Karlrembur að grilla

Ég fékk þessa litlu sögu senda í t-pósti, hún er lýsandi fyrir það karlrembuþjóðfélag sem við búum við í dag. 

 

Grilltímabilið í hámarki.  Allir að grilla.  Húsmæður gleðjast yfir því að þurfa ekki að standa yfir pottunum, því bóndinn sér um grillið.  VEI!
                                
Þannig gengur þetta fyrir sig:

  •  Frúin verslar í matinn.
  •  Frúin býr til salat, græjar grænmeti sem á að grilla, og býr til sósu.
  •  Frúin undirbýr kjötið.  Finnur til réttu kryddin, setur kjötið á bakka ásamt grilláhöldum.
  • Bóndinn situr við grillið, með bjór í annarri.

                                                               
Lykilatriði:
     

  • Bóndinn setur kjötið á grillið!
          
  • Frúin fer inn, finnur til diska og hnífapör.
          
  • Frúin fer út, og segir bóndanum að kjötið sé að brenna.
         
  • Bóndinn þakkar henni fyrir, og biður hana um að koma með annan bjór á meðan hann tæklar ástandið.


Annað lykilatriði:
Bóndinn tekur kjötið af grillinu, og réttir frúnni.
Frúin leggur á borð.  Diskar, hnífapör, sósur, salöt og annað meðlæti, ratar á borðið.
Eftir matinn gengur frúin frá öllu.

Mikilvægast af öllu:
Allir þakka BÓNDANUM fyrir matinn, og hversu vel HONUM tókst upp.
Bóndinn spyr frúna hvernig henni hafi líkað “frídagurinn”...
og eftir að hafa séð svipinn á henni, ákveður hann að það er ómögulegt að gera konum til geðs. 

Ég vona að þið lærið e-ð af þessari sögu strákar! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

hehe, þetta er sniðug saga , en ég var einu sinni að slá mér upp með smá-karlrembu sem hélt grillveislu, og hann sá um þetta ALLT sjálfur og hafði aldrei verið glaðari. Sumir karlar eru alveg grillóðir þetta var áður en ég hætti að borða kjöt, og ég fékk að sjálfsögðu besta bitann

halkatla, 26.6.2007 kl. 13:58

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú átt alla mína samúð Anna Karen, ég er bara  feginn að heyra að hann er orðinn "fyrverandi". Þú átt miklu betur skilið en svona gaur !

Rétt er að taka það fram að ég sé um alla eldamennsku heima hjá mér. Þar á meðal allan undirbúning. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.6.2007 kl. 14:08

3 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Hehe eitthvað verða þeir nú að fá hrós fyrir (þetta er svipað og með börnin þegar þau hjálpa með salatið).

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 26.6.2007 kl. 14:39

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

brilliant. Verð nú samt að viðurkenna að svona er þetta ekki á mínu heimili. Sem betur fer.

Jóna Á. Gísladóttir, 26.6.2007 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband