misnotaði og nauðgaði dóttur sinni árum saman til að sjá að fólk er tilbúið í að grýta ógæfufólk í hel, hér. Maðurinn fékk 14 ára fangelsi, hann náðist en það er ekki nóg. Ef venjulegir Íslendingar telja ekki nægilegt að rétta yfir slíkum misyndismanni og dæma hann, er auðvelt að skilja hatur öfgahópa almennt, þar sem fólk býr við samfaldan og miklu meiri hatursáróður árum saman, þar sem engin leggur áherslu á fyrirgefninguna en að sjálfsögðu er ég ekki að heimta að fólk fyrirgefi misyndismönnum bara si svona en höðfum hana samt á bakvið eyrun og reynum að draga úr hatrinu,"réttlát" reiði vill fara úr böndunum.

Benedikt Halldórsson, 8.7.2007 kl. 22:38

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Benedikt, frábærar pælingar hjá þér !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 8.7.2007 kl. 23:14

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Yndisleg grein hjá þér Haukur. Fyrirgefningin er svo stórkostleg þegar hún er í anda Guðs. maður fyrirgefur ótrúlegustu hluti, en ekki endilega af því að maður vill fyrirgefa heldur fæðist hún innra með manni. Guði sé lof fyrir það. En Jesús sagði það sama og þú bendir á í öðrum versum, að við eigum ekki að henda perlum fyrir svín. þar liggur minn veikleiki ég sólunda perlum í svín

Guðrún Sæmundsdóttir, 8.7.2007 kl. 23:38

6 Smámynd: Linda

Flott grein og þörf á á slíkum skrifum.  Ég segi oft að ég sé trúuð enn ekki kúguð, þetta virðist koma sumu fólki á óvart  Ég held að það erfiðasta sem við getum gert er að fyrirgefa því sumt getur verið nánast ófyrirgefanlegt.  Gunnar í Krossinum sýndi orði í verki þegar hann fyrirgaf manninum sem myrti móður hans og gekk skrefinu lengra og lagði sig mikið fram við að vingast við þann mann, mikið afskaplega væri gaman að heyra um hvernig það gengur. 

Linda, 8.7.2007 kl. 23:41

7 identicon

Its just words...

Og afhverju þarf maður guð til þess að styrkja sig í að fyrirgefa, er guð þá ekki orðin hækja og við fötluð

DoctorE (IP-tala skráð) 8.7.2007 kl. 23:44

8 Smámynd: Sævar Einarsson

Ég  held því fram að fyrirgefning sé ekki til, það sem er kallað að fyrirgefa er að gleyma því vonda, en sumu er ekki hægt að gleyma. Annars er ég ekki trúaður, en þessar línur eru gott veganesti "Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli."

Sævar Einarsson, 9.7.2007 kl. 02:29

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sævarinn það er munur á mannlegri fyrirgefningu eins og því að kjósa að gleyma einhverju eða þegar að Guð gefur fyrirgefninguna því þá sprettur fram kærleikur í stað reiði eða annarra erfiðra tilfinninga.

Guðrún Sæmundsdóttir, 9.7.2007 kl. 17:21

10 identicon

Here we go again, öllu hent yfir á guð í stað þess að takast á við alvöru lífsins, svo einn góðan veðurdag springur allt með stórum hvell og hækjan brotnar.
Er ekki gaman að lifa í þriðjupersónu og forðast lífið sjálft, fordæma alla sem eru ekki í sömu þriðjupersónu og barasta banna þeim að hafa skoðanir.

ohh well

DoctorE (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 17:47

11 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Við erum að taka ábyrgð á eigin lífi með því að taka afstöðu til lífsins, sem er Jesús Kristur. Hver er þá "hækjan" þín Dokksi? Eigin gáfur og fullkomið innræti? Ég leyfi mér að efast um að það gangi upp.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.7.2007 kl. 20:14

12 Smámynd: Sævar Einarsson

Guðrún, hvað er mannleg fyrirgefning ? ef það er eitthvað  til sem heitir mannleg fyrirgefnin þá hlýtur að vera eitthvað til sem heitir ómannleg fyrirgefning, hver er munurinn á þessu ? Ef guð er svona góður þá hlýtur hann að vera vondur líka , er það ekki hann sem lætur fólk þjást sem á það ekki skilið og lætur svo fólk lifa í vellystingum sem á það ekki skilið, afhverju ? ég get spurt endalaust um svona hluti ef ég er í stuði, vona bara að Guðsteinn taki því ekki illa, ég hlýt að meiga efast um tilvist krists og eða vera trúlaus ánþess að vera varpað fyrir ljónin eða brenndur á báli.

Sævar Einarsson, 9.7.2007 kl. 21:46

13 identicon

Ég hef enga hækju, ef ég fyrirgef þá geri ég það persónulega en ekki í gegnum þriðja aðila.
Ég trúi á réttlæti og jafnrétti, ég geri mitt besta til þess að brjóta ekki á öðrum, ég reyni ekki að þvinga aðra í að trúa því sem ég trúi, ég ber virðingu fyrir trúuðum ef þeir níðast ekki á öðrum í nafni trúar, ég þvinga ekki aðra í að borga fyrir mig og það sem ég trúi á, ég trúi á frjáls skoðanaskipti, ég trúi á mig, ég trúi á börnin mín, ég trúi á lífið... I can go on & on

DoctorE (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 22:05

14 identicon

Jesú var svalur gaur og í engu samræmi við neitt sem kristni er að boða.. það er minn skilningur á þessu.
Ég þekki ekki kærleik skipulagðra trúarbragða og ég þekki ekki þeirra virðingu fyrir öðrum, mér finnst það úlfur í sauðsgæru
Ég vona að ég eigi eftir að sjá hann koma hér á jörð og þruma yfir hallelújaliðinu og náttlega sparka í marga rassa í leiðinni.

DoctorE (IP-tala skráð) 9.7.2007 kl. 22:42

15 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

strákar þið eruð örugglega búnir að gleyma því að þeir eru fleiri en einn í andlega heiminum. þessvegna leggja flestir kristnir mikið uppúr því að fjarlægast ekki Guð því það er svo mikill kærleikur í honum og lífið svo fullt af góðum hlutum,í honum,  en þegar við fjarlægumst Guð, þá er það okkar breytni sem fjarlægir okkur Guð er ekki að ýta okkur frá sér, Hann gaf okkur frjálsan vilja til að vera leydd af honum eða einhverju öðru. Guð blessi ykkur alla og gefi ykkur smá faðmlag ykkur veitir ekki af

Guðrún Sæmundsdóttir, 10.7.2007 kl. 01:57

16 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Gunnar, að efast er bara hin eðlilegasti hlutur, en það gleður mig óheyrilega að heyra að þú sért ekki guðleysingi og bið ég þig afsökunar á þeirri röngu áskökun minni. En ég sé að viðhorf þitt er rétt, burtséð frá eigin  trúarafstöðu.  Guð blessi þig Gunnar.

Dokksi, hvernig getur dæmst svona endalaust ef þú meira að segja viðurkennir að þekkja ekki til hlutanna? Eins og ég sagði þér annarsstaðar, kynntu þér málin betur og drífðu þig á t.d. Alfanámskeið, þú ert varla dómbær á eitt né neitt fyrr en þú hefur kynnt þér málin betur og veist hvernig landið liggur, ég tek lítið mark á þér og þesari krossferð þinni fyrr en þú hefur fram á annað! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.7.2007 kl. 10:14

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðrún takk fyrir þessi vel völdu orð. Þú ert yndi að vanda!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 10.7.2007 kl. 10:15

18 Smámynd: Linda

Ein merkilegasta fyrirgefning sem ég hef lesið um sem skeði ekki alls fyrir löngu var ekkja eins mannanna þriggja sem voru myrtir á hrottalegan hátt í Tyrklandi í vor, orð hennar komu svo miklu fári á í fjölmiðlum Tyrklands að það var nánast um sögulegt fyrirbæri að ræða.  Hvað sagði hún sem var svona merkilegt? Ég fyrirgef þeim, því þeir vita ekki hvað þeir gjöra"! 

Fyrirgefning er áþreyfanleg.

kv.

www.vonin.blog.is 

Linda, 10.7.2007 kl. 13:39

19 identicon

Ég var í sunnudagaskóla í mörg ár sem krakki... ég sé trúaða í öllum trúarbrögðum henda steinum úr glerhúsum í allar áttir.

Hvernig er hægt að ásaka einhvern um að vera trúlaus, ekki ásaka ég fólk um að vera trúað, það hljómar eins og eitthvað aftan úr forneskju.
Ég þarf ekki námskeið í kærleika, ég veit vel hvað kærleikur er, sem er eitthvað sem mjög margir trúaðir vita ekki eða er búið að flækja svo með námskeiðum að fólk bara óttast að sýna alvöru kærleika, hræðist að bræður þeirra verði ekki sáttir við hverjum þeir sýna kærleika og skilning.

Peace.

DoctorE (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588459

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband