Hættulegar skoðannir kristinna

eldingarMikið er þrasað um trúaða þessa daganna, sérstaklega í skugga merkilegustu prestastefnu sem hefur verið haldinn um daganna. Mér virðist að þegar ég skoða aðrar blogsíður þá er mörgum það mest í mun að koma höggi á trúaða og kristin gildi. Það að við kristnir dirfumst að hafa aðrar skoðannir en hin réttpólitíski almúgi er greinlega svívirða. Kristnum er greinilega ekki frjálst að hafa sínar eigin skoðannir og sannfæringu. Við fáum endalaus nafnaköll og níðskrif af jafnvel fólki sem kennir sig við Krist, en hefur ekki opnað biblíu í háa herrans tíð. Það sést nú bara á skrifum þeirra.

Við erum sökuð um að setja okkur á háan hest, erum hrokafull, tölum niður til fólks og svona mætti lengi telja. Ég segi fyrir mig að ég er hættur að kippa mér upp við svona ásakanir, það lýsir þeim best hvort eð er sem láta svona útúr sér.

En kannski hef ég misskilið eitthvað og er bara að væla og vorkenna sjálfum mér. Kannski er þetta rétt hjá öllum hinum og ég og trúbræður mínir erum haldnir slíku hatri og fordómum að við ættum í raun að hverfa af þessari jörð. Kannski hef ég misskilið orðin “lýðræði”, “málfrelsi” og “skoðannafrelsi”. Þessi orð eru óþekkt hjá fólki sem virðir ekki annara skoðannir, eins og ég hef orðið vitni að aftur og aftur, hér um bloggheima.

En vei mér fyrir að hafa aðra skoðun en aðrir, vei mér að fylgja sannfæringu minni og fylgja orði Guðs ! En ég veit hver minn dómari verður þegar að því kemur og hans dómur verður réttlátur. Eina sem ég get huggað mig við er Guðs orð, og það tvíeggjaða sverð sem það er.

Ég bið fyrir ykkur öllum ! Og megið þið kynna ykkur Guðs orð áður en þið gagnrýnið það !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Þú ert sannur vinur og skilur pirring minn. Takk fyrir þitt góða innlegg Henry, þetta er ekki í fyrsta sinn sem þú kemur og hjálpar mér í neyð minni. Þú ert sannur bróðir í Kristi og Guð blessi þig !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.4.2007 kl. 23:13

2 Smámynd: Linda

Einmitt, ég bað í nótt eða árla morguns vegna þess að mér misbauð svo hræðilega sum skrifin.  Eftir mikla sorg og reiði leiddi Guð mig í orðið sem ég þurfti til þess að setja inn andsvar gegn fórdómum.  Hann leiddi mig áfram til hughreystingar fyrir mig og aðra sem lesa hafi bloggið mitt í dag.  Honum til dýrðar og ekki mér sjálfri.

Guð blessi ykkur og stöndum vörð um þá arfleið sem Jesú gaf okkur.

Linda, 24.4.2007 kl. 23:16

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Linda mín, eftir þennan reiðilestur mun ég einbeita mér að Guðs orði fremur en skammargreinum, en ég varð bara að koma þessu að.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 24.4.2007 kl. 23:26

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er góð umræða eftir góða grein. Guð blessi ykkur öll.

Jón Valur Jensson, 25.4.2007 kl. 01:11

5 Smámynd: Högni Hilmisson

Frábært hjá þér Guðsteinn, það er svo greinilegt hvað þú ert hugfangin að lifandi orði Guðs.  já það hriktir í gömlum gröfum á Húsavík. hvernig geta prestar tekið þátt í svona srúðgöngu. Sannleikurinn er og verður sterkari, en lögleysið magnast á þessum tímum. við þurfum á miskun Guðs að halda.

Högni Hilmisson, 25.4.2007 kl. 03:27

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég þakka hlý orð Jón Valur og Högni, mér finnst ánægjulegt að sjá hve vel við stöndum saman í þessu. Guð blessi ykkur drengir.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 06:27

7 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Það fer ekkiá milli mála að antikristur á mjög sterk tök í mörgum sálum. Allt kristið starf er undir árásum. Kennarar eru böggaðir vegna kristnifræðikennslu og kristilegra jólasöngva. Veiðileyfi hefur verið gefið  út á okkur sem að leitumst við að boða Jesú. Ef maður svarar fyrir sig þá er maður ásakaður fyrir að bjóða ekki hinn vangann, og það versta við þetta allt er að margir prestar þola ekkert álag og vaða í villu.

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 09:50

8 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Sammál .

Mér finnst þetta nýja útspil um kröfu presta fyrir hönd samkynhneigðra snúast um það að hvort kirkjan eiga að bregðast við hagsmunhópum eða standa föst fyrir sem trúarleg stofnun og boðberi Krists.

Með kveðju (heilög þrennig)

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 25.4.2007 kl. 10:30

9 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Guðrún, ég hef séð einmitt margar greinar frá pirruðum foreldrum að það sé svívirða að kenna kristinfræði í skólum, ég hef reyndar ekki heyrt þetta með jólasöngvanna og þykir mér það MJÖG sorgleg þróun. Ég tek t.d. landið sem ég ólst uppí sem dæmi, þjóðsöngur þeirra var uppfullur af tilvísunum í Guð, nýverið var honum breytt í söng sem minnist ekki á Guð, þessu var náð fram fyrir tilstuðlan sérhagsmunahópa eins og er að sannast hérna á Íslandi með kirkjuna og samkynhneigða.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 12:14

10 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Sigríður Laufey, ég þakka þitt góða innlegg og ég tek undir með þér, þeir munu bregðast skyldum sínum vörður um kristna trú ef þeir samþykkja þetta. Guð blessi þig Laufey, ég hef lesið bloggið þitt og við erum sammála í pólitíkinni sem og trúnni.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 12:17

11 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Jú, æði margir krefjast þess að tekið sé tillit til skoðana þeirra en vilja ekki taka tillit til skoðana annara. Fyrst minnst er á mál samkynhneygðra, þá finnst mér það ekki vera mál biskups eða Þjóðkirkjunnar að ákveða hvort megi gefa þá/þær saman í kirkju - það á að vera mál viðkomandi kirkjudeildar eða safnaðar. Biskup á ekki að ákveða hvað Gunnar í Krossinum vill gera. Ef prestum innan vissra sýnist svo ættu þeir að fá að gefa saman samkynhneygð pör - en söfnuðir ættu líka að fá að velja að gera slíkt ekki, og það án þess að vera úthrópaðir sem einhverjir hommahatandi bjálfar úr afdölum.

Það held ég nú.

Ingvar Valgeirsson, 25.4.2007 kl. 14:24

12 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Trúleysingjar berjast sem aldrei fyrr gegn kristni . það er á okkar valdi að veita góðum kennurum í leikskólum og skólum stuðning í orði og verki. Þær raddir koma alltaf annarslagið upp að gera Öxar við ána eða Ísland er land þitt að þjóðsöng okkar. Við kristin verðum að standa saman hvar í söfnuði sem við erum, hættum að agnúsast útí það sem við erum ósammála um og sameinumst um það sem við erum sammála. ég er svo lánsöm að  þekkja sannkristið fólk úr þjóðkirkjunni og  öðrum söfnuðum, og mér finnst að fjölbreytt kristin  flóra sé af hinu góða.  Áfram Ísland fyrir Krist!!!

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 14:26

13 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

Afsakið - meinti "innan vissra safnaða" - gleymdi að skrifa "safnaða" - bara ekki betur gefinn en þetta... 

Ingvar Valgeirsson, 25.4.2007 kl. 14:37

14 Smámynd: halkatla

halkatla, 25.4.2007 kl. 14:42

15 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ingvar, þú talar aldrei þessu vant frá mínu hjarta. Þetta á að vera mál hvers trúfélags fyrir sig, mér finnst biskup of mikið vald sett þegar hann tekur ákvörðun á línuna, eins og virkar á mann í þessu tilfelli. 

Ég tek undir með Guðrúnu með hennar góða slagorði: "Áfram Ísland fyrir Krist!" 

Halkatla, !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 15:05

16 identicon

Má ég benda ræðumönnum á, sem telja sig þekkja Orðið svo mjög vel að Anti-Kristur hefur ekki enn verið fæddur.

Kári Emil (IP-tala skráð) 25.4.2007 kl. 18:03

17 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Kári, það er munur á myndlíkingum og staðreyndum. Enginn hefur sagt það hér.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 18:19

18 Smámynd: Ingvar Valgeirsson

hundleiðinlegt að vera sammála þér, Haukur, en svona er það víst. Aftur í álversumræðuna...

Ingvar Valgeirsson, 25.4.2007 kl. 20:29

19 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Antikristöfl eða Satan öðru nafni er andlegt vald sem að fólk getur verið undir, sterkt einkenni hjá því fólki er hatur á Jesú.  Antikristvaldið notar sitt fólk í baráttu góðs og ills, gleymum því ekki að úlfurinn birtist oft í sauðalíki. En óttumst ekki höldum okkur við bænina og Orðið.

Guðrún Sæmundsdóttir, 25.4.2007 kl. 22:13

20 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Amen Guðrún ! 

Ingvar, það er yfirleitt himin og haf á milli okkar, en það er gaman að sjá að við getum loksins verið sammála um eitthvað. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 26.4.2007 kl. 16:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband