Fyrirbænarefni

praying-handsEr einhver hissa á það sé svo lítið traust borið til trúfélaga? Miðað við að við höfum verið gerð að óvinum í flestum málum undanfarið! Þar má nefna: Breiðavíkurmálið, Mál Sr. Auðar Eir, Má vígslu Biskups í Skálholti, Byrgismálið, málefni samkynhneigðra og svona mætti lengi telja.

Fjölmiðlar hafa verið á nornaveiðum á hendur trúfélaga í nokkurn tíma, má nefna þar Kompás þáttinn víðfræga þar sem Biskup var gerður að óvini nr. 1 í samfélaginu.

Við höfum átt undir högg að sækja undanfarið og hvet ég trúað fólk að leggjast á eitt og biðja fyrir þessu ástandi. Það stendur hvergi að það sé auðvelt að vera kristinn, en ofsóknir á hendur kristinna undanfarið hafa einkennst af nornaveiðum og að persónugera okkur sem einhvern fordómafullan óþjóðalýð.

Ég bið þess bænar að þessum ofsóknum linni og við getum lifað í sátt og samlyndi við hvort annað.


mbl.is Treysta ríkisstjórninni betur en viðskiptalífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Sammála! Það eru ekki aðeins fordómar gegn kristnu fólki heldur það sem alvarlegast er, eru fordómar gegn Orðinu.

Guðrún Sæmundsdóttir, 4.5.2007 kl. 14:02

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Nákvæmlega Guðrún, hárrétt athugað hjá þér !!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.5.2007 kl. 14:19

3 Smámynd: Linda

Yndislegt hjá þér. trú á Jesú er af hinu góða, það sem menn gera til  að misnota trúnnar er af hinu vonda og fólk á að sjá muninn.

Linda, 4.5.2007 kl. 20:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband