Úrdráttur um vísindakirkjuna, hver er hún?

Tommi Kristur ! :)Var það ekki? Mig minnir að ekki alls fyrir löngu þá hafi þessi vísindakirkja slegið honum Krists nafnbót. Ef hann er Jesús ætti hann ekki að vera í neinum vandræðum með þjóðverjanna. Tounge

Gaurinn er frægur fyrir að hringja í fólk lon og don, til þess að lokka það í söfnuðinn sinn. Hann eltir fólk á röndum og hoppar í sófum í viðtölum, hann hefur tapað allri þeirri litlu glóru sem hann hafði, mann greyið. Whistling

Ég sem ætlaði að hætta að blogga um stjörnur, en þegar vísindakirkjan er annarsvegar, get ég ekki þagað.

Hér er smá fróðleikur um þessa kirkju hans,
fyrir þá sem vita ekkert um hana og hafa bara heyrt um hana:

Vísindakirkjan er með Mr. David Miscavige í forstöðu, hann og Tom Cruise eru miklir mátar.

Orðið "Scientology" þýðir "rannsókn á sannleika". Það á uppruna sinn að rekja til Lateneska orðsins "scio" og þýðir "að vita fyrir allgjöra fullvissu" og gríska orðið "logos" sem getur þýtt "að læra af". Sem endar í "Scientology".

Vísindakirkjan trúir EKKI á nútíma læknavísindi, þeir vilja halda öllu náttúrulegu og eru öll lyf og læknaheimsóknir bannaðar. Þetta flækti málin mjög þegar Tom og Kate áttu sitt fyrsta barn.

Auk þess er strangt eftirlit með söfnuðinum, þeir nota aðferð sem Kaþólikkar hafa notað í árhundruð og kallast hún "auditing" hjá vísindakirkjunni, hún fer þannig fram að einhver hærra settur úr kirkjunni hlustar á safnaðameðlimi játa syndir sínar. Þeir vilja meina að slíkt hreinsi sálina af óvelkomnum viðbjóði. Þeir eru með geðsveiflu rit sem segir þeim allt um líðan safnaðarmeðlima, það tæki sem er notað þessar sveiflur er einnig notað á "auditing sessions" hjá hinum óbreytta safnaðarmeðlim.  Þetta gerir hærra settum safnaðarmeðlimum kleift að meta ástand sjúklingsins, og gefur svo skýrslu svo um til sinna yfirmanna. Allt er loggað og skráð til þess að hafa góðar gætur á öllu.

Þeir trúa ekki á persónulegan Guð, en trúa á æðri mátt. Þeir segja að þú sem sál ert eilíf/ur og líkaminn hylki sem geymir anda og sál. Ekki alls fyrir löngu slógu þeir Tom Cruise til Jesú tignar, og segja hann endurfæddan frelsa sem ber út boðskap þeirra.

Hin rétti Jesú !

Að lokum vil ég aðeins segja, þar sem ég er ekki alveg hlutlaus, að Jesús er Drottinn og enginn kemur í staðinn fyrir hann, og þá á ég ekki við Tom Cruise, heldur Guð ritningarinnar og kristinna manna !

Ritað er:

Jóhannesarguðspjall 14:6
,,Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.

Guð blessi ykkur öll og ég þakka lesturinn. Halo


mbl.is Þjóðverjar banna Cruise
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér félagi, þessi vísindakirkja er algert rugl eins og svo margir aðrir trúarsöfnuðir.
Ég tek enga sénsa og reyni bara að gera það sem ég tel rétt, mín kirkja er bara hjarta mitt.
Ég reyni að bögga ekki aðra svo lengi sem þeir bögga ekki mig og eða aðra með einhverju bulli.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 19:01

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2007 kl. 19:07

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sérviska og ímyndunarveiki manna er þeirra einkamál, meðan það meiðir ekki aðra. Ég verð að viðurkenna að mér er þó meinilla við Sciontológana, sem t.d. eru fjölmargir hér í Kaupmannahöfn, mest af þeim fólk frá Austur-Evrópu, sem hafa látið lokka sig í "geimferð". Hver vill ekki fljúga frá jörðinni með Tómri Krús og álíka fólki á hinsta degi, þ.e.a.s. ef maður kemur frá Rúmeníu.

Mér á hins vegar erfitt að skilja Þjóðverja í afstöðunni til Krúsa. Myndin, sem hann á að leika í, fjallar um ljósan punkt í svartri sögu nasismans. Vonandi segir myndin rétta sögu. Margir vildu víst hafa sprengt Hitler í tætlur og voru fleiri hundruð manns komnir með í plottið um að drepa Hitler eftir stríð, sem aldrei komu þar nærri.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 26.6.2007 kl. 19:18

4 identicon

Ef ég má bæta við þá er ein aðal meinsemd trúarbragða í dag að dæma fólk sem hefur engum mein gert, t.d. samkynhneigða sem eru alveg örugglega langflestir alveg fyrirmyndar fólk; bara eins og ég og þú og þrá ekkert heitar en að verða meðtekin eins og aðrir.

Það er kannski sterkasta mælistikan á trú fólks að það taki þeim eins og bræðrum og systrum en útskúfi þau ekki eins og er gert í dag, þó eitthvað slíkt sé skrifað í bókina, þið vitið að þetta er það eina rétta, bara verðið að losa um eigin fordóma sem eru innprentaðir í ykkur frá barnæsku.
Ég er alveg viss um að þetta myndi Jesú segja líka ef hann kæmi aftur.
Langar líka að nefna með trúboð, mér finnst það ekki vera það að labba um með bókina þrumandi út úr sér lögmálum út og suður, öllu heldur er það að fólk lifi sjálft eftir því sem Jesú sagði og þegar fólk sér að þið eruð í góðum gír þá langar því að fá sömu nálgun á lífið og þið eruð með; það myndi ég segja vera alvöru trúboð.

My 2 cents.

P.S Og svona just in case að Jón komi hér; nei ég er ekki að tala um barnaníðinga eða morðingja og svoleiðis... en samt kannski smá.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 19:55

5 Smámynd: halkatla

ég veit þokkalega mikið um vísindaspekikirkjuna og ég er mjög stolt af því að hafa gríðarlega mikla fordóma gagnvart henni - hana þarf fólk að varast, í alvöru, þetta eru mjög spillt samtök og ekki raunveruleg trúarbrögð. Allt það ljóta sem þið hafið heyrt eða munið heyra um þau er því miður ábyggilega satt

halkatla, 26.6.2007 kl. 20:26

6 Smámynd: halkatla

það er staðreynd að margt fólk hefur farið illa útúr lífinu og jafnvel dáið vegna þessarar kirkju, í dag er þetta kannski eitthvað öðrvísi en það breytir ekki fortíðinni. Að lesa bækur Hubbards um dianetics og auditing og allt þetta er líka bara einsog eitthvað mind blowing rugl. Það pirrar mig hrikalega að Jason Lee sem leikur Earl í my name is Earl sé að vesenast í þessu!

halkatla, 26.6.2007 kl. 20:30

7 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég er algjörlega sammála þér Guðsteinn og ykkur sem að hafið skrifað og ég er sammála þér Anna Karen að þegar þessi kirkja er nefnd þá bara hellast yfir mig fordómarnir og mér fer að finnast fólk vera svo mikið fífl að ganga í þessa kirkju ....Ég hef tekið kúrsa í nýtrúarhreyfingum og af öllum öðrum ólöstuðum lenti þessi efst á fordómalistanum..............já ég viðurkenni það alveg hér að mér finnst stundum pínu leiðinlegt að vera ekki fullkominn og fordómalaus....!

Sunna Dóra Möller, 26.6.2007 kl. 20:42

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég reyndi að skirfa þessa grein á eins hlutlausan máta og ég gat. En ég verð að taka undir með öllum hér, þetta er Cult sem ber að varast!

Vilhjálmur, ég vissi reyndar ekki um þessar geimferðir, takk fyrir þann fróðleiksmola.

Dokksi, ég held að Jón Valur sé eitthvað pirraður útí mig, hann hefur varla sést (nema í örfá skipti) síðan ég fjallaði um samkynhneigða.

Anna Karen, er Jason Lee þarna líka? Úfff ... þetta virðist vera tíska innan fræga hringsins þá.

Sunna, mikið var ég glaður að sjá þitt innlegg. Málið er að þegar maður fer að rannsaka suma hluti þá fara að koma uppá yfirborðið það sem enginn vissi og hefur verið meðvitaður um. Það þarf skynsemi til þess að í gegnum lygavef og það hafa allir gert sem hafa kommentað hér. Og Sunna, enginn nema Jesús er fullkominn, þannig ég og þú höfum engar áhyggjur !

Að lokum vil ég þakka frábær viðbrögð við þessum stutta úrdrætti mínum !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2007 kl. 20:52

9 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það er rétt hjá þér, það er víst aðeins einn leiðtogi lífsins ! Annars var annar svona söfnuður sem að skoraði líka ansi hátt á fordómalistanum svo að ég haldi áfram að opinbera mig svona hér, en það eru Moonistarnir OMG.....sá söfnuður fór í 2. sætið! En nú hætti ég áður en ég fer á trúnó !

Sunna Dóra Möller, 26.6.2007 kl. 21:01

10 Smámynd: halkatla

nei Sunna þetta verðum við að spjalla um því ég tók þennan kúrs líka , mér fannst að vísu séra Moon alveg spúkí en svo var þarna Fjölskylda Ástarinnar sem hræddi mig ofboðslega... 

halkatla, 26.6.2007 kl. 21:24

11 identicon

Eg hef aldrei heyrt neit sem er svo illt.... er tetta ekki bara sama vitleysan og tjodkirkjann... ALLT ER GOTT I HOFI.. h'ofi meinti eg

Stormur (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 21:31

12 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég var búin gleyma þeim söfnuði....hann er ofboðslega skerí, Bjarni Randver sýnid margar myndir man ég og sumar voru alveg á mörkunum! Mér fannst sérstaklega trúboðsaðferðirnar ógeðslegar þar sem konum var beitt til að nota líkama sinn til að draga menn inn í söfnuðinn...."Flirty fishing" og " be a hooker for Jesus" voru slagorðin! Einnig var meðhöndlunin á börnum á ákveðnu tímabili mjög skrýtin enda voru þeir ásakaðir um að misnota börn kynferðislega! Þessi söfnuður skorar einnig hátt á listanum mínum, það er alveg ljóst !

Sunna Dóra Möller, 26.6.2007 kl. 21:32

13 Smámynd: Linda

euwwwwwww.  Ég er svo innilega sammála flestum ykkar, mér þykir þetta fyrirbæri bara skuggalegt og þegar þeir líktu TC við Jesú þá hélt ég að ég mundi tapa mér, og já ég hef gíkantíska fordóma gegn þessu liði. Er ekkert stolt vegna þess, enn vá maður, hversu einfalt getur fólk verið. 

Linda, 26.6.2007 kl. 22:10

14 Smámynd: Linda

ps. Rosalega fróðleg grein hjá þér G-steinn

Linda, 26.6.2007 kl. 22:10

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Linda mín, einnig vil ég þakka Önnu Karen og Sunnu fyrir sína skemmtilegu fróðleiksmola. Ég hef aldrei heyrt um þennan Mooon söfnuð og hef það á til finningunni að ég vilji ekki heyra meira samkvæmt þessu óhuggulegu lýsingum ykkar ! Úffff ....

En btw, allt sem merkt er í rauðu í greininni eru linkar inná þær heimildir sem ég studdist við. Ég vandaði vel til verka og fann nákvæmlega þá hluti sem ég fjallaði um.

Annað, Bjarni Randver er náskyldur Bryndísi minni, og er fáum við oft mikla og góða þekkingu frá honum. Enda er maðurinn með 190 í greindarvísitölu og hafsjór af fróðleik um nýtrúarbragðasögu. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2007 kl. 22:18

16 Smámynd: Jens Guð

  Af mörgu fráleitum og hlægilegum/dapurlegum kirkjum er vísindakirkjan eitt flippaðasta fyrirbærið.  Safnaðarsauðir vísindakirkjunnar myndu ekki geta stimplað sig augljósar sem kjána en þó þeir létu tattúa Ég er fífl á ennið á sér. 

Jens Guð, 26.6.2007 kl. 22:19

17 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Bjarni er snillingur ! Það var frábært að taka kúrsinn hjá honum um nýtrúarhreyfingar......ég vildi geta tekið afrit af heilanum hans og öllu sem hann veit og þá gæti ég hlustað á það mér til fróðleiks á síðkvöldum í stað þess að horfa á fjöldaframleytt bandarískt afþreyingarefni ! Það er ótrúlegt hvað hann veit um alla þessa söfnuði...!!

Sunna Dóra Möller, 26.6.2007 kl. 22:22

18 Smámynd: Gústaf Níelsson

Það er merkilegt hvað margir leggja mikla lykkju á leið sína að Guði og fara miklu lengri leið en nauðsyn er á.

Gústaf Níelsson, 26.6.2007 kl. 22:31

19 identicon

Flest trúarbrögð eru notuð til þess að fá völd og peninga, þar á meðal kristin trú.

Ég er sammála Önnu með það að fólk eigi að reyna að forðast svona rugl, en get hinsvegar ekki samþykkt það að stjórnvöld ráðist gegn þeim með beinum hætti. Þetta er ekki í anda trúfrelsis.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 22:35

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Gústaf !

Geir, hver hefur minnst á stjórnvöld hér? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2007 kl. 22:47

21 Smámynd: halkatla

Sunna, Ó já hann Bjarni Randver er frábær og þessir tímar voru snilld, ég sagði alltaf rosa montin frá því að ég væri nú að nema um sértrúarsöfnuði undir handleiðslu algers gúrús í þeim efnum. Það er ekki bara þekking hans sem er mikil, heldur reynslan líka. Hann er frábær

Ég hef alltaf haft svo mikinn áhuga á trúmálum og költum, ég safnaði meiraðsegja blaðaúrklippum um allskonar svona þegar ég var yngri, m.a um moonista Bjarni kom inná sumt af því í tímunum og útskýrði eða rifjaði það amk upp. 

Fjölskyldumyndirnar voru spúkí. Ég get eiginlega ekki byrjað að tjá mig um þær því það yrði endalaust. En ég tek undir allt sem þú segir. Stofnandinn var virkilega veikur maður og ég held að ég hafi gapað allan tímann á meðan BR var að segja frá flirty fishing og því.... 

halkatla, 26.6.2007 kl. 23:57

22 Smámynd: Kristín Dýrfjörð

Það má sem sagt fela og gera ýmislegt í nafni trúar og trúarbragða? Og um leið og einhver ákveður að eitthvað sé trúarbrögð - hversu vitlaust, illa rökstutt og jafvel "cultað" sem það er, þá er það í leiðinni verndað gegn gagnrýni. Flokkast undir aðför að trúfrelsinu. Kommon, ganga svona röksemdarfærslur upp?

Annað mál, þá man ég ekki betur en að í Mission impossible 1 hafi Krúsi verið með helling að biblíutilvitnunum - hann var m.ö.o. að nýta sér aðstöðu sýna til að koma skoðunum á framfæri, vel földum. 

Varðandi Moon söfnuðinn þá reyndi hann að festa hér rætur um 1978 -79 man að þau buðu upp á "fyrirlestra" fyrir ungt og áhugasamt fólk - reyndu að verða gluggi út í þá lokaðan heim, þau voru með aðstöðu hér held ég seinast á Kárastöðum, held líka að það hafi alla vega einn Íslendingur látið yfirgoðið pússa sig saman við spússu sem hann hitt í fyrsta sinn við það tækifæri í hóphjónavígslu í Asíu.

Kristín Dýrfjörð, 27.6.2007 kl. 00:09

23 Smámynd: Sævar Einarsson

Það er verkefni vísindamanna að kryfja þessa "vísindakirkju" oní kjölin tja eða geðlækna

Sævar Einarsson, 27.6.2007 kl. 00:26

24 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Góð grein hjá þér Guðsteinn. Vísindakirkjan er varasamt apparat í mínum augum.

Jens Sigurjónsson, 27.6.2007 kl. 00:49

25 identicon

"Það má sem sagt fela og gera ýmislegt í nafni trúar og trúarbragða? Og um leið og einhver ákveður að eitthvað sé trúarbrögð - hversu vitlaust, illa rökstutt og jafvel "cultað" sem það er, þá er það í leiðinni verndað gegn gagnrýni. Flokkast undir aðför að trúfrelsinu. Kommon, ganga svona röksemdarfærslur upp"

Ég held að fáir hérna séu að segja að það megi ekki gagnrýna Vísindakirkjuna, það er sjálfsagt. Hinsvegar er það ekki lengur réttlætanlegt þegar stjórnvöld eru farin að banna kvikmyndir í nafni þess.

"Geir, hver hefur minnst á stjórnvöld hér?"

Ég var að tala um stjórnvöld í Þýskalandi og stjórnvöld almennt í heiminum. Var ekkert að tengja þetta við okkar stjórnvöld á klakanum.  Hefði kannski átt að orða þetta betur.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 02:12

26 Smámynd: Ólafur fannberg

vísindakirkjan :samansafn ruglukolla

Ólafur fannberg, 27.6.2007 kl. 07:15

27 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Takk kærlega fyrir þessa grein.  Mér finnst að eigi að virða öll trúarbrögð sem til eru, því þær byggjast á mikilli ástríðu fólks á einhverju æðra.  Í öllum trúarbrögðum má finna mikin fróðleik og lærdóm, hvernig eigi að lifa lífinu og vera betri maður í betra samfélagi.  Það eru því miður alltaf til einsstaklingar sem nýta sér ástríðu fólks á trúarbrögðum til ills og þess vegna hægt að finna líka marga vankanta og mistúlkun í öllum trúarbrögðum.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.6.2007 kl. 11:48

28 Smámynd: Jens Guð

  Nanna,  af því að þú segir ÖLL trúarbrögð,  áttu þá líka við söfnuði djöfladýrkenda og satanista? 

Jens Guð, 27.6.2007 kl. 12:00

29 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég verð að viðurkenna að ég þekki ekki nógu vel til þar.  Hins vegar tel ég Djöfladýrkendur og satanista vera einhver afskræmdur angi af kristin trú. 

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.6.2007 kl. 12:13

30 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kristín Dýrfjörð, ég algjörlega sammála þér, þessir menn eru ekki yfir gagnrýni hafnir þó þetta sé trúarbragð og trúfrelsi sé við líði. Tómi Crús vitnaði í ritninguna því þeir trúa sumu í ritningunni, þeir sem sé hafna henni ekki nema allt sem viðkemur Guðdómi Jesú. En hann var jú tækifærissinni og sínu fram. Og takk fyrir upplýsingarnar um Moon söfnuðinn, það var afar fróðlegt.

Sævar, þeir trúa ekki á neina lækna, sér í algi ekki geðlækna, þú sérð hvernig er komið fyrir Tomma C.

Jens, takk fyrir hrósið !

Geir nú skil ég þig betur og er þér sammála.

Ólafur, þú hittir naglan á höfuðið!

Nanna, ég er sammála því að það eigi að virða öll trúarbrögð, en það væri ömurlega trúfrelsið ef þau væru öll yfir gagnrýni hafinn. Þess vegna skrifaði ég þessa grein, en sérstakelga vegna þess að fólk veit í raun og veru ekkertum þennan blessaða söfnuð. En Guð blessi þig Nanna og ykkur öll !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.6.2007 kl. 12:37

31 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Ég átti ekki við að trúarbrögð væri yfir gagnrýni hafinn, það væri hreinlega hættulegt ef svo væri.  Greinin þín fannst mér velskrifuð og tiltölulega hlutlaus.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.6.2007 kl. 12:40

32 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Jens Guð, þetta er með þeim betri setningum sem ég séð lengi:

Safnaðarsauðir vísindakirkjunnar myndu ekki geta stimplað sig augljósar sem kjána en þó þeir létu tattúa Ég er fífl á ennið á sér.  

HAHAHAHAHA! góður !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.6.2007 kl. 12:41

33 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Nanna mín, ég misskildi þig þá e-ð. Sorrý.. En ég reyndi að taka hlutlaust á þessu, þótt ég sé ekki hlutlaus sjálfur.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.6.2007 kl. 12:43

34 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hehe sá það í síðasta commentinu þínu.  Ég persónulega myndi ekki ganga í þennan söfnuð, en mér er sama hvað þetta fólk gerir meðan það skaðar engan eða ekkert og er ánægt með það sem það fær út úr þessu.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 27.6.2007 kl. 12:52

35 identicon

yfir stigum syndir fedrann.... og dæmum ekki adra ut fra lygum barnæskunar.... tetta er allt sama vitleysan...

p.s eg trui a sjalfan mig fjolskylduna og goda vinni ... væri samt gaman ad enda i paradis...

Stormur (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 13:30

36 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þar er bara ein leið, Stormur. Svarið liggur í ritningunni. Guði blessi þig vinur ég þakka innlitið.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.6.2007 kl. 13:49

37 identicon

til blog vina sidurnar sem frægir eru... hversu brengladur er fretta flutningur af frettnæmum atburdum sem tid hafid upplifad .... :)

  p.s er mjolkin holl tvi ad mamma sagdi tadddd...?

Stormur (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 13:51

38 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Stormur, seinasta komment þitt var svo furðulegt að ég náði ekki neinu sem þú varst að tala um. Gætir þú útskýrt þetta betur? Sérstakelga fyrir einfelding eins og mig? 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 27.6.2007 kl. 14:18

39 identicon

Fretta flutningur er ofgakenndur .... ef tu hefur upplifad eitthvad sem hefur lent i frettunum ... undarar madur sig a frettinn tvi hun er enganveginn i samhengi vid tad madur upplifadi.

Tannig ad eg spekulera hvort umtaladur truasofnudir er svo slæmur eda ekki .... er tetta ekki bara grousogur tvi ad vid erum allin upp i annari tru ....

 og med mjolkina ad gera ta er tad annad sjonarmid a umræddan hlut ... er mjolk holl .. afhverju ætti tad ad vera gott fyrir manneskjuna ad drekka triggja maga drik sem er ætladur til ad fita dyr a orfaum vikum... 

Eg er bara ad velta sannleiks gildi hlutan fyrir okkur ...

Stormur (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 15:27

40 Smámynd: Eiríkur Ingvar Ingvarsson

Ég er sammála mörgu sem hér hefur verið sagt en það er eitt sem ekki hefur komið fram. Vísindakirkjan er ekki Kirkja í þeim skilningi heldur heimspekisamtök. Það eru aðeins örfrá ríki sem viðurkenna Vísindakirkjunnar sem Kirkju. T.d. Þýskaland viðurkennir þetta fyrirbæri sem kirkju heldur sem heimspekisamtök.

Ég kynntist þessu talsvert í starfi mínu hjá Wurth, það er að segja neikvæðum hliðum þessarar stofnunar. Þar voru allir starfsmenn látnir skrifa undir yfirlýsingu um að vera ekki í þessum samtökum og að, aðhyllast þessar skoðanir ekki.  Það segir meira en mörg orð um frjálsa hugsun innan Wurth á Íslandi og á heimsvísu. Þar vógu peningar Mr. Wurth meira en frjáls hugsun starfsmanna. Það er án efa þungt að skoða þetta í þessu ljósi. Menn verja þessa þúfu án efa með kjafti og kló. Aðeins þá er tilgangnum náð.

Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 28.6.2007 kl. 08:26

41 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk Nietzshe fyrir þitt framleg, ég er alveg sammála þér.

Velkominn heim Eiríkur, vonandi hefur rússlandsförin gengið vel!
En þú kemur sterkur inn að vanda,  með fróðleiksmola sem enginn getur skákað! Takk fyrir það Eiki.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 28.6.2007 kl. 13:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 588281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband