Afhverju nauðga karlmenn ???

Ég tók þessa frétt af vísi.is ásamt myndinni:

Alls voru 180 nauðganir tilkynntar til Stígamóta í fyrra. Það eru 65 fleiri nauðganir en tilkynntar voru árið áður. Nærri lætur að ein nauðgun sé tilkynnt annan hvern dag að meðaltali. „Þessar tölur eru sláandi," segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta.

Guðrún segir jafn margar nauðganir ekki hafa komið til kasta Stígamóta síðan á upphafs árum þess fyrir um sautján árum. Þá hafi gríðarlegur uppsafnaður vandi verið í samfélaginu þar sem úrræði fyrir þolendur kynferðisofbeldis.

Tilkynningum um sifjaspell fjölgaði einnig frá árinu 2005 til 2006. Alls voru 165 sifjaspellsbrot tilkynnt á fyrra árinu en því síðara voru þau 185 talsins.

Guðrún segist ekki hafa skýringar á þessari fjölgun. Tvennt komi til greina það er að kynferðisbrotum hafi fjölgað eða að fleiri en áður kjósi að leita aðstoðar samtakanna. Upplýsingarnar séu mikið áhyggjuefni.
10,7 prósent þeirra mála sem komu á borð Stígamóta voru kærð. Það er mikil aukning frá því í fyrra en þá voru aðeins 4,3 prósent mála kærð.

rapeÍ fyrsta lagi er þetta hárrétt, þær konur sem lenda í þessu sálarmorði hafa fá úrræði hvert þær eiga að leita ! Þess vegna finnst mér að nýsett "velferðarstjórn" taki sem fyrst á þessum vanda.

Margir ungir strákar og karlmenn í dag eru alls ekki nógu meðvitaðir um gjörðir sínar, þeir virðast ekki átta sig á að svona lagað hefur afleiðingar. Ég er alls ekki að reyna að réttlæta þá sem framkvæma svona viðbjóð, enda er þetta sálarmorð að mínu mati, en ég vil benda á nokkrar forvarnir í þessu sem mér finnst ekki hafa verið sinnt.

Hvernig?
Við höfum menntakerfið, þar þarf að leggja miklu meiri áherslu á að fræða karlmenn um kvenlíkamann og konur yfir höfuð. Eins og staðan er núna virðast stelpur fá miklu meiri fræðslu en karlmenn, sem er út í hött. En með meiri fræðslu og forvörnum væri hægt að fyrirbyggja að minnsta kosti svona hrylling. Þetta á líka við um þá sem stunda sifjaspell, mér brá heldur í brún þegar ég sá þessar tölur!! Angry

Sömuleiðis verða foreldrar að vera duglegir að fræða börnin sín, og setjast niður og tala við þau, sem er orðið allt og fátítt í þessu hraða samfélagi. Þetta á ekki bara við um nauðganir, heldur um ofbeldi gegn konum líka, það virkilega að fræða ungdóminn okkar áður en allt fer úr böndunum !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

þetta eru alveg svakalegar tölur og ég vona það að nýja stjórnin lagi strax það sem hefur verið að gerast í þessum málum undanfarin ár, peningar hafa verið sparaðir og úrræðum lokað, sem er alveg óforsvaranlegt!!! Maður bara nær því ekki. 

halkatla, 23.5.2007 kl. 22:29

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Það þarf líka að taka á þessu í dómskerfinu! Lengja dóma og lengja til dæmis fyrningarfrest á kynferðisbrotum! Það er rétt að þetta eru sláandi tölur! Ég las það einhvers staðar að þriðja hver kona í heiminum í dag verður fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi einhvern tímann á ævinni! Hér þarf sannarlega að grípa til úrræða og það er rétt hjá þér Guðsteinn að forvarnir eru góð leið sem og fræðsla! Til dæmis að kenna börnum að líkaminn er þeirra eign, mig minnir að það hafi verið gefin út bók um börn og líkama þeirra. En betur má ef duga skal! Með kærri kveðju, Sunna

Sunna Dóra Möller, 24.5.2007 kl. 00:23

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Tek undir þetta hjá ykkur öllum. Ég er tveggja unglinga móðir, og eitt ef því sem ég hef gert er að ræða mjög mikið um kynferðismál við þau, ég viðurkenni það að mér finnst það oft mjög erfitt því að veruleikinn í þessu er hrottalegur, og á ekkert orðið skylt við ástaratlot. það er nauðsynlegt að fræða krakkana um eðlilegt kynlíf því þau hafa svo klikkaðar fyrirmyndir úr kvikmyndum, tölvuleikjum og slíku.

Guðrún Sæmundsdóttir, 24.5.2007 kl. 16:00

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég vil þakka öllum innlitið, ég tek undir hvert orð ykkar. Guð blessi ykkur !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.5.2007 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 588367

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband