Agape - Love - Ást - Amor - Förälskelse - Liebe - Amour

Hvað er ást?

Oft hef ég velt þessari spurningu fyrir mér í þessum Guðlausa heimi. Jafnvel hér á Íslandi eru gamalmenni ekki óhult úti á götu, fólk í hjólastólum þarf einnig að vara sig á föntum sem berja þá og ræna. Jafnvel lögreglan beitir fólki af öðru þjóðerni ofbeldi, lemur það og hendir því nöktu inní tómann klefa. Jafnvel þegar glæpir eru drýgðir beint fyrir framan nefið á fólki, gerir enginn neitt, það horfir bara á og segir: “þetta kemur mér ekki við”. Dýrum er slátrað í þágu vísinda og menn þykjast ætla að græða á kjöti sem enginn er markaður fyrir.hands

Ást þarf ekki bara að vera á milli tveggja einstaklinga, hún getur einnig verið í formi góðverka, til dæmis að standa upp fyrir einhverjum í strætó, sýna tillit í umferðinni, bjóða náunga þínum góðan dag. Þetta getur verið svo einfalt og alls ekki flókið.

Þannig er trúin á Jésú Krist, hún er í raun og veru svona einföld. Þetta er ekki flókið, eina sem þarf er ást. 

Lampi líkamans
Það leiða ekki margir hugann að því að ástin getur verið sem geisli úr andliti okkar. Augun eru lampi líkamans, ritað er:

“Auga þitt er lampi líkamans. Þegar auga þitt er heilt, þá er og allur líkami þinn bjartur, en sé það spillt, þá er og líkami þinn dimmur". - Lúkasarguðspjall 11:34

Ég segi fyrir mig, áður en kynntist trúnni á Jésú, voru augu mín hulinn myrkreyesi og hatri. Jafnvel engillinn mágur minn hafði á orði að það hefði ekki verið hægt að horfa í augu mér áður en ég komst til trúar. En í dag, er ég fullur af ást Jésú, í gegnum þá ást lýsa augu mín gleði og fögnuði. Ég vildi að ég gæti útskýrt það sem kemur frá hjarta mínu, en stundum er það ekki hægt, eina leiðin er að kynnast því sjálf/ur.

Jésús á þessa ást handa þér í dag, ert tilbúin til að veita henni mótöku?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Böðvarsson

Það var frekar skrítið að horfast í augu við þig, en í dag eftir að þú kynntist Jesú, þá er allt annað að sjá þig

Ágúst Böðvarsson, 18.4.2007 kl. 00:09

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Takk kæri mágur. Guð blessi þig líka. 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2007 kl. 00:13

3 Smámynd: Svartinaggur

Góð grein og holl áminning. Það væri margt öðruvísi í heiminum ef meiri kærleikur væri til staðar. Reyndar á ég ekki von á að fyllast af ást manns sem dó fyrir tæpum 2000 árum og verð víst að notast við guðlausu ástina í staðinn . Vona ég að hún reynist ekkert síðri.

En fyrsta skrefið til að breyta heiminum til hins betra er að breyta sjálfum sér.

Svartinaggur, 18.4.2007 kl. 00:26

4 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Það er í svo mörg smáu sem við þurfum að kenna börnum okkar að sýna náunganum kærleika.  Ég fór með mínum 8 ára gutta í ísbúð á sunnudag.  Hann sat á stól og borðaði ísinn sinn og við hliðina á honum stóð kona sem var í gifsi vegna fótbrots, það leyndi sér ekki að hún var þreytt á því að standa.  Ég benti honum á það að bjóða konunni sæti, hann var voða glaður að geta hjálpað konunni og fljótlega fengum við sæti á barstól sem konan hefði ómögulega getað notað vegna meiðsla sinna.

Svona er kærleikurinn hann gefur á báða bóga, við vorum glöð og konan var glöð. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 18.4.2007 kl. 03:06

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

tal fyrir yndislega morgunhugvekju

ljós frá mér.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.4.2007 kl. 04:18

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Ég ekkert komist inná bloggið mitt í dag, sökum álags á mbl.is vegna eldsins skelfilega sem var í miðbænum. En ég þakka Svarthöfða, Ester takk fyrir þessa dæmisögu, þarna sérðu hve auðvelt það er að sýna smá kærleika.  Og Steina er ávalt velkominn og takk fyrir þína athugasemd.  Guð blessi ykkur öll 

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2007 kl. 19:25

7 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Guðsteinn Haukur, heimurinn þarf einmitt á svona mönnum að halda eins og þér.  Kvitta fyrir lestur.

Guðmundur Pálsson, 19.4.2007 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband