Frábært herrakvöld !

Ég fór á herrakvöld í gær, þar var mikið um dýrðir og góðir ræðumenn. Þetta var sem sé herrakvöld hjá Aglow Inernational, sem eru barráttusamtök trúaðra kvenna fyrir bættum heimi. Þarna hitti ég marga aðra trúaða karlmenn og fékk Guðsorð beint í æð. Konurnar höfðu undirbúið þetta vel og gáfu okkur að borða áður herlegheitinn hófust. Þegar við vorum búnir að sporrenna þeim ljúffenga mat sem þær reiddu fram, tók við lofgjörð. Það sem mér þótti athyglisvert við hana var að strákar úr ÖLLUM trúfélögum spiluðu, flutningur þeirra var frábær! Það var (minnir mig) píanó- og gítarleikari frá krossinum, bassaleikari frá Kefas, og söngvari söngvari frá Kristskirkjunni ! Þetta var algjört æði og Guðs andi smurði þá alla til þess að flytja tónlist!

Einnig hitti ég merka menn þarna, einn af þeim hét Konráð frá Kristskirkjunni og heldur úti síðu sem kallast http://www.konni.is, þar er mikill og góður penni á ferð, og ég hvet alla til þess að kíkja á hans góðu skrif.

Eftir lofgjörðina kom ræðumaður frá bandaríkjunum, (það hvítasunnumaður sem túlkaði fyrir hann) hann talaði beint til okkar karlanna og útskýrði hvernig við ættum að koma fram við konur okkar og börn með kærleika Guðs að leiðarljósi.

Þetta var yndisleg stund og ég er afar þakklátur formanni Aglow í Garðabæ, henni Helenu Leifsdóttur bloggvini mínum fyrir að bjóða mér á þetta. Hún tók á móti mér og kom mér í samband við nokkra þarna þar sem ég þekkti ekki neinn.

Guð blessi Aglow og þeirra starf margfalt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband