List eða skemmdarverk?

swap-grafittiNú verð ég að viðurkenna uppá mig sökina. Ég var einn af þessum sem kom í blöðunum á sínum tíma vegna veggjakrota, þetta voru bernskubrek á mínum ungdómsárum. Blush Ég reyndar verð að segja að með tímanum hefur þetta meira snúist uppí að hafa nógu flott "signature" frekar en list. Þegar ég var að hreinsa "verkin" mín af veggjum Breiðholtsins að skipun löggunar, hafði ég þó þann metnað að hafa þetta listrænna en er í dag. Nú eru bara óskiljanlegar slaufur og rugl sem enginn skilur nema höfundur. GetLost Veggja krot getur verið mjög fallegt ef rétt er að staðið!

En ég veit að flestir eru ósammála mér í þessu, en ég er bara aula listamaður sem gerði mína uppreisn á sínum tíma. Whistling

Eitt sem ég vil taka fram, ég er ekki að leggja blessun mína á skemmdarverk, ég er aðeins að lýsa þessu í gegnum augu listamanns, og vil engum að fá svona á húsið hjá sér. Ég því miður enga töfralausn á þessu vandamáli, önnur en að leyfa þetta á afmörkuðum stöðum, sem leysir ekki vandann en minnkar hann kannski. Auðvitað er þetta skemmdarverk þegar ráðist er á falleg hús og bíla, en það sem ég er að gagnrýna er skortur á listrænum tilburði og finnst flest ljótt sem krotað er á veggi borgarinnar.

mbl.is Staðnir að verki við veggjakrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég er ekki ósammála þér - en við skulum hafa það on the down low

halkatla, 9.5.2007 kl. 14:53

2 Smámynd: Báran

Takk fyrir bloggvinaboðið, ég er nú svo ný hérna að ég kann þetta ekki ennþá  hvernig eiginlega býð ég mig fram sem bloggvin? 

kveðja

Bára

Báran, 9.5.2007 kl. 15:13

3 identicon

Það væri gaman að vita hvernig þér myndi líða ef einhver gerði svona "listaverk" á bílinn þinn. Myndi þér finnast þetta flott iðja eftir það?

zaxi (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 15:25

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rólegur Zaxi, nei ég vildi ekki sjá þetta á bílnum mínum.

Bára þú ferð í stjórnborðið og samþykkir, það ætti að vera þar á forsiðunni. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.5.2007 kl. 16:57

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég er ósammála því að veggjakrot sé alltaf slæmt. Ég hef séð mörg falleg listaverk skreyta ljóta veggi.  M.a. á hraðbrautum USU, þar sem þær eru afgirtar með löngum ljótum veggjum, og eina fallega sem maður sá var flott veggjakrot.  Og nafnið er meira að segja niðurlægjandi.  Ég las einhverntímann um að það var gefin út bók um veggjakrot.  Og þau talinn listaverk, sem ég er alveg sammála um að mörg þeirra séu.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.5.2007 kl. 17:56

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Ásthidlur, þú ert alltaf svo mikið yndi! Þú virðist skilja mig ótrúlega vel ! Guð blessi þig!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.5.2007 kl. 18:04

7 Smámynd: Linda

það er til veggjalist svo er til veggjakrot, því miður er aðalega um veggjakrot að ræða hér á landi og það er ljótt ljótt ljótt og þúngar sektir eiga að liggja þar við.  Hinsvegar, geta listamenn fegnið leyfi til að gera veggjalist og það er allt annar handleggur.

Stór munur á list og skemdarverkum.

Linda, 9.5.2007 kl. 21:14

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Linda, það er það sem ég var að reyna segja á minn klaufalega hátt í grien minni, það er til veggjakrot og svo er til veggjalist. Á þessu liggur mikill munur. Guð blessi þig systir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 9.5.2007 kl. 22:25

9 identicon

þið venjulega fólkið og löggurna og þannig fólk á aldrei eftir að skilja hvað veggjakrot snýst um það snýst ekki um að skemma heldur fullt fleira...

elli (IP-tala skráð) 10.5.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband