Um merkann mann

Sálmarnir 22:2-23

261lapassion2 Guð minn, Guð minn, hví hefir þú yfirgefið mig? Ég hrópa, en hjálp mín er fjarlæg. 3 "Guð minn!" hrópa ég um daga, en þú svarar ekki, og um nætur, en ég finn enga fró. 4 Og samt ert þú Hinn heilagi, sá er ríkir uppi yfir lofsöngvum Ísraels. 5 Þér treystu feður vorir, þeir treystu þér, og þú hjálpaðir þeim, 6 til þín hrópuðu þeir, og þeim var bjargað, þér treystu þeir og urðu ekki til skammar. 7 En ég er maðkur og eigi maður, til spotts fyrir menn og fyrirlitinn af lýðnum. 8 Allir þeir er sjá mig gjöra gys að mér, bregða grönum og hrista höfuðið. 9 "Hann fól málefni sitt Drottni. Hann hjálpi honum! hann frelsi hann, því að hann hefir þóknun á honum!" 10 Já, þú leiddir mig fram af móðurlífi, lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar. 11 Til þín var mér varpað frá móðurskauti, frá móðurlífi ert þú Guð minn. 12 Ver eigi fjarri mér, því að neyðin er nærri, og enginn hjálpar. 13 Sterk naut umkringja mig, Basans uxar slá hring um mig. 14 Þeir glenna upp ginið í móti mér sem bráðsólgið, öskrandi ljón. 15 Mér er hellt út sem vatni, og öll bein mín eru gliðnuð sundur; hjarta mitt er sem vax, bráðnað sundur í brjósti mér; 16 gómur minn er þurr sem brenndur leir, og tungan loðir föst í munni mér. Og í duft dauðans leggur þú mig. 17 Því að hundar umkringja mig, hópur illvirkja slær hring um mig, hendur mínar og fætur hafa þeir gegnumstungið. 18 Ég get talið öll mín bein, þeir horfa á og hafa mig að augnagamni, 19 þeir skipta með sér klæðum mínum og kasta hlut um kyrtil minn. 20 En þú, ó Drottinn, ver eigi fjarri! þú styrkur minn, skunda mér til hjálpar, 21 frelsa líf mitt undan sverðinu og sál mína undan hundunum. 22 Frelsa mig úr gini ljónsins, frá hornum vísundarins. Þú hefir bænheyrt mig! 23 Ég vil kunngjöra bræðrum mínum nafn þitt, í söfnuðinum vil ég lofa þig!

Þetta er ljóð úr sálmum Davíðs, er samið löngu fyrir Kristburð, hér ber vitni nákvæm lýsing á krossdauða Jésú, þetta lýsing sem tekur á öllum þeim atburðum sem urðu til við dauða hans. Guðspjöll NT vitna t.d. um 2 versið:

passionMarkúsarguðspjall 15:34
Og á nóni kallaði Jesús hárri röddu: "Elóí, Elóí, lama sabaktaní!" Það þýðir: Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?

Matteusarguðspjall 27:46
Og um nón kallaði Jesús hárri röddu: "Elí, Elí, lama sabaktaní!" Það þýðir: "Guð minn, Guð minn, hví hefur þú yfirgefið mig?" 

Það þekkja flestir þessa sögu, hana má finna í öllum Guðspjöllunum, en málið er: Hvernig gat svo farið að Jésús myndi deyja nákvæmlega eins og lýst er hér ofar?

jesus_crossTilviljun? Ég held ekki, þarna var áætlun Guðs í verki og dýrð hans opinberuð í syni sínum Jésum (Joshua á hebresku). Það líða nokkur þúsund ár á milli þessara atburða, en samt fellur ekki bókstafur úr orðum Guðs.

Orð Guðs sem sveif yfir vötnunum við sköpun heimsins varð á endanum hold. Eins og hugsun verður að töluðu orði, þá varð Jésús fæddur þegar Guð hóf sitt fyrsta orð. Þess vegna er hann hluti af Guði, og er orð hans sem framkvæmir. Ekkert varð til nema fyrir hann. Þekkir þú þetta orð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

þetta er yndislegt hjá þér. Ég bið þér blessunnar eins og alltaf. 

Linda, 1.5.2007 kl. 00:16

2 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Þetta er ljóð úr sálmum Davíðs, er samið löngu fyrir Kristburð, hér ber vitni nákvæm lýsing á krossdauða Jésú, þetta lýsing sem tekur á öllum þeim atburðum sem urðu til við dauða hans."

Til að byrja með er rétt að benda á að þessi sálmur er alls ekki spádómur!

Síðan er auðvitað vert að hafa í huga að höfundar guðspjallanna þekktu líklega vel til sálmanna og höfðu þá jafnvel fyrir framan nefið á sér þegar þeir skrifuðu guðspjöllin. Loks vitum við að höfundarnir litu á Gt sem bók um Jesú, að þar væru mikið af "földum" vísunum í Jesú (frábært dæmi er "spádómurinn" (í Hósea 11:1 ef ég man rétt) sem höfundur Matteusarguðspjalls lætur rætast við brottför Jesú úr 
Egyptalandi). 

Naglinn í líkkistu þessarar kenningar þinnar er síðan sú staðreynd að sjaldgæf orð í LXX þýðingunni á þessum sálmi koma fram í guðspjöllununum. Tilviljun?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.5.2007 kl. 05:22

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Jesú var mikill andlegur leiðtogi og sannaði það fyrir heiminum að hann lifir áfram á meðal okkar þó hann endi sína jarðvist sem maður. 

Ef litið er til læknavísindanna þá er sagt þar að upplifa ofþornun á líkama sínum sé svo kvalafull að vart finnist annar verri dauði.  Því er það ekki skrítið að Kristur hafi tekið út kvalir á krossinum.  Hann vissi um spádóminn og það kemur fram í biblíunni að hann vildi uppfylla hann, svo þess vegna er ekki skrítið þó hann hafi fylgt honum.

Það er vitað mál að biblían var ekki skráð jafnhliða atburðum, heldur líkt og Íslendingasögurnar og vel líklegt að þau rit beri blæ af sínum skrásetjurum og þeim tíðaanda sem þá ríkti. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 1.5.2007 kl. 07:20

4 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Linda, Guð blessi þig líka.

Ester, ég þakka frábært innlegg og er sammála þessu sem þú bendir á.

Hjalti, afhverju er það að þú býst við því versta úr mönnum? Því þessi beiskja útí fagnaðarerindið? Þú heldur því fram með þínum orðum að höfundar guðspjallanna hafi skrifað þau sem skáldsögu með GT til hliðsjónar. Auk þess tekur þú dæmi sem styður kenningu mína, Guð vissi um grimmd Herods konungs þess vegna kallaði hann son sinn úr eygyptalandi. Það var t.d. til annar spádómur sem varð til þess að svona fór:

Matteusarguðspjall 2:18
Rödd heyrðist í Rama, grátur og kveinstafir miklir, Rakel grætur börnin sín og vill ekki huggast láta, því að þau eru ekki framar lífs.

Kenning þín Hjalti Rúnar er úr lausu lofti gripinn. Það er til miklu fleiri heimildir sem styðja fagnaðarerindið en því sem þú heldur fram.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.5.2007 kl. 11:20

5 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Hjalti, afhverju er það að þú býst við því versta úr mönnum?"

Hvað áttu við með þessu?

"Því þessi beiskja útí fagnaðarerindið?"

Sama hér. Af hverju heldurðu að ég sé "beiskur útí fagnaðarerindið"?

"Þú heldur því fram með þínum orðum að höfundar guðspjallanna hafi skrifað þau sem skáldsögu með GT til hliðsjónar."

Það fer eftir því hvað þú átt við með orðinu "skáldsögu". Ég held að þeir hafi talið sig geta fundið huldar lýsingar (jafnvel spádóma) um Jesú sem þeir töldu að guð hefði falið í textanum. Þeir bjuggu til ýmis atriði í guðspjöllunum vegna þessarar skoðunar. Ekkert óheiðarlegt við það.

"Auk þess tekur þú dæmi sem styður kenningu mína, Guð vissi um grimmd Herods konungs þess vegna kallaði hann son sinn úr [E]ygyptalandi. "

Já, hefurðu lesið Hósea 11:1 og 2?

Þegar Ísrael var ungur, fékk ég ást á honum, og frá Egyptalandi kallaði ég son minn. Þegar ég kallaði á þá, fóru þeir burt frá mér. Þeir færðu Baölunum sláturfórnir og skurðgoðunum reykelsisfórnir.

Er þetta spádómur um Jesú?

"Það var t.d. til annar spádómur sem varð til þess að svona fór:"

Hvað í ósköpunum á þessi spádómur að spá um? Hefurðu lesið upprunalega samhengið?

"Kenning þín Hjalti Rúnar er úr lausu lofti gripinn. Það er til miklu fleiri heimildir sem styðja fagnaðarerindið en því sem þú heldur fram."

Komdu þá með gagnrýni á þessa kenningu "mína". Hvaða heimildir ertu að tala um?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.5.2007 kl. 18:39

6 Smámynd: halkatla

flott

halkatla, 1.5.2007 kl. 19:08

7 Smámynd: Linda

ef ég má benda á þetta.

 A panel of scientists with the American Scientific Affiliation goes on record as saying that the chances that one man could fulfill just 8 of the nearly 300 predictions pointing to the Messiah is one in 100,000,000,000,000,000. Truly it can be no other then Jesus of Nazareth.

Hvernig reiknast þér þetta Hjalti..!  Enn auðvitað máttu vera trúlaus, enn ég vildi að svo væri ekki. þú mátt eiga það, að þrátt fyrir afstöðu þína þá hef ekki séð þig vera með skæting í garð trúaðra eða haturorð. Þakka þér það. Það er ekki hægt að segja um alla.

Ég bið þér blessunar.

Linda, 1.5.2007 kl. 19:12

8 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

"Hvernig reiknast þér þetta Hjalti..!"

Þetta segir mér það að maður eigi ekki að trúa öllu sem maður les á netinu. Eða gætirðu vísað mér á hvar þetta kemur fram. Eða það sem væri enn betra, gætirðu rökstutt þetta?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 1.5.2007 kl. 19:16

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjalti Rúnar Ómarsson,
Spurning #1:
Þú segir:
Hvað áttu við með þessu?

"Því þessi beiskja útí fagnaðarerindið?"

Mér er ljúft að svara þessari spurningu.
Í fyrsta lagi ert þú í stjórn samtaka sem gera útá að tala gegn allt sem heitir kristindómur.

Heimild: vantrú.is
Slóð: http://www.vantru.is/um_vantru.shtml

“Vantrú er fámennur félagsskapur með stóra drauma. Okkur dreymir um að þýða og gefa út bækur, fá til okkar erlenda fyrirlesara og framleiða efni í fjölmiðla. Öll fjárframlög eru því vel þegin.
Stjórn Vantrúar:
•Matthías Ásgeirsson formaður
•Gyða Ásmundsdóttir gjaldkeri
•Hjalti Rúnar Ómarsson ritari
•Eygló Traustadóttir meðstjórnandi
•Birgir Baldursson meðstjórnandi “

Slagorð ykkar “Trú er ekkert svar”, segir allt sem í raun segja þarf. Þess vegna ásakaði þig um beiskju gagnvart fagnaðarerindinu.

Þið birtið greinar eins og:

Hvor drap fleira fólk í biblíunni?
(nýjast 01.05. kl: 18:11)
Geðveikislegur skrípaleikur
(nýjast 01.05. kl: 17:04)
Raðmorðinginn guð - annar hluti
(nýjast 01.05. kl: 14:42)
Hugleiðingar um rökræður III - siðferði blindrar trúar
(nýjast 01.05. kl: 02:57)
Þukl gegn greiðslu - Bowentækni
(nýjast 01.05. kl: 00:24)
Krísa kirkjunnar manna
(nýjast 30.04. kl: 23:19)
Séra Geir Waage um hjónabönd samkynheigðra
(nýjast 29.04. kl: 09:02)
Kirkja og kredda
(nýjast 28.04. kl: 13:06)

Segir þetta ekki allt sem segja þarf? Öll starfsemi ykkar og þar á meðal þinnar byggir á hatri á eitt trúarbragð sem þið leggjið óspart í einelti, það þýðir ekki að segja mér að þetta sé bara kristni sem um ræðir því vefurinn ykkar sannar sig sjálfur.
Þannig já, ég spyr þig enn á ný, afhverju stafar þessi beiskja þín og þinna félaga hjá vantrú? Hver var það sem steig á litlu tánna á ykkur til þess að þið stofnið slík samtök? Ég er ekki að ráðast á þig Hjalti heldur er ég að spyrja af forvitni og er að bera rök fyrir spurningu þinni.

Spurning #2:
Þú segir:
Það fer eftir því hvað þú átt við með orðinu "skáldsögu". Ég held að þeir hafi talið sig geta fundið huldar lýsingar (jafnvel spádóma) um Jesú sem þeir töldu að guð hefði falið í textanum. Þeir bjuggu til ýmis atriði í guðspjöllunum vegna þessarar skoðunar. Ekkert óheiðarlegt við það.

Hvernig veist þú þetta? Hvernig getur þú fullyrt um slíkt, jafnvel ég myndi ekki ganga svo langt. En trú snýst ekki um fræðimennsku og bækur, heldur innri sannfæringu og frið. Sönn trú snýst um að trúa á orð Guðs, sannur Guðsótti er að trúa að það séu afleiðingar að snúast gegn Guði. Þess vegna vil ég ekki fullyrða hvað gerðist þegar postularnir sömdu Guðspjöllin, en ég trúi að Guðs andi hafi leitt þá og opinberað sannleikann í gegnum þá. Það er bara mín einfalda skoðun.

Spurning #3:
Þú segir:
Já, hefurðu lesið Hósea 11:1 og 2?

Þegar Ísrael var ungur, fékk ég ást á honum, og frá Egyptalandi kallaði ég son minn. Þegar ég kallaði á þá, fóru þeir burt frá mér. Þeir færðu Baölunum sláturfórnir og skurðgoðunum reykelsisfórnir.

Er þetta spádómur um Jesú?

Ég skil reyndar ekki afhverju þú vitnar í þetta sem styður mitt mál enn betur, þetta er spádómur um Jésú og ég skil hann sem slíkann, ég sé ekkert að þessu versi. Ef þú ert að meina að Guð hafi oft sagt: “Son minn Ísreal”, þá er það rétt, hann sagði það oft. En ég endurtek, heilagur andi opinberaði höfundum Guðspjallanna mikla leyndardóma, ég er svo einfaldur að trúa á kraft hins heilaga anda Guðs.

Spurning #4:
Ég segi:
"Það var t.d. til annar spádómur sem varð til þess að svona fór:"
Þú segir:
Hvað í ósköpunum á þessi spádómur að spá um? Hefurðu lesið upprunalega samhengið?
Þú ert meiri bókstafstrúarmaður en ég ef þú sérð ekki samhengið í þessu, en og aftur hefur andi Guðs opinberað hulinn leydarmál til lærisveina sinna.

Spurning #4:
Þú segir:
Komdu þá með gagnrýni á þessa kenningu "mína". Hvaða heimildir ertu að tala um?

Þessu get ég ekki svarað, því ég veit aðeins að þinn boðskapur gengur útá það að Guð sé ekki til. Það er persónuleg upplifun hvers og eins fyrir sig og ákvörðun hvers og eins fyrir sig. En ef þú vilt að ég fari heimildir get ég reynt það, ég sé bara ekki tilganginn með því að þessu sinni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.5.2007 kl. 00:47

10 Smámynd: Linda

Hjalti, ég ætlast til að þú afsannir þennan reikning sem ég benti þér á.  Þ.a.s. ef þú treystir þér í það.  Annars þarf ekkert reikni séní til þess að átta sig á likunum að einvher mannlegur maður hefði uppfillt spádómana af ásettu ráði  íhugaðu töluna "300 spádómar" farðu svo út og reyndu að uppfilla hana til þess að sína vantrú þína obinberlega. Jesú var og er sá sem spáð var um í gegnu um aldirnar, þú hefur ekki ekki visku til þess að skilja þetta, enda fáum við ekki skilið nema að við trúum. Kveðja til þín, og aftur takk að koma fram málefnalega hér og ekki með skæting. 

Linda, 2.5.2007 kl. 01:30

11 Smámynd: Linda

afskaði.." þú hefur ekki trú eða visku" átti þetta að vera hér fyrir ofan.

Linda, 2.5.2007 kl. 01:32

12 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Guðsteinn:

Takk fyrir að koma með þetat svar, hins vegar vantar svarið við fyrstu spurningu minni, ég spurði: Hvað áttu við með því að ég "[búist] alltaf við því versta úr mönnum"?

Spurning #1:

Það er rétt að ég er í Vantrú (og stjórninni eins og þú bendir á) og að á Vantrú.is eru trúarbrögð og önnur yfirnáttúrutrú gagnrýnd. Vegna stöðu kristni á Íslandi er hún mest gagnrýnd, alls konar skottulækningar eru næst mest gagnrýndar (sbr greinina um Bowen-tækni í tilvitnuninni).

Ég tel einfaldlega að kristni sé ósönn og ekki góð. Ég vil benda fólki á það, enda vildi ég að aðrir bentu mér á það ef ég væri haldinn einhverri svakalegri ranghugmynd. Hvaða beiskju ertu að tala um?

Spurning #2:

"Hvernig veist þú þetta?" Ég veit þetta ekki, ég sagðist halda þetta. 
Margt bendir meira að segja að þetta sé satt, sbr fræga dæmið þar
sem höfundur Mt "tvöfaldar" asnann.

Spurning #3:

"Ég skil reyndar ekki afhverju þú vitnar í þetta sem styður mitt mál enn betur, þetta er spádómur um Jésú og ég skil hann sem slíkann, ég sé ekkert að þessu versi."

Ef við skoðum versin sjáum við að....

1. "sonurinn" er þjóðin Ísrael og kallið úr Egyptalandi vísar til 
brottfarar Ísraels úr Egyptalandi.  (sbr líka að vers 2 byrjar á "Þegar ég kallaði á þá...")
2. allar sagnirnar eru í þátíð, ætti maður ekki að nota framtíð þegar maður spáir um framtíðina? 

Spurning #4:

"Þú ert meiri bókstafstrúarmaður en ég ef þú sérð ekki samhengið í þessu, en og aftur hefur andi Guðs opinberað hulinn leydarmál til lærisveina sinna."

Hvað áttu við með því að ég sé bókstafstrúarmaður ef ég sé þetta ekki? Hvað áttu við með því að þetta sé "hulið leyndarmál"? Ef þú heldur því fram að þarna sé um "hulið leyndarmál" um Jesús að ræða sem sést ekki nema með hjálpar guðs, þá er það einmitt svona sem ég held að höfudnar guðspjallana skildu þessa "spádóma".

Spurning #5:

Smá misskilningur. Ég hélt að með orðunum "kenning þín" værirðu að vísa til álits míns á eðli meintra spádóma sem þú heldur að Jesús hafi uppfyllt. Ekki álit mitt á tilvist guðs.

-*-*-

Henry:

Ertu að tala um mig í þessari athugasemd þinni? Sé ég ekki einhverjar líkingar og eitthvað samhengi?

-*-*-

Linda:

"Hjalti, ég ætlast til að þú afsannir þennan reikning sem ég benti þér á. "

Linda, hvernig á ég að afsanna þetta, þetta er algjörlega órökstudd þjóðsaga á internetinu.

"íhugaðu töluna "300 spádómar""

Hvaða 300 spádóma ertu að vísa til?

"Kveðja til þín, og aftur takk að koma fram málefnalega hér og ekki með skæting. "

Takk, reyni mitt besta


Hjalti Rúnar Ómarsson, 2.5.2007 kl. 01:57

13 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Bara ein spurning, fer enginn að sofa lengur á kristilegum tíma? Þið eruð öll að svara á miðri nóttu !! hehehehe ...

Linda ég þakka góð innlegg.

Henry ég skil nákvæmlega hvað þú átt við og tek undir þín orð og þakka góðan stuðning eins og alltaf, það er gott að eiga samherja sem þig. 

Eitt máttu eiga Hjalti Rúnar, eins og Linda benti réttilega á, þá ertu með góð og málefnanleg svör, það er gaman að kíta við sem menn sem taka sig ekki of hátíðlega. Þú ert ágætur Hjalti, þótt við séum ósammála þá ertu alltaf velkominn hér að gera athugasemdir, því ég sé það nú og treysti, að þú ert ekki með neitt skítkast heldur notar rök og enginn rök fara í taugarnar á þér, eins og hjá mér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 2.5.2007 kl. 09:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband