Hvað er skírn?

Þetta atriði hefur verið þrætuepli kristinna manna í árþúsundir. Ég legg ekki dóm á það sjálfur hvað er rétt í þessu, hver og einn verður að gera upp við sig hvað hann eða hún telur best.

En í dag eru til nokkrar kenningar um skírnina, en aðallega þessar tvær sem ég tel hér upp, aðrir trúarhópar hafa tekið upp eigin kenningar um skírnina sem ég minnist seinná á í þessum pistli:

  1. Barnaskírn, eins og alkunna er notar þjóðkirkjan þetta og telur að barninu sé tryggð himnavist sé skírnin framkvæmd. Þessi leið er rökstudd með versum eins og Lúkasarguðspjall 18:16 "En Jesús kallaði þau til sín og mælti: ,,Leyfið börnunum að koma til mín, varnið þeim eigi, því að slíkra er Guðs ríki." Fermingin er svo staðfesting barnaskírnarinnar, þá segja þjóðkirkjunarmenn að barnið sé nógu gamalt til þess að taka afstöðu sjálft hvort það vilji tilheyra kristnum söfnuði eður ei. Þessi leið er aðallega notuð af kaþólikkum sem og Lútherskum söfnuðum.

  2. Afstöðuskírn/niðurdýfingarskírn, þessi skírn er aðallega notuð af trúfélögum sem teljast til hvítasunnuhreyfingarinnar (Penecostle Church), þeir segja að skírnin sé afstaða sem fullþroskaður einstaklingur eigi að taka sjálf/ur, þeir blessa smábörn til þess að tryggja himnavistina. Eftir að þessi börn eru vaxinn úr grasi þá geta þau sjálf tekið afstöðu hvort þau skírast eða ekki. Þess vegna eru þessar hreyfingar ekki með fermingu.

Þegar Marteinn Lúther og aðrir siðbótarmenn á 16. öld endurskipulögðu kirkjuna afnumu þeir ferminguna sem sérstakt sakramenti því þeir töldu hana skyggja á skírnina sem fullkomna leið til samfélagsins við Guð. Hins vegar vildu þeir efla trúrækni og helgihald barna og unglinga og notuðu tækifærið til að tengja uppfræðslu í kristinni trú við undirbúning undir fermingarathöfn og meðtöku heilags kvöldmáltíðarsakramentis við guðsþjónustu í söfnuðinum. Marteinn Lúther samdi "Fræðin minni" til þess að auðvelda fræðslu í grundvallaratriðum kristinnar trúar. Áður höfðu prestar kannað kunnáttu sóknarbarna sinna með samtölum um synd og fyrirgefningu áður en gengið var til altaris. Í lútherskum sið varð það að venju að unglingar gengju ekki til altaris fyrr en við fermingarathöfnina eða strax að henni lokinni og er svo enn hér á landi.

En þá er stóra spurningin? Eru til aðrar leiðir en þessar tvær?

Já, þær eru til. Þær ganga útá sama hlutinn efnislega séð en eru róttækari en flestir sem þekkja til Guðs orðs eru vanir.

  1. Jésú skírn, þau rök að Jésús er Guð eru notuð til þess að réttlæta að skíra einungis í Jésú nafni, ekki samkvæmt:Matteusarguðspjall 28:19"Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda". Heldur einungis í Jésú nafni. Þessi leið er kennd við konu sem kölluð var: "Sister Hicks", sem gekk skrefinu lengra í sínum kenningum og eru söfnuðir á Íslandi sem fylgja/aðhyllast hennar kenningar Betanía og Krossinn.

  2. Bókstafsskírn, ég hef rekið mig á nokkra söfnuði sem kenna svokallaða bókstafsskírn, hún felst í því að þú telst ekki frelsaður/lifandi trúaður fyrr en þú tekur skírnina og þá niðurdýfingarskírn. Þeir taka bókstafinn framar en persónulegt samband við Guð.

En hvað er þá rétt í þessu? 

Ef við tökum fornt rit eins og Didache, sem er regkugerðarrit kristinnar manna til marga alda, í því ber að geyma þá reglugerð sem hefur mótað skírnir allra trúfélaga. Í því stendur um skírnina:

baptismConcerning Baptism. And concerning baptism, baptize this way: Having first said all these things, baptize into the name of the Father, and of the Son, and of the Holy Spirit, in living water. But if you have no living water, baptize into other water; and if you cannot do so in cold water, do so in warm. But if you have neither, pour out water three times upon the head into the name of Father and Son and Holy Spirit. But before the baptism let the baptizer fast, and the baptized, and whoever else can; but you shall order the baptized to fast one or two days before.

Þarna stendur skýrt hvernig eigi að haga sér í þessu, hver sem afstaða ykkar er og hvaða kirkju sem þið tilheyrið, þá er skírnin stórkostleg athöfn hvernig sem hún er borinn fram. Ég ætla ekki að segja hver hefur rétt fyrir sér í þessu, enda væri það hrokafullt, en ég tala til þeirra sem ekki eru skírðir, og hvet þá til þess að skoða málið til hlítar áður en endanleg afstaða er tekinn.

Guð blessi ykkur öll !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svartinaggur

Mér hefur alltaf fundist rökleysa að skíra ómálga börn. Fullyrðingar um tryggða himnaríkisvist við skírn og skráningu í tiltekið trúfélag finnst mér bara skortur á almennri skynsemi.

Á sama hátt finnst mér fermingin jafnvitlaus. Að 13-14 ára krakkar STAÐFESTI skírn. Til hvers þá? Var þá skírnin sjálf marklaus á sínum tíma? Til hvers var þá verið að skíra? Þar fyrir utan geta fæstir krakkar á þessum aldri tekið sjálfstæðar ákvarðanir um svona hlut. Þau fylgja stramnum og svo freista gjafirnar.

Þótt ég sé laus við guðstrú ætla ég mér samt að leyfa mér að hafa skoðun á þessu fyrirkomulagi. Bara út frá almennri skynsemi fyndist mér einfaldast og skynsamlegast að fólk skírist við 18 ára aldur, þó ekki væri nema vegna laga um sjálfræði.

Svartinaggur, 20.4.2007 kl. 16:33

2 Smámynd: Linda

Hæ, æðislega flott grein hjá þér, og ég hef mikklar mætur á Didache, eitt af merkkilegustu trúarritum sem fá allt of lítla pælingu. Vona að fólk skoði þetta nánar. 

Ekki svo vitlaust hugmyn hjá Svartinaggur, 18 ára er góður aldur, hinsvegar má íhuga eitt, hvenær er fólk talið geta tekið ábyrgð gjörða sinna, er það ekki eftir 13 ára aldur, talið að það hafi þroska til þess að skilja munin á góðu og vondu..

Linda, 20.4.2007 kl. 18:37

3 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Linda Didache er stofnin sem kirkjufeðurnir lögðu upp með, þetta rit er samið ca. 100 eftir Krist og hefur að geyma góðar og skýrar leiðbeiningar um hvernig skírnarathöfn eigi að fara fram.

Svarthöfði, þú varst skírður sem barn ekki satt? Þess vegna er ferming haldinn til þess að staðfesta þann áttmála sem gerður var í skírninni. En hvar hefur þú haldið þig, íhaldsdelinn þinn?   Þín er saknað á öðrum vettvangi !

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.4.2007 kl. 19:11

4 Smámynd: Svartinaggur

Mikið rétt Bróðir Haukur (þú kallar mig alltaf Svarthöfða), ég var skírður sem ómálga barn. En til hvers var verið að skíra mig, nema því að allir hinir foreldrarnir gerðu það. Ég held að ég hafi verið syndlaus sem hvítvoðungur (burtséð frá erfðasyndinni) og að Guddi gamli hefði ekki þurft að neita mér um himnaríkisvist þess vegna. Og hver ákvað að staðfestingar væri yfirhöfuð þörf í formi fermingar? Ok ok - ég var líka fermdur eins og allir hinir krakkarnir. Það var nebbla ekki ónýtt að vera miðpunkturinn í fermingarveislunni fyrir utan að fá alla pakkana og peninginn. En sem sagt sorry Stína, ég skil ekki þessa hringavitleysu.

Og aftur kallarðu mig dela. Reyndar geri ég nú ráð fyrir að það sé nú allt í góðu. En grínlaust - þótt íhaldið sé ekki gott, þá eru hinir valkostirnir síst betri. Mætti kannski kalla þetta framboðskreppu?

Svartinaggur, 20.4.2007 kl. 22:49

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég skil hvað þú ert að tala um. Það sem ég var að benda á með þessari grein er hver skírnin er og hvaða leiðir eru í boði. En það sem þú ert að lýsa er mjög algengt viðhorf á Íslandi í dag. Eina sem ég get sagt þér er að trúin breytir manni til hins betra. En til þess að komast að því þarftu að rannsaka þetta sjálfur með opnu hugarfari.

Ég kallaði þig dela bara uppá grínið og fyrri sögu okkar, því ég vissi að þú skildir mig og tækir því ekki illa. En ég tek undir orð þín, það er framboðskreppa og sjálfur veit ég ekki hvað á að kjósa í vor.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.4.2007 kl. 23:41

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég er þakklát fyrir skírnina og ferminguna, sem að viðgengst í þjóðkirkjunni. mínir krakkar fermdust fyrir einlæga trú á Jesú Krist, fræðsluefnið í kirkjunni var mjög gott. Það skiptir engu máli hvort fólk tekur niðurdýfingarskýrnina eða fermist svo framalega sem það tilheyrir  Jesú. Mér finnst oft gott að líkja kirkjum við stjórnmálaflokka, allir flokkarnir okkar hafa sama markmið, þ.e. að gera sitt besta fyrir Ísland þó að hver og einn vilji fara mismunandi leiðir að markinu. Sama á við hinar ýmsu kristnu kirkjur, allar vilja þær þjóna Jesú. Það er afar mikilvægt að vera jákvæður í garð kirknanna og biðja fyrir þeim, sama hvaða söfnuði maður tilheyrir. fólk er sem betur fer misjafnt þó að það trúi á frelsarann. Við skulum frekar sameinast í trú okkar og berjast gegn þeim fjölmörgu illu öflum sem að hata Jesú Eins og við sjáum á bloggsíðunum þá er nóg af þeim.

Guðrún Sæmundsdóttir, 23.4.2007 kl. 14:18

7 Smámynd: halkatla

Hæ hó

Þetta er frábær grein, ég verð að segja að mér finnast meiri rök fyrir því að skírninni sé framfylgt einsog lýst er í Didache, heldur en því að ungbörn verði að skírast svo að þau komist örugglega til himna ef þau deyja... Það er hreinasta mannasetning. Ungbarnaskírn má svosum alveg vera líka en mér finnst fermingin ekki góður grundvöllur til þess að hugleiða trúmál. Hún er ákveðin vígsluathöfn og var það áður fyrr inní heim hinna fullorðnu en núna er það mjög breytt, 13 ára krakkar eru bara börn í dag sem þekkja ekki ábyrgð eða líf fullorðinna og eru ekkert að byrja á neinu fullorðinslífi þó að þau fermist. Ekki að ég sé fylgjandi því að fermingar leggist af, þær hafa bara einstaklega lítið trúarlegt gildi.

halkatla, 25.4.2007 kl. 13:37

8 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Það er einimitt málið Anna Karen, það eru til margar hliðar á þessu. ÞEss vegna hef ég ekki tekið neina afstöðu sjálfur með eða á móti. Fólk gerir sjálft upp hug sinn með Guði.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 25.4.2007 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband