Trúir þú þessu?

39  Nokkrir farísear í mannfjöldanum sögðu við hann: ,,Meistari, hasta þú á lærisveina þína.”  40 Hann svaraði: ,,Ég segi yður, ef þeir þegja, munu steinarnir hrópa.” 41  Og er hann kom nær og sá borgina, grét hann yfir henni  42 og sagði: ,,Ef þú hefðir aðeins vitað á þessum degi, hvað til friðar heyrir! En nú er það hulið sjónum þínum. (Lúk. 19:39-41)


Jesus_wsJesús grét því hann vissi að dómur Guðs kæmi yfir Jerúsalem. Óvinirnir myndu koma og setjast um borgina. Þeir mundu leggja hin forna höfuðstað undir sig, brjóta niður varnarvirki, hýbýli og fella íbúanna.

Þetta gekk líka eftir. Rómverjar komu árið 70 eftir Krist og tóku borgina eftir langt og blóðugt umsátur, nákvæmlega eins og Jesús hafði sagt fyrir. Gyðingar gerðu uppreisn gegn Rómarveldi nokkrum árum áður, þessari uppreisn refsaði Rómarkeisari gyðingum með því að leggja borgina þeirra í eyði. Sem og eyðileggja musteri þeirra.

 En hvers vegna hlaut þvílík refsing að dynja yfir ? Hafði Jerúsalem syndgað svo herfilega úr því að hegningin var jafn skelfileg og raun bar vitni?

 Tökum eftir orðum Jesú. Allt þetta mun verða, segir hann, “vegna þess að þú þekkir ekki þinn vitjunartíma”(Lúk. 19:44)

Við skiljum hvað þetta þýðir. Guð hafði vitjað Jerúsalem þar sem Messías hans var kominn, Jesús Kristur, sonur Guðs.

Til er hjálp við syndunum, því að sá er særður skyldi vera vegna okkar og myndi taka alla hegningu alls mannskyns. Hann er sá sem var bölvaður á trénu, (en það var trú gyðinga að sá sem dó festur við tré skyldi bölvun hljóta) hann er sá sem úthellti blóði sínu svo við gætum lifað. Við síðasta andadráttinn og þegar hann laut höfði og gaf upp andann, þá varð landskjálfti mikill, svo sterkur að hann hristi musterið þannig að fortjaldið, sem lá inn til þess ALLRA helgasta rifnaði. Aðeins æðsta prestinum einum var heimilt þangað inn, og áður en hann gekk þangað inn, (sem gerðist einu sinni á ári um páska) þá gekk hann í gegnum MJÖG strangt hreinsunarferli, svo heilagt var það.

Dýrð Drottins hvíldi yfir því allra helgasta, og hver sem er gat ekki meðtekið hana nema hann væri útvalinn eða æðsti prestur. Fortjaldið sem var gert með manna höndum rifnaði við þessa atburði og þess vegna er það táknrænt að Jesús reif í sundur allar mannasetningar sem voru orðnar mönnum mikilvægari og náðu fram yfir trúna á Guð sjálfan.

 Einnig sló yfir mikið myrkur á miðjum degi, og það var þá sem allar syndir manna söfnuðust saman og fóru allar í líkama Jesú, það var þá sem Jesús hrópaði sín síðustu orð:

“33 Á hádegi varð myrkur um allt land til nóns. 34 Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: ,,Elóí, Elóí, lama sabaktaní!`` Það þýðir: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?”

Er það furða að hann hafi öskrað þetta, hann var jú að taka á sig syndir allra manna, meira að segja fyrir mig og þig. 

En þrátt fyrir allt þetta, vildu þeir ekki trúa á Jesú, þeir meðtóku ekki ást hans. Enn þann dag í dag eru menn efins um tilvist hans. Eins og Jesús sagði sjálfur við Tómas:

27 Síðan segir hann við Tómas: ,,Kom hingað með fingur þinn og sjá hendur mínar, og kom með hönd þína og legg í síðu mína, og vertu ekki vantrúaður, vertu trúaður.``

28 Tómas svaraði: ,,Drottinn minn og Guð minn!” 29 Jesús segir við hann: ,,Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.”

 (Jóh. 20:27-29)

Ég efast ekki sjálfur um þessa atburði, enda sýna þeir kærleika Jesú til manna í hnotskurn. En það er auðvelt að falla í gildu vantrúar, meira að segja nánust lærisveinar Jesú urðu sekir um það. Eins og Jesús sagði sjálfur hér ofar: “Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó.”

Það er það sem á við okkur mennina í dag, að sjá ekki og trúa þó.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Það er styrkur í því að efast.  Trú er trú ekki fullvissa.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 17.5.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Linda

´Knús vinur. trúar afstaða er aldrei auðveld þegar menn telja sig vita betur enn Guð.  Jesú sagði eins og þú bentir á Blessaðir eru þeir sem trúa enn hafa aldrei séð.  Fullvissa í trú, sammála Þórdísi.  Enn trú hefur ekkert með fullvissu að gera, trú er svo miklu meiri enn fullvissa.

Linda, 17.5.2007 kl. 23:52

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sammála Linda, hver getur verið fullviss um alla hluti hvort eð er, það væri ógerlegt að fara í gegnum lífið þannig ! En eins og þú segir, þetta hefur ekkert með fullvissu að gera. :)

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.5.2007 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband