Auglýst eftir karlakirkju !

Ég hér með auglýsi eftir karlakirkju, veit einhver um slíkt? Konur hafa Aglow, þar vinna þær ótrúlega gott starf. En ég veit ekki til þess að það sé til eiginlegar "karlahópur" svona eins og Aglow. Ég myndi vilja sjá félagsskap karlmanna þar sem þeir geta rætt sín vandamál við aðra karlmenn. Rétt eins og kvennahópar, við karlar erum ekki nógu duglegir við hittast og ræða okkar vandamál, konur hins vegar gera sér grein fyrir ófullkomleika sínum og geta rætt sín á milli, við hrokafullu karlarnir eigum það til að berja okkur á brjóst og telja allt í himnalagi, á meðan krumar neðan í okkur innbæld reiði kannski og önnur vandamál.

Ef svona er til, endilega látið mig vita ... á ekki annars að vera jafnrétti í landinu? hehehehe ...  Wink

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Góð hugmynd.
Við Aglow konur erum einmitt að biðja f. að Herra-Aglow verði stofnað á Íslandi. En vísir að bænasvari verður 11.maí nk. Þá verður Herra-kvöld Aglow í Grensáskirkju.Allir strákar eru velkomnir. Kvöldið byrjar á dinner og flottheitum síðan verður frábær ræðumaður Dwight Broks frá USA.
Mig langar til að bjóða þér að koma sem bloggvinur okkar í Aglow hér í Garðabæ.
Smelltu á www.aglow.is og skráðu þig ( settu Helena bauð mér í sviga)

Njóttu vel. 

Helena Leifsdóttir, 20.4.2007 kl. 09:42

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk fyrir það Helena.

Það má vel vera að ég þiggji það.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 20.4.2007 kl. 14:38

3 Smámynd: Linda

Um að gera að kíkja Haukur, þetta er æðisleg hugmynd, og réttur staður til þess að byrja.  Áfram kristnir karlmenn, þið eruð guðsgjöf

Linda, 20.4.2007 kl. 18:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 588436

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband