Umburðarlyndi og náungakærleikur

Eitt sem ég verð að læra er að hemja mig og bera virðingu fyrir skoðunum annara. Ég hef talið það vera sjálfsskipað hlutverk mitt verja kristindóminn eins og ég get. En stundum á maður það til að sleppa sér alveg, maður lætur út sér einhverja þvílíka vitleysu og dauðsér eftir því. Ég á ekki að haga mér svona sem kristinn einstaklingur. Skoðannir á að virða, ekki skíta yfir með hroka og helypidómum. Ég lærði mína lexíu í kvöld þegar ég réðst að bloggvini mínum vegna skoðanna hennar, ég nefni enginn nöfn en hún veit hvað ég á við og ég bið hana afsökunar á framferði mínu.

Svona lagað lærist með árunum, ég á það til eins og allir, að vera doldið fljótfær, ég er breyskur og langt í frá fullkominn. En kærleikurinn sigrar alltaf að lokum, ég mun framveigis hemja mig betur og koma fram í kærleik. Ritað er: “Ef ég hefði ekki kærleika væri ég ekki neitt.” Það er sú setning sem allir menn ættu að reyna að lifa eftir.  

Aldrei bjóst ég við slíkum viðtökum eins og ég hef fengið hér á moggablogginu. Ég hef aldrei séð slík viðbrögð frá neinum vegna skrifa minna, ég er afar þakklátur ykkur öllum sem nennið að kíkja á síðuna mína. Ég er afar þakklátur öllum þeim sem hafa gerst blogg vinir mínir. Svona samfélagi vil ég tilheyra, samfélag þar sem skoðannaskipti eru á milli himins og jarðar og snertir við hverjum þeim sem les það sem um er fjallað. Þið moggabloggarar eru til sóma og Guð blessi ykkur öll!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Matteusarguðspjall 5:13

Þér eruð salt jarðar. Ef saltið dofnar, með hverju á að selta það? Það er þá til einskis nýtt, menn fleygja því og troða undir fótum.

Stundum verðum við að segja óþægilega hluti, að vera kristinn hefur aldrei þótt vænt til vinsælda En þú tilheyrir samt vinningsliðinu! Kærleikurinn felst ekki í því að láta valta yfir sig í orði eða verki. Haltu áfram að blogga um Kristni!!!!  Guð blessi þig margfaldlega, börnin þín og hjónaband í Jesú nafni.

Guðrún Sæmundsdóttir, 17.4.2007 kl. 22:28

2 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Vá, Guðrún, ég fer bara hjá mér !   Guð blessi þig líka !!

Guðsteinn Haukur Barkarson, 17.4.2007 kl. 22:39

3 Smámynd: halkatla

Guð blessi þig líka zeriaph - ég hef ekki tekið eftir þessari heift en ég styð það samt ákaflega að þú æsir þig ekki um of, það er svo leiðinlegt að þurfa að rífast! Megi þér og þínir hafa það sem best - og alltaf má svo blogga meira um kristni

halkatla, 17.4.2007 kl. 23:54

4 Smámynd: Högni Hilmisson

Takk fyrir að commentera Páska-pistilinn min.  þú ert öflugur blogari. og ferð víða. Ég hef ástúð á Canada. Forvitnilegt að vita hvað dróg þig þangað.  En þér eruð heillaður af hinni Helgu Bók. Gott er það. þá eru allir vegir færir. Guð veri með þér, Hann er vort hæli og skjól, sæll er sá er gistir í skugga hins almáttka.

Högni Hilmisson, 18.4.2007 kl. 00:02

5 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Foreldrar mínir kláruðu Doktors prófin sín þar, ég dvaldi þar frá 5-11 ára aldurs. Ég er má segja alinn upp þar, og enska er fyrir mér sem hitt móðurmálið. En Guð blessi þig Högni fyrir innlitið og megi ásjóna hans blessa þig og varðveita.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2007 kl. 00:17

6 Smámynd: Guðsteinn Haukur Barkarson

Halkatla, takk fyrir hvatnignar orðin, þú hefur alltaf verið mér stoð og stytta á öðrum vígstöðum og er ég mjög þakklátur stuðningi þínum. Guð blessi þig Anna Karen og megi þú sofa vel í nótt.

Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2007 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Guðsteinn Haukur

Guðsteinn Haukur Barkarson
Guðsteinn Haukur Barkarson

"Our life is a gift from God,
what we do with that life,
is our gift to God"

Höf. óþekktur

Sjá höfundasíðu fyrir ákveðna skilmála og upplýsingar um bloggarann 

Önnur snilld...

Hvaða þjóðir heimsækja þetta blogg?

free counters

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 588433

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Skoðanna könnun

Á að aðskilja ríki og kirkju?

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband