10 góðar ástæður til þess að kjósa EKKI Sjálfgræðisflokkinn?

  1. Ójöfnuður hefur aldrei verið meiri í launamálum kynjanna.
  2. Þrátt fyrir hagsæld og kaupmátt er Ísland ennþá með þeim dýrustu löndum í heimi til þess að búa í.
  3. Þeir hafa einblínt á einstaklingshyggjuna og látið félagshyggjuna um garð ganga.
  4. Þeir vilja gera allt sjálfbært og einstaklingurinn geti gert sem mest sjálfur, en hvað með öryrkja, sjúklinga, gamalmenni og einstæðaforeldra? Allt þetta fólk þarf félagslega aðstoð og því er verið útrýma með einkavinavæðingunni. Að einkavæða á rétt á sér í sumu, en það á ekki heima í málefnum heilbrigðisþjónustunar eins og ég hef heyrt suma sjálfgræðismenn lýsa yfir.
  5. Örykjar þurfa að kæra til þess að fá sínum málefnum framgengt.
  6. Landflóttinn til Reykjavíkur heldur áfram, vegna mikils launamisréttis þar sem fólk á landsbyggðinni fær mun lærri laun fyrir sambærileg störf í borginni. Einnig finnst mér rangt að fólk á landsbyggðinni borgi sama fasteignaskatt og Reykjavíkurbúar, það segir sjálft að þegar landsbyggðar fólk hefur lægri laun, þá ræður það ekki eins vel við að borga þessa háu skatta. Raforkuverð er líka eitthvað sem er alltof hátt, stundum vegna staðsettningar, en þetta er samt atriði sem þarf að skoða.  Sömuleiðis hafa karlmenn mun hærri laun á landsbyggðinni, Guð má vita afhverju en þetta er vandi sem þarf að leysa, og mun leysast með afnámi launaleyndar.
  7. Konum er ennþá mismunað og fá ekki þær stöður/störf sem þær eiga skilið, eru oft hæfari og betri umsækjendur en fá ekki neitt sökum kynferðis.
  8. Endalaus þennslu valdandi stóriðja er enginn lausn, það eru til margar aðrar atvinnugreinar sem má leggja áherslu á.
  9. Tannvernd barna er orðinn stór vandi, árið 1998 var lögð niður skólatannlækningar sem varð þess valdandi að tannheilsunni hrakaði, þetta þarf alvarlega að endurskoða.
  10. Lítið sem ekkert hefur verið gert í forvarnarstarfi vegna eiturlyfjavandans, þetta þarf að stór auka.

En ofangreint er bara mín skoðun og ég skora á fólk að horfa í hjarta sitt og leyfa öðrum að komast að. Hræðslu áróður íhaldsmanna að vinstri sjórn boði skattahækkanir og óráðssíu eru hluti af fortíðinni. Það er árið 2007 og nýtt fólk með nýjum áherslum. Þessi gamla lumma þeirra átti kannski við fyrir 20 árum, en ég endurtek, það er 2007 núna !


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með 40% fylgi samkvæmt könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

"Hræðslu áróður íhaldsmanna að vinstri sjórn boði skattahækkanir og óráðssíu eru hluti af fortíðinni. Það er árið 2007 og nýtt fólk með nýjum áherslum. Þessi gamla lumma þeirra átti kannski við fyrir 20 árum, en ég endurtek, það er 2007 núna !"

Eitt orð vinur, R-listinn!

Hjörtur J. Guðmundsson, 29.4.2007 kl. 13:36

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góð samantekt hjá þér Guðsteinn minn.  Satt og rétt allt saman. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.4.2007 kl. 15:14

3 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

R listinn það er málið og konu forsætisráðherrastólinn.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 29.4.2007 kl. 17:00

4 identicon

Vitna bara í vinkonu mína sem sagði: 

Þó gangi nú svona og svona
Þá sannlega trúi og vona
að þjóð hafi þor
og síðar í vor
verði forsetisráðherrann kona

Höf: Sigurlaug Kristín

ÞÞ (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 18:30

5 Smámynd: Svartinaggur

"...og konu forsætisráðherrastólinn." Setningar á borð við þessa finnast mér með þeim heimskustu sem ég hef heyrt (lesið) á ævinni. Að kona eigi að fá tiltekna stöðu AF ÞVÍ AÐ hún er kona!

Svartinaggur, 29.4.2007 kl. 19:10

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Hjörtur. R-listinn já, er það einu sem þú getur komið með? Ég þarf virkilega að minna á þá sægreifa og kvótakónga sem eiga öll tök í sjálfgræðisfl. R-listinn átti sína kosti og galla, hann var vissulega spilltur að vissu leiti, en þeir hafa ekki tærnar þar sem kvótakóngar sjálfgræðis/framsóknarflokks (sami flokkurinn) hafa. Og hvað var að R-listanum, ég sá ekki betur en að þín ríkisstjórn væri ekkert betri í að skipta um menn og ráðherra. Við erum að minnsta kosti kominn með 3 forsætisráðherra á einu kjörtímabili.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.4.2007 kl. 20:05

7 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ásthildur takk fyrir innlitið og hrósið, við söndum saman að berjast gegn óréttletis einstaklingshyggju stefnu sjálfgræðisflokksins.

Auk þess væri ekkert að því að fá konu sem forsætisráðherra svo lengi sem hún er til þess hæf, þess vegna skil ég skil rök Svartanaggs og eru þau góð og gild. Enginn á bara að fá eitthvað starf útá kynferðið eitt og sér. Það eru hæfileikar og persónan sem skiptir máli, ekki bara kynferið eitt og sér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.4.2007 kl. 20:09

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

ÞÞ, eða þú sem varst með ljóðið, takk fyrir það - mér fannst það virkilega töff ! 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 29.4.2007 kl. 20:10

9 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, margt má setja út á Sjallan, líkt og alla hina. En ég er ei sammála með atriði númer eitt. Við vitum að laun kvenna eru um 70% af launum karla á Íslandi ÞEGAR EKKI ER MIÐAÐ VIÐ MENNTUN EÐA VINNUFRAMLAG. Hvorki þú né ég höfum hugmynd um hver launamunurinn er raunverulega, ef hann er þá nokkur - enda eiga laun að vera samningsatriði milli vinnuveitanda og launþega. Ég er líka nokkuð viss um að þú getur ekki nefnt mér eitt fyrirtæki sem borgar konum lægri laun er körlum fyrir sömu vinnu.

Varðandi fasteignaskattana, þá eru þeir ekki þeir sömu á landsbyggðinni og í höfuðborginni, vegna þess að húsnæði er ódýrara úti á landi en á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Atriði númer átta - jú, það má leggja áherslu á margt annað en stóriðju, en það er ekki þar með sagt að það eigi að sleppa henni algerlega. Það er alveg hægt að hafa ferðamannaiðnað, stóriðju, listamenn og hvaðeina í sama landinu.

Varðandi tíunda lið, þá er þetta hreinlega ekki allskostar rétt - sérsveit Ríkislögreglustjóra hefur staðið sig stórvel í baráttunni við fíkniefnainnflytjendur - sama sérsveit og varð til þess að dómsmálaráðherra hefur verið kallaður öllum illum nöfnum af andstæðingum sínum. Mun betur má þó ef duga skal.

Varðandi R-listann, þá skal ekki reyna að gera lítið úr klúðri, óráðsíu og skuldasöfnun (skuldir borgarinnar aðeins nítjánfölduðust á áratug). Bara dæmi eins og Lína.net, sem kostaði okkur borgarbúa einhverja fjóra milljarða - jú, spillingin jafnaðist á við það sem best gerist annarsstaðar.

Ingvar Valgeirsson, 29.4.2007 kl. 20:51

10 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég hef ekki fengið neina bittlinga hjá Sjálfræðisflokknum þess vegna ætla ég ekki að kjósa hann.

Björn Heiðdal, 29.4.2007 kl. 21:38

11 identicon

Sæll Guðsteinn. Ég hnaut um fyrsta liðinn:

„1. Ójöfnuður hefur aldrei verið meiri í launamálum kynjanna.“

Áttu við að minni launamunur hafi verið á kynjunum árið 1950?

Oddgeir Einarsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 21:40

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það er alveg ferlega erfitt að ákveða sig fyrir þessar kosningar ég myndi kjósa Samfylkinguna ef þeir væru ekki með þetta Evrópusambandskjaftæði. þannig að vinstri grænir og sjálfstæðis flokkurinn eru í skoðun hjá mér, ugla sat á kvisti....................

Guðrún Sæmundsdóttir, 29.4.2007 kl. 21:50

13 identicon

Voðalega verð ég feginn þegar að kosningum er lokið og Sjálfstæðisflokkurinn vinnur yfirburðarsigur...

Einar Örn Ólafsson (IP-tala skráð) 29.4.2007 kl. 22:20

14 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Sæll Guðsteinn Haukur!

Það er mikið til í þessu hjá þér, sem þú segir um sjallana.  Þeir eru einstaklingsinnaðir og vilja einkavæða allt.  Síðan í þokkabót eru þeir auðmannadýrkendur og taka þar af leiðandi auðgildið ofar en manngildið.

Ég hvet fólk til að kjósa framsóknarflokkinn í komandi kostningum.  Árangur áfram ekkert stopp.  X- B

Kveðja góð!

Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 29.4.2007 kl. 23:22

15 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Aha - gleymdi einu, Haukur. Mig langaði bara að benda á að ALLIR aðrir flokkar en Sjálfstæðisflokkurinn vilja taka upp stjórnmálasamband við Palestínu. Myndi það gleðja þig?

Annars vil ég benda á að það á að segja "Sjálfgræðingsflokkurinn" en ekki "Sjálfgræðisflokkurinn". Þessi útúrsnúningur kom fyrst fram í Útvarpi Matthildi hér um árið og skilst mér að höfundur útúrsnúningsins hafi verið sjálfur Davíð Oddsson.

Ingvar Valgeirsson, 30.4.2007 kl. 10:05

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm við stöndum saman að því að reyna allt til að fella þessa ríkisstjórn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.4.2007 kl. 11:59

17 Smámynd: Linda

Invar,,er það virkilegt..hvað gengur fólki til..Ég get ekki kostið neitt, sjálfstæðisflokkurinn er ekki vinur þeirra sem minna mega sín. ´Hvað er þá til taks...Þetta er ekki gott. ÉG MUN EKKI KJÓSA FLOKK SEM VILL STJÓRNARSAMTARFS VIÐ HRYÐJUVERKA SAMTÖK. ..au au auk..

Linda, 30.4.2007 kl. 19:01

18 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ingvar, á hverju ári eru birtar skattaskýrslur "skattakónganna" og í þeim má sjá þann mikla launamun á körlum og konum. En það sem ég er að tala fyrir er að efnema launaleynd, með því verður þetta vandamál úr sögunni.

Ég vil heldur ekki sleppa stóriðju, en ég vil hvíla hana, það er nóg komið af slíkum framkvæmdum, mér þykir vænt um landið mitt og náttúru, það er skömm að sjá að sú ósnortna náttúra sem Ísland geymir sé sökkt niður og eyðilögð vegna peningagræðgis. Farðu bara til evrópu eða bandaríkjanna, þar er varla til neitt lengur sem heitir ósnortinn náttúra.

Ef lögreglan stendur sig svona vel að ná eiturlyfjasölum, hvers vegna er ráðist á gamalmenni um hábjartan dag? Menn í hjólastólum eru barðir og rændir. Lögreglan telur það betra að taka blökkustúlku og henda henni naktri í steininn og gera gys að henni. Já, lögreglan hefur svo sannarlega tekið rétta fólkið og staðið sig vel!

Varðandi R-listann, gleymdu ekki við hverju þeir tóku þegar R-listinn byrjaði, skuldirnar og óráðssían var ekki skömminni skárri en það sem þú ásakar vinstrimenn um.  

Guðrún, það segir sig sjálft hverja við hinir trúuðu eigum ekki að kjósa, ekki nema þú viljir kjósa flokk sem eltir duttlunga mammóns. Bara ALLT nema sjallanna.

Kristján, ég ber þér barráttukveðjur fyrir flokk sem er í útrýmingarhættu.

Oddgeor, sættu þig bara við staðreyndir. Það eru konur sem segja þessa sögu sem þekkja til, þetta er jú nánast komið á 1950 stigið aftur.

Ásthildur, ég þakka hlý orð og mun reyna mitt besta til þess að koma boðskapnum á framfæri.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 1.5.2007 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 588281

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband