Öfgafullt kjaftæði !

Ég skil svo sem að það eigi að vernda börn fyrir óbeinum reykingum, en alveg róleg á miðstýringunni ! Það er verið að persónugera reykingamenn sem vanhæfa foreldra með þessu! Ég vona að íslendingar verði ekki svona vitlausir !!! Angry
mbl.is Breskir reykingamenn fá ekki að verða fósturforeldrar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnþór Guðjón Benediktsson

Þú hlýtur að vera reykingamaður fyrst þú tekur þetta svona óstinnt upp. En það er ekki verið að segja að reykingafólk sé allt óhæft sem foreldrar, heldur verið að segja að vegna þess að börn undir 5 ára aldri séu sérstaklega viðkvæm fyrir óbeinum reykingum sé ekki verið að stefna þeim í óþarfa hættu. Kannski vegna þess að ég er ekki reykingmaður, sé ég ekkert að þessu.

Arnþór Guðjón Benediktsson, 21.6.2007 kl. 16:59

2 identicon

Arnþór: Er ekki eðlilegra að hvetja fólk til þess að reykja ekki yfir börnin?

Það er fullt af börnum sem festast á stofnunum alla sína ævi. Öfgafullar reglur þegar kemur að ættleiðingum eða fósturforeldrum mun ekki hjálpa því ástandi. Af hverju að gera meiri kröfur til þeirra en foreldra sem eignast börn náttúrulegu leiðina?

Það er að éta þessi börn að innan að vera föst á stofnunum, er það skárra en hugsanlegar óbeinar reykingar?

Geiri (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 17:59

3 Smámynd: Linda

Blessuð börnin, ég er hætt að reykja enn hvað sem því við kemur þá er ég ósamála þessu, sjáið öll börnin í dag sem eru við hesta heilsu og foreldrar þeirra reyktu fyrir 20 árum, 30 árum 40 árum 50 árum og svona mætti endalaust halda áfram.  Það hefur aldrei verið meira ofnæmi í börnum á Íslandi eins og það er í dag, öll þessu böð og bönn of hreinlæti og ég veit ekki hvað og hvað.  Enn vitanlega eigum við ekki að reykja ofan í börnin, bara út á svalir og loka af sér.  Enn það er alveg óþarfi að banna reykingarfólki sem er ekkert verra fólk enn hver annar að taka að sér barn, það er bara skammarlegt og fáránlegt. 

Linda, 21.6.2007 kl. 18:37

4 Smámynd: Linda

ps. þegar ég tala um aukin ofnæmi í börnum í dag þá er þetta kynslóðin sem má ekkert, ekki borða þetta, ekki drekka þetta ekki sofa þessu, ekki leika á þessu bla bla bla bla bla, er nokkur maður hissa að þessi börn hanga inni við tölvur, þau þora einfallega ekki að taka þátt í lífinu  veit ég er að ýkja pínu enn komon þið vitið hvað ég á við.

Linda, 21.6.2007 kl. 18:39

5 Smámynd: Þarfagreinir

Sammála öllum nema Arnþóri hér; það er einum of gróft að meina öllu reykingafólki að ættleiða. Hvað er þá næst; að gera úttekt á því hverjir horfa allt of mikið á sjónvarp og meina þeim að ættleiða, af því að uppeldi þar sem gónt er á sjónvarp allan daginn gæti skaðað börnin?

Þarfagreinir, 21.6.2007 kl. 18:40

6 Smámynd: Þarfagreinir

P.S. Ég reyki ekki og hef aldrei gert það, en veit að Guðsteinn Haukur gerir það ... efa þó mjög stórlega að hann sé mikið að púa ofan í börnin sín, ekki frekar en allt skynsamt fólk.

Þarfagreinir, 21.6.2007 kl. 18:41

7 Smámynd: Ísdrottningin

Þetta er bara ekki svona einfalt.  Reyki einn reykja allir

Þó þú farir út á svalir (sem reyndar gerir tilveruna erfiða fyrir reyklausa nágrannann þinn) þá ferð þú að því loknu inn til barnanna þinna með lungun þín gegnsósa af eiturefnum og hárið, fötin o.s.frv. sem þú ert næsta sólarhring að eitra fyrir börnunum þínum með jafnvel þó þú fáir þér ekki aðra (og hversu líklegt er það!) 

Því miður er það staðreynd að alltof margir reykja innan um börn á heimilum sínum ennþá og eru alltof sjálfselskir til að hætta því þó þeir viti betur.  

Ísdrottningin, 21.6.2007 kl. 21:18

8 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Gæti trúað að breskir séu enn að reykja inni í húsum og bílum og yfir börnum.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.6.2007 kl. 21:50

9 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

bíddu nú við, ertu ekki hættur að reykja kallinn? svona nú slökktu í rettunni og hættu

Guðrún Sæmundsdóttir, 21.6.2007 kl. 22:34

10 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Humm.. það á að hætta að selja síkó, hreinlegast fyrir alla, þá þarf ekki öll þessi boð og bönn.

Ester Sveinbjarnardóttir, 21.6.2007 kl. 22:55

11 Smámynd: Kristinn Ásgrímsson

Jæja Guðsteinn, þú ert beðinn um að upplýsa hvort þú reykir enn í laumi.  En mikið vildi ég nú óska að fólk hefði meiri áhyggjur af ýmsu öðru en reykingum. Ekki það að ég sé hlynntur reykingum, lít reyndar á fyrirbærið sem synd, að skemma það musteri sem Guð hefur gefið. En það eru hlutir sem eru skaðlegri barnsálinni en reykingar. Reykingar menga jú líkamann, en hvað með allt það sem mengar sálina í dag, það olli mér hryggð að lesa grein í blaðinu í dag um : klámfengi og kvenfyrirlitningu. Hvar læra börnin það ?  Bið svo að heilsa, er að fara til Eyja á mót.

Kristinn Ásgrímsson, 21.6.2007 kl. 23:25

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

SKo, bara svo að það sé á hreinu, ég hef aldrei reykt ofan í börnin mín! Og ég er búinn að vera í 6 vikna prógrammi með lyfir sme heitir Nicostopp, ég er hættur að reykja í vinnuni og reyki örfáar á kvöldin. Fyrir stórreykingamann eins og mig, tel ég þetta persónulegan sigur.

Ég vil þakka öllum hressilegar umræður og gott að sjá svona mikið djúpt þenkjandi fólki !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 21.6.2007 kl. 23:39

13 Smámynd: Janus Hafsteinn Engilbertsson

Ég var stórreykingamaður. Og þegar ég var skipstjóri reykti ég 2-3 pakka á dag, og reykti pípu og tók í nefið, þegar stressið var sem mest í brælunum á vertíðinni. Svo kom ég heim til konu minnar og  sjö barna og þá keðjureyktum við fyrir framan börnin. Og þegar við fórum í bíltúr, þá var öllu liðinu troðið aftan í Fíat "steisjoninn" og þá reyktum við auðvitað eins og við ættum lífið  að leysa, og fljótlega fóru börnin að kvarta yfir því að þau næðu ekki andanum og þá var þeim bara sagt að skrúfa niður rúðuna. En þetta var nú bara svona fyrir þrjátíu árum eða svo. Þá þótti enginn maður með mönnum  nema að hann reykti og drykki.

Fyrir tuttugu og fimm árum gerðist kraftaverk í mínu lífi þegar ég tók við Jesú Kristi sem mínum frelsara og á sama tíma tók hann frá mér bæði vín og tóbakslöngum og hef ég hvorugt smakkað síðan og aldrei langað í það. Þá fékk ég líka að upplifa hvað ég hafði gert börnum mínum og að það er ekki vilji Guðs að við eyðileggjum eigin  líkama og annarra með reykingum. Eitt barna okkar varð astmasjúklingur og var illa haldið sem barn og oft inn á spítala. Reykingum okkar var um kennt og efa ég það ekki.

Nú hafa læknavísindin, Guði sé lof, komist að því að bæði beinar og óbeinar reykingar drepa menn og valda með því ótímabærum dauðdaga. Nú er þetta orðið staðreynd, þar sem hundruðir hér á landi deyja árlega af völdum reykinga. Ég tel því, en með allri virðingu fyrir þeim sem reykja, að það sé ástæða fyrir þá sem reykja, að gefa gaum að því sem Guð segir í boðorðum sínum; að við eigum ekki að deyða mann.

Kær kveðja, Janus. 

Janus Hafsteinn Engilbertsson, 22.6.2007 kl. 01:51

14 Smámynd: halkatla

ok ég er orðlaus núna og er bara farin að sofa. Þessi fasismi gegn ákveðnum hópum er orðinn stjórnlaus. zeriaph hefur 100% rétt fyrir sér, en ég man eftir því að hafa samt alltaf heyrt reyklausa foreldra tala niður til reykjandi foreldra og það fólk veltir sér mikið uppúr því að aðrir reyki þegar þeir reykja ekki. "Afhverju geta þau bara ekki verið einsog ég?" er það alltaf að spyrja sig, og þá líður þeim væntanlega betur þegar þeir drekka vín eða öskra og rífast innan um börnin sín. "ég er þó ekki einsog reykingaforeldrið"

halkatla, 22.6.2007 kl. 02:35

15 Smámynd: halkatla

til hamingju með árangurinn í baráttunni við líkkistunaglapúkann
ég hef fylgst með vinum mínum hætta og veit hvað þetta hlýtur að vera viðurstyggilega erfitt! 

halkatla, 22.6.2007 kl. 02:38

16 Smámynd: Linda

ég held að lítill fugl hafi hvíslað að mér að G væri komin niður í 4 réttur á kvöldin, það styttist í þetta hjá honum og hann hefur öflugan stuðningshóp bæði í vinnu og heima og frá vinum.  Ég held að hann verði búin að þessu eftir mánuð kannski fyrr.  Enn hver veit.  Þetta má aldrei vera þrýstingur, heldur vegna þess að fólkið er sjálft tilbúið að hætta.  Þannig var það fyrir mig. Eitt ár!!!! yeah svo glöð. Ef ég gæti bara gætt að mataræðinu..oh well eitt vandamál í einu. 

Knús og Guðs blessun til ykkar allra.

Linda, 22.6.2007 kl. 03:34

17 identicon

Það er best að segja engum að maður sé hættur, engin pressa og svoleiðis :)

DoctorE (IP-tala skráð) 22.6.2007 kl. 13:40

18 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Get vottað það að þetta er allt að koma hjá honum. Hann hinsvegar er veikur fyrir í stressi og undir miklu álagi. Vinnan hans í dag er mun afslappaðri en sú sem hann var í áður. Ekkert stress, svo nú hlýtur þetta að fara að koma.

Haukur minn, þú ert hetjan mín!

Bryndís Böðvarsdóttir, 22.6.2007 kl. 19:02

19 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Smmála þér Guðsteinn! En mega fósturforeldrar drekka áfengi?

Margrét St Hafsteinsdóttir, 24.6.2007 kl. 00:52

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nei Magga, við megum drekka né reka við heldur ! Úfff .. hvert er heimurinn að fara með þessu ? ja hérna hér !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.6.2007 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband