Skynsemi ræður ríkjum !

Ég var mjög feginn að sjá þessa frétt, með fullri virðingu fyrir samkynmhneigðum þá gengur þetta þvert á kristinnboðskap og gildi. Þetta atriði hefur haldið aftur af mér lengi við að ganga aftur í þjóðkirkjuna, þetta kemur eflaust mörgum af mínum vinum á óvart, en ég segi það hér og nú, ég er genginn aftur í hana !!

 Smile  W00t   Wizard Loksins hef ég fundið mér samfélag sem ég er nokkurn veginn sáttur við.


mbl.is Tillaga um hjónavígslu samkynhneigðra felld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sjálfsagt að trúfélög fái að hafa eigin stefnur án afskipta ríkisvaldsins. Hinsvegar er ekki sjálfsagt að hafa Þjóðkirkju í landi sem á að hafa trúfrelsi, einkavæða hana sem fyrst!

Markaðslögmálin eiga að gilda með trúfélög eins og allt annað. Samkynhneigðir geta gengið í trúfélög sem blessa hjónabönd samkynhneigðra í stað þess að krefjast þess að þau geri það öll.   

Geiri (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:24

2 identicon

Það er ágætt að þú hafir fundið trúna á bálkninu á ný. En ég hef sem hommi gengið úr þjóðkirkjunni vegna þessa og er henni reiður fyrir að koma í veg fyrir að önnur trúfélög fái þennan rétt hér í síðasta sumar. Það er ekki þjóðkirkjunnar að ákveða hvað Búddistar eða Ásatrúamenn eða yfirhöfuð aðrir Kristnir söfnuðir gera. Ég er líka hálfpirraður yfir því að þeir prestar sem vilja að þetta verði leyft geri ekki eitthvað drastískara í málunum. Ekki skil ég vilja þeirra til að vinna fyrir þetta peningaplokkandi stórfyrirtæki.

Kári Emil (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kári, mín skoðun er sú að hver kirkja eigi að ákveða þetta fyrir sig. Ein kirkja á ekki að ráða þessu og þess vegna hef ég ákveðið þetta. Ég get haft meiri áhrif innanborðs en einhver rödd hrópandi í eyðimörkinni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 18:10

4 Smámynd: Linda

Ég hef ekki sagt mig úr þjókirkjunni, enn ég vissi það að ef þetta hefði farið í átt að vilja samkynhneigða og hagsmuna samtaka sem tengjast þeim málefnum hefði ég skráð mig út.

Kári, ég bið þér blessunar og friðar.  Trúin okkar er mikilfenglegt og yndisleg hún gefur skýr boð og bönn, við reynum að flygja þeim eftir dags daglega og okkur gegnur misjafnlega vel. Enn við megum ekki afneita orðinu eða því sem þar stendur.  Þetta þýðir ekki að kristið fólk hati samkynhneigða alls ekki ekki frekar enn þið ættuð að hata kristið fólk. Hvert sem samkynhneigðir færu í kirkju væru þeir velkomnir (eða ættu að vera það ef kikjan er samkvæm orðinu) Enn gifting er ekki í boði af því við verðum að vera samkvæm orðinu.

Það er fullt af syndugu fólki í kirkjum og samkomu húsum landsins, og sem betur fer erum við velkomin þrátt fyrir það, þetta á líka við samkynhneigða. 

En spurðu sjálfan þig, ef þeir sem vilja gefa ykkur saman hafa ekki slitið sig úr þjóðkirkjunni hvað er málið þá?  Þeir sem leita af Guði munu finna hann og HEILAGUR ANDI   MUN LÆÐA ÞÁ FRAM Í ORÐINU.

Guð blessi þig, og ekki hlusta á það fólk sem segir að við hötum ykkur því það er algjör firra, við hötum syndina hvor sem hún er í ykkur eða okkur sjálfum.

Linda, 25.4.2007 kl. 18:19

5 Smámynd: halkatla

mér finnst líka að söfnuðir eigi að sjálfsögðu að fá að ráða þessu sjálfir, og helst einstaka prestar þjóðkirkjunnar ef því er að skipta. En hér talar frjálslyndi heiðinginn í mér

Guðfræðilega séð finnst mér þó mjög gott að þetta fór svona hjá þjóðkirkjunni og samgleðst ég ykkur mjög það er gott ef í hana gengur sem mest af góðu fólki sem tekur trú sína alvarlega.  

halkatla, 25.4.2007 kl. 19:36

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Anna Karen, söfnuðurnir eiga að vera sjálfráða í þessu, það er þeirra eigin ákvörðun og dómur um hver afstaðan er. Auk þess er ég að þessu á fræðilegum grundvelli til varnar Guðs orðs, ekki til þess að leggja samkynhneigða í einelti. Þetta er bara mín sannfæring og trúarskoðun, ekkert annað.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 20:24

7 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, fyrst sumum trúfélögum er frjálst að afneita Guðdómi Jesú og banna blóðgjafir þá finnst mér "smámál" eins og hvers kyns maki einhvers er ekki vera þess eðlis að eitthvað allsherjarbann eigi að gilda yfir svoleiðis. Menn hafa verið ósammála um stærri atriði án þess að fara í hár saman.

Ingvar Valgeirsson, 25.4.2007 kl. 20:34

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Einmitt Ingvar.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 20:37

9 identicon

Eina skiptið sem talað er um blátt bann gegn samkynhneigð karla, og ég tek það sérstaklega fram því að í Biblíunni er hvergi minnst á samkynhneigð kvenna, er í Rómverjabréfi Páls postula og þar er líklega sérstaklega átt við þann sið Rómverja að nota unga drengi í kynferðislegum tilgangi. Þó svo að svo sé ekki og að Páll, fyrir um 2000 árum hafi verið að tala almennt um samkynhneigð, get ég ekki séð að það segi neitt. Páll var ekki frelsarinn. Jesús var frelsarinn.  Og ekki reyna að segja mér að Levítalögin séu nokkuð sem einhver kristinn einstaklingur fari eftir. Það hafa allir klæðst pólýester og denim gallabuxum á sama tíma á ævinni eða komið við konu á blæðingum. Biblían segir ekkert um að samkynhneigð sé synd. Ég kann ekki að meta það þegar því er haldið fram. Þó svo að þessi 4000-2000 ára gamla bók hafi ekki nákvæmar leiðbeiningar um hjónavígslu samkynhneigðra segir það lítið um gildi þeirra. Biblían talar heldur ekki um einstæðar mæður, tannlækningar, skurðlækningar, blóðgjafir, fjölda frjálsra sæta í himnaríki, hvers konar tónlist á að hlusta á eða hvort gallabuxur og íþróttabuxur flokkast sem kvenmanns- eða karlmannsföt eða bæði. Biblían er ófullkomin, því miður. Hins vegar talar hún um fjölarma skrímsli með fullt af augum, mann sem gengur á vatni og breytir vatni í vín, mann sem stöðvar risastórt flóð, konu sem lifði í yfir... hvað var það... 500 ár..., að allir menn séu komnir af tveimur manneskjum og sömuleiðis allir milljarðar dýrategunda jarðarinnar. Því miður er ekki hægt að taka þessa bók alvarlega.

Kári Emil (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 22:32

10 identicon

Eina skiptið sem talað er um blátt bann gegn samkynhneigð karla, og ég tek það sérstaklega fram því að í Biblíunni er hvergi minnst á samkynhneigð kvenna, er í Rómverjabréfi Páls postula og þar er líklega sérstaklega átt við þann sið Rómverja að nota unga drengi í kynferðislegum tilgangi. Þó svo að svo sé ekki og að Páll, fyrir um 2000 árum hafi verið að tala almennt um samkynhneigð, get ég ekki séð að það segi neitt. Páll var ekki frelsarinn. Jesús var frelsarinn.  Og ekki reyna að segja mér að Levítalögin séu nokkuð sem einhver kristinn einstaklingur fari eftir. Það hafa allir klæðst pólýester og denim gallabuxum á sama tíma á ævinni eða komið við konu á blæðingum. Biblían segir ekkert um að samkynhneigð sé synd. Ég kann ekki að meta það þegar því er haldið fram. Þó svo að þessi 4000-2000 ára gamla bók hafi ekki nákvæmar leiðbeiningar um hjónavígslu samkynhneigðra segir það lítið um gildi þeirra. Biblían talar heldur ekki um einstæðar mæður, tannlækningar, skurðlækningar, blóðgjafir, fjölda frjálsra sæta í himnaríki, hvers konar tónlist á að hlusta á eða hvort gallabuxur og íþróttabuxur flokkast sem kvenmanns- eða karlmannsföt eða bæði. Biblían er ófullkomin, því miður. Hins vegar talar hún um fjölarma skrímsli með fullt af augum, mann sem gengur á vatni og breytir vatni í vín, mann sem stöðvar risastórt flóð, konu sem lifði í yfir... hvað var það... 500 ár..., að allir menn séu komnir af tveimur manneskjum og sömuleiðis allir milljarðar dýrategunda jarðarinnar. Því miður er ekki hægt að taka þessa bók alvarlega.

Kári Emil (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 22:33

11 identicon

Ég biðst afsökunar ef ég hljóma of harkalegur. Ég er að reyna að vera málefnalegur, mér er bara mikið niðri fyrir.

Kári Emil (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 22:38

12 identicon

Mér finnst í hæsta máta óeðlilegt að kirkjan, sem ríkisrekin stofnun, (sem er í fyrsta lagi út í hött) geti sniðgengið lögbundin réttindi samkynhneigðra (að þeir eigi að njóta nákvæmlega sömu réttinda og aðrir). Á meðan skattborgarar borga menntun þeirra og laun ættu prestar bara að hunskast til þess að gefa saman í hjónaband alla þá sem það vilja, samkynhneigða jafnt sem aðra.

Ef kirkjan væri sjálfstæð stofnun, aðskilin frá ríkinu, gæti ég ekki kvartað yfir því ef þeir neituðu að giftu samkynhneigða en ég myndi klárlega bera minni virðingu fyrir þeim fyrir vikið (frá núlli og niður þ.e.)

Bogi Brimir Árnason (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 23:21

13 identicon

Já það er fyndið að aldrei er minnst á lessur, það er eins og þær séu ekki til og það segir mér að kirkjan hafi sett þetta inn vegna þess að munkar/prestar sóttu svo mikið í kakóið vegna þess að þeir gátu ekki legið með konum.

Að öllu gamni sleppt þá getur þjóðkirkjan ekki sagt nei við giftingum samkynhneigðra á meðan hún er á fjárlögum og er basically ríkisstofnun full af kredduliði með bjálka í auga.

DoctorE (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 10:39

14 Smámynd: halkatla

það eru lessur í minni Biblíu

halkatla, 26.4.2007 kl. 12:08

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kári Emil, þetta er næstum því rétt hjá þér. Það sem þú talar um að komi í Rómverjabréfinu er hér:

Bréf Páls til Rómverja 1:24-27
24    Þess vegna hefur Guð ofurselt þá fýsnum hjartna þeirra til saurlifnaðar, til þess að þeir svívirtu líkami sína hver með öðrum.
25    Þeir hafa skipt á sannleika Guðs og lyginni og göfgað og dýrkað hið skapaða í stað skaparans, hans sem er blessaður að eilífu. Amen.
26    Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg,
27    og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar.


(þarna kemur skýrt fram að lessur eru líka nefndar kæri DoktorE)

Þetta er þýðingin frá 1981, og þau rök sem 42 prestar og guðfræðingar báru fyrir sér með þessari tillögu sinni, voru einmitt þau rök sem þú talar um. Þ.e.a.s. að orðið samkynhneigð hafi ekki verið þýtt rétt og þýði frekar að þetta eigi við um menn sem vildu litla stráka. Þessi rök hefur nýjatestamenntisfræðingurinn Clarence E. Glad borið fram fyrir kenningarnefnd þjóðkirkjunar og 42 prestar tekið uppá sinn arm.

Gallinn við þessa tillögu þá er hún fræðilega séð ályktun, í skrifum Clarence má glögglega sjá að hann er með ályktanir og ekki fullyrðingar, sem sé það hefur enginn fræðimaður annar en hann  gengið svo langt að fullyrða um þetta þar sem þetta er ekki fullsannað. EN góðu fréttirnar fyrir þig eru þær að þetta atriði var tekið til greina í nýju þýðingunni, og mun hún breyta miklu fyrir samkynhneigða þegar hún kemur út.

Þetta er það sem hefur haldið aftur af prestastéttinni að samþykja þetta, þú verður að athuga að þeir eru fræðimenn og meðhöndla þetta eins og fræðimenn og þeir vilja ekki samþykkja e-ð sem liggur ekki pottþétt fyrir. Einnig hefur þetta verið skoðun kirkjudeilda í ca. 2 þús. ár og þú segir þeim ekki bara allt í einu, "þú hefur haft rangt fyrir þér í 2000 ár".

Niðurstaðan er:
Þetta er guðfræðilegs eðlis og hefur ekkert með mannréttindi að gera. Mér finnst það vera mannréttindi að hafa mína skoðun alveg eins og þú.  

Þetta er líka stolt kirkjunnar sem er ekki tilbúinn að breyta öllum sínum kenningum og gildum vegna almenningsálits.

Kári, þú hljómar ekki harkalegur og ég hef sjaldan séð rök lögð jafnvel fram eins og þú gerir, ég sé alveg að þú hefur kynnt þér málin til hlýtar og áttu hrós skilið fyrir það. Og ég vil reyndar þakka þér fyrir góðar umræður.


Bogi brimir,

Rétt er það að hún er ríkisrekinn, og ætti í raun ekki getað neitað neinum neitt á meðan svo er. En eins og stendur þá er þetta bundið í stjórnarskrá og þarf breytingu þar á til að því verði breytt. Ég er persónulega hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju.

En mín skoðun á þessu er sú, að hvert trúfélag eigi að hafa sjálfræði með þessa hluti ólíkt því sem nú er. Þá gætu menn valið það sem þeir vilja og hver tekur ábyrgð á sínum eigin gjörðum.

En á meðan að það er stjórnarskrárbundið að þjóðkirkjan sjái um trúmál þjóðarinnar, þá ræður hún hvað má og ekki má í kenningarmálum sem og öðru.

Þess vegna finnst mikilvægt að aðskilja þetta þótt ég sé í þjóðkirkjunni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.4.2007 kl. 13:26

16 identicon

Um leið og kirkja og ríki verða aðskilin finnst mér ekkert eðlilegra en að þeir taki sínar ákvarðanir fyrir sig. Það sem ég vildi aðallega koma á framfæri er að á [b]meðan[/b] þjóðkirkjan er [b]ekki[/b] aðskilin frá ríkinu, finnst mér óeðlilegt að hún geti leyft sér að ákveða að hluti landsmanna fái ekki alla þá þjónustu sem hún býður upp á. Þjóðkirkjan getur ekki bæði krafist stöðu ríkisstofnunar og svo hunsað landslög með vague tilvísunum í helgirit.

Eins og fróður maður sagði einhvern tímann: "You can't have your cake and eat it too."

Bogi Brimir Árnason (IP-tala skráð) 26.4.2007 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 588270

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband