Þingmaður Sjálfstæðisflokksins óttast afskiptasemi forseta Íslands

Ég tók þessa frétt af vísi.is sem er hér sem var skrifuð vegna ummæla Ástu Möller hér á hennar moggabloggi.

Hún segir í viðtali við þá vísis menn:

„Eftir að forsetinn greip inn í varðandi fjölmiðlalögin finnst mér full ástæða til að hafa áhyggjur af því að hann fari aftur út fyrir sitt valdsvið," sagði Ásta í samtali við Vísi. „Forsetinn á að mínu mati að miðla málum en ekki vera með afskipti."

Það eru greinilega að koma kosningar, enda mér finnst ómaklega vegið að Ólafi Ragnari með þessari yfirlýsingu. Hverjum kemur svo sem á óvart að maður eins og Ólafur Regnar hafi skoðannir, en mér finnst hún vera ákveða hlutina fyrirfram sem hún veit ekkert um hvernig þróast.

Mér finnst að Ásta eigi að halda sig við málefnin og láta Óla í friði, hann stendur sig vel í sínu embætti og hefur verið miklu meira til friðs en svartsýnustu menn áttu von á. En hann er eins og hann er og þú tekur ekki stjónmálamann eins og Ólaf og segir honum að þegja. Það var reynt í áratugi án nokkurs árangurs. 

Ég dreg hér allt tilbaka sem ég sagði neikvætt um Ástu Möller, hún sýndi þann myndugleika að lýsa yfir að hún hefði verið með "óþarfa áhyggjur", um afskipti Forseta vors.  Eða í öðrum orðum, hún skipti um skoðun. Batnandi englum er best að lifa, sjálfsagt. Nánar umyfirlýsingu hennar hér (tekið af vísi.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þarfagreinir

Ég skil bara engan veginn þessa paranoju. Það er eins og þessir Sjálfstæðismenn séu logandi hræddir við hann Ólaf. Eins og hann sé eitthvað tröll sem gleypir þá ef þeir passa sig ekki á honum ...

Svona vangaveltur út í loftið fyrirfram eiga auðvitað ekkert erindi við neinn. Og alveg hreint ömurlegt að sjá Sjallana enn halda því fram að forsetinn sé að 'fara út fyrir sitt valdsvið' þegar hann nýtir sér þá stjórnarskrárlegu heimild sem hann hefur til að vísa lögum til þjóðaratkvæðagreiðslu! Ekki eins og hann hafi ákveðið það upp á sitt einsdæmi að fella lögin úr gildi, enda hefur hann enga heimild til þess, og er það vel. 

Fyrir mér er það bara einfaldlega hreinn fasismi að vilja ekki leggja neitt einasta mál  fyrir dóm almúgans, eins og til siðs var allt fram að því að Ólafur ákvað að skrifa ekki undir fjölmiðlalögin.

Reyndar eru Sjálfstæðismenn núna uppi með hugmyndir, svona rétt fyrir kosningar, um að leyfa þjóðaratkvæðagreiðslur ef ákveðinn hluti kjósenda fer fram á það, og eru það afbragðsgóðar hugmyndir sem ég vona innilega að flokkurinn ætli sér í alvöru að standa við. Batnandi fólki er best að lifa, og allt það. En á meðan það eru engin önnur úrræði til að koma á þjóðaratkvæðagreiðslu en að forsetinn neiti að skrifa undir lög, þá finnst mér ekkert nema sjálfsagt að hann nýti sér það.

Þarfagreinir, 1.5.2007 kl. 15:44

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú talaðir alveg minn hug Þarfagreinir og ég hef ekkert við þetta að bæta. Takk fyrir þetta.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.5.2007 kl. 18:02

3 Smámynd: arnar valgeirsson

ég er sammála ykkur og gott að einhver þorir og getur staðið í hárinu á ríkisstjórn sem ætlar að framkvæma hluti, já á fasískan hátt, gegn vilja þorra landsmanna. En þá vilja ríkisstjórnarflokksmenn auðvitað aflétta heimild forseta til að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu og eru óhressir yfir að fá ekki að frekjast í friði. Og auðvitað kom nú í ljós að það var þverpólítiskt ósætti - nú og sátt - með þessa ákvörðun hans og ég fílaði Ólaf bara miklu betur fyrir vikið. Tel reyndar að hann sé að gera margt gott fyrir land og þjóð og ríku sjallarnir hafa síst efni á að vera fúlir út í hann núna..........

arnar valgeirsson, 1.5.2007 kl. 18:29

4 Smámynd: halkatla

ég skil ekki hvað hún er að fara heldur... tek undir allt með ykkur

halkatla, 1.5.2007 kl. 19:06

5 Smámynd: Linda

Ólafur er frábært, svo ég skil ekki þetta allt saman, enn ég er sammála þér og ykkur hér á þessum þærði..

Linda, 1.5.2007 kl. 19:14

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Anna Karen og Linda, þið eruð báðar yndislegar - mér þykir afar vænt um ykkur báðar.

Arnar, ég gæti ekki verið meira sammála þér. Takk fyrir sterkt og gott innlegg.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.5.2007 kl. 21:22

7 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ólafur hefur sýnt það að hann er pólitískur og hefur haft afskipti af íslenskum stjórnmálum s.br. fjölmiðlalögin.

Ester Sveinbjarnardóttir, 2.5.2007 kl. 00:54

8 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ég verð að vekja athygli þína á því Guðsteinn Haukur að Ólafur Ragnar er ekki stjórnmálamaður. Hann gegnir því hlutverki að vera þjóðarleiðtogi, án stjórnmálaafskipta. Misvel hefur honum tekist að rækja það hlutverk og við almúgamennirnir fáum ekki að frétta af öllum axarsköftunum og því sem kann að orka tvímælis fyrr en löngu síðar. Geturðu gert þér í hugarlund hvað mun koma upp á yfirborðið þegar hann lætur af embætti? 

Gústaf Níelsson, 2.5.2007 kl. 01:04

9 Smámynd: Þarfagreinir

Gústaf, vitanlega er Ólafur Ragnar ekki stjórnmálamaður, en hins vegar er það óvefengjanlegt að stjórnarskráin ætlar forseta Íslands ákveðin hlutverk sem skarast við pólitíkina. Eitt af þessum hlutverkum er að veita umboð til stjórnarmyndunar. Þetta er einfaldlega staðreynd.

Og mikið svakalega þykir mér leiðinlegt að sjá hjá þér algjörlega rakalausar dylgjur í garð Ólafs. Allt eins mætti þá hafa uppi slíkar dylgjur um hvaða opinberu persónu sem er. Vitanlega gerist margt á bak við tjöldin sem við almúgafólkið fáum ekki að heyra af, en sjálfur hef ég miklu meiri áhuga á þeim málum sem hafa lekið út, eins og til dæmis Jónínumálinu núna. Draugasögur varðar mig ekkert um.

Þarfagreinir, 2.5.2007 kl. 01:36

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Rétt Ester, en það sem ég bið fólk um að athuga er hver á hlut í þessu tilfelli. ólafur er stjórnmálamaður inn við beinið og því mun enginn breyta. Það er það eina sem ég er að segja með skrifum mínum. Það sem hann hefur gert er jú umdeilanlegt, en hann nýtti stjónarskrár bundinn rétt sinn og ég sé ekkert að því þar sem hann braut ekki lög.

Gústaf, mér er sama hvað þú segir, þú getur ekki breytt Óla, ef þetta væri einhver annar þá væri kannski möguleiki, en maður sem er með Phd í stjórnmálafræði og gamall alþýðubandalags leiðtogi breytir þú ekki í einni svipann. En auðvitað á forseti að vera skoðannalaus og hlutlaus, en eins og Þarfagreinir bendir réttilega á, þá er hann með hlutverk sem skarast á við pólitíkina.

Ég endurtek gjörið ykkur grein fyrir hver á hlut, það er það eina sem ég er að biðja um.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.5.2007 kl. 14:14

11 Smámynd: Gústaf Níelsson

Guðsteinn Haukur, ég hef aldrei látið mér detta það í hug að hægt væri, eða eftirsóknarvert, að breyta manninum sem fann upp "skítlega eðlið". Margir gamlir alþýðubandalagsmenn hafa breytt sér í einni svipan, sbr. Steingrímur J. og Ögmundur Jónasson, úr vinstri í græna. Og Ólafi Ragnari tókst að breyta sér úr pólitískum götustrák í umhyggjusaman og umburðarlyndan og nánast skoðanalausan sómadreng, á einum vetri. Þú ert kannski of ungur til að muna þetta. Og úr því að þú ert nú að nefna doktorsgráðu mannsins í stjórnmálafræði, máttu gjarnan vita, að ritsmíðin sem gráðan var veitt út á, hefur nú aldrei þótt merkilegt framlag í íslenskri stjórnmálafræði eða sögu, og aldrei verið þýdd á íslensku og því síður gefin út, sem merkilegt fræðaframlag. 

Gústaf Níelsson, 3.5.2007 kl. 01:23

12 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir þetta Gústaf, ég reyndar vissi af þessari ritgerðarsmíð hans, það er rétt að hún var ekki uppá marga fiska. En þetta er ágætiskall eftir að á allt er litið. Mér fannst það rétt á sínum tíma að hann nýtti rétt sinn til synjunar laga. Þarf ég að minna á að meirihluti landsmanna voru á móti þessum lögum, þau voru sett fram í hefndarskyni frá Davíð Oddsyni sköum haturs hans á baugsmönnum. Þetta sáu allir skynsamir menn, þess vegna var þetta umdeilanlegt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 3.5.2007 kl. 11:13

13 Smámynd: Gústaf Níelsson

Jæja Guðsteinn Haukur, "now we are talking", eins og þeir segja á útlenskunni. Heldur þú að maðurinn sé upp á marga fiska, þótt hvorki fræðaferillinn né stjórnmálaferillinn sé það, "eftir að á allt er litið"? Hér gengur þú glapstigu. Um lagasynjun Ólafs Ragnars hefur margt verið ritað og of langt mál í stuttu bloggi að rekja það allt, en heldur þú að forseti hafi synjað fjölmiðlalögum, vegna þess að þjóðahagur hafi verið í húfi? Eða að freklega hafi verið gengið gegn vilja þjóðarinnar? Auðvitað ekki. Þetta var tilraun Ólafs Ragnars til að breyta eðli embættisins og gera það pólitískt gildandi. Sú tilraun mistókst og verður ekki endurtekin af hans hálfu. Í reynd setti hans sig í hlutverk lýðskrumarans. Hins vegar má leiða rök að því að fullbratt hafi verið farið af stað með þau fjölmiðlalög, sem hann synjaði.

Gústaf Níelsson, 4.5.2007 kl. 00:18

14 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þetta er eitt sjónarmið sem ég hef heyrt líka, en mér er svo sama um ástæðuna og fannst flott að það var loksins reynt á þetta. Vegna þess að íhaldið hefði aldrei talað svona eins og þeir gera í dag hefði þetta verið íhaldsdeli. Ég lít á framkvæmdina sjálfa skipta meira máli vegna hlutverk forsetans.

Varðandi Óla sjálfann skil ég vel að þú gagnrýnir, foreldrar mínir sem bæði eru prófessorar voru ekki ánægð þegar hann setti lögbann á verkfall háskóla kennara á sínum tíma, það var í fyrsta skipti sem þeir fóru að berjast fyrir réttindum sínum í háa herrans tíð, og var svo tekið af þeim með 'miðstýringu' má segja. Þess vegna er ég alls ekki eins hrifinn af honum eins og ég læt út fyrir að vera.

Þannig ég er ekki veruleikafirrtur gagnvart Óla, hann er meingallaður, alveg eins og ég og þú, en ég bendi samt á hvaða persóna hann er og ber að geyma, það er allt og sumt. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 4.5.2007 kl. 09:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 588281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband