Heilög þrenning – Er Jesús Guð?

krossÞetta atriði hafa margir velt fyrir sér. Getur það verið að mennsk vera sé Guð Almáttugur? Það kann að vera erfitt að gleypa slíkri kenningu, því allir hafa sína mynd af Guði.

En er Jesús Guð? Afhverju halda kristnir því fram að svo sé? Er þetta ekki sami Guðinn og í Íslam og öðrum trúarbrögðum?

NEI !

Það er langt í frá að svo sé.

Ritningarlega séð er afar auðvelt að sanna að Jesús sé Guð. Ef tökum Jóh. 1:1-18 t.d.

Jóhannesarguðspjall 1:1-18.

1 Í upphafi var Orðið, og Orðið var hjá Guði, og Orðið var Guð.
2 Hann var í upphafi hjá Guði.
3 Allir hlutir urðu fyrir hann, án hans varð ekki neitt, sem til er.
4 Í honum var líf, og lífið var ljós mannanna.
5 Ljósið skín í myrkrinu, og myrkrið tók ekki á móti því.
6 Maður kom fram, sendur af Guði. Hann hét Jóhannes.
7 Hann kom til vitnisburðar, til að vitna um ljósið, svo að allir skyldu trúa fyrir hann.
8 Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið.
9 Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom nú í heiminn.
10 Hann var í heiminum, og heimurinn var orðinn til fyrir hann, en heimurinn þekkti hann ekki.
11 Hann kom til eignar sinnar, en hans eigin menn tóku ekki við honum.
12 En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim, er trúa á nafn hans.
13 Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki að holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.
14 Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika, og vér sáum dýrð hans, dýrð, sem sonurinn eini á frá föðurnum.
15 Jóhannes vitnar um hann og hrópar: ,,Þetta er sá sem ég átti við, þegar ég sagði: Sá sem kemur eftir mig, var á undan mér, enda fyrri en ég.``
16 Af gnægð hans höfum vér allir þegið, náð á náð ofan.
17 Lögmálið var gefið fyrir Móse, en náðin og sannleikurinn kom fyrir Jesú Krist.
18 Enginn hefur nokkurn tíma séð Guð. Sonurinn eini, Guð, sem er í faðmi föðurins, hann hefur birt hann.

Málið er einfalt. Jesús er Guð. Þetta er ekki sami Guð og í t.d. Íslam eða Búddisma. Hann er orðið, eins og hugsun verður að orðum, þá var hann í upphafi það fyrsta sem Guð gerði, það var að tala. Fyrir mátt orða hans urðu allir hlutir til. “Verði ljós” sagði Drottinn, og það varð ljós. Orðið var nú fætt og hlýddi Guði, hann var sem sé til fyrir alla sköpun.

Þarf meira?

Ritningin segir:

Jóhannesarguðspjall 8:56-58

56 Abraham faðir yðar vænti þess með fögnuði að sjá dag minn, og hann sá hann og gladdist.``
57 Nú sögðu Gyðingar við hann: ,,Þú ert ekki enn orðinn fimmtugur, og hefur séð Abraham!``
58 Jesús sagði við þá: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Áður en Abraham fæddist, er ég.``

KrossÞarna Guðlastar Jesús allverulega við gyðinga. Hann notar háheilagt nafn Guðs, eða “ég er sá sem ég er”, sem útlistist “Jahve” og stundum ranglega stafsett “Jehóva” sem samtíningur af nöfnunum “El-Shaddai (sem þýðir Guð Almáttugur)” og “Jahve”.

En nafn Guðs mátti enginn nefna á tímum Jesú. Það var á svo heilagt að prestar á þessum tíma þorðu jafnvel ekki að nota það. Nafnið sem Jesús notaði um sjálfan sig var: “Yod-Hei-Vav-Hei eða YHVH”, sem er varla framburðarhæft lengur, og hefur fallið í gleymsku vegna ótta gyðinga við að nota það. Þess vegna grýttu gyðingar Jesú þegar hann sagði þetta um sjálfan sig. Hann setti sig ekki bara til jafns við Guð, heldur sagði hann sjálfan sig vera Guð í bókstaflegri merkingu.

Jesús er Drottinn og það verður hann um aldir alda. Þess vegna er ekki hægt að segja að grimmur og miskunnarlaus Guð Íslams, og ópersónugerður Guð Búddista eða annara trúarbragða, sé sami Guðinn. Það er bara ekki hægt.

Guð blessi ykkur öll og ég vona að þið sjáið ykkur fært að biðja einnar bænar sem gæti hæglega breytt lífi ykkar. Halo


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Og enginn kemur til fóðursins nema fyrir hann (Jesú)

Linda, 18.6.2007 kl. 18:52

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Linda ! Því gleymdi ég alveg !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.6.2007 kl. 19:08

3 Smámynd: Bryndís Böðvarsdóttir

Haukur minn. Þarna bloggaðirðu einmitt það sem ég ætlaði mér að blogga einhvern tímann... Ég er bara ekki eins dugleg að blogga og þú, enda þreytir mig fátt eins mikið og að sitja lengi.

Bryndís Böðvarsdóttir, 18.6.2007 kl. 20:07

4 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Ég segi Amen á eftir efninu. En Ritningin segir líka að enginn geti skilið Orð Ritningarinnar nema að hafa Anda Guðs. Menn eru slegnir blindu og sjáandi sjá þeir ekki og heyrandi heyra þeir ekki. Þess vegna er bænin svo mikilvæg og ekki síst fyrir okkur sjálfum, því að auðvelt er að villast og fylla hugann af því sem ekki er Guðs! Ég bið að ég villist ekki og ég bið fyrir öllum trúuðum. Ég bið að kærleikur minn kólni ekki, ég þarf svo sannarlega á slíkri bæn að halda. Mætti ég minnka og hann stækka, sem er allt í öllu, Jesús, Drottinn minn og herra!

G.Helga Ingadóttir, 18.6.2007 kl. 23:43

5 Smámynd: Svartinaggur

Púff! Öll þessi guðsdýrkun fyllir mann bara depurð, sem og það að annars skynsamt og upplýst nútímafólk heldur ennþá að bænastagl hafi einhvern tilgang.

Svartinaggur, 23.6.2007 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband